Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hrafnar tveir höfðu sloppið inn íkirkjuna og krunkuðu öðruhvoru eins og þeir vildu lappaupp á sönginn. Vakthafandipólití tyllti sér á aftasta bekk. Um svipað leyti var breski fáninn dreginn að húni á verslunarhúsi Phelps. Það var merkið sem þeir Jörundur biðu eftir og tákn- aði að greifinn væri kominn í bæinn. Ætlunin var að grípa hann í viðurvist sem flestra þeg- ar kirkjugestir kæmu út og heilsuðu upp á vini og kunningja á Austurvelli. Tuttugu manna hópur reri að landi. Allir voru þeir vopnaðir; sumir báru skammbyssur eða riffla, aðrir höggsverð. Phelps benti á að átök og slagsmál væru ekki á sínu sviði og fól þeim Jörundi og skipstjóranum að annast handtökuna. Að því loknu myndi hann stjórna viðræðum við greifann og menn hans. Savig- nac tók á móti þeim á bryggjunni. Hann upp- lýsti að greifinn væri nýkominn heim og klár- inn hans stæði með beisli og reiðtygjum á beit á bak við húsið. Hestasveinninn væri í kirkju. – Nú er greifinn að baða sig. – Hvernig í dauðanum vitið þér það, spurði Phelps. – Það skal ég sýna yður á eftir. Hópur manna fór þegar í verslun kaup- mannsins og beið þar átekta; annar hópur var á vakt í fjörunni. Phelps fór ásamt Jörundi í hús Savignac við hlið greifahússins. – Ef farið er upp í ris, sagði Savignac þegar inn var komið, er bein sjónlína um vindaugað yfir í vesturglugga á ganginum hjá greif- anum. Ég hef þar mann með sjónpípu sem fylgist vel með öllu. Rétt áðan kom greifinn hálfber fram á ganginn og þjónustustúlkur báru rjúkandi heitt vatn inn til hans. Savignac vildi þegar láta til skarar skríða meðan maðurinn sæti í kerinu dæsandi af vel- líðan. En kaupmaðurinn áleit ókristilegt að handtaka manninn kviknakinn. – Þá það! Látum hann klæða sig, sagði Sav- ignac. En gleymið því ekki að greifinn er þjálfaður í skotfimi og gæti kálað mörgum áð- ur en hann næst. Auk þess er hann ekki einn. Fógetinn er hjá honum. – Það nefnduð þér ekki. – Hann er nýkominn og bíður eftir að greif- inn komi úr baðinu. Ákveðið var að doka við um stund en gera síðan leifturárás. Óvenjustutt predikun Dómkirkjupresturinn las ritningarorð og fór með bæn. Sunginn var sálmur úr nýju sálmabókinni sem Magnús Stephensen hafði ritstýrt og mjög var gagnrýnd því að þar var ekki að finna kveðskap fyrri alda um véla- brögð andskotans. Biskupinn reis á fætur og bjó sig undir predikun. Hann stóð á bak við gráturnar og sneri baki í söfnuðinn. Hús greifans blasti við. Kirkjugestir skynjuðu að eitthvað vakti athygli hans. Hann sneri sér við og blessaði söfnuðinn. Síðan renndi hann augum aftur til hægri og starði út um norð- urglugga. Fólk fór að stinga saman nefjum. Veraldarvafstur mátti ekki raska þessari há- tíðlegu helgistund. Biskup steig í stólinn og flutti óvenjustutta predikun. Árásin á greifahúsið var hafin. Þeir Jör- undur ruddust inn úr dyrunum og fógetinn hörfaði upp í stigann til að gera greifanum viðvart en reyndi um leið að tefja fyrir árás- armönnum eins lengi og hann gat. Greifynjan kom hlaupandi og krossaði sig í bak og fyrir. Hún og fógetinn fylltu út í stigann enda var hún talsvert digur og ekki auðvelt að komast fram hjá þeim. Skömmu áður hafði greifinn sést í sjónpípu uppi á ganginum að hnýta á sig hálsklút. Nú bárust boð að utan. Maður sást brölta á þak- inu sunnanverðu. Ekki var neinum blöðum um að fletta; greifinn hafði sloppið út um þak- glugga og vildi freista þess að klöngrast niður á skúr sem áfastur var húsinu og hlaupa á bak hestinum sem enn var á beit í garðinum, beislaður við staur. En Savignac var kominn á vettvang og beindi byssu sinni að honum. Eft- ir nokkurt þóf féllst greifinn á að klifra aftur inn um gluggann. Um leið og