Tíminn - 04.12.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1970, Blaðsíða 8
Föstudagur 4. desember rt70. Dagskrá Hljóðvarps og Sjónvarps (ylgir MIKILL FJÖLDI ÓSAM- ÞYKKTRA ÍBÚÐA í KJÖLL- URUM OG RISHÆÐUM Tillaaa um könnun á íbúðarhúsnæði í borginni AK—Reykjavík, fimmtudag. Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfuiltrúi Framsóknarflokks ins flutti eftirfarandi tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í dag: „Borgarstjórn felur byggingar fulltrúa að láta fara fram könn un á húsnæði í borginni. Könnun in skal ná til eftirfarandi athug ana: a. Hversu margar íbúðir, sem byggingarnefnd hefur ekki sam- bykkt sem slíkar, eru í borginni og -hvernig er skiptingin milli hinna ýmsu hverfa? í því sambandi barf að meta, SB—Reykjavík, fimmtudag. Yfírheyrzlum út af skemmdar- verkinu hjá Norðurverki um helgina þegar sýru var hellt á tvær flutningabiíreiðir félagsins, var haldið áfram á Húsavík í dag. Ekkert markvert kom fram, KEFLAVÍK Aðálfundur Fulltrúaráðs fram sóknarfélaganna í Keflavík verður haldinn í Aðalveri klukkan 20,30 í kvöld, föstudag. Dagskrá, venju leg aðalfundarstörf. Stjórnin. hvernig æskilegast er að skipta borginni í hverfi í sambandi við þessa könnun. Eðlilegra viroSst að fara eftir skipulagsheildum en staðgreinikerfi borgarinnar. b. Hversu margar íbúðir hafa verið samþýkktar í húsnæði, sem upphaflega var ekki ætlað til íbúðar, og hvernig er skiptingin milli hinna ýmsu hverfa? c. Hversu margar þeirra íbúða, sem nú er búið í, en byggingar nefnd hefur ekki samþykkt sem slíkar, væri unnt að samþykkja samkvæmt núgildandi byggingar samþykkt, með litlum eða eng- um breytingum, og hvernig er sem mætti verða til að upplýsa málió’. Lögreglan á Húsavík, sagði í dag, að góðar vonir stæðu þó til að sökudólgarnir fyndust. Nú væri verið aðallega að yfirheyra menn, sem áttu leið um svæðið um helgina, ef þeir kynnu að hafa orðið einhvers varir. Umleitan Norðurverks um löggæzlu og umferöarbann á svæð inu hefur verið vísað til bæjar fógeta Húsavíkur og er búizt við, að einhver gæzla verði sett á, þann tíma. sem ekki er unnið við framkvæmdirnar. skiptingin milli hinna ýmsu hverfa? Æskilegt væri í því sambandi að fá fram nýtingatölu hverfanna fyrir og eftir slíka samþykkt, bíla stæði og bílastæðaþörf o.s.frv. d. Hversu mörgum húsum í borginni hefur verió1 breytt, hvað útlit snertir, eftir að þau voru fullbyggð, til hagræðingar fyrir eigendur, t. d. því er lýtur að kvistum, þaki lyft, innkomu eða anddyri, gluggum og viðbyggingu os.frv.? Hvernig er skiptingin milli hinna ýmsu hverfa? Meta þarf hversu langt aftur í tímann ástæða þykir að teygja könnunina. Að lokinni könnun skal bygg ingarfulltrúi semja greinargerð um niðurstöður og láta fylgja með yfirlitskort til skýringar. Er greinargerðin liggur fyrir skal borgí; ( ð meta, hvort ástæóa þykir til að mynda á grundvelli hennar sveigjanlegan ramma, til þess að auðvelda byggingarnefnd að gæta samræmis í störfum sín um við samþykktir íbúða í eldri húsum og útlitsbreytingar húsa.“ I framsöguræðu fýrir tillögunni sagði Gúðmundur, að svö Væri fyrirmælt, að vildu borgarar byggja hús eða breyta húsi, skyldi sótt um það leyfi til byggingar nefndar, sem oftast reyndi að koma til móts vió fólk eftir því sem byggingarsamþykktin leyfði. En væri það ekki hægt. hefði það ýmis óþægindi í för með sér fyrir fjölskyldur, sem stundum yrðu að flytjast brott og skipta Framhald á bls. 18. Norðurverk fær væntaniega vernd TUGMILLJÚNIR I VINNINGA í HAPPDRÆTTUM I DESEMBER K—Reykjavík, fimmtudag. Desember er eflaust mesti happdrættismánuður á íslamdi, bví auk þess.sem stóru happ- drættin tvö eru með sína stærstu vinninga þá. eru mörg önnur happdrætti sem dregið er í fyrir jólin. For ystuna hefur nú eins og oft áð- ur Happdrætti Háskóla íslands, en fimmtudaginn 10. desem- ber verður dregið hjá því um hvorki meira né minna en tæp íesa áttatíu milljónir króna. Krabbameinsfélagið er með sitt árlega bílhappdrætti nú i desember, og verður þar dreg ið um Barracuda bifreið. f Happdrætti Framsóknar- flokksins eru 100 vinningar. mjög glæsilegir sumir hverj- ir, og verður dregið í þvi fyrir jól. Styrktarfélag vangefinna dreg ur í sínu árlega happdrætti nú fyrir jólin og sömuleiðis í Símahappdrættinu, sem er happdrætti Styrktarfélags iam- aðra og