Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Fjölskrúðugt mannlíf í máli og myndum Hér er tekið hús á 13 nýjum Íslendingum frá öllum heimsálfum og rætt við þá um ástæðu þess að þeir settust hér að. Lesendur fá að kynnast þeirri matarmenningu sem fólkið flutti með sér til Íslands og birtar eru uppskriftir að fjölbreytilegum réttum. Landsnet hf. þarf aðráðast í umfangs-miklar fram- kvæmdir á næstu árum til að styrkja flutningskerfi raforku vegna aukinnar raforkuvinnslu og raf- orkunotkunar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir vegna uppbyggingar og þróunar flutningskerfisins verði um 5,7 milljarðar kr. árið 2006, um 440 milljónir kr. árið 2007 og um 380 millj- ónir kr. árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu iðnaðarráðherra um raf- orkumál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Af framkvæmdum á næsta ári eru tæplega 4,5 millj- arðar kr. vegna Fjarðaáls og um 1,2 milljarðar kr. vegna stækkun- ar Norðuráls. Að sögn Þorgeirs J. Andrésson- ar, skrifstofustjóra hjá Landsneti, verður stærsti hluti nýfram- kvæmda fyrirtækisins áframhald- andi framkvæmdir vegna álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði en einnig halda framkvæmdir áfram í tengslum við stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði. Verður m.a. lokið við lagningu Fljótsdalslínu 3 og 4 sem liggja frá tengivirkinu í Fljótsdal að álveri Fjarðaáls. Ýmsar framkvæmdir sem huga þarf að eftir 2010 Í fyrrnefndri skýrslu er vikið að frekari framkvæmdum við flutn- ingskerfi raforku sem ráðast þarf í þegar litið er til framtíðar ef langtímaraforkuspár um stækkun stóriðju eftir árið 2010 ganga eft- ir. „Byrja þarf að huga að hluta þessara framkvæmda fyrir árið 2010, en stærstur hluti kostnaðar vegna þeirra fellur til eftir árið 2010. Hér er um að ræða fram- kvæmdir við Brennimelslínu 1, Bjarnarflagslínu 1 og tengivirki við Bjarnarflag, Kröflulínu 3, Sprengisandslínu, tengivirki við Hvamm og breytingu á Búrfells- línu 1,“ segir í skýrslunni og á það jafnframt bent að flestar þessar framkvæmdir eigi eftir að fara í umhverfismat og því ákveðin óvissa um framkvæmdir. 265 milljarða fjárfesting Áætlað er að fjárfesting í orku- verum og stóriðju hér á landi árin 2001–2009 nemi alls um 265 millj- örðum kr., en þar er um að ræða stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga og byggingu álvers í eigu Alcoa Fjarðaáls á Reyðar- firði, sem og framkvæmdir við ný eða stækkuð raforkuver til að anna aukinni raforkuþörf. Þá seg- ir í skýrslunni að nú sé áætlað að árin 2003–2006 tengist að meðal- tali 6% vinnandi manna hér á landi stóriðjuframkvæmdum. Fram kemur að ný skipan raf- orkumála sem kom til fram- kvæmda um seinustu áramót gefi ein sér ekki almennt tilefni til um- talsverðra breytinga á raforku- verði, en þó sé um nokkrar verð- breytingar að ræða hjá einstökum notendum. Þannig megi rekja um 2–4% af hækkun á raunverði raf- magns suðvestanlands til breyt- ingarinnar, en með sama hætti hafi hún leitt til lækkunar á veitu- svæði Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK), einkum í þéttbýli. Nýjar gjaldskrár virðast al- mennt vera hagstæðari stærri notendum en þeim minni, en það stafar m.a. af því að veiturnar hafa kosið að hækka fastagjald hlut- fallslega meira en gjöld fyrir notk- un. 15 milljarðar vegna húshitunar á 20 árum Greint er frá því í skýrslunni að heildarútgjöld ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna á raforku til hús- hitunar voru um 15 milljarðar á árunum 1983–2004 á núvirði. Lög um niðurgreiðslu húshitunar- kostnaðar voru sett á Alþingi vor- ið 2002 og eftirlit Orkustofnunar með framkvæmd laganna leiddi til lækkunar niðurgreiðslna til hús- hitunar árin 2003 og 2004. Á árinu 2004 voru aftur á móti gerðar breytingar á lögunum sem rýmkuðu heimildir einstaklinga og félagasamtaka til niður- greiðslna, en á fjárlögum ársins 2005 eru ætlaðar 998 milljónir kr. úr ríkissjóði til niðurgreiðslna vegna húshitunar og annarra verkefna sem tengjast þeim. Í umfjöllun um rannsóknir á orkulindum og undirbúningi á virkjun þeirra til raforkuvinnslu kemur fram að undanfarin 