biskupinn steig úr predik- unarstólnum beygði hann sig niður að prest- inum og bað hann að koma boðum til með- hjálparans. Sá hraðaði sér út að kirkjudyrum og ýtti við pólitíinu sem snaraðist þegar út á Austurvöll. Presturinn blessaði söfnuðinn í hasti og rétt í þann mund sem forsöngvarinn hóf upp raust sína kom pólitíið hlaupandi inn og hrópaði: – Enskir gera árás! Það er árás á greifa- húsið! Söngurinn þagnaði. Kirkjugestir risu felmtraðir á fætur og hröðuðu sér út á eftir pólitíinu. Á sama tíma birtist greifinn fölur og titrandi á loftskörinni. Hann var í kjólfötum með lítinn gulllykil á hægra kjóllafi. Skip- stjórinn hafði fundið hann í svefnherberginu og stóð nú að baki honum með brugðið högg- sverð. – Stiftamtmaður, Frederik Trampe, hróp- aði Phelps. Þér eruð handtekinn og verðið fluttur sem fangi til Bretlands. – Herra minn! Ég skil ekki hvað hefur komið yfir yður. Hvað hef ég gert yður? – Þér svikuð samninginn við fulltrúa bresku krúnunnar og fáið að standa reikn- ingsskil gerða yðar frammi fyrir breskum dómstól. – Auglýsingin verður hengd upp þegar í stað, hrópaði Trampe á móti. Þér fáið að versla strax í kvöld um leið og friðhelgi sunnudagsins lýkur. – Of seint! Of seint, hrópaði Phelps. Hann bað Jörund að taka við af sér og seig niður á stól, fölur af geðshræringu og kvartaði yfir verk fyrir bringspölum. – Klækjabrögð yðar eru á enda, sagði Jör- undur. Þér eruð handtekinn fyrir að svíkja gerða samninga og villa á yður heimildir sem kaupmaður. – Segir landráðamaðurinn sem sjálfur sveik land sitt og konung og hangir vonandi bráð- lega í snörunni, hrópaði Trampe. – Yður væri nær að líta út um gluggann, svaraði Jörundur og svipti tjöldum frá svo að Sundin blöstu við. Sjáið þér skipið? – Hvaða skip? Mitt eða herra Phelps? – Þér eigið ekkert skip lengur. Það var her- tekið rétt áðan í samræmi við ákvæði bresku víkingalaganna. Og þar með leggjum við af stað! Fógetinn áhyggjufullur – Bíðið aðeins, hrópaði fógetinn og beindi orðum sínum að kaupmanninum. Landið verður stjórnlaust. Getum við ekki sest niður og rætt málin í friði og spekt? – Þetta er búið og gert og verður ekki aftur tekið, svaraði Jörundur. Greifinn er stríðs- fangi og verðmæti skips og farms skiptist milli kaupmanns, skipstjóra og áhafnar sam- kvæmt ákvæðum breskra laga. – Síðar í dag mun ég bæði ræða nánar við yður og þann sem tekur við embættinu, bætti Phelps við. – Það tekur enginn við af mér. Það getur enginn samið um eitt eða neitt nema ég, hróp- aði greifinn og sneri sér að fógetanum: Munið það, herra Frydensberg. Bretarnir geta ekki samið við neinn annan en mig. – Hlustum ekki á hann, hrópaði Jörundur. Út með hann! – Já! Út með hann, hrópaði Phelps. – Landið verður stjórnlaust, veinaði fóg- etinn. – Og snáfið þér heim, sagði Jörundur og beindi byssunni að honum. Látið ekki sjá yð- ur á almannafæri næstu daga ef þér viljið ekki hafa verra af. Jörundur gekk út á undan sjóliðunum sem leiddu greifann á milli sín. Greifynjan fylgdi á eftir grátandi ásamt fógetanum og Phelps. Kirkjugestir höfðu safnast saman úti fyrir og hættu sér ekki of nærri. Jörundur sá að margir studdu sig við broddstafi af ýmsum gerðum og lengdum. Stafir þessir nýttust fólki til að fóta sig á svelli eða til að komast yfir læki og mýrar sem hvarvetna urðu á leið manna um þetta veglausa land. Jörundur hafði ekki fyrr hugsað út í það að stöfunum mátti einnig beita eins og spjótum í bardaga. – Verðum við ekki að segja eitthvað við fólkið, spurði hann kaupmanninn sem jánkaði því. Jörundur gerði grein fyrir ástæðum hand- tökunnar og kirkjugestir hlýddu forviða á boðskapinn. Jörundur sá Guðrúnu bregða fyr- ir í mannþrönginni skammt frá. Hún horfði á hann aðdáunaraugum. Þegar