Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ É g hlakka mikið til þess að koma til Ís- lands, enda hefur mig alltaf dreymt um að koma til landsins,“ segir leikarinn góðkunni sir Roger Moore, sem væntanlegur er til landsins nk. miðvikudag og mun dvelja hér á landi í þrjá daga ásamt konu sinni, Kristinu Moore. Roger Moore er án efa þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í fjölmörgum kvikmyndum um kappann, en Moore er mörgum Ís- lendingum einnig vafalaust enn í fersku minni sem Simon Templar í þáttunum The Saint, eða Dýrling- urinn, sem sýndir voru á upphafs- árum Sjónvarpsins. Erindi Moore á Íslandi tengist hins vegar hvorki kvikmyndum né sjónvarpi heldur starfi hans á veg- um UNICEF, en Moore hefur starfað sem velgjörðarsendiherra samtakanna síðan í ágúst 1991. Mun hann m.a. verða viðstaddur undirritun styrktarsamnings ís- lenskra stórfyrirtækja við UNI- CEF á Íslandi þann 1. desember, auk þess að líta við á jólakortasölu UNICEF, en hún er ein fyrsta fjáröflun meðal almennings sem samtökin efndu til og er enn stór tekjulind þeirra. Stuðningur ykkar mikilvægur „Hlutverk mitt í ferðinni til Ís- lands er fyrst og síðast að fjalla um UNICEF og starfsemi sam- takanna og reyna þannig að virkja fleiri til þátttöku. UNICEF Ísland er yngsta landsnefnd samtakanna, en samtals eru þær 37 í heiminum. Þið eruð ein ríkasta þjóð heims og stuðningur ykkar við börn í Vest- ur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá er af- ar mikilvægur, enda það ríki eitt það fátækasta í heiminum. Fyrir ekki nema 150 árum var ungbarna- dauði með því mesta sem gerðist í heiminum á Íslandi, þar sem fimmta hvert barn náði ekki eins árs aldri. Sem betur fer er það ekki lengur raunin hjá ykkur, en í Gíneu-Bissá er ástandið núna þannig að þriðja hvert barn nær ekki eins árs aldri, sem er auðvitað hrikalegt.“ Moore minnir á að hlutverk UNICEF hafi við stofnun árið 1946 verið að hjálpa börnum í Evr- ópu sem tókst það vel að undir lok fimmta áratugar síðustu aldar var ákveðið að útvíkka verkefni sam- takanna með það að markmiði að reyna að ná til bágstaddra barna hvar sem er í heiminum. Bendir hann á að UNICEF varð fyrst samtaka til þess að taka upp vel- gjörðarsendiherrakerfi og hefur í því skyni fengið til liðs við sig bæði kvikmyndastjörnur og aðra þekkta einstaklinga. En hvernig kom það til að þú gerðist velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF? Einhvers staðar sá ég haft eftir þér að leikkonan ástsæla Audrey Hepburn hefði tælt þig til verksins, er það rétt? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig, en já hún kynnti mig fyrir starfi UNICEF árið 1990 og virkjaði mig til góðra verka. Þetta hófst allt með því að hún bað mig að stjórna með sér barnaþætti á vegum UNICEF í Amsterdam. Audrey veitti mér slíkan innblást- ur að mig langaði til að kynnast starfi samtakanna betur. Mér fannst að ég gæti best lagt mitt af mörkum með því að gerast vel- gjörðarsendiherra UNICEF og ferðast um heiminn á vegum sam- takanna í því skyni að beina at- hyglinni að ástandi mála. Síðan eru liðin 15 ár. Ég er enn að og hef svo sannarlega notið hverrar mínútu í starfi mínu fyrir UNI- CEF.