Morgunblaðið - 27.11.2005, Page 23

Morgunblaðið - 27.11.2005, Page 23
um ekki segja allt upphátt. Svo reykt- um við og reyktum. Við supum romm og reyndum að bíta í kexið. Reyndum að tóra. En við fengum engin svör við því hvar við værum eða hversu marg- ir félagar okkar hefðu yfirgefið skipið um leið og við. Voru þeir dánir? Mér leist ekki á blikuna.“ Velkst um á flekunum Kollafjörður var nánast eins og op- ið haf yfir að líta í óveðrinu. Tuttugu og einn maður á opnum björgunar- flekum voru tilsýndar eins og tindát- ar þar sem þeir hröktust þarna á sjónum, illa klæddir, ískaldir, hraktir og dofnir. Ekki bætti úr skák að þeir vissu ekkert hvar þeir voru, hvert flekana rak eða við hverju mætti yfir- leitt búast. Ef þeir gæfust upp núna eða hvíldu sig var allt búið. Þeir myndu deyja. Ef þeir næðu landi var allsendis óvíst hvar þeir lentu. Þótt þeir kæmust lifandi að landi gætu þeir lemstrast til bana ef flekinn kast- aðist upp í stórgrýti eða kletta í brim- inu og brotnaði þar í spón. Og hvað beið þeirra þar? Bara grjót og klapp- ir. Þar var enginn til að taka við þeim, enda vissi þar enginn af þeim. Engin lifandi sála á þessu strjálbyggða og kalda landi vissi um Skeenu – nema Einar Sigurðsson. Hann var í Reykjavíkurhöfn en var fullkomlega grunlaus um að menn ræki á fleka áleiðis upp í Kollafjörð. Mennirnir á flekunum veltu stöð- ugt fyrir sér hvernig þeir gætu náð landi en margir voru alveg að missa móðinn. Opinn dauðinn virtist blasa við. Á einum flekanum var Alfred Orton bátsmaður og með honum var Gordon Davidson. Alfred hafði farið á einn björgunar- flekann en þóttist svo sjá að hann væri ofmannaður. Þó að sjórinn væri jökulkaldur stökk hann fyrir borð og synti að öðrum fleka þar sem var meira rúm. Þá mundi hann að það er öryggi í liðsstyrknum og fór í sjóinn aftur og reyndi að binda tvo fleka saman með reipi. Hann varð þó á endanum að gefast upp við þetta. Gordon Davidson var orðinn mjög þrekaður en sýndi þó mikinn sálar- styrk. Alfred þóttist viss um að hann myndi ekki halda út miklu lengur, hefði ekki krafta til að halda sér á flekanum. Mennirnir sungu sálma og fóru með bænir fyrir Gordon. Þetta stóð dálitla stund. Svo kom að því að Gordon bað Alfred að fara með bæn ... bara fyrir sig. Alfred gerði það. En áður en hann lauk bæninni þraut Gordon allan kraft. Hann rann út af flekanum og öldurnar tóku hann. Fé- lagar hans gátu ekkert gert. Innan stundar var Gordon drukknaður. Og reyndar fleiri. Ungu Bretunum sem áttu að fara með Einari Sigurðssyni á þessum af- ar illa búna bandaríska innrásar- pramma voru ýmsar staðreyndir kunnar, og þær heldur óhugnanlegar. Reyndar átti að senda tvo pramma af stað. Þeir vissu að um borð í Skeenu höfðu verið 213 menn. Þeir sáu skipið fyrir sér þar sem það marðist og lið- aðist í sundur innan um klappir og grjót í miskunnarlausum öldunum. Um borð voru að líkindum margir tugir af djúpsprengjum og tundur- skeytum! Þetta var risastór stríðsvél með öllum þeim tólum sem tiltæk voru til að granda Þjóðverjum. Átti björgunarstaðurinn eftir að verða logandi sprengjuvíti? Veðrið var líka eins og það gat verst orðið, ekkert skyggni, dimm él, snjókoma og gríð- arleg veðurhæð. Kolsvartamyrkur. Þeir vissu að þeir voru að leggja sig í verulega lífshættu með því að fara á pramma út í Viðey. Þeim fannst að verið væri að senda þá út í opinn dauðann, unga menn sem áttu fjöl- skyldur heima í Englandi og allt lífið fram undan. Einar horfði á lafhrædda mennina. Hann stóð vissulega í öðrum sporum, innfæddur Íslendingurinn sem gjör- þekkti umhverfið, en hann vissi líka um