Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 33
sem hélt dauðahaldi í fætur Pauline. „Læstu hann inni fjarri foreldrum sínum og venjulegu fólki og sjáðu hvernig fer fyrir honum – hann verð- ur öskrandi geðsjúklingur alveg eins og ég.“ Á meðan afmælisgestir Johns forð- uðu sér einn af öðrum, greip hann í kragann á jakka föður síns og hvæsti framan í hann: „Og í sambandi við ævisögu þína, þá muntu aldrei skrifa neitt án míns samþykkis, og ef þú segir einhverjum hvað gerðist hér í dag … þá læt ég drepa þig. Ég læt pakka þér ofan í kassa og fleygja þér í sjóinn lengst úti á hafi …“ Freddie Lennon, gamli sjóarinn sem kunni ekki að synda, snerist á hæli og hljóp. Hann var of hræddur til að hafa nokkru sinni samband við son sinn framar. […] Rödd Johns alltumlykjandi Freddie átti aldrei eftir að gleyma þessum degi. Það sem kom út úr með- ferð sonar hans hjá Arthur Janov var honum hræðilegt áfall. En meðferðin var John listræn opinberun. Næsta árið átti hann eftir að semja, taka upp og gefa út tvær plötur sem áttu eftir að móta orðspor hans sem sólótónlist- armanns mestallan 8. áratuginn. Sú fyrri, sem kallaðist einfaldlega John Lennon / Plastic Ono Band kom út í desember 1970. Hún er stundum köll- uð The Primal Scream Album – „Frumöskursplatan“, og var eitthvað alveg nýtt í rokki, meira í ætt við ang- urværar harmatölur blúsaranna við ósa Mississippi heldur en vandlega fágaða framleiðslu hljóðveranna við Abbey Road. Þrátt fyrir að Phil Spector hafi tekið þátt í hljóðblönd- uninni var hljómurinn svo magur út í gegn að jaðraði við kraftleysi. Upp- tökurnar fóru ekki í neina eftirvinnslu (fyrir utan venjulega fjarlægðarfil- tera og bergmál við rödd Johns) og Ringo og Klaus fengu að njóta sín við að draga upp hráa og sterka hljóð- mynd undir gítar- og píanóleik hans. Rödd Johns er alltumlykjandi út í gegn, en á Bítlaárunum höfðu fáir átt- að sig á því hve fjölhæft hljóðfæri hún væri. Röddin tekur stundum skyndi- legar dýfur á plötunni og verður jafn- vel feimnisleg, ljómar svo stundum þegar hún gælir ljúflega við háu nót- urnar, en verður stundum óbeislað rámt öskur eða stuna sem þvinguð er út í gegnum gnístandi tennur. […] Listræn brella? Vinsælasta sólóplata Johns, Imag- ine, fór í efsta sæti vinsældalistanna beggja vegna Atlantshafsins haustið 1971. John sagði hana vera eins og þá fyrri nema bara ,sykurhúðaða‘. Á henni voru blíðleg lög einsog „Jealous Guy“, „Oh Yoko“ og titillagið, auk knæpulagsins „Crippled Inside“, sem er afar hressilegt, eins mótsagna- kennt og það kann að hljóma (sumir sögðu að í laginu beindi John spjótum sínum að Paul McCartney). En á plöt- unni mátti líka finna lög án allra mála- miðlana, rétt eins og þau sem voru á ,Frumöskursplötunni‘, lög eins og „Gimmie Some Truth“, sem var dýr- leg yfirhelling, full af svívirðilegum andstyggðarathugasemdum um Nix- on Bandaríkjaforseta og stuðnings- menn hans (short-haired yellow bell- ied son of Tricky Dicky, neurotic psychotic pig-headed politicians, tight-lipped condescending mama’s little chauvinists, ... – „stutthærði, huglausi marðarsonur, taugaveikluðu geðveikluðu sauðþráu pólitíkusar, drumbslegu yfirlætisfullu karlremb- urnar hennar mömmu sinnar,“ o.s.frv.) og „How Do You Sleep?“ Í því síðastnefnda fékk aumingja Paul yfir sig dembu af tvíræðum fúkyrðum sem jafnvel bitrustu þjóðskáld Íra hefðu getað verið fullsæmd af, þar á meðal línum eins og Those freaks were right when they said you was dead – „Viðrinin höfðu rétt fyrir sér þegar þau sögðu að þú værir dauður“, og The only thing you done was yes- terday – „„Yesterday“ er það eina sem þú hefur nokkurn tíma gert.“ John fullyrti síðar að biturðin í laginu væri fyrst og fremst listræn brella: „Ég hafði á þessum tíma enga þörf fyrir að vera kvikindislegur, en ég notaði gremju mína í garð Paul til að búa til lag.“ Hann virðist þó ekki hafa haft neina samúð með Paul, sérstak- lega í ljósi þess að á Imagine gerði hann grín að umslaginu á annarri plötu Pauls Ram (ísl. hrútur), þar sem sveitalegur Paul heldur rollu fastri á hornunum, með því að dreifa með plötunni póstkorti með mynd af sér að toga í eyrun á svíni. George Harrison, Stuart Sutcliffe og John. Myndina tók Jürgen Vollmer við fyrstu kynningarmyndatöku hljóm- sveitarinnar í Hamborg. John Lennon – Ævisaga eftir John Wyse Jackson í þýðingu Steinþórs Stein- grímssonar kemur út hjá Skruddu. Bókin er 255 bls. og prýdd fjölda mynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 33 Lagastofnun Málstofa Lagastofnunar Háskóla Íslands Mánudaginn 28. nóvember kl. 12:15 í Lögbergi í stofu 101 Brynhildur G. Flóvenz lektor Hryðjuverk og mannréttindi Allir velkomnir Nánari upplýsingar www.lagastofnun.hi.is Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 Spurðu um + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar Dreifðu staðgreiðslunni VISA Lán er ný og hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Ný tt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.