“ Kemur alltaf jafn ánægjulega á óvart hversu gjafmilt fólk er En hverju ertu stoltastur af í starfi þínu fyrir UNICEF? „Ef mér leyfist að gantast þá myndi ég svara því svo að ég væri stoltastur af því að komast enn fram úr rúminu á morgnana,“ seg- ir Moore og hlær dátt. „En svona í alvöru talað þá kemur það mér alltaf jafn ánægjulega á óvart í starfi mínu hversu gjafmilt fólk er. Eins og þú veist er UNICEF sjálf- stæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, en nýtur ekki fjárstuðn- ings frá SÞ. UNICEF treystir því eingöngu á frjáls framlög einstak- linga, fyrirtækja og ríkisstjórna til þess að geta haldið starfi sínu úti,“ segir Moore og minnir á að helstu forgangsverkefni UNICEF eru að veita öllum börnum góða grunn- menntun, veita yngstu börnunum góða byrjun í lífinu, veita öllum börnum lífsnauðsynlegar bólusetn- ingar, vítamín og bætiefni, tryggja aðgang að hreinu vatni, að fyr- irbyggja HIV-smit, veita umönnun til smitaðra, sjá til þess að börnum sem misst hafa foreldra sína vegna alnæmis sé veittur stuðningur og umönnun, og að búa börnum öruggt umhverfi. „Vissulega höfum við hjá UNI- CEF náð góðum árangri í starfi okkar, en við getum auðvitað alltaf gert betur. Aukinn árangur veltur hins vegar á auknum fjárframlög- um. Þess vegna þarf ég að ferðast um heiminn með betliskálina og biðja um meiri pening,“ segir Moore. Spurður hvort ekki sé erf- itt að betla, eins og hann orðar það, svarar Moore því um hæl neitandi. „Mér myndi finnast afar erfitt að betla fyrir sjálfan mig, en mér finnst það ekki tiltökumál þegar ég veit að ég er að gera það fyrir góðan málstað.“ Þú nefndir áðan að UNICEF virki stjörnur af ýmsu tagi til starfa fyrir samtökin sem vel- gjörðarsendiherrar. Hvers vegna? „Því miður er raunveruleikinn sá að hefði Audrey Hepburn verið óþekktur slátrari sem farið hefði til t.d. Indlands til að vekja ahygli á ástandi mála þar þá hefði engir fjölmiðlar sýnt því athygli. Fjöl- miðlar hafa aðeins áhuga á því sem þeir vita að höfðar til almennings og þar komum við inn í myndina.“ Truflar það þig aldrei að þú sért að nota frægð þína á þennan hátt? „Ég er fyrst og fremst afar þakklátur fyrir þá frægð sem ég hlaut á sínum tíma sem leikari, því það gerir mér kleift að sinna starfi mínu fyrir UNICEF. Ég er í reynd aðeins að gefa til baka lítið brot af allri þeirri velgengni sem ég hef notið í lífinu.“ Í raun er ég algjör gunga Víkjum aðeins að kvikmynda- ferlinum. Þú ert mörgum Íslend- ingum enn í fersku minni sem Sim- on Templar í þáttunum The Saint sem sýndir voru á upphafsárum Sjónvarpsins. Hvað er þér minn- isstæðast úr þeim þáttum? „Ég var náttúrlega afar ungur á þeim tíma, en ég lék þetta hlut- verk í ein sex eða sjö ár, ef ég man rétt. Í raun var þetta eins og vera með alvöru vinnu með reglulegan vinnutíma. Mikið fjárhagslegt að- hald einkenndi gerð þáttanna þannig að við fengum auðvitað ekki að fara til allra þeirra staða og landa sem sagan krafðist og reynt var að telja áhorfendum trú um. Þannig var gúmmípálmatré einfaldlega skellt upp fyrir aftan mig og áhorfendum á skjánum til- kynnt að við værum nú komin til Bahamaeyja í sól og hita, en sann- leikurinn var sá að ég var að frjósa í hel í myndverinu góða,“ segir Moore og hlær við tilhugsunina. Nú laukstu námi frá Royal Aca- demy of Dramatic Arts á sínum tíma og lékst framan af ferlinum jafnt á sviði, í sjónvarpi og kvik- myndum. Hvað varð til þess að þú snerir þér í auknum mæli að hvíta tjaldinu? „Vegna þess að ég var gráð- ugur,“ segir Moore hlæjandi og bætir við: „Nei, auðvitað heillaði kvikmyndaformið líka og mögu- leikinn á því að verða stórstjarna. Ég vissi líka alltaf að ég væri ekki nógu góður sviðsleikari til þess að verða annar Laurence Olivier.