Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 12

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 12
12 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ þetta bara yfir mig ganga og þrammaði mínar 1. maí-göngur og Keflavíkurgöngur. Ég var svo mikil pabbastelpa. Það komst ekki hníf- urinn á milli okkar. Einu sinni langaði mig til þess að verða blaðamaður. Æskulýðsfylkingin var þá með síðu í Þjóðviljanum og ég fór eitthvert á hennar vegum. Þá kom til mín blaðamaður og spurði: Fyrir hvern ert þú að skrifa? Ég sagðist vera að skrifa fyrir Þjóðviljann. Iss, sagði hann þá og svo var ekki meira talað við mig! Og pólitíkin eyðilagði ástina mína.“ Er við stallsystur höfðum unnið nokkra daga í Skógaskóla, á barnaheimili sem Rauði krossinn rak þetta sumar, bar óvænta gesti að garði. Þýskt fótboltalið! Þeir áttu að „mala“ eitthvert lið austanfjalls næsta dag. Piltarnir voru undir ströngum aga en í býtið næsta morgun hittumst við fjögur í skjóli við nokkra kletta ofan við skólann. Annar pilt- anna var með armbandsúr með vekjara en við höfðum auðvitað vekjaraklukkur í stúlkna- herberginu. Enginn virtist verða var við það er við læddumst út enda flestir í fastasvefni. Stundin uppi í kjarrinu var stutt en bjartur, júnímorguninn var undrafagur. Birkið ilmaði, loftið var ferskt. Fátt var sagt og engu lofað. Þarna var piltur sem hélt utan um mig, verndaði mig og lét sig skipta máli hvernig mér leið. Við skildumst með trega. Ég byrjaði á fyrsta bréfinu til hans strax um kvöldið … …Bréf bárust reglulega frá Þýskalandi. Móður minni leist ekki á blikuna. Alvarlegt samtal. Þessi piltur verður með tíð og tíma að ganga í þýska herinn. Nato! Þú veist hvað það þýðir. Þú getur ekki gifst þýskum hermanni. Þú getur ekki gert föður þínum slíka hneisu. Þú verður að slíta öllu sambandi við þennan mann. „Þú gerir það fyrir hann pabba þinn.“ Sú setning virkaði ævinlega og það vissi mamma vel. Ég var sextán ára en Karl átján. Vissi faðir minn af þessu? Hann sagði aldrei neitt við mig um þetta mál. Samkomulag var á milli foreldra minna um að hann sæi um stjórn- málin en hún um uppeldið á börnunum. Ég sagði já og amen en fór á bak við for- eldra mína lengi vel. Fékk bréfin send annað uns sektarkenndin bar mig ofurliði og von um endurfundi virtist algjörlega vonlaus. En sagan er ekki alveg öll. Þrjátíu árum síðar hringdi síminn á heimili mínu. Ung kvenrödd í símanum kynnti sig. Konan kvaðst vera að koma frá París. Bar mér kveðju frá manni sem héti Karl Kratz. Hann ynni fyrir Nato í París. Hvort ég myndi eftir honum? Karl myndi mig ætíð. Hann væri nýgiftur í annað sinn. Ekkert annað eða meira en kær kveðja. Íslenskur ferðahópur í París hafði hitt manninn á skemmtistað. Ég þakkaði henni fyrir. Hjarta mitt sló örar. Raunar engin furða þótt ég þjáðist af ólæknandi rómantík, eigandi svo bjartsýnan og rómantískan föður sem gat aldrei hætt að trúa á hið góða í mannfólkinu þótt mann- vonskan æddi óstöðvandi um allan heim því óprúttnir menn þurftu að græða svo mikla peninga og græddu samt aldrei nóg. Af rómantíkinni sem ég hlaut í arf, læknast ég aldrei. Hvað annað með föður sem las Kaf- arann, ljóð Schillers, fyrir táninginn og vitn- aði óspart í fremstu rithöfunda þjóðarinnar þegar tækifæri gafst? Sterkastur þegar hann talaði til fólksins „Faðir minn sagði stundum að hann væri kominn með slíkan hákarlsskráp, að á sér biti ekki neitt. Og það væri eitthvað að, ef Mogg- inn hætti að skamma hann, þá væri hann örugglega kominn í einhverjar ógöngur! Hann sagði líka að það tilheyrði pólitíkinni að fólk væri ekki alltaf sammála. En það væri alltaf hægt að finna skynsamlega lausn, ef menn á annað borð vildu. Mamma talaði oft um hans diplómatísku hæfileika. Hann gat verið mjög laginn í samskiptum við fólk. Kvenfélag sósíalista gat verið nokkuð ein- strengingslegt, en það þurfti ekki annað en að pabbi kæmi á þeirra fund og stryki þeim rétt með fallegum orðum. Hann var svo sterkur, þegar hann talaði til fólks. Óskaplega sterkur. Jafnvel enn sterkari en í rituðu máli.