Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 11 María var afskaplega greind kona, fljúg- andi hagmælsk og Matthías Jochumsson kom oft í heimsókn til að drekka kaffisopa og njóta andríkra samræðna. Þegar pabbi dó, var mynd af Maríu sú eina í veskinu hans. Þessi langamma mín var ákaflega ljóðelsk og það gekk til Olgeirs og áfram til pabba. Þegar hann var í gagnfræðaskóla á Akureyri, bjó hann hjá afa og ömmu í Barði og þá náðu þau María svona rosalega vel saman. Þau voru sálufélagar. Ég reyndi að grafa upp allt sem ég gat um þessa konu og vill geta þess, að bæði Hulda Stefánsdóttir og Örlygur Sig- urðsson skrifuðu um hana.“ – Var faðir þinn hagmæltur? „Aldrei svo ég viti. En hann elskaði ljóð. Og líka tónlist og var hann þó laglaus og ómögu- legur til söngs. Ég man til dæmis hvað hann var hrifinn, þegar Jakobína Sigurðardóttir sendi honum ljóðið Hvort var þá hlegið í hamri?, sem hún dagsetti 25. október 1953. Hann bókstaflega sveif um gólfið þegar hann las það. Og mikið var stolt hans yfir því að Davíð Stefánsson skyldi senda honum Hrærek kon- ung í Kálfskinni til birtingar í fyrsta hefti Réttar.“ Í ræðum sínum vitnaði faðir minn oft í ís- lensk ljóðskáld. Greip hann þá bók ofan úr hillu til þess að ganga úr skugga um að ljóð- línan sem hann hugðist beita væri nákvæm- lega rétt. Þá gaf hann sér stundum tíma til þess að lesa allt erindið og jafnvel allt ljóðið upphátt fyrir bæði sjálfan sig og mig. Við lest- urinn tók hann fyrst af sér gleraugun og las síðan. Þótti okkur systkinunum það ævinlega skoplegt. Ánægjusvipur færðist yfir alvöru- gefið andlit hans, skáldið var svo skorinort og efni kvæðisins féll svo vel að því sem hann vildi segja. Undurvænt þótti föður mínum um þessi ljóð. Þau höfðu flest fylgt honum frá því að hann var lítill drengur, voru hluti af honum sjálfum. „Það hefur stundum hvarflað að mér að það væri mikil synd að hann fór í pólitíkina, en ekki sagnfræði eða bókmenntir. En það stóð aldrei til. Þegar hann var að lesa undir stúdentspróf, skrifaði hann föður sínum: „Það getur vel skeð að ég studeri en lífsstarfið verður að líkindum helgað Socail- ismanum. Við tölum um það í sumar.““ Bezti og fallegasti maður í heiminum – Heldur þú að þér hafi tekizt að finna vel- flest bréf Einars? „Nei. Það er af og frá. Hann tók aldrei nein afrit sjálfur og mörg bréfanna hafa glatazt hjá viðtakendum. Ég skrifaði víða og spurðist fyr- ir um bréf frá Einari, en það kom minna út úr því en ég vænti. Meðal annars talaði ég við son góðs vinar Einars á Akureyri, en móðir hans hafði þá brennt öll bréfin frá honum. Það sama var upp á teningnum í Austurríki, en Einar skrifaðist lengi á við blaðamann þar í landi. Ekkja þessa manns hafði eyðilagt bréf- in, þar sem hún vissi ekki hvað hún ætti annað við þau að gera. Það eru því margar óráðnar gátur ennþá, þótt ég hafi reynt að fylla upp í skörðin eftir beztu getu.