Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Umræðuefni kvöldsins er: Var Halldór hinn sanni Íslendingur? Fræðsludeild Þjóðleikhússins kynnir: Í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Halldóri í Hollywood Frummælendur: Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur Þriðjudagskvöldið 29. nóvember kl. 20:30 Aðgangur að réttarhöldunum er ókeypis og öllum opinn Ritið– tímarit Hugvísindastofnunar að Lindargötu 3 (gamla Hæstaréttarhúsið) Fyrra sýnishornið er úr fyrsta hluta bókarinnar, brot úr kafla sem heitir „Hjáseta og allsgáður hund- ur“. Hið síðara er úr öðrum hluta sem segir frá skólavist Þorsteins á Akureyri, kafla sem heitir „Hraust- ir strákar“. Hjáseta og allsgáður hundur Þ egar Þorsteinn vakti yf- ir túninu á vorin þurfti hann stundum að bera af því afrakið, hrúgur af húsdýraáburði sem rakað hafði verið sam- an. Það gat verið ónotalegt ef blautt var á og kalt í veðri. Eftir að lömbin voru færð frá ánum upp úr Jónsmessunni varð smali að sitja yfir ánum nótt og dag. --- Þegar leið á sumarið sat hann aðeins yfir þeim til miðnættis, gat þá lagst til svefns og þurfti svo á fætur vel fyrir fótaferðartíma að sækja þær til mjalta. Þetta fyrsta hjásetusumar var ungur sveinn þungur að vakna og móðir hans vakti hann og klæddi. Þegar hann skjögraði fram hrollköld göngin og út í næturhráslagann hugsaði hann alltaf um hlýtt rúmið sitt. En hon- um hlýnaði þegar sólin kom upp. Stundum mætti hann ánum sem voru þá komnar á stjá og sóttu í safaríkt fjölgresi og ætisveppi í skóginum. Þegar grasbeit varð orð- in góð um mitt sumar var Þorsteinn stundum sendur með kýrnar til beitar alla leið upp í Skollakvíar. Það var honum ljúft verk því sá staður þótti Þorsteini alltaf hinn fegursti sem hann þekkti. Hund- urinn Lilli var kominn að fótum fram og áður en kom að hjásetunni næsta ár hafði Þorsteini verið gef- inn hundur. Hann var af erlendu kyni, „silfurgrár að lit með svörtum dröfnum“. Þorsteini leist svo vel á hvolpinn að hann vildi ekki gefa honum hversdagslegt hundsnafn. Ekki var heldur viðeigandi að gefa honum mannsnafn. Því fékk hann nafnið Andri, eftir Andra jarli, sem var jötunn og aðalsöguhetja Andra- rímna sem Þorsteinn hafði dálæti á. Kvöld eitt eftir sólarlag er söngur fugla var þagnaður, fiðrildi sofnuð, dýr lögst til hvíldar og allt hljótt nema lækjarniður í fjarska, vöktu þeir saman Þorsteinn og Andri. Þorsteinn „hálfkveið lágnættinu og íhugaði, hvernig hann gæti bezt varizt leiðindum og svefndrunga. Ætti hann að setjast inn í stofu, sem var við hliðina á skemmunni í frammihúsinu, og fara að lesa ein- hverja Íslendingasögu? En þær var hann allar búinn að lesa og marg- lesa sumar og kveið nú þeim tíma, þegar hann væri svo oft búinn að lesa þær, að hann kynni þær og færi þá að hætta að njóta lesturs þeirra.