hættuna. Einar var einnig for- lagatrúar og því gerði hann bara það sem gera þurfti. Í þessum íslenska harðjaxli bjó ákveðinn og staðfastur persónuleiki sem mótast hafði af ára- tuga baráttu við náttúruöflin í Norð- ur-Atlantshafinu: „Maður gerir alltaf það sem gera þarf því að það er fyrir fram ákveðið hvenær maður deyr. Þú gerir alltaf skyldu þína hvernig sem á stendur. Eigi má sköpum renna,“ sagði ís- lenski skipstjórinn. Einar Sigurðsson var hvergi bang- inn. Hann var óhræddur. Alltaf. Trú hans var einlæg og staðföst. Og hann bakkaði aldrei. Þegar ákvörðun hafði verið tekin var staðið við hana. Um borð í Skeenu var Leighton Steinhoff nær stöðugt úti „Ég var bú- inn að vera lengi úti á þilfari í slyddu- hraglandanum að aftengja djúp- sprengjurnar. Ég var orðinn allur gjörsamlega dofinn af kulda. Þegar inn kom fékk ég mér sopa af rommi. Ég hafði aldrei á ævi minni upplifað annað eins kuldaástand. Ég leitaði að þurrum fötum. Fór í einhvern skáp og fann föt og fór svo í þau hálflamað- ur af kulda, ég var líka orðinn svo hræðilega þreyttur. Ég skreið upp á skápinn og lagðist eftir allan þennan barning … og sofnaði.“ Útkall í Viðey – Hernaðarleyndarmál er 216 blaðsíður. Útgefandi er Útkall ehf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 23 Ingólfur Guðbrandsson STÓRA REISUBÓKIN Stefnumót við heiminn „Kjörgripur, fegurðaruppspretta, ætti að vera til á hverju heimili.“ „Bókin STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er óður til lífs, fegurðar og þekkingar.“ BG Tilboðsverð í bókaverslunum Nærri helmingsafsláttur - nú aðeins kr. 4.990 Dreifing: DREIFINGARMIÐSTÖÐIN Magnafsláttur hjá útgefanda FERÐAKLÚBBUR INGÓLFS s. 89-33-400 KYNNIST HEIMINUM Í LÝSINGUM INGÓLFS, VÍÐFÖRLASTA ÍSLENDINGS SÖGUNNAR Í GLÆSILEGRI BÓK HANS UM MERKUSTU FERÐASLÓÐIR HEIMSINS. KLASSÍSK GJÖF Á GÓÐU VERÐI 534 LJÓSMYNDIR OG KORT UMSAGNIR: Bridsfélag Kópavogs Formaður félagsins stendur undir merkjum og hefur sveitin hans tekið forystu í Aðalsveitakeppninni eftir 4 leiki. Ekki er alveg víst að vinsældir hans aukist við þetta! Staða efstu sveita: Loftur Pétursson 84 Eðvarð Hallgrímsson 77 Allianz 68 Þórður Jörundsson 66 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud.24.11. Spilað var á 10 borðum og meðal- skorin 216 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 267 Júlíus Guðm.s. - Rafn Kristjánsson 265 Björn Pétursson - Gísli Hafliðason 262 Árangur A-V Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 283 Jón Árnason - Eggert Þórhallsson 246 Hilmar Valdimarsson - Halla Ólafsd. 239 Bridsfélag Hreyfils Það er lokið þremur kvöldum af fimm í hausttvímenningnum og úr- slitin langt frá því ráðin. Staða efstu apranna er nú þessi: Birgir Kjartansson - Árni Kristjánsson 304 Dagur Halldórsson - Björn Stefánsson 290 Daníel Halldórsson - Valdimar Elíasson 285 Jón Sigtryggsson - Skafti Björnsson 278 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Dagur Halldórsson - Björn Stefánsson 99 Birgir Kjartansson - Árni Kristjánsson 98 Magni Ólafsson - Randver Steinsson 91 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Frá Briddsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 20/11 hófst þriggja kvölda keppni í tvímenning. Spilað var á 11 borðum. Hæsta skor fyrsta kvöldið í norður-suður: Þorl. Þórarinss.- Brynja Dýrborgard. 361 Unnar A. Guðm.s – Jóhannes Guðm.s. 347 Gunnar Guðm.s. – Sveinn Sveinsson 342 Austur – vestur Garðar Jónsson – Guttormur Vik 379 Sturlaugur Eyjólfsson – Birna Lárusd. 351 Haukur Guðbjartss. – Sveinn Kristinss. 344 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.