Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 16

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 16
16 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ E r blaðamaður sest niður með Ingibjörgu liggur beinast við að spyrja hvernig það kom til að hún færi í plötuútgáfu á átt- ræðisaldri? „Það kom þannig til að Kristján Hreinsson, skáld í Skerjafirðinum eins og hann kallar sig, hafði samband við mig. Þannig er að við erum í sama félaginu Félag tónskálda og textahöfunda, FTT sem er ákaflega gott félag, og hann byrjaði að senda mér eitt og eitt ljóð sem mér leist vel á. Ég samdi við þau lög og leyfði honum að hlusta og honum leist svona ljómandi vel á þetta að hann vildi að ég syngi þetta inn á band og hann myndi fara með þetta til útgefanda. Ég spurði hann hvort að hann væri orðinn galinn og sagði að það kæmi ekki til mála, en svo komumst við að sam- komulagi að hann kæmi með undirleikara en ég treysti mér ekki til að spila. Kristján kom með Þóri Baldursson til að spila undir og fór síðan með upptökurnar til 12 tóna sem voru svo jákvæðir að þeir vildu bara gefa þetta út. Svo kom bara út plata!“ Hverjir spila með þér á plötunni? „Flís tríóið, ungir menn, alveg dásamlegir. Þeir eru Davíð Þór Jónsson, ekki grínisti held- ur píanisti, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Þetta gekk svo vel að ég var alveg undrandi.“ Ég frétti að þið hefðuð tekið þetta upp í ein- um rykk. „Já þetta átti að vera prufa og síðan ætlaði ég að taka þetta upp í öðru stúdíói til dæmis í Keflavík en svo gekk þetta bara svo vel. En við tókum þetta upp á tveimur eftirmiðdögum í Klink og Bank með pitsupásum og kaffipás- um. Ég vona að útkoman sé góð. Fólk virðist ánægt með hana og ég vona að það sé satt. Fólk er alltaf að segja að það eigi að hæla börnunum núna og ég gat ekki verið meira sammála en um daginn þegar lítil 3ja ára nafna mín hætti að dansa við „Brostu þínu blí- ðasta og sagði: „Ekki tala amma, bara hlusta. Síðan er ég líka rosalega þakklát Þorvaldi Þorsteinssyni forseta Bandalags íslenskra listamanna sem óskaði sér í einhverju blaði að fá diskinn minn í afmælisgjöf. Ég hef aldrei hitt hann en er honum mjög þakklát.“ Hvernig kom til að þú fórst í samstarf við tríóið Flís? „Kristján talaði við hann Lárus í 12 tónum sem kom okkur í samband við þá. Þeir komu síðan heim til mín og fóru yfir þetta og síðan hittumst við aftur og úr varð platan.“ Nafnið á plötunni, Sólgula húsið, hefur ein- hverja sögu, hver er hún? „Áður fyrr lék ég mér í þessu húsi sem er í Skerjafirðinum og er sólgult, en Kristján Hreinsson býr þar í dag. Þannig má segja að húsið hafi tengt okkur saman í byrjun verks- ins.“ Nútíðin og þátíðin Hvernig er að gefa út plötu í dag miðað við fyrir fimmtíu árum síðan þegar þú varst að taka þín fyrstu skref? „Tæknin er allt önnur núna þó svo að ég skilji hana ekki alveg til fulls. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Þegar ég var að byrja var sungið inn á eina aðalplötu sem ekki mátti hrófla við, útkoman var bara ein hvort sem hún var góð eða slæm. Þetta var í kring- um 1950.