Morgunblaðið - 27.11.2005, Page 34

Morgunblaðið - 27.11.2005, Page 34
34 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Heima á Íslandi lék Guðni með sig- ursælu liði Vals og í kjölfarið sína fyrstu landsleiki sem voru mikið æv- intýri. Ég var kjörinn efnilegastileikmaður Íslandsmótsinsá uppskeruhátíð knatt-spyrnumanna sem haldinvar í fyrsta skipti haustið 1984. Það var mikill heiður sem fyllti mig stolti. Í framhaldi af því var ég valinn í A-landsliðið og átti að spila við Sádi-Arabíu 25. september. Því- líkur endir á fyrsta heila tímabilinu mínu í meistaraflokki! Ég hafði reyndar leikið fyrir hönd A-landsliðs- ins skömmu áður með 21 árs landsliði Íslands. Við lékum tvo leiki í Fær- eyjum, á móti heimamönnum í Þórs- höfn og svo Grænlendingum í Klakksvík. Það er varla hægt að segja að það hafi verið stórleikir, 0–0 jafn- tefli á móti Færeyingum og svo unn- um við Grænlendinga 1–0. Leikurinn á malarvellinum í Þórshöfn var meira að segja svo tíðindalítill að þegar við leikmennirnir bárum saman bækur okkar eftir leikinn, þá hafði næstum hver einasti okkar tekið eftir afskap- lega fallegri ljóshærðri stelpu, í þriðju sætaröð í stúkunni. Það gerðust heldur fréttnæmari hlutir í Sádi-Arabíu. Íslenska lands- liðið gisti á stórkostlegu hóteli í borg- inni Dhaharan þar sem íburðurinn var meiri en orð fá lýst. Leikurinn fór fram í september, í miðri eyðimörk- inni svo að segja. Ég var í vörninni með Lofti Ólafssyni Fylkismanni, Ár- sæli Kristjánssyni Þróttara og Togga félaga mínum í Val. Sádarnir voru fremur leiknir og við Íslendingarnir heldur stórkarlalegir að sama skapi. Við lékum í þröngum Adidastreyjum og pínulitlum stuttbuxum, „dead sexy“, eins og Fat Bastard orðar það í myndinni um Austin Powers. Við tók- um þetta með skipulagi og aga og unnum leikinn 2–1. Gunnar Gíslason og Guðmundur Steinsson skoruðu mörkin, að viðstöddum 18.000 áhorf- endum sem voru allir í skósíðum hvít- um kuflum. Það var ótrúlegt augna- blik þegar íslenski þjóðsöngurinn heyrðist hljóma úr mjóróma hátal- arakerfinu á leikvellinum fyrir leikinn og svífa yfir eyðimörkina í 30 stiga hita að kvöldlagi. Alveg ógleyman- legt. Ég söng ekki með og gerði það raunar aldrei á landsliðsferlinum. „Ó, Guð vors lands“ er heldur ekki auðveldasta lag sem hægt er að syngja. Við það bætist að ég er af- skaplega lélegur söngvari. Það er reyndar eitt lag sem menn hafa sagt að ég syngi ágætlega í karókí með strákunum í Boltonliðinu. Það er Neil Diamond-lagið „Love on the rocks“ sem er kannski jafntregablandið og íslenski þjóðsöngurinn, ef út í það er farið. Lineker kemur til Lundúna Guðni gekk til liðs við Lundúnaliðið Tottenham árið 1988. Þar með hófst fyrir alvöru farsæll ferill hans sem at- vinnumanns í fótbolta. Sumarið 1989 bættist önnur stór- stjarna í leikmannahóp Tottenham, Gary Lineker. Hann var keyptur frá Barcelona þar sem Terry Venables hafði verið við stjórnvölinn um tíma. Lineker varð auðvitað strax einn að- almaður liðsins, sannarlega fótbolta- stjarna á heimsvísu. Hann hafði verið markahæstur á Heimsmeistara- mótinu í Mexíkó 1986 með sex mörk. Styrkur Linekers sem framherja var fyrst og fremst hraði. Hann hafði góða grunntækni, frábæran leikskiln- ing og kláraði færin sín vel. Hann nýtti sína hæfileika til hins ýtrasta. Það er margt líkt með honum og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, sem skorar mikið af mörkum og fæst þeirra fyrir utan vítateiginn. Munurinn er kannski aðallega sá að Gary hafði meiri hraða en Nistelrooy tekur meiri þátt í spili liðsins. Linek- er sagði okkur sögu af því þegar hann kom fyrst til Barcelona. Þá var ein helsta stjarna liðsins, Diego Mara- dona, á leið frá liðinu. Lineker kom inn í búningsklefann og sá hvar Maradona hafði vöðlað saman íþróttasokkunum sínum. Síðan notaði hann þá eins og bolta, hélt þeim á lofti með fótunum og höfðinu, sitjandi. „Jæja,“ hugsaði Lineker með sér, „á ég að keppa um vinsældir við þennan ótrúlega snilling?