“ Hann var að hugsa um hvað hann ætti að gera þegar kyrrðin var skyndilega rofin af hófataki. Maður hleypti hesti í hlað, snaraðist af baki og smellti remb- ingskossi á Þorstein, góðglaður og lyktaði af áfengi. Þetta var frændi Þorsteins sem farið hafði til Am- eríku en snúið aftur fyrir nokkrum árum. Hann hafði oft skemmt Þor- steini með sögum af indíánum og svertingjum og öðru kynlegu fólki úr Vesturheimi. Þorsteinn tók hon- um fagnandi. „Við tökum hestinn þinn og heftum hann fyrir utan tún“, sagði hann, „síðan gerir þú svo vel að koma inn í stofu með mér. Og skelfing þætti mér vænt um, ef þú vildir vaka með mér í nótt. Og þegar þú ert búinn að fá morgunkaffið, þá getur þú farið að leggja þig og sofa.“ Ameríkufrændi tók því vel og Andri dillaði skottinu í velþóknun. Þeir sprettu af hest- inum og heftu hann, gengu til stofu og fóru að spjalla. Frændinn saup á þriggja pela flösku sinni og Andri fylgdist spenntur með. Þeir Þor- steinn fóru út annað veifið og stugguðu kindum frá túninu. Þegar sól var komin á loft sagði Þorsteinn allt í einu: „Hefur þú nokkurn tíma séð drukkinn hund?“ Nei, það hafði hann ekki – þótt hann hefði séð sitt af hverju. „Hvernig ætli Andri yrði, ef honum væri gefið brennivín?“ spurði Þorsteinn. „Það væri nógu gaman að prófa það,“ svaraði frændinn. „Viltu þá vera svo góður að gefa honum brennivín?“ sagði Þorsteinn. Frændinn hélt nú það. Þorsteinn fór inn í eldhús þar sem stóð pottur með graut sem soðinn var handa hundunum. Þeim var skammtaður grauturinn í ausu sem lá þar á gólfinu. Hún var jafnan vel sleikt að innan en að utan var skán úr grautnum og skítur af moldar- gólfinu. Ausan var sjaldan þvegin. Þorsteinn fór með ausuna til frændans sem fyllti hana af brenni- víni. Hann fékk þó bakþanka og tímdi ekki að spandera heilli ausu á hundinn svo hann saup helminginn úr henni. Fékk svo Þorsteini aus- una sem setti hana á gólfið og benti Andra á að lepja. Rakkinn leit ekki við ausunni svo Þorsteinn reyndi að troða trýninu á honum ofan í hana. En Andri skellti saman skoltunum og streittist á móti svo Þorsteinn gafst upp um síðir. Ameríkufarinn var feginn að engu var spillt af veigunum og saup það sem eftir var úr ausunni. Frændinn úr Ameríku var að jafnaði hreinlátur maður. Þorsteini þótti því áfengið hafa lamað siðferðiskennd hans en dáð- ist um leið að náttúrulegri andúð hundsins á áfenginu. Atvikið hafði mikil áhrif á Þorstein og hann varð bindindismaður alla ævi. Hraustir strákar Þorsteinn hóf nám í Möðruvalla- skóla hastið 1903. Skólinn hafði þá verið fluttir til Akuryerar eftir að skólahúsð brann í mars árið áður. Skólapiltar féllu ekki alltof vel að settlegu kaupstaðarlífi. Leigan á stofunum tveim í barnaskólanum suður með brekkunni var 200 krón- ur en að auki þurfti skólinn að greiða 25 krónur fyrir brotnar rúð- ur. Snorri Sigfússon minnist hóps- ins svo að þeir hafi verið „óskólaðir með öllu, smalar og vinnuþjarkar utan úr sveitum, sem ekki blöskraði allt, fullir af ærslalöngun og áfloga- hneigð og erfiðir í viðskiptum við kaupstaðalíf og tízku, enda munum við ekki hafa metið sumt af því mik- ils. Við þóttumst af því að vera sveitamenn, gengum í íslenzkum fötum innst sem yzt, og hinn fyrri vetur a.m.k. flestir á íslenzkum sauðskinnsskóm. Var allur klæðn- aður okkar voðfelldur og sterkur og veitti ekki af, því að glímur, áflog og tusk, úti og inni, var uppi- staða og ívaf allra skemmtana okk- ar þessa vetur.