“ Er stemningin við upptökur svipuð þeirri sem var fyrir rúmum 50 árum? „Ja, maður var nú mun innilokaðri í gamla daga. Þá var tekið upp í gamla Landsímahús- inu og þar voru upptökumennirnir í litlum klefa. Maður sá bara grænt ljós og maður þurfti að passa sig að fara ekki yfir 3 mínútur ef þetta átti að fara á litla plötu og ekki yfir 4 mínútur ef það átti að fara á stóra plötu. Í dag vorum við saman í herbergi þó svo að ég hafi verið stúkuð eilítið af. Það er dálítið fyndið að heyra á sumum gömlum upptökum taktinn herðast í lokin svo lagið kæmist fyrir á plöt- unni.“ Heimsfrægð í nánd Kristján Hreinsson sagði að þú hefðir daðr- að við heimsfrægð á sínum tíma, hvað er til í því? „Ég segi það nú ekki en mér var boðið til Ameríku árið 1956. Þannig var að það kom hingað til landsins bandarískur háskólakór frá George Washington University sem hélt tón- leika í Fríkirkjunni. Kórstjórinn minn í Tón- listarfélagskórnum hafði verið í sambandi við bandaríska kórinn og bauð þeim eftir tón- leikana í kaffiboð. Formaður háskólakórsins og kórstjórinn settust hjá mér, bróður mínum og móður. Þeir spurðu hvað ég gerði og ég sagðist hafa sungið inn á plötur og vildu þeir ólmir fá enska þýðingu á laginu „Á morgun“ og buðu mér til Bandaríkjanna þar sem ég söng í útvarpi og sjónvarpi. Í New York byrj- aði mér að bjóðast allt mögulegt. Þar var ég til dæmis stoppuð úti á götu af konu sem spurði hvaðan ég væri og hvað ég gerði. Ég var þá að vinna á tónlistardeild Ríkisútvarpsins og hún sagði alltaf „dásamlegt, dásamlegt, þú hlýtur þá að þekkja einhver lög? Ég játti því og hún sagðist vera að vinna við þáttinn „Name that Tune“ á CBS sjónvarpsstöðinni og bað mig um að koma í inntökupróf fyrir þáttinn. Ég sagði já við því og hún sagðist ætla að senda bíl eftir mér inntökudaginn. Þá bjó ég hjá tveimur leikkonum sem voru vinkonur mínar úr bandaríska kórnum en þær trúðu mér varla fyrr en þær höfðu hringt til CBS og fengið þessar upplýsingar staðfestar. Þær hefðu beðið í biðröðum eftir að komast í inntökupróf tímunum saman og aldrei neitt gengið. Það hlyti hreinlega að eiga að selja mig í gleðikonuhús eða eitthvað álíka,“ segir Ingibjörg og hlær, „síðan kom bíllinn og ég fór í prufuna.“ Og hvernig gekk hún? „Þegar ég kom þá var þar hópur fólks og við áttum að svara um 70 spurningum. Það var spiluð byrjun á lagi og ég þekkti ég flestöll. Öll fyrir utan tvö minnir mig. Eftir það var farið í kaffihlé en þá kemur konan fram sem hafði stöðvað mig úti götunni og sagði að ég og ann- ar maður ættum að hitta framleiðendur þátt- arins. Ég fer svo inn og þeir spyrja hvort að ég geti dansað, sungið eða eitthvað álíka. Ég sagðist hafa sungið inn á plötu og þeir urðu ofsalega kátir og síðan var ég með nokkrar nótur í töskunni minni sem þeir spiluðu. En gleði þeirra hvarf fljótlega eftir að ég tjáði þeim að ég væri að fara heim til Íslands eftir tvo daga. Þeir grátbáðu mig um að vera áfram og sögðu að það væri engin hætta á að ég myndi falla úr leik strax og ég fengi borgað fyrir þetta. En ég sagðist vera búin með fríið mitt og fengi að gista hjá stúlkum sem vildu ekki fá greitt og ég gæti ekki verið lengur. „En þú færð borgað!“ sögðu þeir alltaf. Stelpurnar hvöttu mig til að vera áfram en ég ákvað að fara heim.“ Sérðu eftir því að hafa farið heim? „Nei, en ég held að það sé alveg sérstakt að detta í svona lukkupott en svo byrjar bardag- inn og ég er engin bardagamanneskja.