Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gjafabréf Tilvalin jólagjöf, afmælis- eða tækifærisgjöf. Gildir bæði í utanlandsferðir og á ferðaþjónustubæjum innanlands (gisting, matur, afþreying). Selt á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónustubænda s: 570 2700www.sveit.is Nánari upplýsingar í síma 570 2700 eða á www.sveit.is B Æ N D A F E R Ð I R Nú eru nýafstaðnir Ís-lenskir hönnunardag-ar, en þeim lauk ásunnudagskvöldið fyr-ir viku. Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er sérstök kynning á íslenskri hönnun og ís- lenskir hönnuðir úr ýmsum geirum fá að kynna verk sín. Nýstofnaður Hönnunarvettvangur hafði umsjón með uppsetningu þessara daga og vann þar þarft verk því mikil þörf hefur verið á því að gefa hönn- uðum tækifæri til að koma sér á framfæri. Hönnun á Íslandi er rétt að slíta barnsskónum og einmitt núna er mikið að gerast í faginu, kannski ekki síst vegna þess að nú útskrifar Listaháskóli íslands auk grafískra hönnuða, tískuhönnuði og vöruhönnuði og núna í vor út- skrifuðust fyrstu nemendurnir í arkitektúr. Það skaut því örlítið skökku við að á Íslenskum hönn- unardögum skyldi bera hæst sölu- sýningu fyrirtækja í Laugardals- höll. Þar var ekki endilega verið að kynna íslenska hönnun heldur voru verslanir að kynna þar erlend merki og vörur sem þær eru með til sölu. Þarna kenndi kannski ým- issa grasa og til dæmis mátti þar sjá vel þekkt samlokugrill, kennt við erlendan boxara, sem margir þekkja úr sjónvarpsmarkaðnum. Erlent tryggingafyrirtæki var með bás og kynnti fyrir fólki ýmsa tryggingamöguleika og á öðrum bás var hægt að fá faglega ráðgjöf um fjármál. Hvað þetta á skylt við íslenska hönnun fer alveg framhjá mér. Það sem hefði átt að bera hæst á þessum dögum voru auðvit- að sýningar íslenskra hönnuða sem voru út um allan bæ en þær fengu að mínu mati alltof litla auglýs- ingu. Hátt í þrjátíu sýningar voru víðsvegar í verslunum, galleríum og vinnustofum um borgina og voru þær mjög ólíkar og spennandi og sýndu hvað mikil breidd og gróska er íslenskri hönnun í dag. Margt ungt fólk tók þátt í hönn- unardögunum því fagið er ennþá ungt og ómótað sem gerir það jafnframt svo spennandi. Mér fannst áhugavert að heyra aðeins í því fólki um væntingar þess til hönnunardagana. Auka virðingu hönnuða Á Sölvhólsgötu 13 var samsýn- ing 11 nemenda í vöruhönnun í LHÍ á ljósum sem þeir unnu undir þemanu „rómantík“. Sýningin var mjög skemmtileg og segja þeir að sérstaklega hafi verið gaman að sjá hversu ólík ljósin voru og hvernig hver og einn nálgaðist sama þemað á ólíkan hátt. Ég innti þá eftir því hvernig þeim hefði fundist takast til með hönnunar- dagana. „Það var búið að vera mjög mik- ið að gera hjá okkur flestum svo við höfðum ekki gefið okkur mik- inn tíma í að byggja upp miklar væntingar til hönnunardaganna. Okkur finnst þeir hafa tekist ágæt- lega. Hefði þó mátt auglýsa miklu meira litlu sýningarnar út um allan bæ, því þar mátti sjá nýjasta brumið í íslenskri hönnun. Frá- bært framtak þó og við vonum að þessi viðburður muni vaxa og þroskast á komandi árum! Sýningin í Laugardalshöllinni var ágæt en kannski mættu ís- lenskir hönnunarhlutir sem eru ekki komnir í sölu vera betur að- greindir frá verslanakraðakinu og meiri áhersla lögð á þá á einhvern hátt. Það er mikið í tísku að tala um „hönnun“ í dag, en e.t.v. mætti skilgreina það stundum aðeins bet- ur í umfjöllun um málefni tengd því. T.d. vita fáir hvað „vöruhönn- un“ eða „iðnhönnun“ er, fólk hefur kannski heyrt minnst á það en veit í rauninni ekkert hvað við erum að læra! Við þurfum að gera okkur sýnilegri í þjóðfélaginu, svo fólk Íslenskir hönnunardagar? Í hlutarins eðli | Í tengslum við Íslenska hönnunardaga voru hátt í þrjátíu sýningar í verslunum, galleríum og vinnustofum um alla borg. Rannveig Tryggvadóttir vöruhönnuður segir fram- takið hafa sýnt mikla breidd og grósku, en henni þótti skjóta svolítið skökku við að hæst bar sölusýningu í Laugardalshöll þar sem ekki var endilega verið að kynna íslenska hönnun heldur erlend merki og vörur. Leiserskorinn krossviður eftir Guðrúnu Lilju. „Innri fegurð snýst ekki aðeins um fegurðina heldur líka um það að vera sérstæður.“ Heklaðir skartgripir eftir Oddnýju Magneu Arnbjörnsdóttur úr hönnunarhópnum Slaufa G. Ljósið rignandi eftir Marý á 2. ári í vöruhönnun. Hún sýndi með hópi nemenda sem unnu undir þemanu rómantík. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.