Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 41 MENNING Full búð af nýjum gjafavörum Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Jól 2005 Öðruvísi aðventukransar Sjón er sögu ríkari Aðventugjöfin okkar til þín 2 fyrir 1 á hið landsfræga jólahlaðborð Kaffi Reykjavíkur JólatónleikarMótettukórs Hallgrímskirkju Orgeljól Mi›aver› 2500 / 2000 kr. Hugljúf jóla- og aðventulög í útsetningum fyrir sópran, saxófón, orgel og kór. 4. des. Sunnudagur kl. 17 Mi›aver›: 1500 / 1200 kr. 29. nóv. Þriðjudagur kl. 20 3. des. Laugardagur kl. 17 Útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjöfin. L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U ����� ��������������� ������� ��������� ��������� ������ � � � � ���� ncb � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � H � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � 11. des. Sunnudagur kl. 18 Kantötur IV-VI 10. des. Laugardagur kl. 17 Kantötur I-III Mi›aver›: 3000 / 2500 kr. Mótettukór Hallgrímskirkju Ísak Ríkhar›sson drengjasópran Sigur›ur Flosason saxófónn Björn Steinar Sólbergsson orgel Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson �læsileg, frönsk jólatónlist fyrir orgel eftir �albastre, �aquin, �uilmant o.fl. Hulda Björk Gar›arsdóttir sópran Sesselja Kristjánsdóttir alt Eyjólfur Eyjólfsson tenór Ágúst Ólafsson bassi Schola cantorum Alþjó›lega barokksveitin frá Den Haag í Hollandi Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson 11. des. Sunnudagur kl. 15 Kantötur I-III J. S. Bach Jólaóratórían I-VI TÓNLISTARHÁTÍÐ Á JÓLAFÖSTU Í HALLGRÍMSKIRKJU 2005 Jólaóratóríutvenna (fyrir þá sem vilja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 kr. Mi›akvartett á ferna tónleika: 7000 kr. Mi›asala í Hallgrímskirkju r LJÓSMYNDIR: JÓHANNES LONG Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel 4. des. Sunnudagur kl. 20 DUO Giocoso heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17. Duo Gio- coso skipa þær Pamela de Sensi, þverflautu, og Sophie Marie Schoojans, hörpu. Á þessum tónleikum flytja þær ljúfa og rómantíska tónlist eftir franska meistara á borð við Ibert og B. André. Báðar þessar tónlistarkonur hafa hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlist- arflutning sinn í heimalöndum sínum, Ítalíu og Belgíu, en samstarf þeirra hófst fyrir um ári síðan. Sem sagt, frönsk, hlý- leg og rómantísk stemning í svartasta skammdeginu. Sophie Schoonjans Flauta og harpa í Neskirkju RÚSSNESKA sópransöngkonan Eteri Gvazava dró nærri fullt hús á tónleikum þeirra Jónasar Ingimund- arsonar í Salnum á miðvikudag. Hún mun hafa komið tvisvar áður fram hér á landi, í marz 2003 á sama stað og í Þjóðleikhúsinu í fyrra, en í hvor- ugt skiptið svo ég heyrði. Dagskrárefnið var alrússneskt. Fyrir hlé eftir fyrstu fimm of- anskráðu rómantísku höfunda, er fæstir eru þekktir á okkar breidd- argráðum. Því ergilegra var að finna ekki staf um þá í tónleikaskrá. Í stað- inn hélt Reynir Axelsson textaþýð- andi uppteknum hætti frá fyrri tón- leikum á sömu tungu með því að hafa lagaskrána aðeins á rússnesku (? , ?, ?? ! o.s.frv.), auk þess sem undirleikarinn þurfti í upphafi að kenna tónleika- gestum að raða ónúmeruðum texta- blöðum rétt saman, því þau höfðu ruglazt í frágangi – og raunar