“ – Hvernig viltu lýsa föður þínum? Við sem þekktum Einar Olgeirsson best munum hvernig hann átti vanda til að ganga fram og aftur löngum stundum í Norðurmýr- arstofunni á móleitu flókaskónum sínum. Hann þrammaði markvisst frá gömlu skrif- borði föður síns sem stóð við horngluggana á litla kontórnum sem var eins og innskot úr stofunni og að rennihurðinni sem aðskildi borðstofuna frá henni. Þegar mikið var í húsi, stikaði hann stórum, kreppti hnefana og muldraði setningar eða ljóðlínur fyrir munni sér. Þá var hann að semja áramótahugleið- ingu í Þjóðviljann, hvassyrta ræðu fyrir þing- fund eða tölu fyrir krassandi útvarpsumræð- ur. Annað veifið settist hann niður, greip í hönd sér brúnleita sjálfblekunginn, sem hann notaði áratugum saman, og beitti honum líkt og spjóti. Fingurnir sem héldu á pennanum voru langir og grannir, bláar æðarnar á hand- arbakinu voru þrútnar og áberandi undir hvítri húðinni. Við systkinin höfðum hægt um okkur og jafnvel síminn þagði þessa daga þegar mikið lá við að hugsjónamanninum tækist sem best upp. Samt kvartaði hann aldrei þótt við trufl- uðum hann með einhverjum hégóma, heldur leysti úr vanda okkar. Hélt svo áfram að stika stórum skrefum. Við létum hurðina falla var- lega að stöfum eins og til þess að rjúfa ekki friðhelgi staðarins. Stundum var þunginn í svipnum mikill. Þá risu öldurnar hátt í þjóðlíf- inu. Þá vildi hann vara þjóð sína við, bjarga henni úr vanda. Fyrir utan gluggana bærðust naktar grein- ar birkitrjánna. Stöku sinnum kúrði ég mig í öðrum hægindastólnum í stofunni, því lengi vel var enginn sófinn, og fylgdist með stórum skrefum föður míns eftir rósrauðu teppinu. Hann var meðalmaður á hæð, grannholda, með jarpt liðað hár sem snemma varð fallega grátt. Svipfríður maður, bjartur yfirlitum, með mild, blágrá augu og bar gleraugu. Mér fannst hann að sjálfsögðu besti og fallegasti maður í heimi. Sumir sögðu að hann væri ar- istókratískur í útliti. Hárið var ljóst þegar ég sá hann fyrst, sagði mamma. Hún hafði ætíð viljað eiga ljóshærðan mann. Liðaða hárið var skopteiknurum oft tilefni til spaugilegra mynda. Sárnaði mér ævinlega að sjá skrípa- teikningar af föður mínum sem birtust öllu jafnan í Speglinum meðan það blað var og hét. Mér stóð nokkuð á sama um Morgunblaðið, því að ég var sannfærð um að þeir sem þar réðu væru af hinu vonda og til alls vísir. Gætti ég þess vel að trufla ekki, þagði og naut ná- vistarinnar við föður minn sem kannski þótti ekkert verra að dóttir hans sæti þarna. Bognaði stundum en brotnaði aldrei Í bókinni lýsir Sólveig því að fjarvera föður hennar, þegar hann var handtekinn á heimili þeirra og fluttur til Bretlands í fangelsi, hafi haft sín áhrif á hana: Þó Sólveig litla væri enn svona lítil, rétt far- in að ganga og babla nokkur orð, þá hefur samt brottför pabba hennar haft einhver áhrif á hana. ... Hún varð frábitin fólki og á Laug- arvatni var hún kölluð „fröken Nei“ fyrir hvað oft hún sagði nei, ef einhverjir vildu gefa sig að henni …Það voru hamingjudagar, sem gengu í garð, dagar endurfundanna. Og það var sem litla Sólveig breyttist líka, nyti sín betur í umgengninni við aðra. Og pabbi henn- ar byrjaði nú aftur að fara út með hana á sunnudagsmorgnum, eins og hann hafði gert áður, líka morguninn sem hann var tekinn. Litla Sólveig dafnaði nú vel … – Hvernig var að vera dóttir Einars Ol- geirssonar? „Það var hreint ekki auðvelt. Í bókinni lýsi ég líka mínum uppvexti, hvernig pólitíkin gekk eins og rauður þráður í gegn og litaði allt mitt líf. Og hvernig það var að alast upp sem reykvískt barn á stríðsárunum. Strákarnir eltu mig heim og kölluðu helvítis kommastelpa á eftir mér.