Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 18

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 18
18 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það var fallegur haustmorg-unn er ég sigldi með Rit-unni frá Þórshöfn áleiðistil Nólseyjar. Í Þórshöfnvar mér sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því hvernig ég ætti að finna Emil. „Það vita allir hvar hann á heima. Spurðu bara næsta mann“. Þetta stóð heima. Fyrsti maður sem ég hitti á bryggj- unni benti mér á lítið svartmálað timburhús með torfþaki, sem stóð hátt í brekkunni upp af höfninni. Dæmigert færeyskt hús og vel við hæfi að það hýsti þennan aldna föð- urlandsvin. Mér var vísað inn til Emils. Hann sat á rúmi sínu með vindil í hendi, lágvaxinn maður og grannur með sítt grátt hár og skegg. Hann byrj- aði á því að afsaka að hann yrði að fagna gestum sitjandi, mjaðmar- brotnaði fyrir skömmu og á erfitt um gang. „Sæll góðurinn“, sagði hann. „Ertu frá Morgunblaðinu?“ Þegar því var svarað játandi kom næsta spurning: „Viltu brennivín?“ Það góða boð var afþakkað. „Jæja þú færð þá bara kaffi eins og flestir nú til dags“, sagði öldungurinn og þótti greinilega lítið til neysluvenja nú- tímans koma. Mest „orðaði“ maður í Færeyjum Ég svipaðist um í herberginu. Það er klætt ljósum viði og er einstak- lega hlýlegt. Þar eru bækur um allt, myndir á veggjum og á skrifborðinu sem Emil smíðaði sjálfur stóðu þrjá- tíu og fimm bindi af ritröðinni Föro- ya Kvæði, sem hann hefur gefið út. Alls verða bindin þrjátíu og átta og eru hin síðustu væntanleg innan tíð- ar, eiga að koma fyrir nítugasta af- mælisdaginn. Bækurnar hafa allar verið prentaðar í Prentsmiðjunni Odda og hafa að geyma öll dans- og þjóðkvæði færeysk sem vitað er um. Á einum veggnum hanga innrömm- uð heiðursskjöl og vitna um þá við- urkenningu sem Emil Juul Thomsen hefur hlotið fyrir störf sín í öðrum löndum. Af skjölunum þykir honum að eigin sögn vænst um tvö. Annað er skjal þar sem dr. Kristján Eld- járn forseti Íslands sæmdi hann stórriddarakrossi fálkaorðunnar ár- ið 1976 og hitt er frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð sem kaus hann heið- ursdoktor árið 1978. Hann hefur einnig hlotið riddarakrossa frá for- seta Finnlands og konungum Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar og segir mér með nokkru stolti að hann eigi fleiri riddarakrossa en nokkur annar maður í Færeyjum. Bætir svo við: „En hér heima hef ég einskis slíks heiðurs orðið aðnjótandi. Það verður víst enginn spámaður í sínu föðurlandi.“ Í verslunarskóla í Danmörku Emil Juul Thomsen fæddist á Tvøroyri á Suðurey 27. nóvember 1915. Hann er af færeysku alþýðu- fólki kominn. Faðir hans var sjómað- ur, fæddur á Nólsey, en fluttist til Suðureyjar og gerðist skipstjóri á kútter. Emil sonur hans hafði ekki áhuga á því að gera sjómennsku að ævistarfi. Um tvítugsaldur fór hann á verslunarskóla í Danmörku og þar varð hann innlyksa er Þjóðverjar hernámu landið í seinni heimsstyrj- öldinni. Heim til Færeyja komst hann ekki aftur fyrr en 1946. Þá settist hann að í Þórshöfn og starfaði fyrst sem umboðsmaður fyrir danskt verslunarfyrirtæki og síðan fyrir hvalveiðifélagið Sperm. Að því búnu stofnaði hann eigin heildsölu og hafði m.a. umboð fyrir sænskar rafmagnsvörur. Árið 1968 hóf hann bókaútgáfu og setti á stofn útgáfu- fyrirtækið Bókagarður sem hann hefur rekið fram á þennan dag. Alls hefur hann gefið út um þrjú hundruð bókartitla, eða um níu á ári. Hann hefur ávallt lagt megináherslu á menningarlegt gildi útgáfuverkanna og gefið út mörg merk verk fær- eyskra höfunda. Fyrsta stórvirkið sem hann réðst í á þessu sviði var ritröðin Varðin. Af henni komu út fjörutíu og eitt bindi og að auki sér- stakt bindi sem hafði að geyma efn- isskrá allra hinna. Emil safnaði öllu efninu sjálfur og bjó til prentunar en í ritröðinni voru endurprentuð ýmis úrvalsrit færeyskra