Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ (áður Rala) á Keldnaholti, 3. hæð. Mánudaginn 28. nóvember flytur Berglind Orradóttir erindi: Áhrif gróðurs og frosts á vatnsleiðni jarðvegs. Allir velkomnir Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti Fundarstjóri verður Sigurður Brynjólfsson, forseti Verkfræðideildar. Allir velkomnir. Stjórn VHÍ Dagskrá: 16:00 Setning. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra. 16:10 Verkfræðileg nálgun við banka. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands. 16:30 Súrefnisrannsóknir og sprotafyrirtæki. Samstarf verkfræðinga og lækna í lífverkfræði. Einar Stefánsson, Landspítali – Háskólasjúkrahús. 16:50 Viðurkenning Verkfræðistofnunar fyrir framúrskarandi rannsóknarframlag. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 16:55 Viðurkenningar til bestu meistaranema í verkfræði. Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna kerfa ehf. 17:00 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar HÍ. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 17:10 Léttar veitingar og spjall. Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldinn í Öskju, Sturlugötu 7, miðvikudaginn 30. nóvember, frá kl. 16:00–18:00. ÁRSFUNDUR F í t o n / S Í A F I 0 1 5 3 7 0 John Lennon var orðin áhugalaus um Bítlana og þátttöku í verkefnum hljómsveitarinnar 1969, þó að ekki væru endalok hljómsveitarinnar til- kynnt fyrr en ári síðar. Ó hjákvæmileg endalok Bítlanna, sem voru tilkynnt hinn 10. apr- íl 1970, voru þeim sjálfum jafn mikið áfall og þau voru öll- um öðrum. Þar sem John hafði sam- þykkt að segja ekkert eftir að hann ákvað að hætta í hljómsveitinni í sept- ember árið áður, varð hann frekar sár þegar Paul tók skyndilega upp á því að tilkynna endalok samstarfsins. Hann gerði það til þess að kynna sóló- plötuna sína, McCartney, sem hann hafði verið að taka upp í rólegheitun- um heima hjá sér. Á innra umslag plötunnar voru prentaðar nokkrar spurningar og svör við þeim. Þar var útskýrt sérstaklega að hann hefði hætt í Bítlunum vegna „persónulegs ágreinings, ágreinings um fjármál, ágreinings um tónlist“. Paul vissi ekki hvort hljómsveitin væri hætt endan- lega eða bara tímabundið, og honum virtist standa nokkurn veginn á sama. Í rauninni hafði John þegar sagt allt sem segja þurfti, þó að ummæli hans hefðu ekki farið hátt. Í viðtali við Marshall McLuhan á CBS-sjónvarps- stöðinni í desember hafði hann sagt: „Bítlamynstrinu þarf að fleygja. … Bítlarnir breyttust í safn, og þess vegna þarf að fleygja þeim eða afmynda þá eða breyta þeim.“ (McLuhan: „Er semsagt hætta á að þeir verði smekklegir?“) „Þeir eru komnir yfir það stig. Það þarf að flengja þá rækilega.“ John hafði meira að segja misst kæruleysislega út úr sér í viðtali í nóvember, „þegar ég var Bítill.“ Árið 1978 lýsti hann í fáum orðum hvernig endalok fjór- menninganna frábæru litu út frá hans bæjardyrum séð: „Ég stofnaði hljóm- sveitina. Ég leysti hana upp. Svo ein- falt er það.“ Þegar Let It Be kom loksins út 8. maí í öskju, svartri á köntunum, minnti það helst á minningarathöfn. Paul varð bálvondur þegar hann heyrði hvað Phil Spector, með sam- þykki Johns, hafði gert við fjögur laga Bókarkafli | John Lennon var stofnandi Bítlanna, einnar vinsælustu rokkhljómsveitar allra tíma. Hann var sannfærður um eigin snilligáfu allt frá blautu barnsbeini, en til að víkka sjóndeildarhringinn og auðga list sína lagði hann stund á hugleiðslu, neytti fíkniefna og gekkst undir sálgreiningu. Hann var heldur ekki alltaf auðveldur í umgengni eins og fram kemur í nýútkominni ævisögu Johns Lennons eftir John Wyse Jackson. Þú nærð mér ekki tvisvar Síðustu tónleikar Bítlanna á þaki EMI-skrifstofubyggingarinnar í London árið 1969. Aðdáendur vonuðu lengi vel að þeir tækju upp þráðinn aftur. runnið út í sandinn. Mörgum árum síðar, þegar þeir hugsuðu aftur til þess þegar hljómsveitin splundraðist, áttu John og Paul báðir eftir að rifja upp sama lagið, lag sem, eins og Paul sagði: „var í miklu uppáhaldi hjá okk- ur einu sinni … hugmyndin um félaga í hernum sem dag einn þurfa að kveðja herinn, gifta sig og hegða sér eins og venjulegir menn.