Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSING Svavar Sigurðsson Heimasíður: Sayno.is og vortex.is/sayno Hausthappdrætti Blindrafélagsins 2005 Útdráttur 18. nóvember 2005 - Vinningaskrá WV Passat Highline, 2,0 l, sjálfskiptur, frá Heklu hf. að verðmæti kr. 3.075.000 - 19948 Skoda Octavia Classic, 1,6 l, beinskiptur, frá Heklu hf. að verðmæti kr. 1.820.000 - 49446 50 ferðavinningar að eigin vali með Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 150.000 274 13310 20421 37374 53762 63701 78211 89698 96978 114399 1783 13562 21389 43645 56837 66544 80765 89815 97982 115103 4949 15275 29794 44847 57007 70438 87694 89936 101912 117175 9976 16422 31611 44898 60123 71926 88012 93011 104999 117876 10978 16949 35563 51194 60455 74294 89072 93418 113211 118060 40 fartölvur HP Compaq nc8220 frá Opnum Kerfum, hver að verðmæti kr. 219.900 3875 16274 28162 41700 50571 66122 80472 87127 98213 103655 3941 21068 31988 43980 55438 71003 80962 96798 101010 108890 6417 24643 36373 44085 64086 71322 82552 96913 103145 109096 7960 27431 39450 49599 65035 77965 85252 97307 103226 115133 40 kvöldverðir á veitingastaðnum Siggi Hall á Óðinsvéum, hver að verðmæti kr. 15.000 3096 19324 33924 42068 54379 66991 72648 77542 96268 110315 8265 24904 37072 45537 56176 68997 74000 79838 96720 110628 9434 32873 37403 47446 59522 71821 75809 84887 104229 111834 14140 33769 40539 52858 60714 72260 75897 85986 106734 112355 Alls 137 vinningar að verðmæti kr. 23.791.000 Vinninga ber að vitja innan árs - Upplýsingasími 525 0000 - Vinningaskrá birt í textavarpi sjónvarpsins á síðu 290 og á heimasíðu Blindrafélagsins www.blind.is - Birt án ábyrgðar. 5 ferðavinningar að eigin vali með Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 400.000 9845 28411 53006 71168 84393 Var í miðri úttekt áH.C.Andersen hátíð-arhöldunum sem sennfer að ljúka er ég rakst ágreinarkorn Hauks Þórðarsonar læknis í þriðjudags- blaðinu um Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Hreyfði sterkt við mér eins og fleiri skrif þar um og læknirinn vísar til í skrifi sínu. Um- ræðan skarar áhuga minn á líf- rænum arkitektúr og um leið áhuga á viðgangi heilsuverndar. Tel mig hafa fylgst vel með bygg- ingu hússins á sínum tíma þótt fjöl- skylda mín væri flutt af Rauð- arárstígnum og á Laugarásinn er framkvæmdir við bygginguna hófust og nær daglegar ferðir í Sundhöllina um árabil ekki lengur á dagskrá. En satt að segja var ekki annað mögu- legt en að hafa auga með framvind- unni, jafnvel þótt maður dveldist mest erlendis meðan á þessu stóð nema um sumartímann, slíkur var atgangurinn í fjölmiðlum. Man vart eftir hatramari pataldri varðandi byggingu eins húss á Reykjavík- ursvæðinu, réð hér bæði borg- arpólitík og arkitektúrinn, en óspart grín var gert að útbrotum, turni og öllu meintu óþarfa prjáli sem kæmi heilsuvernd ekkert við. Og ekki batnaði þetta seinna þegar brjóta þurfti niður nokkra veggi innanhúss þar sem læknarnir þóttust betur vit- andi á þörfum sínum en arkitekt- arnir. Kom þá í ljós að það var tölu- verðum erfiðleikum bundið með þeirra tíma tækni vegna styrkleika veggjanna, vísaði samt einnig til þess hve vel hafði verið að verki staðið. Líka tilefni þess að sumir ef- uðust um að borgaryfirvöld hefðu verið sér að fullu meðvitandi um framtíðarstarfsemina í húsinu, eða að hér hafi einungis verið byggt skrauthýsi út í bláinn! Nýstefnur innan módernismans voru þá mál málanna meðal yngri kynslóðar arkitekta, ekki síður en