“ Ólafi Thors og Einari Olgeirssyni varð vel til vina. Þegar þrír þingmenn Kommúnista- flokksins komu fyrst til þings gáfu aðrir þing- menn sig ekki að þeim. En einn maður tók sig út úr hópnum, gekk til þeirra og sagði: Ekki vildi maður nú fá ykkur hingað inn, en fyrst þið eruð komnir, þá verið þið velkomnir. Tók hann svo í hönd þeirra. Þetta var Ólafur Thors, sem þeir þremenningar höfðu ráðist hvað harðast að í kosningabaráttunni. „Ólafur var sá drengskaparmaður, að þegar Einar var handtekinn og fluttur til Englands, þá hringdi hann í mömmu, sem þá var að far- ast úr fjárhagsáhyggjum, og sagðist myndu sjá til þess að hún fengi þingfararkaup mannsins síns á meðan hann væri fjarverandi. Þá sagði hún þessa frægu setningu: „Og hvað þá með Rússagullið, Ólafur?“ En Ólafur bara hló og svaraði um hæl: „Ja, það er nú bara í Morgunblaðinu, Sig- ríður mín!““ – Hvað segir þú um Rússagullið nú? Mikið hefur verið talað um fjárstuðning er- lendra kommúnista og einkum Sovétmanna til KFÍ. Eina bréfið í ljósrituðu „Kremlarskjöl- unum,“ sem ég sá, þar sem um beina fjár- beiðni til handa KFÍ var að ræða er dagsett 18. mars 1931. Er það skrifað með rithönd sem ég þekki ekki og finn ekki í bréfasafni Einars. Hann hafði þann vana á þessum tíma að allar dagsetningar hans voru með ská- striki, t.d. 18/3 en svo er ekki hér. Dagsetn- ingin er með rithönd Einars að því er virðist en hann fer þó þennan sama dag frá Moskvu til Berlínar samkvæmt vasadagbók hans frá 1931. Bréfið er undirritað af Einari af hálfu KFÍ. Undirritunin er hans en gæti hugs- anlega verið fölsuð – bréfið er illa skrifað – hálfgert riss. Engar kvittanir sá ég í skjöl- unum. Í bréfinu er Komitern beðið um 2500 króna fjárstyrk. Ég bar bréfið undir Steinar Matthíasson þýskukennara en hann telur nær óhugsandi að Einar hafi ritað það þar sem í því er magn stafavillna sem hann hefði ekki gert, ef borið er saman við annað sem hann ritaði á þýsku. Halldór Jakobsson, fyrrverandi gjaldkeri KFÍ og Sósialistaflokksins, hefur afdráttar- laust rengt fullyrðingar í greinum í Morg- unblaðinu (m.a. leiðari Mbl. 28. okt. 1999) um fjárstuðning við Sósíalistaflokkinn og í öllu falli er ljóst að flokkurinn þreifst fyrst og fremst á framlögum frá félögunum sjálfum. Hafi einhver stuðningur komið frá Komitern hefur hann skipt minna máli og aldrei hefði hann ráðið úrslitum um stjórnmálaskoðanir Einars og annarra kommúnista. …en þá verður þú að skilja við mig fyrst! – Af hverju varð Einar Olgeirsson ekki ráð- herra? Oft hefur verið spurt að því hvers vegna Einar Olgeirsson varð ekki ráðherra í ný- sköpunarstjórninni. Ólafur vildi fyrir hvern mun að Einar yrði einn af ráðherrunum en tókst ekki að fá því framgengt. Sjálfur svarar Einar ráðherraspurningunni, er Jón Guðnason prófessor spyr hann á þessa leið: „Ég vildi ekki verða ráðherra hvorki þá né síðar.“ En það liggur líka önnur og persónulegri ástæða að baki þessari yfirlýsingu. Móðir mín gat ekki hugsað sér að verða ráðherrafrú. Hún sagði sem svo: „Einar minn, þú skalt verða ráðherra, ef þú vilt, en þá verður þú að skilja við mig fyrst!“ Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú að móðir mín fann til þess að hún hafði eingöngu barnaskólapróf. Þótt hún væri vel lesin í bók- menntum Norðurlanda, talaði dönsku og sænsku prýðilega og skildi þýsku nokkuð vel, þá náði hlédrægni og minnimáttarkennd yf- irhöndinni. Henni varð ekki haggað. Hefur þessi einarðlega afstaða móður minnar vafa- laust átt sinn þátt í hversu ákveðinn faðir minn var í því að þiggja ekki sæti á ráðherrastóli. Ekki vantaði að Einari væru boðnar fínar stöður seinna meir í lífinu en hann þáði ekki. Mamma hló nú alltaf þegar honum var boðin sendiherrastaða. Sagði að yfirvöldin vildu bara losna við hann úr landi! Hann var þeim heldur óþægur ljár í þúfu hér heima. „Þegar Ólafi gekk ekki að fá föður minn á ráðherrastól, vildi hann bjóða honum for- mennsku í utanríkismálanefnd. En það gat Bjarni Benediktsson ekki sætt sig við. Hann vildi ekki sitja í nefnd undir forsæti Einars Olgeirssonar. Ólafur var nokkuð beygður þegar hann sagði föður mínum þetta. En þá stakk pabbi upp á því að Bjarni yrði formaður nefndarinnar og hann sjálfur varaformaður og það varð úr! Einar varð formaður nýsköpunarráðs, sem var fullt ráðherraígildi á þeim tíma!