ekki í fyrsta sinn. Að því búnu gátu leikar hafizt án þess að fleira skyggði á ánægju hlust- enda. Og sú varð líka sönn og mikil. Rómantísku fimmmenningarnir köf- uðu að vísu sjaldan mjög djúpt í mannssálina. Lögin þeirra þrettán voru upp til hópa leikandi ljóðrænar úttektir á ástum, daðri og dagdraum- um rússneskra ungmenna af heldri stétt fram að októberbyltingu, en oft- ast ljómandi vel samin og ekki með öllu laus við alkunnan undirtón af angurværð sem mörgum finnst heillandi ef ekki ómissandi partur af austslavneskri rómantík. Enda var Eteri Gvazava þar auðsjáanlega öll- um tilfinningahnútum kunnug fram í fingurgóma. Vel samstilltur píanó- leikur Jónasar Ingimundarsonar bar sömuleiðis vott um það góða innsýn í hér um slóðir sjaldheyrð viðfangs- efnin að halda mætti að væru orðin honum persónuleg ástríða í seinni tíð. Í sjö lögum úr Barnaherberg- isflokki Modests Mússorgskíj eftir hlé komust menn á slóð alþekktrar klassíkur. Má óhætt segja að þar fór síberska söngkonan á kostum. A.m.k. hefur undirritaður aldrei heyrt aðra eins túlkun. Hvað þá séð – því svip- brigði og hreyfingar Eteriar sýndu þvílíka innlifun í sjónarhól barnsins, að það var nánast eins og lagaflokk- urinn hefði verið sérsaminn fyrir hana. Sveigjanleg dimmleit sópr- anröddin samfara almennri sviðs- útgeislun og þokkafullri framkomu gerðu enda að verkum að salurinn steinlá fyrir fótum hennar. Það var því eins og að bæta platínu ofan á gull að söngkonan söng tvö ís- lenzk aukalög í lokin, Draumalandið og Litfríð og ljóshærð. Þá varð eng- um vörnum komið við. Allra sízt í hinu aftartalda, er reyndist einfald- lega áhrifamesta túlkun á vöggusöng Sigrúnar er ég hef á ævinni heyrt. Manni leið bókstaflega eins og telp- unni sjálfri í vöggunni. En til að koma örlítilli smásmygli að í lokin: Hví í ósköpum sparaði söngkonan við sig þessa ómót- stæðilegu dúnmýkt allt þangað til átti að senda hlustendur heim í háttinn? Dándisdaður og barnabrek Morgunblaðið/Sverrir Eteri Gvazava „Það var því eins og að bæta platínu ofan á gull að söng- konan söng tvö íslenzk aukalög í lokin.“ TÓNLIST Salurinn Rússnesk einsöngslög eftir Aljabéff, Varlamoff, Gúriljoff, Dargomysjskíj og Búlakhoff; Barnaherbergið eftir Mús- sorgskíj. Eteri Gvazava sópran, Jónas Ingimundarson píanó. Miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson SKÁLDASPÍRUKVÖLD nr. 47 verður haldið á þriðjudaginn í Iðu, kl. 20. Benedikt S. Lafleur og Hallgrímur Helgason lesa báðir úr nýútkomnum skáldsögum. Benedikt S. Laf- leur ríður á vað- ið og les úr nýrri sakamálasögu með heimspeki- legu ívafi og hlaðin þjóð- félagsgagnrýni, sem ber titilinn Brotlending. Þá kynnir hann jafnframt barnasögu sína Dýra- sögur fyrir börn á öllum aldri. Eftir stutt hlé les Hallgrímur Helgason úr annarri skáldsögu sem einnig er full af samfélagsá- drepu, Rokland heitir hún. Hægt verður að spjalla við skáldin að lestri loknum og hafa með sér hressingu að ofan í bóka- hornið. „Hressandi kvöld, þar sem tek- ist er á við grundvallarspurningar mannlegrar tilveru – á Íslandi. Þar sem rokið og skammdegið taka völdin af borgaralegum smásál- um …,“ segir Benedikt. Hallgrímur og Benedikt á Skálda- spírukvöldi Hallgrímur Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.