Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Taktu til við að embla Í kaflanum sem hér fer á eftirrifjar Einar Sigurðsson skip-stjóri upp björgun áhafnarSkeenu þegar hún reyndi land-töku við Viðey. Nokkrir sjólið- anna lýsa jafnframt hvernig þeim var innanbrjósts þegar þeir börðust, hraktir og kaldir, við óvæntan óvin - sjóinn sjálfan Einar Sigurðsson var kominn aftur í land á Aðalbjörgu RE 5 eftir nokkra svaðilför út að Skeenu. Hann sá að vonlaust var að reyna björgun utan af sjó í þessu óveðri – á 22ja tonna eik- arbáti sínum, 15 metra löngum, sem venjulega var með 5–8 menn í áhöfn. Ekki beinlínis fley til að bjarga yfir 200 manna áhöfn af tundurspilli. Ein- ar lagði bátnum utan á Baldur. Nú var úr vöndu að ráða en flotastjórnin settist á rökstóla. Einar skildi flest það sem sagt var þarna: „Nú var slegið upp eins konar ráð- stefnu um borð í Baldri. Töluverðs uggs gætti á þessum fundi vegna djúpsprengnanna um borð í Skeenu. Rætt var um að brimið gæti komið af stað sprengingu því skipið lét illa í flæðarmálinu. Kastaðist til í land- brotinu. Að lokum var fallist á að reyna landtöku í Viðey á innrásar- pramma og bjarga mönnunum í land í eyna. Bretarnir fengu innrásarpramm- ann lánaðan hjá Bandaríkjamönnum. Hann var með tveimur 250 hestafla vélum en pramminn átti að vera mannaður Englendingum að öðru leyti en því að tveir Ameríkanar stjórnuðu prammanum. Alls áttu að fara í þennan leiðangur 16 manns, en að auki var allur útbúnaður, línu- byssur og kaðlar, björgunarvesti og svo framvegis.“ Úti í Viðey voru nokkrir ungir, mjóslegnir og lafhræddir skipverjar af Skeenu staddir þúsundir kílómetra frá heimahögum sínum á ókunnum stað. Ráfandi um eyna, sumir að- framkomnir eftir ægilega þolraun á sundi, illa klæddir og gegnblautir í myrkrinu og storminum, voru þeir að reyna í ískaldri slydduhulu að reyna að finna skjól en sáu bara þúfur og holur. Ed Parsons var einn þessara manna: „Við vorum þarna strákarnir og hugsuðum hvað í ósköpunum við ætt- um eiginlega til bragðs að taka. Við litum í kringum okkur. Allt í einu sáum við auðan kofa – þetta hlaut að vera fiskimannakofi, skjól fyrir menn í vondum veðrum þar sem þeir gætu yljað sér. Við fórum inn í kofann. Það var dimmt en þurrt þarna inni. „Við verðum að fá eitthvað að borða eða drekka og reyna að hlýja okkur með einhverju móti,“ sagði ein- hver. „Við vitum aldrei hvað við þurf- um að vera hér lengi.““ Ed og félagar höfðu í myrkrinu náð að finna eina skjólið á vesturenda Viðeyjar – bragga sem setuliðsmenn í Reykjavík höfðu reist í ókunnum til- gangi. Hann stóð þar sem vestur- eynni hallar til austurs að Sandvík, skammt frá tjörn rétt norðan við Eið- ið svokallaða. Um borð í skipinu Um borð í Skeenu hafði Russel skipherra gefið fyrirmæli um að áhöfnin færði sig fram í skipið ef svo færi að afturhlutinn, sem sneri út að sjó, losnaði frá. William Kidd hafði nú bannað reykingar ofan þilfars vegna íkveikjuhættu. Mönnum var sagt að aðeins mætti fara út úr skipinu í ýtr- ustu neyð – þeir ættu að halda sig inni í messunum og klefum á efra þilfari. Al Lake dulmálsfræðingur fór að huga að því að koma hernaðarleynd- armálum undan: „Við Bruce Witherspoon fórum að litast um þar sem vinnuklefi okkar var. Þarna voru merkjabækur og kótabækur út um allt. Við tókum til við að setja allt á sinn stað og læsa inni í stálskáp í dulmálsklefanum. Ekki gátum við gert meira. Ef við hefðum hent þessum hergögnum fyr- ir borð hefði hver sem var getað kom- ist í þetta. Ekki gátum við brennt gögnin og ekki gátum við sett þetta í katlana eða í olíuna. Það eina sem við gátum gert var að segja yfirfjar- skiptamanninum að bækurnar væru læstar þarna inni ef ... . Já, ef okkur yrði bjargað. Nú var ekkert annað að gera en bíða. Sjá hreinlega hvort skipið myndi liðast í sundur og brotna eða hvort stormurinn myndi ganga niður. Ég sat þarna fremur illa klæddur með björgunarvestið utan yfir mig. Með okkur var Charlie Brown sem hafði verið í loftskeytaklefanum. Það góða var að við vorum í skjóli fyrir storminum og ágjöfinni. Aðrir voru þar sem klósettin voru í skipinu en allir reyndu að vera í skjóli, aðallega bakborðsmegin þar sem ágjöfin var minni. Ég vissi að tveir í áhöfninni höfðu komið sér í vandræði. Þeir höfðu reynt að ná sér í romm. Ég þóttist viss um að allir færu stöðugt með bænir. Að minnsta kosti gerði ég það. Trúin var mér athvarf. Ég bað um ör- yggi, að mér yrði bjargað.