Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 37

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 37 Þið setjið foreldra ykkar áelliheimili, ekki satt? – Setjum þá? Ég veit núekki um það. Jú, jú, margir fara vissulega á dvalarheimili fyrir aldraða. Ég tafsa og bít síðan í tunguna á mér. Jú, á Íslandi setur fólk for- eldra sína og ættingja almennt á þessi heimili. – Það myndi ég aldrei gera. Ég ætti ekki annað eftir en að setja móður mína og föður, sem komu mér til manns, fæddu mig og klæddu, út af heimilinu og í ein- hverja svona geymslu. Vinur minn í Katar horfir fast á mig og finnst ég augljóslega bæði stórskrýtin og kaldrifjuð að geta séð mína eigin foreldra fyrir mér í umræddri geymslu. Hann spyr með þunga hvort mér finnist það ekki ákveðin vanvirðing og veltir fyrir sér hví íslenska stórfjölskyld- an haldi ekki meira saman. Er ekki einstaklingshyggjan þarna á Ís- landi og á Vesturlöndum gengin út í hálfgerðar öfgar? Al-Jazeera og hryðjuverk Samræður okkar eru truflaðar af George W. Bush. Hann sveiflar sér reyndar ekki inn á veitingastaðinn þar sem við sitjum og drekkum te, en fyllir skyndilega út í sjónvarps- skjáinn á Al-Jazeera-sjónvarps- stöðinni. Harðir bardagar geysa í Fallujah í Írak. Þetta er fyrri stóri bardaginn um borgina, háður í apr- íl 2004. Bandamönnum gengur erf- iðlega að ná henni. Bush horfir djúpt í augu sjónvarpsáhorfenda meðan hann fullyrðir að herinn muni gera „hvað eina sem nauðsyn- legt sé“ og það í þágu borgarbúa. – „Ha, berst maður í borg í þágu íbúa hennar? Koma skotárásir og eyðilegging á mannvirkjum fólkinu til góða?“ fnæsir gamall maður á borðinu fyrir aftan og beinir orðum sínum að mér. – „Þessar aðgerðir í Írak eru svo vitlausar að það eru engu lagi líkt,“ fullyrðir maðurinn við hliðina á honum, áður en mér gefst ráðrúm til að segja nokkuð. „Svo halda þeir að það sé ekkert mál að koma á nýrri stjórn. Þeir eiga eftir að fá þetta laglega í haus- inn á sér,“ bætir hann við, lítur á mig og spyr hvass hvaðan ég sé. Ég stama út úr mér að ég sé frá Íslandi og þá er eins og honum sé létt. Hann bætir glaður við að land eins og Ísland taki náttúrlega eng- an þátt í öðru eins. Ég þegi bara, minnist ekki einu orði á bandalag viljugra þjóða og horfi hálfráðvillt á Bush. Það hafði komið mér á óvart að maðurinn í hótelafgreiðslunni sagði að lítil lönd eins og Ísland hefðu líka stutt innrásina. Íraksstríðinu lýst frá Katar Í Katar er aðalupplýsingamið- stöð bandaríska hersins vegna að- gerðanna í Írak. Þar er fjölmiðla- fulltrúi hersins, þessi sem birtist á sjónvarpsskjánum á daglegum fréttamannafundum og segir hvernig Íraksstríðinu miði. Frá Katar er heimsbyggðinni sagt hver sé framgangur stríðsins, nokkur hundruð eða þúsund kílómetra í burtu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þessir fundir væru ekki í Írak. „Er mikið af glæpum á Íslandi?“ spyr vinur minn eftir að Bush hverfur af skjánum. Ég hugsa mál- ið og veit ekki hvernig ég á að svara. „Það fer eftir því við hvað þú miðar, held ég bara. Er það ekki?“ Vinurinn segir hugsandi að morð séu sjaldgæf í Katar. Ég panta meira te og get ekki annað en velt fyrir mér hversu marga sé búið að myrða á Íslandi upp á síðkastið. Á tveimur árum, fimm árum? „Halda ekki voðalega margir að Katar sé eitthvert Írak?“ hrekkur skyndilega upp úr félaganum. Kat- ar er friðsælt land, moldríkt, og glæpatíðni afar lág. „Jú, örugglega einhverjir. Eða kannski margir. Það er að segja þeir sem á annað borð þekkja nafn- ið,“ svara ég á ensku og strýk mér hálfvandræðaleg um höfuðið. Síðan tauta ég á íslensku: „Katar er náttúrlega í hinum „hræðilegu“ Mið-Austurlöndum og því hlýtur að vera hér bæði glæpa- alda og algjör lögleysa.“ Ég glotti. Bush bregður aftur fyrir á skján- um og nú er talað yfir hann á arab- ísku. Maðurinn í afgreiðslunni krossleggur hendur á brjósti og horfir annars hugar út um gluggann. Karlmaðurinn fyrir aftan rífst og skammast í nýjum kúnna. Gamli maðurinn lýkur aftur aug- unum og er stuttu seinna farinn að hrjóta. Út að borða með Bush Morgunblaðið/Sigríður Víðis Konur á gangi í borginni Doha í Katar. Katar er í Mið-Austurlöndum og á landamæri að Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og þar er aðalupplýsingamiðstöð bandaríska hersins vegna aðgerðanna í Írak. sigridurv@mbl.is Svipmynd frá Katar Sigríður Víðis Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.