“ Lineker var stundum í gríni kall- aður „Golden Bullocks“ hjá Spurs vegna velgengni sinnar og góðrar ímyndar. Þetta er viðurnefni sem David Beckham fékk víst seinna hjá konunni sinni: Gullnu eistun. Ég kunni vel við Lineker. Hann gaf þó ekki of mikið af sjálfum sér og var öruggur með sig, enda búinn að ná frábærum árangri. Eitt það athygl- isverðasta við feril Linekers var að hann fékk aldrei gult spjald, hvorki með félagsliðum eða sem landsliðs- maður Englendinga. Það er ótrúlegt miðað við að hann var reglulega sparkaður niður á Englandi, Spáni og víðs vegar um heiminn. Ég man eftir því að á einni æfingu hjá Tottenham ætlaði hann að fleyta boltanum fram hjá mér og taka svo sprettinn. Ég var aðeins of seinn í tæklinguna og setti takkana beint í ristina á honum. Ég var heppinn að ristarbrjóta hann ekki og vissi að þetta hlyti að hafa verið hrikalega sárt. Hann leit á mig með hörkusvip og kreppti hnefann, án þess þó að slá til mín. Mér er til efs að ég hefði sjálfur getað hamið mig í þessum kringumstæðum. Ég bað hann strax afsökunar en þarna sá ég líka frá fyrstu hendi þann sjálfsaga sem hann beitti sig. Lineker setti alla sína einbeitingu í leikina. Vitaskuld tók hann virkan þátt í æfingum liðsins og lagði sig fram þar en hápunktur hverrar viku var leikurinn. Lineker gat verið af- spyrnuslakur í svokölluðum „Five a side“ æfingum þegar menn léku fimm á móti fimm, sex á móti sex eða átta á móti átta. Hann var iðulega valinn síðastur af því að hann átti það til að taka því rólega. Svo gat hann kannski skorað eitt eða tvö mörk í deildarleik daginn eftir. Samskipti leikmanna voru ekki mikil fyrir utan æfingar og keppni. Ég kynntist samt sem áður Gary Mabbutt fyrirliða ágætlega. Við vor- um oft herbergisfélagar og okkur kom vel saman. Hann átti við syk- ursýki að stríða og það var aðdáun- arvert hvernig hann tókst á við sjúk- Bókarkafli | Guðni Bergsson fótboltakappi er einn þeirra Íslendinga sem náð hafa hvað lengst í íþróttum. Hann var varnarmaður í erfiðustu fótbolta- deild heims, ensku úrvalsdeildinni, í 14 ár, fyrirliði Bolton Wanderers og einn af lykilmönnum í velgengni þess liðs. Hann kynntist og spilaði gegn mörgum frægustu fótboltamönnum heims. Hann var landsliðsfyrirliði um árabil þangað til hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann og kom lítið við sögu liðsins eftir það, flestum til mikillar undrunar. Þorsteinn J. hefur skráð sögu hans. Afreksmaður og sjarmatröll AP „Thierry Henry hjá Arsenal er í sér- flokki. Hann hefur gífurlegan hraða og er að sama skapi útsjónarsamur og teknískur. Hann skoraði reyndar ekki mikið á móti okkur í Bolton en það mátti ekki líta af honum. Henry gefur varnarmönnunum hvíld inn á milli, dettur til baka inn á miðjuna eða fer út á kantana. Síðan kemur hann á siglingunni inn í vörnina og gerir jafn- an mikinn usla með hraða sínum og leikni. Frábær leikmaður.“ Hér glíma þeir Henry og Guðni. Reuters „Mér gekk alltaf vel á móti Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United. Hann er mjög duglegur leikmaður sem aldrei má líta af… Hann hefur sjálfur sagt að ég sé einn erfiðasti varnarmaður sem hann hefur leikið á móti. Ég veit nú ekki með það en við áttum vissulega bara „mjög vel saman“. Það hentaði mér einfaldlega vel að spila á móti honum.“ Guðni Bergsson bregður á leik með Paul Gascoigne skömmu eftir að hann hóf að leika með Tottenham. „Annars voru þetta flestir góðir fé- lagar eins og Gazza, Terry Fenwich, Pat van den Hauwe og fleiri, þó að samgangurinn væri ekki mikill utan vallar. Það er í sjálfu sér merkilegt að ég kynntist best þeim leikmönnum sem ég var í mestri samkeppni við um stöðu í liðinu. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.