“ – En stelpurnar? „Þær voru ekki svona slæmar í orðbragði eða umgengni. Ég átti alltaf mínar vinkonur, en ég fann til þess að ég einangraðist. Verst var þó að það þekktu mann allir. Ég fékk hjól árið sem jafnaldrar mínir fermdust. Ég fermdist ekki enda guðlaus kommúnisti! Það var ekki það að ég mætti ekki fermast. For- eldrar mínir settu mér það í sjálfsvald og ég kaus að fermast ekki. En hjól fékk ég og hef aldrei verið eins frjáls og þegar ég fór um á þessu hjóli! Einn góðan veðurdag hringdi lög- reglan í pabba og hann tók mig á eintal til að segja mér að ég mætti ekki hjóla niður Bankastræti. Nú það stendur bara hjólreiðar bannaðar á skiltinu sagði ég og þá sagði hann mér að það þýddi akkúrat það að ekki mætti hjóla þarna, en ég hélt að hjólreiðar væru að reiða aðra á hjóli, sem við vorum alltaf að gera! Þarna hef ég náttúrlega þekkzt og menn vitað að stelpan hans Einars Olgeirssonar væri að brjóta umferðarlögin! Stríðnin var ríkjandi á barnaskólaárunum. Börnin voru ekki lengi að uppgötva að þar sem ég fór, fór dóttir sjálfrar Rússagrýlunn- ar! Tilsvörin stóðu oft í mér. En á Akureyri, þar sem ég var í sumardvöl, var mér ekki strítt. Rússagrýlan bjó ekki í Brekkunni! Svo breyttust hlutirnir á gagnfræðaskólaárunum í þras og rifrildi með aðkasti og ókvæðisorð- um.“ – Hvernig tókstu þessu? „Það má vera að ég hafi bognað einhverjum sinnum. En ég brotnaði aldrei! En svo bötnuðu hlutirnir og það var lítið um aðkast á menntaskólaárunum. Samt gátu þeir ekki stillt sig um, þegar ég útskrifaðist, að teikna mig í Fánu í fanginu á Krúsjeff.“ – Sárnaði þér það? „Já mér sárnaði það. Þetta var óþarfa spark á þessum tímamótum.“ – Manstu til þess að þú vildir hafa líf þitt öðru vísi? „Nei ég man aldrei til þess að ég vildi hafa endaskipti á hlutunum. Það hvarflaði aldrei að mér, að betra væri að pabbi gerði eitthvað annað eða væri öðru vísi en hann var. Ég lét stimpilinn Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan í Kína sumarið 1957: Systkinin Sólveig Kristín og Ólafur Rafn í stíg- vélum á Kínamúrnum ásamt föður sínum. Þetta var heitasti árstíminn og þau höfðu lítið kunnað að búa sig til fararinnar. Sólveig Kristín Einarsdóttir ásamt dóttur sinni, Eddu Þorsteinsdóttur, og dætrum hennar, Höllu og Svandísi Halldórsdætrum, þegar hún afhenti Erni Hrafnkelssyni, for- stöðumanni handritadeildar Landsbókasafns Íslands, gögn föður síns. ’Hann [Einar Olgeirsson]var svo sterkur, þegar hann talaði til fólks. Óskaplega sterkur. Jafnvel enn sterkari en í rituðu máli.‘ Hamingjusamir endurfundir sumarið 1941: Sól- veig á öðru ári með foreldrum sínum, Einari og Sigríði, eftir að Einar kom heim frá London þar sem Bretar höfðu haft hann í haldi í þrjá mán- uði. Myndin er tekin á Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.