Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 35 Heimsferðir bjóða til skíðaveislu í Flachau eða Zell am See í Austurrísku ölpunum. Beint leiguflug til Salzburg. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.39.990 Flugsæti með sköttum. Netverð. Verð frá kr.66.390 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á gististað „án nafns", í Zell am Zee/Schüttdorf, 4., 11. eða 18. febrúar, vikuferð með morgunmat. Netverð. Beint flug til Salzburg • 28. jan. - uppselt • 4. feb. - laus sæti • 11. feb. - nokkur sæti laus • 18. feb. - nokkur sæti laus Bæjarlind 6 ● 201 Kópavogi ● sími 534 7470 Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 ● sunnudaga kl. 13-16 www.feim.is Glæsilegar jólagjafir og jólaskraut Opið í dag frá kl. 13-16 dóminn, sem atvinnufótboltamaður í fremstu röð. Ég kynntist líka nokkuð Chris Hughton, núverandi þjálfara hjá Spurs. Annars voru þetta flestir góðir félagar eins og Gazza, Terry Fenwich, Pat van den Hauwe og fleiri, þó að samgangurinn væri ekki mikill utan vallar. Það er í sjálfu sér merkilegt að ég kynntist best þeim leikmönnum sem ég var í mestri sam- keppni við um stöðu í liðinu. Stórsenterar Jafnt hjá Tottenham sem Bolton Wanderers var Guðni að glíma við snjalla framherja, flesta frægustu fótboltamenn heims. Mesta og skemmtilegasta áskorun- in sem varnarmaður fannst mér alltaf vera að spila á móti bestu framherj- unum í enska boltanum. Þá fann ég að áratuga reynsla nýttist mér vel. Í Úr- valsdeildinni var mikill kostur að vera fljótur því leikhraðinn er alltaf að verða meiri og leikmenn betur þjálf- aðir. Maður þarf að vera í góðu formi og með alla athygli á leiknum því ein lítil mistök geta verið dýr. Jimmy Hasselbaink, sem þá var hjá Chelsea, var erfiður við að eiga, fljótur og kröftugur. Ég þurfti að hafa mig allan við að dekka hann og gerði það ágætlega, ef marka má fréttamynd af okkur í leik þar sem hann setur rassinn út til að skýla bolt- anum og ég er eins og límdur við hann. Thierry Henry hjá Arsenal er í sérflokki. Hann hefur gífurlegan hraða og er að sama skapi útsjónar- samur og teknískur. Hann skoraði reyndar ekki mikið á móti okkur í Bolton en það mátti ekki líta af hon- um. Henry gefur varnarmönnunum hvíld inn á milli, dettur til baka inn á miðjuna eða fer út á kantana. Síðan kemur hann á siglingunni inn í vörn- ina og gerir jafnan mikinn usla með hraða sínum og leikni. Frábær leik- maður. Mér dettur í hug annar framherji sem var mjög ólíkur þeim Hasselba- ink og Henry, en að sama skapi erf- iður andstæðingur. Þetta var Ian Wright, einn öflugasti markaskorari Arsenal fyrr og síðar. Hann var alltaf að, hljóp út um allan völl og reif kjaft við allt og alla. Ég lenti stundum á móti honum þegar ég var hjá Totten- ham og síðar Bolton. Wright spilaði af þvílíkri innlifun að ég hefði auðveld- lega hrifist með, hefði ég ekki verið sveittur við að dekka hann. Mótlæti fór sérstaklega illa í hann og þegar mér tókst að halda honum í skefjum átti hann það til að brjálast. Ég renndi mér einhverju sinni á eftir honum og tók að sönnu boltann en smávegis af manninum líka, en það var ekki tekið strangt á því þá. Wright trylltist, réðst á mig og tók þéttingsfast um hálsinn á mér. Hann slapp við að fá rautt spjald fyrir þetta en ég var allur klóraður á hálsinum eftir hann. Það lá samt við að mér þætti skemmtilegt að hafa komið honum svona algerlega úr jafnvægi því sóknarmönnum sem láta varnar- manninn fara svona í taugarnar á sér gengur augljóslega ekki vel í því sem þeir eru bestir í, að skora mörk! Newcastle var líka með skæða og eftirminnilega sóknarmenn. Þar skal fyrstan telja fyrrum landsliðsfyrirliða Englendinga, Alan Shearer, og Craig Bellamy, sem nú er hjá Blackburn Rovers. Bellamy er öskufljótur á fyrstu metrunum, eins og sagt er, og maður þurfti að passa sig að vera allt- af á tánum. Ef varnarmaður stendur í báða fætur gegn svona framherja og er of staður, þá hefur leikmaður á borð við Bellamy gott forskot ef hann setur boltann fram hjá varnarmann- inum og hleypur af stað. Alan Shear- er var líka erfiður andstæðingur. Mér fannst ég stundum halda honum al- veg í skefjum, hafa hann næstum í vasanum. Síðan þurfti Shearer ekki nema eitt augnablik í markteignum og þá var komið mark. Hann er sér- staklega laginn í því að taka sér stöðu. Hann sér að fyrirgjöfin er á leiðinni, stuggar við varnarmanninum og dregur sig frá honum meðan dómar- inn er með augun á leikmanninum sem er að fara að senda boltann. Þá er Shearer kominn í vænlega stöðu þegar boltinn kemur loks fyrir mark- ið. Hann og Bellamy voru góður sóknardúett þegar best lét og spenn- andi að sjá hvort Shearer og Michael Owen ná jafn vel saman. Owen er mjög varasamur fyrir varnarmenn og það er oft erfitt fyrir stóra menn að dekka hann. Hann hefur gott jafn- vægi og er mjög kvikur í hreyfingum. Ég hafði reyndar vel við honum á sprettinum, þótt ég væri að nálgast fertugt. Mér gekk alltaf vel á móti Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester Unit- ed. Hann er mjög duglegur leikmað- ur sem aldrei má líta af. Ruud er afar hreyfanlegur. Hann vill fá boltann í lappirnar, leggja hann út á samherja og síðan er hann mættur inn í víta- teiginn til að skora. Hann hefur sjálf- ur sagt að ég sé einn erfiðasti varn- armaður sem hann hefur leikið á móti. Ég veit nú ekki með það en við áttum vissulega bara „mjög vel sam- an“. Það hentaði mér einfaldlega vel að spila á móti honum og Boltonliðinu gekk yfirleitt vel á móti erkifjendun- um frá Manchester. Þorsteinn J. skráir sögu Guðna Bergs. Bókin kemur út hjá Máli og menningu og er 203 bls. Umfjöllun staðarblaðsins í Bolton um Guðna á forsíðu á síðustu leiktíð hans með Bolton Wanderers veturinn 2002–2003.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.