Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 27. nóvember 1975 „Í ræðu á Alþingi í fyrradag beindi Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra áskorun til þings og þjóðar að mynduð verði órofa samstaða — þjóðareining um viðbrögð og mótaðgerðir gegn valdbeitingu Breta. „Við þurfum að íhuga vel hvert það skref, sem við tökum svo það verði stigið í styrkleika en ekki veikleika, taka ákvarð- anir að vel athuguðu máli svo að við megum ná þeim til- gangi, sem að er stefnt í land- helgismálum okkar, að ná í raun fullum yfirráðum yfir ís- lenzkum fiskimiðum og vernda þá auðlind sjávar, sem framtíð og velferð þjóð- arinnar er svo samofin,“ sagði Geir Hallgrímsson ennfremur í ræðu sinni á Alþingi. Þegar við Íslendingar stöndum nú enn einu sinni frammi fyrir því að Bretar senda herskipaflota sinn inn í íslenzka fiskveiðilögsögu til þess að vernda brezka togara, sem stunda ólöglegar veiðar og rányrkju á íslenzkum fiski- miðum, ætti nánast ekki að þurfa að undirstrika nauðsyn þess, að þjóðin standi saman í órofa fylkingu gegn því of- beldi. Saga íslenzku þjóð- arinnar í gegnum aldir hefur kennt okkur, að sameinaðir sigrum við en sundraðir föll- um við. Þess vegna er rík ástæða til að harma það að á þessum ör- lagatímum í sögu þjóðarinnar ganga ákveðin stjórnmálaöfl fram fyrir skjöldu, ekki til að stuðla að einingu meðal Ís- lendinga gegn ofbeldi og vald- beitingu, heldur til að þess að sundra þjóðinni og efna til átaka og deilna. Ekki þarf annað en líta yfir málgagn Al- þýðubandalagsins, Þjóðvilj- ann, í gær til þess að sjá, að sundrungariðjan er þeim að- ilum sem að því blaði standa ofar í huga en samstaða og þjóðareining.“ .................... 27. nóvember 1985 „Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna kosninganna í Reykja- vík hafa enn sannað það, sem oft hefur verið sagt áður, að prófkjör leiða sjaldan til um- talsverðra breytinga á fram- boðslistum. Ef uppstill- inganefnd hefði ákveðið listann nú í stað þeirra 5.257 sem atkvæði greiddu, hefði hlutur kvenna í fyrstu átta sætunum áreiðanlega orðið meiri, svo að dæmi sé tekið. Í grein hér í blaðinu á laug- ardaginn andmælir Auður Auðuns, fyrrverandi ráð- herra, þingmaður og borg- arfulltrúi, þeirri skoðun, sem fram var sett hér á þessum stað í síðustu viku, að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi leitt til viðunandi nið- urstöðu fyrir þá. Auður Auð- uns lítur þannig á, að með þessu hafi Morgunblaðið ver- ið að fagna niðurstöðum próf- kjaranna en ekki kosning- anna, sem á eftir þeim fylgdu. Segir hún, að niðurstaðan í síðasta prófkjöri 1981, hafi orðið Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma, þá hafi kona náð að komast í 5. sæti og loks önnur í 10. sæti. Hið sama er að endurtaka sig nú. Það komast of fáar konur í efstu sætin á framboðslistanum samkvæmt niðurstöðu próf- kjörsins. Er þetta þeim mun undarlegra fyrir þá sök, að þær konur sem starfað hafa í borgarstjórn fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á þessu kjör- tímabili, hafa síður en svo leg- ið á liði sínu. Kunna sérlistar kvenna að hafa þau áhrif, að þær fái síður stuðning en karlar í kosningum af þessu tagi? Uppstillingarnefnd hefði á hinn bóginn haft þessa sérlista ofarlega í huga við ákvarðanir sínar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F orsetatíð Kristjáns Eldjárns einkenndist