Tíminn - 06.12.1970, Page 13

Tíminn - 06.12.1970, Page 13
SUNNUDAGUR 6. desember 1970 TIMINN Þörfu máli hreyft Enda þótt handknattleikur hafi cneira en 30 ára sögu að baki sem keppnisíþrótt á ís- landi, býr þessi íþróttagrein enn þá við frumbýlishætti, sem •flaust myndu koma erlendum mönnum spánskt fyrir sjónir. Til að mynda er það óskiljan- fegt, að það skuli ekki vera orðin föst regia að hafa lækni til taks á cneiriháttar ieikjum, eins harðir og margir leikjanna eru, en það mun vera mjög al- gengt, að handknattleiksfólk slasist. Sá, sem þetta ritar, vakti máls á þessu fyrir fáeinum árum, og brá þá svo við, að fenginn var læknakandídat til að vera á meistaraflokksleikjum í Laug ardalshöllinni. Gerði hann að mörgum meiðslum, stnáum sem stórum, og voru allir sammála um nauðsyn þess a'ð hafa læknis fróðan mann til staðar. En af einhverjum ástæðum, sem mér eru ekki kunnar, lagðist þessi háttur niður. E.t.v. hefur for- ustumönnum handknattleiks- mála þótt of dýrt að greiða nokkur hundruð króna í hvert Skipti fyrir þessa þjónustu alla vega hefur ekki sézt læknir síðan. Nú hefur íþróttafréttaritari Tímans hreyft þessu þarfa máli á nýjan leik. Verður fróð legt að vita, hver viðbrögð handknattleiksforustunnar eru. Fjárhagsörðugleikarnir eru miklir, en ekki meiri en það, að ekki séu efni á að greiða tiltölulega lítið fé fyrir heilsu gæzlu handknattleiksfólks. — Hvað finnst stjóm HSÍ, sem á að hafa yfirutnsjón með hand knattleiksmálum á íslandi, enda þótt HKER sé fram- kvæmdaaðili mótanna í Reykja vík? Að gefa og taka Eins og flestum mun vera kunnugt, eru .geysiháir tollar af innfluttum íþróttavörum, og eru þær í flokki með ýmsum „lu3cus-vörum“. Vel má vera, að ýmsir álíti íþróttir vera „lúxus“, sem þær eru kannski að einhverju leyti. En varla er hægt að líta á svokallaðar almenningsfþróttir sem „lúx- us“. Miklu fremur ber að líta á þær sem tæki til að við- halda líkamshreysti. Ein vinsælasta almennings- íþrótt á íslandi mun vera borð- tennis, sem á sívaxandi vin- sældum að fagna. Er borðtenn is víða á vinnustöðvum hér í borg, svo og í heimahúsum, auk þess, sem búið er að koma upp sérstökum borðtennissal í Laugardalshöll fyrir þá, sem vilja æfa þessa viusælu íþrótt. í nýju tollalögunum, sem liggja fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir, að tollar af borð- tennisvörum hækki úr 60% í 90%. Er vart við því að búast, að slík hækkun ýti undir áhuga fólks. Og óneitanlega stingur það dálítið í stúf við fyrirætl- un Alþingis, sem hefur í undir búningi að hækka fjárveiting- ar til íþróttamála, að hækka svona tolla af íþróttavörum. Með öðrum orðum, það á að gefa með vinstrj hendinni, en taka aftur með þeirri hægri! Sigur skapar vandamál Það er víst að bera í bakka fullan lækinn að minnast enn einu sinni á fjárhagsörðugleika íþróttahreyfingarinnar ,en hér er ein lítil saga um það, að glæstustu sigrar geta skapað mikið vandamál. Ég var staddur í Laugardals höllinni í fyrrakvöld, þegar stúlknaflokkur Fratn lék gegn ísraelsku meisturunum í Ev- rópubikarkeppni kvenna í hand knattleik. Til að byrja með gekk Fram-stúlkunum mjög illa. Á tímabili stóðu leikar 1:5 þeim í óhag. Mér til mikill- ar furðu hlakkaði í einum for- ustumanna Fram, sem var nær staddur. „Alltaf lagast það“, sagði hann, þegar ísraelsstúlk urnar skoruðu. Raunar sagði hann þetta í gamni, en þó var dálítil alvara á bak við. Staðreyndin í málinu var sú, að ynni Fram leikinn, þýddi það ,að Fram-stúlkurnar Frá Evrópubikarkeppni Fram. Framstúlkurnar unnu síSari ieikinn 15:10 og halda því áfram á samanlagðri markatölu 34:21. kæmust í 2. umferð keppninn ar. Það mundi kosta félagið ný útgjöld, e.t.v. 100—200 þús. króna skuldabagga ofan á þær skuldir, sem félagið steypti sér í með því að taka þátt í 1. umferð keppninnar. Fram-stúlkurnar sigruðu glæsilega í þessum síðari leik og eru komnar í 2. umferð Ev- rópubikarkeppninnar, sem er ágætt afrek út af fyrir sig, þótt mótstaða ísraelsku stúlkn- anna hafi ekki verið mikil. En þó að Fram hafi tryggt sér rétt til þátttöku í 2. umferð, er engan veginn víst, að úr frekari þátttöku verði. Félagið á erfitt með að axla meiri fjár hagslegar byrðar — og einfald ast væri að gefa næstu leiki — eins einfalt og það nú er! — alf. Íi;l i-'-'l 11 1 Hi I II- II FÓÐRID, SEM HENTAR SIS FOÐUR 150 með um 15% melt. hráprótíni og 100 FE í 100 kg. SÍS FÓÐUR 110 með um 11% melt. hráprótíni og 100 FE í 100 kg. SÍS FÓÐUR 90 með um 9% melt. hráprótíni og 97.5 FE í 100 kg. SÍS FÓÐUR 50 með um 6 melt. hráprótíni og 95 FE í 100 kg. (Ætlað nautgripum í geldstöðu til fósturmyndunar). VÍTAMÍN- 0G STEINEFNABÆTTAR SÍS úrvalsfóður við allar aðstæður. Fæst hjá kaupfélögum. INNFLUTNINGSDEILD SÍS 11 ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.