“ John orðaði þetta á einfaldari hátt: „Gamla gengið mitt var liðin tíð á sömu stundu og ég hitti Yoko.“ Þeir höfðu báðir hugsað aftur til þessara allra fyrstu daga saman, þar sem þeir stóðu báðir inni á baðherbergi heima hjá Juliu með ódýru gítarana sína, á meðan hún sýndi þeim banjógripin í laginu „Wedding Bells (Are Breaking up that old Gang of Mine)“. Móðir Johns, og faðir hans líka, voru honum mjög hugleikin um þetta leyti. Í mars sendi einhver honum bók Arthurs Janov, The Primal Scream – Primal Therapy: The Cure for Neur- osis – „Frumöskrið – Frummeðferð: Lækningin við sálarflækjum“, og hann hafði heillast af þessari aðferð sálfræðimeðferðar, sem fólst í því að rifja upp áföll sem áttu sér stað í æsku og bregðast við þeim. Þetta var tæki- færi fyrir John, sem var kvalinn af minningum um fortíðina sem voru oft á skjön við það sem Mimi og aðrir höfðu sagt honum, til að kanna hver hann væri í raun og veru. Um leið bauðst honum þarna leið út úr hring- rás eirðarleysis og þvingaðra sam- skipta við Yoko sem voru orðin allt- umlykjandi í Tittenhurst. Sjálf vildi Yoko líka hrekja á brott einhverja af sínum eigin draugum. Þau fengu því Janov til að koma til Bretlands. Síðar sagði hann að þegar þeir hittust hafi John verið „kvaldari en nokkur mað- ur sem ég hef nokkru sinni á ævi minni séð“. Hann sagði parinu að ef þau vildu aðstoð hans þau þyrftu að bara að hætta að drekka, reykja, nota eiturlyf, horfa á sjónvarp, hlusta á út- varp og tala í síma, auk þess sem þau ættu (í fyrsta skipti í tvö ár) að forðast hvort annað. Þann fyrsta apríl gáfu John og Yoko út fréttatilkynningu þar sem fram kom að þau væru bæði á leiðinni í kynskiptaaðgerð. Þau gáfu sig svo öll í mánaðarkynningu á ,primal‘-aðferðinni í stofu Janovs í London. [...] Tilfinningalegt uppnám í afmæli Hann lét Paul einan um að brotna saman í miðjum samningaviðræðum um leiðarlok hljómsveitarinnar, en Paul átti í deilum við hina um skipan Allens Klein sem fjármálastjóra. John og Yoko flugu til höfuðstöðva geðlæknisins síns í Los Angeles, til að hefja fjögurra mánaða stífa meðferð. Undir lok ágústmánaðar drógu þau sig út úr henni, sárreið eftir að Yoko lenti upp á kant við Janov, en hann virðist hafa verið farinn að vinna með það hvernig John var algjörlega háð- ur henni. En þegar þarna var komið sögu hafði John fengið það sem hann vildi út úr meðferðinni. Auk þess hafði hann opnað frjóa æð hugmynda sem varð honum uppspretta fjöl- margra nýrra laga. Í viðtölum sem tekin voru eftir meðferðina var hann jarðbundinn í mati sínu á Janov: „Frummeðferðin gaf okkur tækifæri til að finna stöðugt fyrir tilfinningum, og þessar tilfinningar fá mann venju- lega til að gráta. Það er allt og sumt.“ Þó að meðferðin væri einföld þýddi það samt ekki að hún hefði ekki breytt lífi hans: „Þetta er það mik- ilvægasta sem ég hef gert fyrir utan að hitta Yoko og fæðast.“ Fyrir lok september var hann kom- inn aftur í stúdíóið, óður og uppvægur að taka upp plötu. Síðustu mánuði hafði margt skýrst í höfðinu á honum. Hann var ennþá reiður, en í fyrsta skipti á ævinni vissi hann hvers vegna. Stór hluti þess hafði með börn að gera. Hann skildi nú hvernig for- eldrar hans, báðir, höfðu skemmt hann. Auk þess vissi hann að hann hefði líklega gert sínum eigin syni nokkurn veginn það sama, og að hann gæti ekkert gert til að breyta því úr þessu – síðast þegar hann fór til að hitta Julian og Cynthiu, að undirlagi Janovs, hafði Yoko hringt í hann á barmi taugaáfalls og heimtað að hann kæmi heim undir eins. Hann hefði mögulega getað reynt að hugsa vel um Kyoko, stjúpdóttur sína, en faðir hennar hélt henni í öruggri fjarlægð. Og Yoko hafði misst tvö fóstur í við- bót undanfarið ár og það