málara. Skal viðurkennt að skrifari lét hrífast með í áratug og var hér naumast vægari í dómum en sú ein- sýna, freka og óvæga kynslóð, þó nokkuð langt í að óforvarendis væri hann kallaður í umræðuna á op- inberum vettvangi. Hagnýtistefnan var nú í forgrunni, helst skyldu hús kassalaga og með stórum gluggum, það átti að vera efst á baugi í Evr- ópu, hérlendum áhangendum svo sem sama þótt sunnar í álfunni væri hitastig annað, umhverfisþættir aðr- ir, rokrassinn þýðari. Stílbrögðin væru vel að merkja inni í myndinni og hananú! Mönnum var þó ekki alls varnað, þetta bein afleiðing þess að stjórn- arherrunum láðist að gera ráð fyrir sjónarheiminum þegar Háskóli Ís- lands var stofnaður 1918, og senni- lega ein þjóða Evrópu eftir að til lýð- veldis var stofnað 1944. Eina menntastofnunin á landinu sem sinnti þessum þáttum, Myndlista- og handíðaskólinn, átti í vök að verjast sem afgangsstærð í lærdómskerfinu, hún svo þurrkuð út og mennt- unargrunnurinn afræktur í almenna skólakerfinu. Engar afmarkaðar námsbrautir fylla í skarð MHÍ þann- ig að trauðla batnar það. Til sjónarheimsins heyra meðöðru híbýli fólks, opinberarbyggingar og lífræntskipulag, þó einkum mik- ilvægi hvers konar hnitmiðaðra grunnrannsókna í geirunum öllum. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, slysin mörg og ljót, og þjóðin enn í dag að bíta úr nálinni fyrir skammsýnina. Sömuleiðis landlægt þekkingarleysi á fleiri grunnstoðum eins og skapandi hliðum menntunar, jafnframt dýpri þáttum hönnunar en þeim sem skara helst tísku og sölu- varning. Handverki mótun og mynd- list eins og þeir geirar leggja sig, þetta skyldi einungis sótt niðurlagt til útlandsins og gerist að stórum hluta enn. Inni í myndinni er svo þessi undarlegi hugsunarháttur um mikilvægi yfirbyggingarinnar sem aldrei hefur verið sýnilegri en á síð- ustu árum, samtímis er ofgnótt hag- nýtistefnunnar óvíða yfirgengilegri, kannski má bóka hér enn eitt heims- metið. Í fyrra fallinu leiðir áráttan hugann að dvergum á stultum en í seinna fallinu má álykta að arkitekt- ar fylgist ekki alveg nógu vel með því sem er að gerast í þessum málum úti í heimi. Þó er gnótt af vel hönn- uðum og fallegum húsum í borg- arlandinu, en í fæstum tilvikum eru þau í tengslum við nánasta umhverfi, og svo er verið að troða nýjum bygg- ingum hist og her í nafni þéttingar byggðar. Þegar hafa orðið mörg stórslysin því arkitektúr er miklu meira en atkvæðaveiðar tímabundin hagkvæmni, ómótað og óheft hugar- flug og reglustrikufræði. Ein af þessum vel hönnuðubyggingum er Heilsuvernd-arstöðin við Barónsstíg, semer liðlega hálfrar aldar göm- ul, tók til starfa 1953, fullbyggð og vígð 1957. Þó er hún meira í sam- ræmi við nýhugsun, strauma og stefnur í húsagerðarlist á allra síð- ustu árum en líkast til nokkur önnur opinber bygging á höfuðborg- arsvæðinu. Kemur þar helst til líf- ræn fjölbreytni sem lyftir huganum og rekja má allt til barokksins og hvaða eiginleikar skyldu mikilvæg- ari þegar heilsuvernd er annars veg- ar? Eru fræðimenn ekki löngu komnir að þeirri niðurstöðu að lík- amlegir sjúkdómar eigi oftar en ekki upphaf sitt í sálinni? Þetta vissu for- feður okkar og frumstæðir þjóð- flokkar sem leitast við að reka illa anda burt úr veiku fólki með fjöl- kynngi og ber síst að vanmeta. Þá er bygging þeirra félaga Einars Sveinssonar og Gunnars Ólafssonar í góðu samræmi við snilldarverk Guðjóns Samúelssonar í nágrenninu, Sundhöllina og Mjólkursamsöluna. Önnur hús á þessum reit sem