Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR                  ! " # # $%$ &   '       (  )# *++,  '    ##  -  . ///  /// 0 #                   !        Bæjarlind 6 Sími 5547030 Opið í dag frá kl. 13-16Fréttir á SMS MEÐ því að sýna nemendum sín- um athygli og áhuga, s.s. atburðum í þeirra daglega lífi, ná þeir að tengjast kennaranum og í kjölfarið er viljinn til lærdóms virkjaður, oftar en ekki ómeðvitað, segir Ingemar Svantesson, sænskur sér- fræðingur í námsleiðum og námi fullorðinna, sem flutti fyrirlestur á ársfundi Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins sem fram fór á Hótel Nordica á miðvikudag. Svantesson er ekki alls ókunnug- ur Íslandi því hann dvaldi hér um árabil árið 1973 við íslenskunám og sótti landið svo heim þrettán árum síðar til ferðalaga. Hann segist hafa góðan grunn í íslensku frá námsárinu fyrir 32 árum og það hafi auðveldað honum að skilja það sem fram fór á ársfundinum. Jafn- framt varð það til þess að hann náði fljótt að tileinka sér ný orð. Tók hann sem dæmi orð sem komu inn í málið eftir dvöl hans hér, s.s. tölvunarfræði, tölvupóstur og heimasíða. Svantesson hefur kennt kenn- urum og öðrum hvernig beita skuli námsnálgun og margskonar náms- leiðum í um fimmtán ár. Hann hef- ur farið víðs vegar um heiminn og haldið fyrirlestra en einnig í flesta skóla Svíþjóðar og hafa aðferðir hans verið teknar þar upp í aukn- um mæli. Í fyrirlestri sínum fjallaði Svant- esson meðal annars um náms- nálgun í fullorðinsfræðslu og þær ólíku leiðir sem nemendur vilja til- einka sér við námið. Hann segir kennara, í raun á hvaða skólastigi sem er, verða að byrja á því í upp- hafi kennslu að kynna sér styrk- leika hvers nemenda fyrir sig og helga sér kennsluhætti í samræmi við það. „Flestir kennarar í fullorð- insfræðslu spyrja aldrei nemendur í hverju þeir séu góðir heldur hefja án nokkurrar umhugsunar kennslu. Það sem ég bendi hins vegar á er að kennarinn verður að virða fyrir sér nemendur, einn af öðrum, og komast að því hvar styrkleikar hvers og eins liggja. Þá er auðveld- ara að byggja á þeim grunni sem fyrir er en ekki þeim grunni sem kennarinn heldur að sé til staðar. Í Svíþjóð er þetta að ryðja sér til rúms og ég vona að það verði svo einnig á Íslandi,“ segir Svantesson og bendir á sem dæmi að nem- endur með stutta formlega skóla- göngu eigi að fá kennslu á sínum forsendum og kennarinn verði því að laga sig að þeim. Námsleiðir mismunandi eftir mönnum Svantesson setti m.a. upp dæmi til að sýna fram á að flestallir hafa sína námsleið sem þeir vilja að not- uð sé við kennslu. Hann bað alla viðstadda fyrirlestur sinn að skrifa niður hvaða námsleið þeir myndu telja að væri árangursríkust ef til þess kæmi að læra á nýtt tölvu- kerfi fyrir næstu áramót. Fjöl- margar námsleiðir komu úr könn- uninni og afar misjafnar. Svantesson bendir á þannig sé það á meðal allra hópa, hver hefur sína aðferð. Því sé það kennurum svo nauðsynlegt að reyna að skilja nemendur, atferli þeirra og styrk við námið. „Ef kennarinn skipu- leggur kennsluáætlun frá a til ö og fylgir fastmótuðum hugmyndum sínum eftir af mikilli festu er allt eins líklegt að árangurinn verði ófullnægjandi þar sem hann nær kannski ekki nema til helmings nemenda – sem fá ekki nægilega hvatningu til náms ef þeim finnst kennarinn sjálfur óspennandi.“ Svantesson telur að með því að sýna nemendum athygli og áhuga, ekki aðeins hliðum námsins, vakni viljinn til lærdóms. „Þegar við töl- um um góða kennara sem við höfð- um á leið okkar um menntakerfið eru það oftast nær kennarar sem ræddu um málefni sem ekki endi- lega komu náminu við. Kennarar sem hugsanlega sögðu athygl- isverðar sögur eða sýndu nem- endum áhuga eru þeir sem fyrst eru nefndir til sögunnar,“ segir Svantesson og álítur lærdóm ekki ætíð fara fram á sama stað og kennslan og því þurfi kennslan að miðast að því að ná til nemenda, í kjölfarið komi námsárangur. Þar af leiðandi ættu kennarar sem ekki eru sagnaglaðir, eða ná ekki vel til nemenda að eðlisfari, að tileinka sér kennsluaðferðir sem hafa jákvæða verkun. Starfið sé miðað að nemendum en ekki þeim sjálfum. Aukin minnisgeta með hugarkortum Ingemar Svantesson hefur einnig ritað fjölda bóka eða, að hann taldi, um 25 talsins. Sú bók hans sem mestri útbreiðslu hefur náð nefnist „Tankekortor“ og fjallar um svo- kölluð hugarkort sem m.a. geta veitt námsmönnum ómælda hjálp við lærdom. Aðferðin hentar þeim sem mikið skrifa hjá sér af minn- isatriðum og miðar að því að taka út lykilorð eða setningar úr ræðum eða fyrirlestrum. Nauðsynlegt er að sjá lykilorðið myndrænt fyrir sér, mynda svo greinar út frá því með orðum, sem auka mun skiln- inginn. Kerfið miðar að því að koma skipulagi á minnið og segir Svan- tesson það auka minnisgetu til muna. Það henti þó ekki öllum en aðallega þeim sem eru myndrænir í hugsun og eins og áður segir taki niður mikið af minnispunktum. Bókin hefur verið þýdd á átta tungumál en er enn ekki fáanleg á íslensku. Fjallaði um fullorðinsfræðslu og ólíkar námsleiðir á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingemar Svantesson hefur undanfarin fimmtán ár leiðbeint kennurum um hvernig beita megi námsnálgun til að ná betri árangri í kennslu fullorðinna. Kennarar verða að finna út styrkleika nem- enda til að ná árangri Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir engar breytingar fyr- irhugaðar á ríkisábyrgð á Íbúða- lánasjóði. Hann segir að þótt framtíð Íbúðalánasjóðs sé til skoðunar og að hann ásamt félagsmálaráðherra séu að fara yfir málefni sjóðsins, séu engar breytingar fyrirhugaðar varðandi ríkisábyrgðina. Fjárlaga- frumvarpið staðfesti það. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Íbúðalánasjóð- ur óskað eftir skýrri yfirlýsingu stjórnvalda um ríkisábyrgðir á lántökum Íbúðalánasjóðs. Bréf þess efnis var sent fjármálaráð- herra og félagsmálaráðherra í fyrradag í kjölfar fréttar NFS. Í fréttinni var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með veitingu á frekari rík- isábyrgðum til sjóðsins á meðan óvissa ríkti um stöðu hans. Þórður Jónasson, forstjóri Lánasýslunnar, kvaðst í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í fyrradag, ekki kannast við þau ummæli. Engar breytingar fyrirhug- aðar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verði flutt í embætti sýslumannsins í Vík. Jafn- framt hefur ráðherra ákveðið að Ás- laug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, verði flutt í embætti sýslumannsins í Búðardal. Öðlast ákvarðanirnar gildi frá og með næstu áramótum. Tveir sýslu- menn fluttir til í embætti ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.