virtist aug- ljóst að þau myndu aldrei eignast barn saman – líklega hafði það eitt- hvað að gera með öll eiturlyfin sem þau höfðu notað í gegnum tíðina. Freddie Lennon, sem hafði skrifað John og sagt honum að hann hygðist skrifa sjálfsævisögu sína, var boðið til Tittenhurst í tilefni af þrítugsafmæli Johns, þann 9. október 1970. Þeir höfðu ekki hist í næstum því þrjú ár. Hann mætti rétt áður en hádegis- verður var borinn á borð, ásamt eig- inkonu sinni ungu, Pauline, og 18 mánaða gömlum syni þeirra, David, nýja hálfbróður Johns. Hann hafði með sér rakspíraflösku snyrtilega pakkaða í gjafaumbúðir handa fúl- skeggjuðum fyrrum Bítlinum. Sam- kvæmt Pauline Lennon, sem ein við- staddra hefur látið birta eftir sig lýsingu á því sem átti sér stað, veittist John strax að föður sínum. Hann leit út fyrir að vera í mikilli vímu af völd- um einhverra eiturlyfja, sagði föður sínum að hætta að angra sig, að hann ætlaði ekki að borga honum neina vasapeninga lengur og að þau yrðu rekin úr húsinu sem hann hafði gefið þeim í Brighton. Hann öskraði eins hátt og hann gat á Freddie: „Hefurðu einhverja hugmynd um það sem ég hef mátt þola þín vegna? Dag eftir dag í meðferð, öskrandi á pabba minn, vælandi á þig að koma heim.“ Hann talaði líka á ruddafenginn hátt um Juliu, sagði móður sína ekki hafa verið neitt annað en hóru. „Líttu á mig! Ég er snarbilaður, geðveikur,“ öskraði hann. „Ég á eftir að deyja ungur eins og Jimi Hendrix eða Janis Joplin, og það er allt ykkur að kenna. Veistu hvaða áhrif það hefur á barn að vera sagt að velja á milli foreldra sinni? Kallarðu þig föður? Heldurðu að þó þú hafir riðið einhverri kerlingu veiti það þér einhvern rétt til að kall- ast faðir?“ John benti á David litla, John á göngu með Yoko. Um hálsinn hefur hann Quarry Bank-bindið sitt. hans. Hann var sérstaklega sár þegar hann heyrði „The Long and Winding Road“, sem hefði getað orðið eitt af hans bestu lögum: frekar en að vera tekinn upp aftur, hafði slakur bassa- leikur Johns verið kæfður með strengjasveit og veiklulegum kvenna- kór, þeim fyrsta sem nokkru sinni var notaður á Bítlaplötu. Þrátt fyrir þess- ar viðbætur hafði Spector reynt að láta líta svo út sem um ,hráa‘ upptöku væri að ræða. Hann kryddaði plötuna sums staðar með lítilsvirðandi um- mælum Johns. Dæmi um það er kynning hans á andríkustu og hjart- næmustu ballöðu Pauls „Let it Be“, sem varla var við hæfi. Í kynningunni sagði John í falsettu með harðasta Liverpool-framburði sem hann réði við: And now we’d like to do ‘Ark the Angels Cum – „Og nú langar okkur að flytja Aglir englarnir koma“. En þrátt fyrir óánægju Pauls var John mjög ánægður með vinnu Phils Spector. Hann hafði jafnvel lýst ánægju sinni með plötuna áður en Spector fór að vinna í henni, en hann hélt því fram að á henni gætu allir séð að: „Svona er- um við með allt niðrum okkur, þannig að viljið þið gjöra svo vel að hætta leiknum núna?“ Og það lokaði ferli litlu bíthljómsveitar Johns Lennon mjög snyrtilega að setja á plötuna eitt af fyrstu lögum hans „The One after 909“, hrátt skiffle-blúslag samið fyrir Quarry Men. Skuldinni skellt á Yoko og Lindu Útlistun Pauls á þremur helstu ástæðum þess að Bítlarnir leystust upp („persónulegur ágreiningur, ágreiningur um fjármál, ágreiningur um tónlist“) var hárrétt. En ef ekki hefði verið fyrir fyrsta atriðið, þá hefði örugglega verið hægt að eiga við hin tvö með samningum og málamiðl- unum, og með því að veita öllum tæki- færi til að sinna eigin sólóverkefnum. Aðdáendurnir höfðu tilhneigingu til að skella skuldinni á Yoko og Lindu (sem giftist Paul í vikunni áður en Yoko og John gengu í það heilaga). Það var auðvitað ekki konunum að kenna að John og Paul höfðu valið þær fram yfir hljómsveitina, en þegar allt kom til alls var það vegna þeirra sem samstarfið, metingurinn, hvernig þeir voru háðir hver öðrum og gamli kærleikurinn á milli þeirra hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.