Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 39 fallast á þá tillögu og þar með mundi ríkisstjórnin springa. Forystumenn Sjálfstæðisflokks voru spurðir, hvort þeir í slíku tilviki mundu styðja minnihlutastjórn undir forsæti Hannibals. Þeir tóku þessum hugmyndum með varúð en féllust á að þau boð mættu ganga til baka að Sjálfstæð- isflokkurinn mundi styðja slíka stjórn. Aldrei var talað um að Framsóknarflokkurinn ætti aðild að henni. Fremur litið svo á, að það yrði Alþýðu- flokkur. Þetta var ekki „samkomulag“. Þetta voru orð, sem fóru á milli manna og var treyst á báða bóga. Tillagan um gengisfellingu kom fram en við- brögð Alþýðubandalagsmanna urðu önnur en Hannibal átti von á. Í stað þess að hafna þessari hugmynd samþykktu Alþýðubandalagsmenn hana. Lúðvík Jósepsson notaði aðferð, sem áður hafði verið notuð vorið 1958, þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar var talin fallin vegna ágreinings um útfærslu landhelginnar þá um haustið. Þá sögðu þeir Hannibal og Lúðvík, sem sátu saman í þeirri ríkisstjórn við Alþýðuflokkinn: Við föllumst á öll ykkar skilyrði og alla ykkar fyr- irvara, svo fremi, að landhelgin verði færð út 1. september 1958 í 12 sjómílur. Þá gátu Alþýðuflokksmenn ekki þæft málið lengur og ríkisstjórn Hermanns reis upp frá dauðum í bókstaflegri merkingu. Í desember 1972 kom Lúðvík Hannibal og fé- lögum hans í opna skjöldu og samþykkti geng- isfellinguna, sem átti að sprengja stjórnina. Söguleg uppljóstrun Í bók Guðna Th. Jó- hannessonar er ítarleg umfjöllun um stjórn- armyndun Gunnars Thoroddsens í ársbyrjun 1980. Tæpast er hægt að segja að þar komi margt nýtt fram utan eitt atriði, sem verður að flokkast undir sögulega uppljóstr- un. Menn hafa lengi velt því fyrir sér, hvenær Gunnar Thoroddsen hafi farið að undirbúa þá stjórnarmyndun. Fyrir nokkrum árum var um það fjallað hér á þessum vettvangi og rök leidd að því, að þennan möguleika hafi Gunnar rætt við trúnaðarvini sína fyrir kosningarnar í byrjun des- ember 1979, þ.e. í nóvember það ár. Stjórnar- myndun Gunnars lítur auðvitað allt öðru vísi út í því ljósi. Þá var um að ræða markvissa tilraun hans til þess að koma í veg fyrir, að formaður Sjálfstæðisflokksins hefðu nokkra möguleika á að mynda ríkisstjórn. Hafi andstæðingar Sjálfstæð- isflokksins haft hugmyndir um að hægt væri að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn blasir auðvitað við að þeir hefðu gert allt, sem þeir gátu til þess að svo gæti orðið. Guðni Th. Jóhannesson birtir hins vegar frá- sögn af samtali sem þáverandi forseti átti við Jó- hannes Elíasson, bankastjóra Útvegsbankans, í júlí 1974 í aðdraganda stjórnarmyndunar þá. Þar segir: „(Jóhannes) sagði mér …frá hreinskilnu sam- tali sínu við Gunnar Thor. þar sem (Gunnar) sagði að það væru ekki nema tveir möguleikar til að mynda stjórn með (Sjálfstæðisflokki) og (Fram- sóknarflokki) og það væri að hún yrði annaðhvort undir forsæti (Ólafs Jóhannessonar) eða sín. Vegna þess að Geir hefði ekki traust í flokknum, einkum eftir tilraun hans til stjórnarmyndunar, sem ekki hefði verið vel rekin, að því mönnum fyndist.“ Hér er það upplýst, að hugmyndir Gunnars heitins Thoroddsens, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, um að mynda ríkisstjórn undir sínu for- sæti fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins hafi ekki orðið til í byrjun árs 1980 og heldur ekki í í nóvember 1979 eins og Morgunblaðið hefur talið hin síðari ár heldur sumarið 1974! Sú skýring, að Geir Hallgrímsson hafi ekki not- ið trausts innan Sjálfstæðisflokksins til stjórnar- myndunar á þessum tíma er fjarstæðukennd. Geir var nýkominn út úr kosningabaráttu á þess- um tíma, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið einn mesta sigur sögu sinnar. Framsókn- arflokkurinn var í sárum og þungt í Ólafi Jóhann- essyni, formanni hans, sem lagði áherzlu á að gera Geir eins erfitt fyrir um stjórnarmyndun og hann mögulega gat. Það var einfaldlega óhugsandi að Geir gæti myndað ríkisstjórn í fyrstu umferð vegna þess, að Framsóknarmenn vildu ná Sjálf- stæðisflokknum niður úr