4 ár hafa verið mikil umsvif í fram- kvæmdum og rannsóknum á orkulindum landsins. Skýrist það einkum af raforkusölu vegna stækkunar Norðuráls í Hvalfirði úr 90 þúsund tonna ársframleiðslu í 220 þúsund tonn og byggingar 322 þúsund tonna álvers Fjarða- áls á Reyðarfirði. Fram kemur í skýrslunni að gefin hafa verið út leyfi til rannsókna á Hellisheiðar- svæði, vesturhluta Kröflusvæðis, við Þeistareyki og í Köldukvíslar- botnum. Þá hefur Hitaveita Suð- urnesja fengið nýtingarleyfi og hafið undirbúning fyrir allt að 100 MW virkjun á Reykjanesi. Virkj- unarleyfi hafa verið gefin út fyrir Búðarhálsvirkjun (120 MW), Kárahnjúkavirkjun (690 MW), Nesjavallavirkjun (120 MW), Hellisheiðarvirkjun (80 MW) og við Lagarfoss (30 MW). Fréttaskýring | Nýframkvæmdir Landsnets við uppbyggingu flutningskerfis raforku Raforkumálin í deiglunni Frá næstu áramótum geta heimili keypt rafmagn af þeim sem þau kjósa helst Sultartangalína 3 er frá Sultartangastöð. Framkvæma fyrir 5,7 milljarða á næsta ári  Töluverðar breytingar urðu á raforkuverði til almennra not- enda með 4.000 kWst ársnotkun um seinustu áramót þegar ný raforkulög tóku gildi. Þannig lækkaði verð til almennra not- enda hjá RARIK í þéttbýli (-4%), Rafveitu Reyðarfjarðar (-3,9%) og Orkubúi Vestfjarða í þéttbýli (-0,6%). Mesta hækkunin varð hins vegar hjá Orkubúi Vest- fjarða í dreifbýli (24%) og Hita- veitu Suðurnesja á Suðurnesjum og í Hafnarfirði (16,4%). Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MOSFELLSBÆR og Nýsir hf. hafa undirritað samning um uppbygg- ingu og rekstur nýrrar íþrótta- miðstöðvar við Lækjarhlíð. Sparn- aður sveitarfélagsins vegna þessa samnings er áætlaður á um fimmta hundrað milljónir króna, en áform- að er að hefja rekstur miðstöðvar- innar næsta sumar. Samningur Mosfellsbæjar og Nýsis kveður á um að Mosfellsbær greiði Nýsi hf. árlega leigu á samn- ingstíma til þrjátíu ára, en öðlist síðan kauprétt á byggingunni að leigutíma loknum. Að mati for- svarsmanna Nýsis og Mosfellsbæjar hefur samningurinn marga kosti í för með sér, m.a. mun betri nýtingu á mannvirkinu og fjölþættari þjón- ustu en áður var ráðgert auk þess sem sveitarfélagið kemst hjá árekstrum við einkaaðila í rekstri á almennum markaði. Ragnheiður Ríkarðsdóttir segir ávinning Mosfellsbæjar umtals- verðan af samstarfinu, en vel á ann- an tug milljóna króna sparist á ári með þessum samningi miðað við fyrri áætlanir og rekstraráhættan sé engin. Segir Ragnheiður hér um að ræða afar áhugaverða útfærslu á samvinnu opinbers aðila og einka- fyrirtækis. Stefán Þórarinsson, stjórnarfor- maður Nýsis hf., segir að með samningnum nýtist styrkur beggja samningsaðila til fullnustu, en báðir aðilar hafi fulla yfirsýn á samnings- tímanum og tilkostnaður verði lægri. Þá muni tekjur af rekstrin- um umfram áætlanir koma að hálfu til lækkunar á leigu. Mosfellsbær og Nýsir í samstarf um að reisa íþróttamiðstöð JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag, fyrsta sunnu- dag í aðventu. Safnað er fyrir vatni og eru landsmenn beðnir um að „skrúfa frá krananum með því að greiða gíróseðil sem sendur er á hvert heimili“, eins og segir í frétta- tilkynningu. Fram kemur að ekki þurfi nema fimmtíu manns til að greiða einn brunn miðað við upphæð seðilsins sem er 2.500 kr. Hjálparstarf kirkj- unnar er með brunna í Mósambík, verkefni í Malaví með fjölskyldum smábænda sem snýst um að styrkja lífsafkomu þeirra með áveitum, skepnuhaldi, fiskirækt eða skóg- rækt, en allt þetta byggist á vatns- öflun og vatnsnotkun. „Hver brunnur getur þjónað allt að þúsund manns og endist í áratugi. Á hvert heimili er einnig sendur glitrandi vatnsdropi sem nota má til að skreyta heimilið og minna fjöl- skylduna á Hjálparstarf kirkjunnar sem farveg fyrir sín framlög til bág- staddra,“ segir í tilkynningu. Pappabaukum sem fylgt hafa jóla- sendingu Hjálparstarfsins frá upp- hafi verður nú aðeins dreift í kirkjum landsins. Þeir sem vilja bauk geta haft samband við skrifstofuna og fengið hann í pósti. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag Landsmenn skrúfi frá krananum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.