Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TILRAUNAELDHÚSIÐ hefur verið starfrækt í sjö ár af Jóhanni Jóhannssyni, Hilmari Jenssyni og Kristínu Björk Kristjánsdóttur (Kira Kira). Tónleikaröð Tilrauna- eldhússins þar sem ólíkir listamenn leiddu saman krafta sína naut verð- skuldaðrar athygli á sínum tíma, en starfsemin hefur verið með eindæm- um frjó allt frá upphafi. Nú hefur Tilraunaeldhúsið gert innrás í helg- asta vígi samtímamyndlistar á Ís- landi, Nýlistasafnið, og mega mynd- listarmenn vara sig. Sýningin í Nýlistasafninu er um margt skemmtileg, fyndin og hittir í mark en hún vekur einnig áleitnar spurn- ingar. Nú hafa myndlistarmenn, sér- staklega af yngri kynslóðinni, um nokkurt skeið litið hýru augu til list- bræðra sinna í tónlistargeiranum og stundum hefur jafnvel verið um samstarf að ræða. Myndlistarnemar sem fást við myndbandslist horfa oft til poppvídeósins sem ákjósanlegs listforms og samvinna milli mynd- listarmanna í formi sýninga þar sem áhorfandinn greinir ekki á milli höf- unda hefur verið vinsæl en slíkar framkvæmdir minna á vinnubrögð popphljómsveita þar sem allir semja meira og minna saman. Tilraunaeldhúsið sendir frá sér at- hyglisverða yfirlýsingu með sýning- unni, tónn hennar er settur fram í hálfkæringi en engu að síður er hér verið að setja fram mjög ákveðnar skoðanir um listina, hvernig hún á að vera og ekki síst hvernig hún á ekki að vera. Yfirlýsing Tilraunaeldhúss- ins er svohljóðandi: „Við val sitt á sýnendum einblíndi Tilraunaeldhús- ið á list sem sendir umsvifalaust flugelda í slagæðar áhorfandans. Við flækjum ekki heilabrot í hjartarót- unum. Við viljum að listin hellist yfir okkur milliliðalaust, án málaleng- inga. Við njótum hennar eins og op- inmynnt barn starir í glitrandi ljósa- peru, við heillumst hiklaust. Við potum í takka og sveiflum okkur í regnbogalitum vírum. Það er gam- an. List er skemmtileg. Hún er ekki flókin gáta fyrir áhorfandann að leysa. Það er gaman í Eldhúsinu og Eldhúsið logar.“ Margt í þessu minnir á aldargamla framúrstefnu á borð við slagorð fútúrista (Eldhúsið logar!) eða dadaista, en einhvers konar afturhvarf til framúrstefnu hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Annað endurspeglar tíð- aranda samtímans. Þessi kynslóð vill njóta listarinnar eins og „opinmynnt barn starir í glitrandi ljósaperu“. Hér kemur fram áherslan á barns- legan leik sem hefur verið mjög áberandi í listum síðastliðin ár. Þetta er líka tæknikynslóð, sem pot- ar í takka og leikur sér í vírum. Síð- an á listin að vera skemmtileg, aðal- málið virðist vera að hafa gaman af henni. En ekki síst kemur hér fram hvernig listin á ekki að vera: „Við flækjum ekki heilabrot í hjartarót- unum“ og: „Hún (listin) er ekki flók- in gáta fyrir áhorfandann að leysa.“ Hver er þá kjarni þessarar listar sem snýst ekki um heilabrot heldur óflæktar hjartarætur og barnslega hrifningu? Er þetta einhvers konar alþýðulist sem er öllum skiljanleg á sama hátt og flugeldar og eini til- gangur hennar er, líkt og flugeld- anna, að gleðja – en gleymast svo? Hér koma fram augljósir fordómar gagnvart þeirri hugmyndalist sem hefur verið ofarlega á baugi frá og með Duchamp, en list hans er jafnan efni til heilabrota. Geta þá heilabrot ekki verið skemmtileg? Það er spurning. Ég ímynda mér þó að hér sé ekki verið að deila á alla list sem hefur hugmyndafræðilegt eða heim- spekilegt inntak, heldur á þann hluta hennar sem getur virst til- gangslaus eða staðnaður í föstu hug- myndafræðilegu og formrænu kerfi. Þetta hlýtur að vera tímabær upp- reisn gegn konseptinu sem gerði uppreisn gegn litum og formum. Og þegar búið er að andmæla litum og formum, andmæla hugmyndafræði, hvað er þá eftir? Kannski tónlist? En hún er auðvitað háð hugmyndafræði eins og allir hlutir, hversu einfaldir, barnslegir og spontant sem þeir virðast vera. Það er með öðrum orð- um aldrei nein leið út, vandinn hlýt- ur bara að vera sá að finna sína eigin leið. Frelsi, gleði og spontant sköpun er þá ekki verra veganesti en hvað annað og að því leyti ætti þetta við- horf sem kalla má gaman-saman- stefnuna að geta verið frjór jarð- vegur. Sýning Tilraunaeldhússins er ein- mitt frjó og skemmtileg eins og til er ætlast, hún er kraftmikil og í henni koma vel fram sú barnslega einlægni og íróníski húmor sem einkenna yf- irlýsingu þess. Það er slagkraftur í innsetningu Trabant sem staðfestir og afneitar krúttinu í sér í senn, slagorðið „krútt eru ömurleg“ er skreytt með glimmeri. Helgi Þórs- son í Stilluppsteypu skapar ofur- skreytta klisjuinnsetningu út frá goðsögninni Roy Orbinson. Magnús Helgason sýnir tól og tæki undir óræðri skilgreiningu sinni á lífinu, „það er