“ En það er ákveðinn barningur að koma frá sér plötu „Já fyrir marga eflaust en ég hef eiginlega ekkert haft fyrir þessu,“ segir hún hlæjandi. Þú hefur átt góða að? „Já til dæmis Tage Ammendrup og Pétur Pétursson þulur höfðu beðið mig um að syngja inn á plötu. Tage bað mig um að gera lag við „Aravísur“ eftir Stefán Jónsson og síðan bað hann mig um að gera jólalag en það hefðu ekki verið til nein íslensk jólalög. Kristján frá Djúpalæk sendi mér í hvelli texta og úr varð „Hin fyrstu jól“ sem ég hef verið svo þakklát landsmönnum fyrir að hafa tekið því svona vel, margir kórar, einsöngvarar, kvartettar og fleira hafa sungið þetta. Tage Ammendrup á heiðurinn af þessu.“ Frést hefur af ævintýrum þínum og stór- sveit bandaríska hersins, segðu okkur frá þeim. „Bandaríski kórinn sem ég hafði verið með í Bandaríkjunum bað mig um að gera enska texta við lagið „Á morgun“ eins og áður kom fram. Þeir voru að halda tónleika hér og þar um Evrópu og hljómsveitarstjóri stórsveitar hersins heyrði lagið. Hann var svo ánægður með það að hann lét hljómsveitina spila það. Ég vissi ekkert af því fyrr en að þeir voru að spila í Þjóðleikhúsinu með flottum söngvara og ég var kölluð upp og beðin um að koma og hneigja mig.“ Áhrifin, framtíðin og heppnin Þegar þú ert að semja lög, hvað veitir þér innblástur? „Það er svo misjafnt. Þegar ég var nýút- skrifuð úr Tónlistarskólanum þá var ég að semja í anda Jóns Þórarinssonar. Hann lét okkur skrifa þetta á borðið svo að innri heyrn- in þjálfaðist sem var mjög gott. En síðan breyttist stíllinn. Það sést alveg hvaða lög ég samdi þegar ég var nýútskrifuð. Svo var ég líka með gítar og samdi við nokkrar vísur, punktaði niður lag og hljóma. Síðan samdi ég nokkur sönglög þegar ég var í söngtímum. Þá fór ég að semja sönglög með sérstökum undir- leik. Ég spila oft hljóma á píanóið og til dæmis varð lagið „Er leit ég fyrst í augun þín“ til þeg- ar ég var að spila aðeins á píanóið og Guð- mundur maðurinn minn kallaði á mig og sagði mér að punkta þetta niður því að þetta hljóm- aði svo vel. Ég bað Kristján svo um texta, ann- að hvort ástar- eða saknaðarljóð og úr varð lagið. Síðan er ég svo ánægð með textann.“ Hvernig velurðu textana? „Ég les ljóðin alltaf voða vel áður. Sum ljóðanna hef ég samið 2 lög við og hent áður en ég hef komið með lokaútgáfuna.“ Semurðu alltaf á píanó? „Já núna. Stundum þegar ég er að lesa ljóð þá heyri ég laglínu sem ég punkta niður. Ég er ekki í nógu mikilli æfingu núna til að skrifa allt niður beint.“ Megum við ekki búast við meiru frá þér í framtíðinni? „Ég veit það nú ekki, það var nú verið að tala um það. Strákarnir vildu taka upp aðra plötu með mér.“ Að lokum, þú ert alveg einstaklega heppin kona, býðst heimsfrægð og færð að vinna með útvöldu fólki, hverju þakkarðu þessa lukku? „Ég er bara svo heppin eins og Björk sagði,“ segir Ingibjörg og hlær „ég hef alltaf verið bjartsýn og jákvæð ef það hefur eitthvað að segja. Maður verður heppinn ef maður trú- ir því. Það er númer eitt.“ Ekki tala amma, bara hlusta Ingibjörg Þorbergs hefur síðustu hálfu öldina fengist við lagasmíðar. Nú, nálægt áttræðisaldri, er hún að gefa út plötu fyrir jólaplötuflóðið. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hitti Ingibjörgu yfir tebolla og ræddi við hana um plötuna, heimsfrægð og heppnina. Morgunblaðið/Þorkell Ég held að það sé alveg sérstakt að detta í svona lukkupott en svo byrjar bardaginn og ég er engin bardagamanneskja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.