bókmennta, skáldverk, sagnaþættir, ritgerðir og margt fleira. Stórvirki Árið 1978 fluttist Emil til Nóls- eyjar og skömmu síðar hóf hann að undirbúa það verk sem vafalaust á eftir halda nafni hans á lofti um ókomin ár, heildarútgáfu færeyskra dans- og þjóðkvæða. Hluti þeirra hafði áður verið gefinn út í Dan- mörku í ritsafninu Corpus Carmin- um Færoensis, en þær bækur voru í fárra höndum og síst í Færeyjum. Ég spurði Emil hvers vegna hann hefði ráðist í þetta stórvirki, kominn á sjötugsaldur, og það stóð ekki á svarinu: „Til þess að mennta þjóðina og kynna henni það besta í fær- eyskri menningu. Þjóðkvæðin eru dýrmætasti menningararfur okkar, hafa svipað gildi fyrir Færeyinga og Íslendingasögur og önnur fornrit fyrir Íslendinga. Við eigum það að verulegu leyti kvæðunum að þakka að við erum þjóð og eigum okkar eig- in tungu. Á miðöldum var færeyska hlut- gengt Norðurlandamál en eftir siða- skiptin reyndu Danir hvað þeir gátu til að drepa hana. Danska varð op- inbert mál á öllum sviðum og hingað voru sendir danskir prestar sem predikuðu og kenndu á dönsku og notuðu danskar guðsorðabækur. Færeyskt ritmál var ekki til en Fær- eyingar létu ekki undan. Þeir héldu áfram að tala færeysku á heimilum og sín á milli og kvæðin gegndu miklu hlutverki. Þau voru varðveitt í munnlegri geymd og voru þjóðinni sú uppspretta þjóðvitundar sem gerði þjóðinni kleift að varðveita menningu sína. Mér fannst að þegar við værum orðnir sæmilega bjarg- álna bæri okkur að gefa kvæðin út og varðveita þau prentuð svo allir mættu njóta, ungir jafnt sem gaml- ir.“ Aðstoð úr óvæntri átt En hvernig var útgáfunni tekið, stendur hún undir sér? „Nei. Ég ætlaði að selja kvæðin á hvert heimili í Færeyjum. Hvert bindi er prentað í tvö þúsund eintök- um og til þess að hafa fyrir kostnaði taldi ég mig þurfa að selja 600-700 eintök. Það hefur aldrei tekist. Flest bindin hafa selst í um fimm hundruð eintökum. En ég hef notið aðstoðar úr óvæntri átt. Árið 1972 fór ég í fyrsta skipti til Íslands og þá var ég svo lánsamur að kynnast Baldri Ey- þórssyni prentsmiðjustjóra í Odda. Með okkur tókust góð kynni og síðan vinátta og án dyggrar aðstoðar hans og síðar Þorgeirs sonar hans hefði þetta aldrei verið hægt. Mér hefur alltaf fundist að ég mætti ekki gefast upp – það væru svik við þjóðina.“ Morgunninn hefur liðið undur- hratt og nú er komið undir hádegi. Út um gluggann sjáum við hvar bát- urinn sem á að flytja mig aftur til Þórshafnar skríður inn á höfnina. Ég býst til að kveðja. Gamli mað- urinn þrýstir hönd mína og biður fyrir kveðju til allra vina sinna á Ís- landi. Svo færist glettnisglampi í augun og hann tekur af mér loforð um að koma aftur þegar hann verði hundrað ára. Þá muni hann hafa frá enn meiru að segja. Úti fyrir hafnarmynninu í Þórshöfn í Færeyjum liggur lítil eyja, Nólsoy. Þar búa um 260 manns. Þekktastur allra Nólseyinga í sögunni er vafalítið frelsishetjan Nólsoyar-Páll en nú munu fáir eyjarskeggjar þekktari en Emil Juul Thomsen bókaútgefandi. Hann hefur með útgáfustarfi sínu unnið færeyskri þjóðmenningu ómetanlegt gagn og stuðlað að því að efla þjóðernis- og sjálfsvitund þjóðarinnar. Thomsen hefur lengi átt mikið og gott samstarf við Íslendinga. Hann verður ní- ræður hinn 27. nóvember og af því tilefni hitti Jón Þ. Þór hann að máli á heimili hans á Nólsoy. Kvæðin eru þjóðararfur okkar Höfundur er sagnfræðingur. Thomsen á heimili sínu þar sem innrammaðar viðurkenningar prýða veggi. Safn færeyskra þjóðkvæða, sem Thomsen hefur gefið út. Ljósmyndir/Jón Þ. Þór. Hús Thomsens er lítið, svart timburhús með torfþaki. Árið 1978 flutti Thomsen til Nólseyjar og skömmu síðar hóf hann að undirbúa heildarútgáfu færeyskra dans- og þjóðkvæða. ’Mér fannst að þegar við værum orðnirsæmilega bjargálna bæri okkur að gefa kvæðin út og varðveita þau prentuð svo allir mættu njóta, ungir jafnt sem gamlir.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.