lifandi ef það getur dáið“, gott dæmi um grín að popp- heimspeki í anda Spinal Tap. Kennslumyndband Borko er einnig húmorískt og í heildina einkennast verkin á sýningunni einmitt af gleði, húmor og ást á tónlist, svo ekki er hægt annað en koma brosandi út. Hér eru heilabrotin ekki að flækjast fyrir en mjög ákveðin hugsun liggur þó að baki öllum verkunum. Það sem helst frelsar verkin undan oki fyrr- nefndra „heilabrota“ er kannski sú staðreynd að hér vinna listamenn- irnir af svo mikilli gleði með tónlist- arheiminn og það sem honum fylgir að vandamál myndlistarinnar sem oft virðast flækjast fyrir, tilbúin eða ekki, koma ekki inn í dæmið og það er sannkölluð frelsun. Engar væflur með stöðu áhorfandans, möguleika rýmisins, tilvísanir í listasögu, mein- ingar innan gæsalappa, tilgang myndlistarinnar og hlutverk hennar í samfélaginu. Nei, bara rokk og ról. Samhliða innsetningum lista- manna Tilraunaeldhússins verða haldnir þrennir tónleikar á viku í Nýlistasafninu fram til 19. desember en þar verður aftur tekin upp sú skemmtilega stefna að leiða saman ólíka listamenn. Uppreisnin gegn konseptinu MYNDLIST Nýlistasafnið Til 19. desember. Nýlistasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. Takkar Tilraunaeldhúsið Helgi Þórsson (Stilluppsteypa), Magnús Helgason, Auxpan (Elvar Már Kjart- ansson), Borko (Björn Kristjánsson), Trab- ant og DJ Musician (Pétur Eyvindsson). Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/RAXTrabant, Krútt eru ömurleg. Verk á sýningu Tilraunaeldhússins í Nýlistasafninu. SNORRI Ásmundsson forseta- frambjóðandi og formaður VHS- flokksins, Vinstri-hægri-snú, er auðvitað fyrst og fremst listamað- ur og nú sýnir hann yfirlit verka sinna í Nýlistasafninu. Sýning hans samanstendur af mynd- böndum, ljósmyndum, skúlptúrum og hlutum, eins konar minn- ismerki um hina ýmsu gjörninga. Myndband sýnir einnig Snorra í hlutverki poppgoðs en frá því verki er líklega titill sýningarinnar kominn, í samhengi við sýningu Tilraunaeldhússins handan við vegginn. Snorri hefur í gjörningum sín- um lagt sig fram um að koma samfélaginu á óvart, hrekkja og stríða meðborgurum sínum á margvíslegan máta og hefur tekist nokkuð vel til. Hann hefur verið bæði fyndinn og markviss, enfant terrible sem hefur glatt marga í gráum hversdagnum. Þegar kem- ur svo að því að takast á við fram- setningarformið myndlistarsýn- ingu er Snorri hins vegar nokkuð hefðbundinn og list hans fellur kirfilega innan ramma hefðbund- innar myndlistar síðustu áratuga. Myndlistargagnrýnandinn Jón B.K. Ransu hefur áður bent á það hversu lamandi hinn verndandi rammi myndlistarrýmisins getur virkað á verk Snorra og ég get ekki annað en tekið undir þá skoð- un hans hér. Myndræn úrvinnsla Snorra er samt með ágætum, fjólublár vegg- ur skapar sterkan og klassískan ramma um ljósmyndir hans, hér er Snorri kominn á „safn“ og þannig í ágætu samhengi við fyrri verk. Hann rammar inn myndlist- armanninn Snorra og gerir mis- heppnaðan metnað hans að háðsá- deilu. Í þessu umhverfi vitum við þó að ekkert af þessu er raunveru- legt og þess vegna er það ekki eins spennandi og skemmtilegt og þegar hann bauð sig fram til for- seta og alltaf var sá örlitli mögu- leiki fyrir hendi að hann ætlaði sér að gera þetta í alvöru. Þessi leikur að háði og alvöru er hér síð- ur til staðar, ef til vill vegna þess að í þessu samhengi verða spurn- ingar um frumleika og fordæmi ágengari, spurningar sem úti í samfélaginu skipta síður máli, rétt eins og spurningar um frumleika Sylvíu Nætur skipta litlu en kysi hún að setja sjálfa sig fram í list- rænu samhengi færi broddurinn úr húmornum og ádeila hennar yrði krúttlegur gjörningur, stað- reynd sem segir ef til vill einhvern leiðan sannleika um stöðu lista og listamanna í samfélaginu í dag. Textinn sem málaður er á vegg- inn í myndbandi Snorra á sýning- unni; „… other hero“, gæti verið tilvitnun í verk Barböru Krugar, „We don’t need another hero“, þar sem hún deilir á hernaðarstefnu Bandaríkjanna og hetjudýrkun. Ef til vill mætti fella flest verk Snorra undir ádeilu á hetjudýrkun og heimskulegan metnað og sjá starf hans í heild sem leit að raun- verulegum gildum. Hvernig sem því er farið verður forvitnilegt að sjá hver næsti gjörningur lista- mannsins verður. Við bíðum spennt. Morgunblaðið/RAX „Ef til vill mætti fella flest verk Snorra undir ádeilu á hetjudýrkun og heimskulegan metnað og sjá starf hans í heild sem leit að raunverulegum gildum.“ Svarti sauðurinn rammaður inn MYNDLIST Nýlistasafnið Til 19. desember. Nýlistasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. Znosso Snorri Ásmundsson Ragna Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.