“ Nú ert þú þekktastur fyrir hetjuhlutverk þín, annars vegar sem Simon Templar og hins vegar sem James Bond. Var það með- vitað val hjá þér að sækjast eftir hetjuhlutverkum til þess mögulega að verða einhvers konar fyrir- mynd? „Líklega var ég fenginn til þess að leika hetjur vegna þess að menn töldu mig hafa rétta útlitið til þess. Það merkir hins vegar auðvitað ekki að ég sé sjálfur hetja. Í raun er ég algjör gunga, mér er meinilla við bæði byssur og ofbeldi. Satt að segja blóðlangar mig til þess að fá tækifæri til þess að leika illmenni, mér væri slétt sama um ímynd mína. Ég er nefni- lega á því að það sé miklu skemmtilegra að leika illmenni í Bond-myndum heldur en James Bond sjálfan. Illmennin fá alltaf skemmtilegustu línurnar í handrit- inu, fá stuttar og áhrifaríkar inn- komur og þurfa ekki að hanga á tökustað upp á hvern einasta dag líkt og leikarinn sem fer með hlut- verk Bonds.“ Myndir þú íhuga það að leika ill- menni í Bond-mynd ef til þín væri leitað? „Já, svo fremi að framleiðend- urnir fyndu mótleikara sem líklegt væri að ég gæti rotað,“ segir Moore og hlær. Finnst Bond hjákátlegur Margir myndu segja að þú hefð- ir gætt Bond meiri kímni en fyr- irrennarar þínir? Gerðir þú það markvisst? „Já, tvímælalaust. Ástæðan var sú að ég hef aldrei haft trú á þess- ari gerð af hetjum. Mér finnst Bond að mörgu leyti frekar hjá- kátlegur. Bond vinnur alltaf og það er aldrei nein spurning hvort hann lifir atburðina af, þannig að mér fannst viðeigandi að leika hann á gamansaman hátt. Hann er náttúrlega ekki hetja í þeim skiln- ingi sem við leggjum í raunveru- lega dramatíska hetjusögu. Þetta er allt svo greinilega tilbúningur. Hér erum við með njósnara sem allir þekkja, eins írónískt og það hljómar. Í hvert skipti sem Bond kemur inn á bar heilsar barþjónn- inn honum með nafni og veit að hann vill hafa martíni-drykkinn sinn hristan en ekki hrærðan. Al- vöru njósnarar eru hins vegar óþekktar persónur, t.d. á borð við Sjakalann.“ Eins og fyrr var getið verður Roger Moore ekki einn á ferð því eiginkona hans Kristina verður með í för. Aðspurður segir Moore að Kristina fylgi honum ávallt á ferðalögum hans um heiminn, enda sé hún honum ómetanleg stoð og stytta. „Ég væri ómögulegur án hennar, vegna þess að minni mitt er farið að gefa sig með aldrinum. Þegar mér verður litið á hana þá veit ég alltaf nákvæmlega hvað ég á að segja næst. Hún er þannig frábær hvíslari þegar ég er að flytja langar og leiðinlegar ræður. Við erum meira að segja búin að koma okkur upp ákveðnu merkja- kerfi þannig að hún geti komið skilaboðum til mín svo lítið beri á,“ segir Moore að lokum. „Ég ferðast um heiminn með betliskál“ Frá því að leikarinn sir Rog- er Moore gerðist velgjörð- arsendiherra UNICEF fyrir 15 árum hefur hann ferðast um heiminn þveran og endilangan til þess að láta gott af sér leiða. Nú um mánaðamótin liggur leið hans loks til Íslands. Af því tilefni hringdi Silja Björk Huldudóttir til Mónakó og náði tali af kappanum. Á sl. 15 árum hefur Roger Moore farið víða sem velgjörðarsendiherra og látið gott af sér leiða. Meðal annars til Mexíkó, Slóveníu, Makedóníu, Ghana, Indónesíu, Japan, Kóreu og nú síðast Indlands. Hér er hann staddur í Kína við opnun sum- arbúða UNICEF ætluðum munaðarlausum börnum sem misst hafa foreldra sína úr HIV/alnæmi. „Hún er frábær hvíslari þegar ég er að flytja langar og leiðinlegar ræður. Við er- um meira að segja búin að koma okkur upp ákveðnu merkjakerfi þannig að hún geti komið skilaboðum til mín svo lítið beri á,“ segir Roger Moore um konuna sína, Kristinu, sem fylgir manni sínum hvert sem hann fer. silja@mbl.is ’Ég er á því að þaðsé miklu skemmti- legra að leika ill- menni í Bond-mynd- um heldur en James Bond sjálfan. Ill- mennin fá alltaf skemmtilegustu lín- urnar í handritinu, fá stuttar og áhrifaríkar innkomur og þurfa ekki að hanga á tökustað upp á hvern einasta dag líkt og leikarinn sem fer með hlutverk Bonds.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.