Trampe varð þess var að sjómennirnir héldu honum ekki lengur freistaði hann þess að sleppa frá þeim. En það var til einskis. Skipstjórinn hóf sverð- ið á loft og gekk að honum ógnandi. Við- staddir gripu andann á lofti. Frú Vancouver hrópaði: – Farið ekki illa með hann! Þetta er að- alsmaður! – Þetta er bölvaður okrari, svaraði skip- stjórinn. – Ætlar enginn að gera neitt, æpti greif- ynjan. Biskup tók sig út úr þvögunni og kom til þeirra. – Herrar mínir, sýnið miskunn, hrópaði hann. Takið mig sem gísl í hans stað meðan greitt verður úr þessum misskilningi. – Herra biskup, sagði Phelps og Jörundur túlkaði. Þér gangið næstur greifanum að mannvirðingum, er mér sagt. – Má vera! – Takið við störfum greifans og semjið við okkur! – Guð forði mér frá því, svaraði biskup. Ég skipti mér ekki af stjórnmálum eins og allir vita. – Bendið þá á þann sem þér teljið að eigi að taka við af honum. – Það tekur enginn við af mér, kallaði Trampe til fólksins. – Út í skip með hann tafarlaust, sagði Jör- undur. Phelps tók undir það. Sjóliðarnir gengu af stað með Trampe í átt til sjávar og enginn reyndi að stöðva för þeirra. Stór hópur forvit- inna elti þá [....] Aðeins einn gat komið til greina Phelps og Jörundur settust á rökstóla ásamt Jóni og Savignac. Tafarlaust þurfti að finna mann til að taka við af greifanum og gefa út formlegt verslunarleyfi. Talið var til- gangslaust að leita til Ísleifs dómara og fóg- etinn var síst skárri ... Phelps andvarpaði. Hann var enn með verk fyrir brjósti og ör- þreyttur eftir spennuþrunginn dag. – Það hvarflaði aldrei að mér að undirtyllur landstjórans þyrðu að ganga í störf hans, svaraði Jörundur. Satt að segja er ég feginn því. Við þurfum mann sem brýst undan valdi Danakonungs og lýsir því yfir opinskátt að engum verði nokkru sinni refsað fyrir að skipta við okkur. Þá fyrst tekur fólkið áhætt- una. – Má vera! Við tölum við Magnús Steph- ensen. – Það er ekkert gagn í honum, svaraði Jör- undur. Ég veit að breski skipherrann hitti hann og falaðist eftir stuðningi hans. En Magnús neitaði. Hann er óvinsæll meðal Ís- lendinga. Þeir kalla hann morðingja Alþingis. – Hvað gerum við þá? – Hömrum járnið meðan heitt er! Annars rotta Danirnir sig saman gegn okkur. – Farið þá og heyrið hljóðið í fólki. Ég verð að leggja mig stutta stund. Með það fór Jörundur út. Áform hans voru í mótun. Fyrst um sinn fengist enginn til að taka landstjórastarfið að sér nema kannski Jón stúdent. Um hann gilti hið fornkveðna að enginn er spámaður í sínu föðurlandi og fæst- ir tóku mark á honum. Enn síður gat Eng- lendingur stjórnað landi þar sem sárafáir skildu enska tungu. Lá þá ekki í augum uppi að sá sem valdið gæti þessu hlutverki hlyti að koma úr liði Englendinga en jafnframt að vera mæltur á danska tungu? Það átti aðeins við um einn mann. Þótt lausn vandans væri deginum ljósari kom enginn auga á hana nema hann sjálfur. Danirnir hötuðu hann og litu á hann sem svikara. Íslendingarnir tortryggðu hann að fáeinum kunningjum undanskildum. Í augum Breta var hann stríðsfangi. Hvernig var þá unnt að koma þessu í kring? Hann hikaði við að stinga upp á sjálfum sér. Bókarkafli | Jörgen Jörgenson, eða Jörundur hundadagakonungur, er Íslendingum vel kunnur eftir ævintýralega setu hans sem ríkisstjóri Íslands um átta vikna skeið. Ragnar Arnalds blæs lífi í sagnirnar um þennan þjóðþekkta einstakling í nýrri sögulegri skáldsögu og er hér gripið niður í sögu er uppreisn- armennirnir gera sig tilbúna til að handsama Trampe greifa. Árásin á greifahúsið Eldhuginn – Sagan um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi eftir Ragnar Arnalds kemur út hjá JPV. Bókin er 268 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.