“ Vegna þess að barnaskólinn var fullsetinn varð kennslan að fara fram eftir skóla- tíma. Byrjað var klukkan 3 eða 4 seinnipartinn og kennt fram á kvöld, í fimm tíma. Þorsteinn var tápmikill og jafnan framarlega í flokki og kappsamur í slagsmálun- um og öðrum strákslegum uppá- tækjum. Hann vakti líka athygli skólafélaganna fyrir það hve bók- fróður hann var, og vel heima í sögu landsins, fornsögum og þjóð- legum fræðum. Oft brutust út hat- römm slagsmál milli eldri og yngri bekkjar þótt ólæti væru bönnuð. Eitt sinn höfðu tveir eldri bekk- ingar verið í slagsmálum inni hjá hinum yngri og skemmt eitthvað. Þá tóku hinir sterkustu sig til og drógu þá með frekar niðurlægjandi hætti út úr stofunni og inn í stofu efribekkinga. Þeir hótuðu að hefna smánarinnar og stórorusta lá í loft- inu. Hinir eldri hugðust draga allan yngri bekkinn út úr skólanum. Þeir bjuggust um til varnar og fremst við dyrnar voru hinir sterkustu, trúlega Þorsteinn og Hannes Ein- arsson frá Skógum, sem skipulagði vörnina. Fyrir aftan þá voru tvær raðir, og þar fyrir aftan drógu hinir minnstu púltin að þegar orustan brast á, stukku upp á þau og létu högg dynja með kústum og öðrum bareflum fram fyrir fylkingarnar. Bardaginn stóð drykklanga stund með höggum, slögum og ópum og kveinkuðu hinir eldri sér undan bareflum þeirra sem voru uppi á púltunum. Þegar hinn sterkasti af innrásarmönnunum var í þann veg- inn að brjóta sér leið inn seildist stór hönd inn fyrir dyrnar og í kragann á einum áflogaseggjanna og rödd Hjaltalíns skólameistara þrumaði: „Nú er nóg komið dreng- ir.“ Einhver eftirmál urðu og fleiri smáorustur síðar um veturinn en tekið var fyrir stórorustur. --- Kuldaleg húsakynni Þorsteinn kastaði ekki höndum til námsins. Hann skrifaði stíla í ís- lensku í gríð og erg um ýmis efni, bókmenntir, málshætti, viðburði og álitamál. Fyrsta æfingin var lýsing á skólastofunni: „Á austurhlið her- bergisins eru 3 gluggar allstórir. Í norðausturhorninu á herberginu stendur stór ofn; en í suðvestur- horninu er skápur með glerhurð fyrir. Í skápnum eru sýndir nokkrir fuglar og nokkur önnur smádýr. Herbergið er á að giska 4 faðma á lengd og 3½ breidd; það er grátt að lit. Á vesturhlið herbergisins hang- ir landsuppdráttur (straumakort); en á suðurhliðinni uppdráttur af líkama mannsins, og tveir upp- drættir af Íslandi. Á suðurhliðinni er og skólatafla.“ Næsti stíll var um köttinn. Þennan vetur skrifaði Bókarkafli | Þorsteinn M. Jónsson lét mikið að sér kveða í íslenskum stjórnmálum og menningarlífi á ævi sinni. Hann var einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins, þingmaður, skólastjóri og útgefandi. Viðar Hreinsson hefur skrifað ævisögu Þorsteins og kemur hún út undir titlinum Gæfuleit. Slagsmál og stráksleg uppátæki Útnyrðingsstaðir. Mynd úr jólakorti f́rá Guðlaugu Sigurðardóttur. (Eig. Þórhalla Þorsteinsdóttir.) Trúlofunarmynd af Þorsteini M. Jónssyni og Sigurjónu Jakobsdóttur. (Eig. Þor- steinn Ingi Krüger.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.