af miklum um- brotum í íslenzkum stjórn- málum. Fyrstu 15 ár lýðveld- isins höfðu einkennzt af mikilli ólgu, sem markaðist af deilum um utanríkismál og miklum og hörðum átökum á vinnumarkaði, sem þá voru nánast órjúfanlegur partur af stjórnmálabaráttunni. Svo kom stöðug- leiki í 12 ár með Viðreisnarstjórninni en aftur tími mikilla átaka og óeiningar, sem segja má að hafi staðið samfellt í 20 ár frá 1971 til 1991. Nú hefur ríkt pólitískur stöðugleiki í 14 ár og yfirgnæfandi líkur á að svo verði til loka þessa kjörtímabils. En hvað gerist svo? Segir sagan okkur, að í kjölfar stöðugleika koma óeining og sundrung? Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur skrifað fróðlega bók um stjórnarmyndanir, stjórnarslit og stöðu forseta Íslands í forsetatíð Kristjáns Eldjárns og eru aðalheimildir hans einkagögn úr fórum forsetans. Þótt mikið hafi verið skrifað um þessi mál er engu að síður verð- mætt að kynnast því, hvernig þau hafa horft við forseta Íslands á þeim tíma. Að sumu leyti má lesa út úr þessum gögnum, að Kristján Eldjárn hafi upplifað stöðu sína og hlutverk í stjórnmálaátök- um þessara ára á þann veg, að hann hafi haft meiri áhrif á þróun mála við stjórnarmyndanir en við blasti utan frá séð. Er það raunsætt mat hjá Kristjáni heitnum Eldjárn? Tæplega. Þegar horft er yfir tímabilið frá lýðveldisstofnun er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að aðeins einu sinni á þessum árum hafi forseti Íslands haft úrslitaáhrif á þróun íslenzkra stjórnmála og að það hafi verið Ásgeir Ásgeirsson í desember 1958. Að öðru leyti hafi forsetar gegnt hlutverki milligöngumanna, sem stjórnmálamenn hlutu að tala við stöðu þeirra vegna í stjórnskipun landsins en ekki að þeir hafi verið raunverulegir gerendur nema í þetta eina skipti. Með þessu er ekki sagt að skilja megi dagbók- arskrif Kristjáns Eldjárns á þann veg, að hann geri beinlínis meira úr sínum hlut en efni standa til en hins vegar má halda því fram, að hann kom- ist nálægt því. Það er erfitt fyrir menn að meta sjálfa sig og eigin stöðu. Það á áreiðanlega við um flesta þá, sem koma nálægt stjórnmálum. Það er líka svo, að á þeim tíma, sem tiltekið samtal fer fram, finnst þeim, sem taka þátt í því það skipta miklu máli um tiltekna atburðarás. Þegar horft er til baka kemur oft í ljós, að það sem einhverjum fannst skipta miklu máli, þegar það gerðist reyn- ist hjóm eitt, þegar horft er til þess nokkrum ára- tugum síðar. Og vel má vera, að hefði Kristján Eldjárn sjálf- ur setið yfir dagbókum sínum og öðrum gögnum löngu síðar hefði hann metið þau með allt öðrum hætti en hann gerði í miðri atburðarásinni. Athugasemd, sem núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi Morgunblaðinu til birtingar fyrir nokkrum dögum vegna skrifa í Staksteinum bendir t.d. til þess, að forsetinn telji í raun og veru, að samskipti við dvergríkið Mónakó skipti okkur Íslendinga máli og að samskipti við Albert fursta í Mónakó hafi einhverja þýðingu fyrir okkur. Þetta er bersýnilega mat forsetans í hringiðu hans daglega lífs í embætti. En skyldi hann meta það svo eftir svo sem einn og hálfan áratug? Það skal dregið mjög í efa. Það er hins vegar alltaf jafn fróðlegt að kynnast því, hvernig ungt fólk, sem ekki upplifði atburðina en er að fjalla um þá út frá skriflegum gögnum og öðrum heimildum sér og skilur þessa sögu. Hver er sannleikurinn? Er