fatlaðra. Þá eru stór- ir vinningar í SÍBS í desem ber, en í því verður dregið á áttundu milljón króna. Hæsti vinningurinn er ein milijón króna, og fimm vinningar á ihundrað þúisund hver, en aðrir minni. DAS happdrættið er nú á miðju happdrættisári, en stærsti vinningur þeirra er dpeginn út á vorin, og er nú einbýlishús. Þá eru Sjálfstæðisflokkurinn, Þjóðviljinn og Alþýðu- flokkurinn með drátt í sínum happdrættum nú í desember, Sjálfsbjörg og sjálfsagt margir fleiri, en þetta eru þeir happ drættisaðilar sem eru orðnir árvissir. Draga átti í Hvítubjarnareyj arhappdrættinu nú ' des. en drætti hefur verið frestað, Um seinustu áramót var velta Happdrættis Háskólans tvöfölduð með því að gefnir voru út tveir Aukaflokkar, og er það ástæðan fyrir því að Happdrættið greiðir nú þessa geysiháu fjárhæð til viðskipta vina sinng í jólaglaðning. Dregnir verða fjórir milljón króna vinningar í Háskólahapp drættinu, fjórir 100,000 króna vinningar, átta aukavinningar á 50,000 krónur hver, 4,412 vinningar á 10,000 krónur 4,552 á 5.000 krónur og 4,020 á 2,000 krónur. Samtals eru vinningarnir 13,000, svo nærri ! lætur að fimmtándi hver ís- ' lendingur hljóti iólaglaó'ning að þessu sinni. Það skal tekið fram, að með lilkomu Aukaflokkanna, eru nú ! fjórir miðar af hverju númcri þannig, að ef handhafi E, F G og H-miðanna af sama númer inu fær t. d. 10.000 króna vinn ing, greiðir Happdra>t.tið hon um 40,000 krónur, eða fjór falda vinninssupphæðina. Hinn 1. desember sl. flut+u LoftleiSir 30 kassa af ullarteppum fyrir Rauða kross íslands, með áætlunarflugvél félagsins tit Lundúna. ÞaSan verða tepp- in send meS Pakistan Airlines til flóðasvæðanna í Austur-Pakistan. — Myndin va>- tekin á Keflavíkurfiugvelli, er kassarnir voru fermaöir á vélina. Þörf á meiri hjálp í Austur-Pakistan NTB-fimmtudag. Varaformaður Alþjóða Rauða krossins, Kai Warras, sagði í Genf í dag, að öll fórnarlömb flóðanna í Austur-Pakistan mundu vera búin að fá nauðsynlegustu hjálp um miðjan þennan mánuð. Hann sagði að nú væri mikil þörf á ullarteppum og peninga framlögum, til kaupa á varningi þar austur frá. Til þessa hafa allt að 45 Rauða kross félög lofað framlögum, sem nema samtals um 435 millj. ísl. kr. Daninn Niels Anton Dam kom í dag til Kaupmannahafnar, en hann dvaldi í 10 daga á flóða svæðinu í Austur-Pakistan. Hann sagði, að fréfctirnar um að hjálp arstarfið væri al'lt í ringulreið væru ekki á rökum reistar. Dam var sendur af Hjálparstofnun kirkj unnar til að kynnast hjálparstarf inu af eigin raun. — Þegar ég kom til Dacca 22. nóv. sagði Dam, voru stórir hla0 ar af hjálpargögnum á flugveil inum. En ekki er hægt að segja að vörurnar hafi hrúgazt upp þar, því matarpakkar og lyf voru send eins fljótt og kostur var á til hinna þurfandi. Að eitthvert magn af varningi safnist upp á flugvell inum er ekkert óeðlilegt, því það er mikið starf og skipulagning liggur í að koma vörunum á end anlega áfcvörðunarstaði. Það er ekki nóg að fleygja hjálpargögn unum út úr flugvélum yfir neyðar- svæðið. Það hefur verið reynt, og kom þá einatt til blóðugra átaka meðal hungraðra nauðþurftar- manna. FARNIR TIL AD FYLGJAST MED RANNSÖKN SLYSSINS OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Fjórir íslendingar héldu í dag áleiois til Dacca í Austur Pakistan til að fylgjast meó rann sókn flugslyssins, er þrír íslenzk ir flugmenn og einn Luxemborg armaður fórust með flugvél frá Cargolux sem skrásett er á ís- landi. Fregnir af atburði þessum eru enn mjög óljósar. Er ekki vitað hvað olli að flugvdlin hrap aði, en eftir því sem næst verð ur komist skall hún niður á ak- ur rétt norður af flugvillinum i Dacca. Samkvæmt fréttum fórust þrír Pakistanar er urðu fyrir flugvélinni eða braki úr henni. er þaó' hrapaði til iarðar, íslendingarnir sem fóru til að fylgjast meö rannsókninni, héldu með flugvél frá Cargolux frá Hamborg síðari hluta dags. Er sú flugvél hlaðin vörum sem fara á til Austur-Pakistan á vegum Rauða krossins. Sú flugvél er væntanleg til Luxemborgar aftur á sunnudagx og verða lík flug- Framhald á bls. 18 Sauðárkrókur Framsóknarvist verður spiluð i Framsóknarhúsinu á Sauðár- króki, laugardaginn 5. desember, og hefst hún kl. 9. Verðlaun verða veitt. Allir velkomnir me& an húsrúm leyfir. Skemmtinefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.