sigurvímunni áður en til þess kæmi. Það lá illa á Ólafi Jóhannessyni á þess- um tíma og raunar var þungt í honum þau ár, sem hann sat í ríkisstjórn Geirs og hann reyndi hvað eftir annað að gera þáverandi forsætisráðherra eins erfitt fyrir og nokkur kostur var, sem kom mjög skýrt fram í landhelgisdeilunni 1976. Sú röksemd Gunnars Thoroddsens í samtalinu við Jóhannes Elíasson, sem Jóhannes segir Krist- jáni Eldjárn svo frá, að Geir nyti ekki trausts inn- an Sjálfstæðisflokksins er hreinn tilbúningur. En þessi tilvitnun sýnir, að hugmyndir Gunnars um stjórnarmyndun undir sínu forsæti hafa orðið snemma til. Og þá er hægt að skoða alla atburða- rásina í Sjálfstæðisflokknum næstu árin á eftir í allt öðru ljósi. Þetta eru merkilegustu sögulegar upplýsingar, sem fram koma í bók Guðna Th. Jóhannessonar um stjórnarmyndanir í tíð Kristjáns Eldjárns en sagnfræðingurinn ungi virðist ekki átta sig á því, kannski vegna þess, að hann hafi ekki nægilega skýra mynd af því hvers konar mál stjórnarmynd- un Gunnars Thoroddsens í ársbyrjun 1980 er í sögu Sjálfstæðisflokksins. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar endurspeglast áróður andstæðinga Geirs Hallgrímssonar á þess- um árum bæði innan og utan Sjálfstæðisflokks þess efnis, að hann hafi verið óöruggur og hikandi í stjórnmálaathöfnum sínum. Formaður í Sjálf- stæðisflokki hefur eitt meginhlutverk og eina höf- uðskyldu, sem stundum gleymist en hún er sú, að halda Sjálfstæðisflokknum saman, sem er ekki alltaf auðvelt. Eftir stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens dundu á Geir Hallgrímssyni kröfur innan Sjálfstæðisflokksins um að Gunnar og fé- lagar hans yrðu reknir úr þingflokki sjálfstæð- ismanna. Geir stóð fast gegn þeim kröfum. Það er einmitt til marks um styrk hans og staðfestu, sem formanns Sjálfstæðisflokks á þessum árum, að hann var óhagganlegur í þeirri afstöðu og skilaði Sjálfstæðisflokknum sameinuðum í hendur nýj- um formanni haustið 1983 eftir allt það sem á und- an var gengið. Heimsókn hans til Gunnars Thor- oddsens á sjötugsafmæli Gunnars undir lok árs 1980 var ógleymanleg öllum þeim, sem fylgdust með þeim dramatíska atburði og má raunar segja að reisn þeirra beggja hafi verið mikil þann dag. Eru svona upplýsingar óþægilegar? Það má velta því fyrir sér, hvort upplýsingar af þessu tagi séu óþægilegar fyrir þá, sem við sögu koma. Vafalaust finnst af- komendum Gunnars Thoroddsens óþægilegt að umræður skjóti upp kollinum aftur og aftur um stjórnarmyndun hans 1980. Það er skiljanlegt. En á móti kemur, að Gunnar Thoroddsen átti sér glæsilegan stjórnmálaferil, þótt umdeildur hafi verið. Þótt deilt sé um einstaka atburði sem þessa breytir það engu um stöðu Gunnars, sem eins helztu áhrifavalda í íslenzkum stjórnmálum á síð- ari hluta 20. aldarinnar. Stuðningur Gunnars við tengdaföður sinn í forsetakosningunum 1952 var líka umdeildur innan Sjálfstæðisflokksins en sjö árum síðar leiddi Ólafur Thors hann inn í rík- isstjórn, þegar Viðreisnin var mynduð. Upplýsingar eins og þær sem fram koma í bók Guðna Th. Jóhannessonar eru kannski erfiðar fyrir menn, sem enn eru þátttakendur í stjórn- málum en þeir eru ekki margir af þeim, sem helzt koma við sögu í bókinni. Þegar á heildina er litið hlýtur það að vera verð- mætt að fá fram upplýsingar um það hvernig at- burðarásin í þjóðfélagsmálum kom forseta Ís- lands á þessum tíma fyrir sjónir. En það þýðir ekki að í þeim gögnum sé að finna einhvern stóra sannleik í öllum málum heldur fyrst og fremst at- hyglisvert sjónarhorn manns, sem hafði tækifæri til þess að fylgjast með gangi mála í mikilli nálægð við atburðarásina. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hér er það upplýst, að hugmyndir Gunnars heitins Thoroddsens, vara- formanns Sjálfstæð- isflokksins, um að mynda ríkisstjórn undir sínu forsæti fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins hafi ekki orðið til í byrjun árs 1980 og heldur ekki í nóv- ember 1979 eins og Morgunblaðið hefur talið hin síðari ár heldur sumarið 1974! Laugardagur 26. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.