“ Trommað í heimsókn til Þórbergs Einar Olgeirsson lét af þingmennsku 1967, 65 ára, og átti þá enn 25 ár ólifuð. „Honum fannst bara rétt á þessum tíma- punkti að rýma til fyrir yngri mönnum og ég fann aldrei inn á það hjá honum að honum fyndist hann hafa verið fullfljótur til. Hann hélt áfram að skrifa í Rétt og nú hafði hann tíma til þess að sinna fjölskyldunni. Hann eignaðist fjögur barnabörn og var þeim ótrúlega góður afi. Hann trommaði með þau í heimsókn til manna eins og Þórbergs Þórðarsonar og Jóns Engilberts. Þessar heimsóknir voru mikil ævintýri fyrir börnin og hann naut þeirra sjálfur út í yztu æsar. Hann trúði því að mennirnir yrðu góðir. Hann var svo barnalega bjartsýnn alla tíð, hvað sem á dundi. Hann treysti á frið og manngildi, en gleymdi því að mennirnir verða aldrei góðir, til þess eru græðgi og sérhags- munir alltof ríkir í fari okkar. En auðvitað þurfum við á hugsjónamönnum og eldhugum eins og föður mínum að halda. Þeir halda okk- ur við efnið og gefa okkur vonina um betra líf. Þorsteinn Erlingsson var alveg sér á báti hjá honum. Þegar Einar dvaldi í Kaupmanna- höfn fyrir og eftir Berlínarnámið, skrifaði hann í stílabók ljóð Þorsteins, sem birzt höfðu í blöðum og tímaritum en ekki á bók. Það var alltaf draumur hans að skrifa ritgerð um Þor- stein Erlingsson og Gest Pálsson. Hann gaf sér aldrei tíma til þess að reka smiðshöggið á hana, en lengst komst hann með þátt Þor- steins. Sigurður Nordal fékk þau drög að láni, þegar hann gaf út Þyrna fyrir Helgafell 1943. Það er svo ein af tilviljunum lífsins, að þeg- ar pabbi dó, þá lá eftir hann á skrifborðinu ritgerð; Uppreisnin gegn fátæktinni og að vanda hafði hann ljóð við höndina. Þar var Þorsteinn Erlingsson ekki langt undan.“ freysteinn@mbl.is ’Þjóðin væntir mikils af okkur.‘Angela Merkel er hún tók fyrst kvenna við embætti kanslara Þýskalands. ’Ég held að þessi umfjöllun Morgunblaðsins séréttmæt, en það var farið með þetta eins og Heklu- gos.‘Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, um fréttir af umsögnum greiningadeilda tveggja erlendra banka um bank- ann. ’Mig rekur í rogastans, að ráðherra, sem fer meðjafnmikilvægan og viðkvæman málaflokk, skuli flatmaga í Senegal á einhverjum sérkennilegum fundi sem hlýtur að vera miklu minna virði en menntamál íslensku þjóðarinnar.‘Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvartar yfir fjarveru Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við umræður um fjárlög. ’Stefna stjórnvalda hefir síðasta áratuginn veriðsú, að færa fjármagnið á sem fæstar hendur, og heitir nýfrjálshyggja. Enda mata fósarnir krókinn og skemmta sér ótæpilega.‘Sverrir Hermannsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokks- ins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu. ’Merkúr er afleit pláneta og þess vegna fer égfram á að mega sleppa því að ræða við ykkur.‘Thaksin Shinawatra, forætisráðherra Taílands, er hann brást við ásökunum þess efnis að hann vildi hefta frelsi fjölmiðla. Thaksin boðaði að óhagstæð staða himintunglanna gerði að verkum að hann gæti ekki rætt við fjölmiðla fyrr en á nýju ári. ’Hipp, hipp, húrra.‘Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í lok máls síns á Alþingi þegar hún og þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin réttindi samkyn- hneigðra. ’Það er hættuleg blekking að halda að enn eittundanhald hins siðmenntaða heims verði til að friða hryðjuverkamenn.‘Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, um þá landa sína sem gagnrýnt hafa Íraksstríðið. ’Við getum ekki látið þetta stóra hafsvæði sem viðberum ábyrgð á eftirlitslaust. Þetta er líklegast einasta hafsvæðið sem er jafnlítið vaktað í heim- inum og raun ber vitni í dag.“ Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í erindi sínu um framtíð gæslunnar á sameiginlegum fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs, félags ungs áhugafólks um vest- ræna samvinnu. Pyntingar skila ekki árangri Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um ásakanir þess efnis að starfsmenn stofnunarinnar pynti meinta hryðjuverkamenn í fangelsum erlendis. Ummæli vikunnar REUTERS Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Einar Olgeirsson talar á Alþingi um 1950. T.v. Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, ráðherrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.