einhver „sannleikur“ til í þessum efnum? Hver er t.d. „sannleikurinn“ í hinni óskráðu sögu um samskipti Vigdísar Finn- bogadóttur, þáverandi forseta, Davíðs Oddsson- ar, þáverandi forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, vegna EES-samningsins? Þegar þar að kemur munu þau öll segja „satt“ um þau samskipti en upplifa þau hvert með sínum hætti. Að þessu vandamáli sagnfræðinga víkur Guðni Th. Jóhannesson í inngangi bókar sinnar, þegar hann segir: „Endanlegan sannleika er alls ekki að finna á þessum síðum. Þær eru uppfullar af ýmsum óum- deilanlegum staðreyndum en frá öðrum stað- reyndum er ekki sagt af því, að þessum eina höf- undi fundust heimildir um þær ekki jafn merkilegar.“ Höfundur hefur greinilega velt því mjög fyrir sér, hvort það sé í lagi að nota gögn Kristjáns Eld- járns og birta úr þeim opinberlega. Þar sé sagt frá einkasamtölum, sem menn ætluðust til að yrðu einkasamtöl en ekki til frásagnar löngu síðar. Hann segir: „Sú spurning gæti hugsanlega vaknað hvort eðlilegt sé að þessar heimildir komi nú fyrir al- mennings sjónir. Haft hefur verið á orði við mig, að birting frásagna af samtölum um stjórnar- myndanir á Bessastöðum og skrifstofu forseta kunni að „gjörbreyta samskiptum forseta og stjórnmálamanna við þessar viðkvæmu aðstæð- ur“. Auðvitað er þetta rétt að vissu marki. En allt er þetta spurning um hvernig með er farið. Eitt er að upplýsa um eitthvað, sem skiptir máli í sögulegu samhengi. Annað að hafa eftir ummæli um menn og málefni, sem engu skipta í hinni stóru mynd. Stjórnar- myndunin 1971 Í bók Guðna Th. Jó- hannessonar er mik- inn fróðleik að finna um stjórnarmynd- unina 1971 en í sjálfu sér engin ný tíðindi. Grundvallaratriði í þeirri stjórnarmyndun var auðvitað, að eftir samfellt 12 ára stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafði myndast möguleiki til myndunar vinstri stjórnar eftir þing- kosningarnar 1971. Líkurnar á því, að andstöðu- flokkar viðreisnarinnar mundu gera nánast allt, sem þyrfti að gera til þess að mynda ríkisstjórn sín í milli voru yfirgnæfandi. Enda varð það nið- urstaðan. Ólafur Jóhannesson var tilbúinn til þess að skrifa undir yfirlýsingu um að varnarliðið færi til þess að ná stjórninni saman. Stærsta vanda- málið við myndun þeirrar ríkisstjórnar voru Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson. Þeir vildu ekki fara inn í vinstri stjórn. Þeir höfðu unn- ið kosningasigur. En þótt þeir vildu ekki fara inn í slíka stjórn var það bakland þeirra í nýjum flokki, sem neyddi þá til þess. Þeir leituðu leiða til þess að komast út úr stjórninni. Guðni Th. Jóhannesson segir: „Snemma í desember þetta ár hringdi Jóhann- es Elíasson í Kristján Eldjárn og kvaðst „hrædd- ur um líf stjórnarinnar“. Sá ótti var á rökum reist- ur. Um þetta leyti mun Hannibal hafa komizt að leynilegu samkomulagi við Gylfa Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein um að hann mundi krefjast svo mikillar gengisfellingar, að Alþýðubandalaginu yrði ómögulegt að fallast á hana. Stjórnin mundi springa og minnihlutastjórn Samtakanna og Framsóknar sitja fram að kosningum sumarið 1973.