“ Charlie Brown fannst gott að hafa Al hjá sér: „Ég var búinn að vera lengi þarna uppi þegar Al kom til mín. Mér fannst gott að hafa einhvern hjá mér. Við söfnuðum þarna saman flestöllum bókunum og skjölunum þó að við værum í nær algjöru myrkri. Við ákváðum að reyna að koma þessu inn í læstan skáp þar sem leyniskjöl voru geymd. Þegar þessu verki var lokið var eins og aðeins hefði dregið úr snögg- um og örum hreyfingum skipsins.“ Peter Chance var ekki langt frá þeim Charlie, Bruce og Al: „Mér fannst ástandið orðið hrika- legt. Til að gera illt enn verra vorum við nánast í kolsvartamyrkri. Engin ljós! Það hafði þurft að drepa á kötl- unum. Nú voru engir leitarkastarar heldur til að geta séð út frá skipinu.“ Einhverra hluta vegna, eins og ósjálfrátt, fór Al Lake að hugsa til piltanna hans Hitlers – mannanna sem bandamenn höfðu hatað eins og pestina í hálfan áratug, óvinarins: „Ég hugsaði sem svo að nú væri bara einn og á vissan hátt óvæntur óvinur – sjórinn sjálfur. Nú væru Þjóðverjarnir í kafbátunum örugg- lega hvergi nærri. Þeir væru langt niðri í undirdjúpunum, fullkomlega öruggir. Þeir voru vissulega alltaf að berjast fyrir lífi sínu eins og við, en ekki á sama hátt núna. Nú var eins og þeir ættu frí en við þurftum skyndi- lega að glíma við annan óvin, jafnvel óvægnari.“ Vistin í Viðey Mönnunum sem tekist hafði á svo ótrúlegan hátt að komast út í Viðey án þess að drukkna eða vera lamdir í hel í öldurótinu við klettana reyndu að láta sér líða sem skást. Ed Parsons vildi reyna að finna einhverja nær- ingu: „Við fórum niður í klettana. Þar hentist björgunarflekinn okkar til og frá. Í honum var hart kex og romm. Kexið var grjóthart en við vissum að það var mikil næring í því. Þetta borðuðum við og reyndum að hvíla okkur og halda á okkur hita. Við vor- um heppnir, að minnsta kosti stóðum við ekki úti í óveðrinu. Veðrið úti var hræðilegt. Nú höfð- um við þó svolítið að borða og svo drukkum við af romminu. Okkur leið nú mun betur, þó að okkur væri hræðilega kalt. Aðalatriðið var þó að við vorum á lífi. Við ræddum um af- drif félaga okkar. Höfðu þeir komist í land? Ég gerði mér nú ljóst að þegar ég fór og skipti um föt áður en við yf- irgáfum skipið var ég að reyna að bjarga lífi mínu – að gera mér biðina um nóttina bærilegri. Við töluðum og töluðum um margt. Um annað hugsuðum við bara, vild- Bókarkafli | Ein stærsta björgun Íslandssögunnar var þegar lítil hersveit undir stjórn íslenska skipstjórans Einars Sigurðssonar kom hátt í tvö hundruð aðframkomnum sjóliðum til bjargar eftir að stolt kanadíska flotans, tundurspillirinn Skeena, strandaði við Viðey í foráttuveðri 25. október 1944. Í bók- inni Útkall í Viðey – Hernaðarleyndarmál eftir Óttar Sveinsson varpar fólk, sem átti þátt í björguninni, og skipbrotsmennirnir, sem höfundur fann í Kanada, nýju ljósi á björgunar- og hermálasögu Íslands. Opinn dauðinn blasti við Skeena Aground Úr safni fjölskyldu Einars Sigurðssonar Úr safni Peters Chance Úr safni Peters Chance 1 Haldið upp á brúðkaup Peters og Peggyar í borðsal yfirmanna. Gleði og ánægja skein úr andlitum allra og vart mátti á milli sjá hvort brúð- hjónin eða félagar Peters, sem samfögnuðu honum, brostu meira. 2 William Russel skipherra bendir Peter Chance á skip í augsýn þar sem þeir standa uppi á stjórnpalli Skeenu. 3 Sjóliði mundar eina af byssunum sem mikið voru notaðar í orustum við Þjóðverja. 4 Einar Sigurðsson með orðuna sem Georg VI, faðir Elísabetar, síðar drottningar, sæmdi hann. 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.