af- markast annars vegar af Barónsstíg og Snorrabraut, hins vegar Berg- þórugötu og Egilsgötu eru það mun síður, en ef sú væri raunin myndi þessi byggðarskiki einstakur í borg- arlandinu. Loks hefur byggingin haldið sér frábærilega vel eins og fleiri stórhýsi sem Einar Sveinsson kom nálægt, um leið skal ekki litið framhjá því mikilverðasta að innan þeirra hefur mannfólkinu liðið vel. Meginveigurinn í dæminu,að flest fór á annan veger fram liðu stundir enúrtölumenn spáðu, byggingin sinnti hlutverki sínu um heilsuvernd með miklum ágætum og síst spillti fjölþætt og reisulegt útlit hússins. Ekki að ófyrirsynju að fram komi að skrifari á ekkert annað en góðar minningar af heimsóknum sín- um þangað og viðbrögðum starfs- liðsins. Fyrst í sambandi við skoðun frumburðarins í barnadeild, þarnæst nokkrum árlegum skoðunum á heilsufari okkar kennara Myndlista- og handíðaskólans og loks heim- sóknir í slysavarðstofuna, þjónustan í öllum tilvikum hröð og góð. Hvað síðast töldu deildina varðar gengur allt hægara fyrir sig um almenna af- greiðslu eftir að hún var flutt í Foss- voginn, þrátt fyrir rýmri húsakynni, tölvutengda starfsemi, meiri tækni og fjölmennara starfslið, ósjaldan vakin athygli á þeirri öfugþróun og tilefni meinlegra athugasemda manna á millum. Í ljósi þessa alls er það trúa mín að fjölmargir borgarbúar muni sam- mála Hauki Þórðarsyni um að óráð væri að jafn glæsileg bygging hverfi af sporbraut heilbrigðisþjónust- unnar eins og hann orðar það. Stærð og yfirbygging sjúkrahúsa ekki aðal- atriðið heldur þjónusta við sjúklinga, og sjálf lífræn hönnunin yst sem innst hefur sitt að segja. Hér nær- tækt að vísa til Landspítalans, reisu- legra hús var naumast til í höf- uðborginni meðan gamla byggingin fékk að njóta sín ein og sér, en seinni tíma framkvæmdir á lóðinni yfirleitt ósamstæð lágkúra sem dregur að- albygginguna niður. Heilsugæslustofnanir ogsjúkrahús ímynd þesssem við meðtökum semkærleika og góðverk, birt- ingarmynd þeirra skarar eðlilega al- þjóðlega orðið charity eða charité, hin stærri þeirra skulu því eitthvað í líkingu við hús yfir trúarbrögð og manngæsku og ekki síður mikilvægt að útlit þeirra gefi til kynna og að verið sé að miðla og þjóna heilbrigði, lífsmögnum og lina þjáningar. Þetta vill stundum gleymast, sjúkrahús líkjast þá köldum verksmiðju- samstæðum, en er yfirleitt nýrri tíma fyrirbæri sem óþarfi er að draga dám af. Enginn er hér að mæla með íburði né glæstu ytra byrði heldur því sem nefna mætti hreyfanleg liðamót, svona líkt og prýðir mannslíkamann. Þetta hefur Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg til að bera, sem og Sundhöllin og Mjólkursamlagshúsið en síður kassalaga byggingar allt um kring í anda módernismans, þó réttara svip- daufrar undanrennu hans, stærðin ein og hagnýtigildið þar í fyrirrúmi. Nú stendur ekki til að rífa Heilsu- verndarstöðina að ég best veit, eins og fyrrum Austurbæjarbíó, einungis selja. En þá vaknar spurningin hvað vænta má að hugsanlega kaupendur fýsi að gera til að laga bygginguna að allt annarri starfsemi? Dæmin segja okkur að hér gæti verið ástæða til að krossa sig í bak og fyrir því óh- eftir hagsmunir og blind markaðs- setning hafa iðulega reynst sem jarðýtur á sjónarheiminn. Einkum á slóðum hvar jarðvegurinn er laus og ómótaður, láðst hefur að púkka í grunninn. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Golli Hin svipsterka heilsuverndarstöð við Barónsstíg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.