“ Þessi litla frásögn er dæmi um það, að mál geta horft við með mismunandi hætti eftir því hver segir frá. Í desembermánuði 1972 var haldinn fundur á heimili Geirs heitins Hallgrímssonar við Dyngjuveg. Þar voru m.a. saman komnir auk hús- ráðanda, þeir Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson frá Mel. Þeim var skýrt frá ráðagerðum Hannibals um að leggja til í ríkis- stjórn að gengið yrði fellt og að hann gengi út frá því sem vísu, að Alþýðubandalagið mundi aldrei ÚTLENDINGAR Á FISKISKIPIN? Tveir af forystumönnum sjómannahafa nýlega lýst áhyggjum yfir því, að sú þróun sé hafin, að fiski- skipin verði í auknum mæli mönnuð útlendingum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, sagði m.a. í ræðu á þingi Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands fyrir nokkrum dögum: „Innflutt vinnuafl á Íslandi hefur stóraukizt á undanförnum árum. Hingað til hefur ekki borið mikið á því, að við höfum þurft að manna fiskiskipin með útlendingum, en svo virðist sem breyting sé að verða á því. Alla vega höfum við hjá Sjó- mannasambandinu orðið varir við það í vaxandi mæli að útgerðarmenn leiti til okkar og eru þeir þá að leita leiða til að ráða útlendinga um borð í íslenzk fiskiskip.“ Árni Bjarnason, formaður Far- manna- og fiskimannasambandsins, vék að sama máli í sinni ræðu og sagði: „Það þarf enginn að vera hissa á því, þótt það gerist æ algengara um þessar mundir að skip komist ekki til veiða vegna manneklu. Það þarf heldur enginn að láta sér koma á óvart, þótt ákveðnir aðilar séu farnir að leiða hugann að því að næsta skref í átt til hagræðingar í íslenzku efnahagslífi felist í því að yfir ís- lenzka flotann flæði sjómenn af er- lendum uppruna og reyndar er sú þróun þegar hafin er mér tjáð.“ Nú er engin ástæða til að tala af virðingarleysi um það fólk, sem hingað hefur komið frá öðrum lönd- um og m.a. hlaupið undir bagga í fiskvinnslu hér. Víða um land er það svo, að ekki væri hægt að halda fisk- vinnslu gangandi nema vegna þess erlenda verkafólks, sem hingað hef- ur komið og starfar í fiskvinnslu- stöðvunum. Vinnuframlag þessa fólks hefur skipt okkur máli. Og við skulum ekki gleyma því, að hvað eftir annað á undanförnum ára- tugum hafa frændur okkar Færey- ingar komið við sögu á fiskiskipum okkar. Ástæðan fyrir því, að við hljótum að íhuga okkar stöðu, ef hið sama gerist um borð í fiskiskipunum að einhverju ráði, er eftirfarandi: Sjávarútvegurinn er eftir sem áð- ur undirstöðuatvinnuvegur okkar. Það mun skipta okkur Íslendinga miklu máli að um langa framtíð verði sú verkþekking til staðar, sem við þurfum á að halda til þess að veiða fisk. Það getur verið varasamt fyrir þjóðina, ef sú verkþekking helzt ekki meðal okkar sjálfra. Fólk af erlendum uppruna getur komið og farið og þótt Íslendingar fari víða um lönd býr meginhluti þjóðarinnar hér og byggir afkomu sína m.a. og ekki sízt á fiskveiðum, ýmist beint eða óbeint. Þess vegna hljótum við að leggja áherzlu á að þekking á fiskveiðum haldist í okkar höndum. Ef sú þróun er hafin að hún geti týnzt verðum við að stöðva þá þróun. Sjálfsagt er hér um tímabundið vandamál að ræða. Nú er mikill skortur á vinnuafli í landinu almennt og ekki óeðlilegt að sá vandi snerti útgerðina líka. Sterkt gengi krón- unnar hefur líka leitt til þess að kjör sjómanna hafa versnað eins og fram hefur komið. Þetta á eftir að breyt- ast og þá verður sennilega meira framboð af fólki, sem vill vinna á sjó. En um leið og einhverjar vísbend- ingar koma fram um að landsmenn séu að verða því fráhverfir að stunda sjóinn er hætta á ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.