Tíminn - 09.12.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1970, Blaðsíða 3
MTBYTKUDAGTJR 9. desember 1970. TÍMINN 15 Þessi mynd var tekin, er Sundahöfn var afhent. Fáni bl akti vi5 hún, en engin skip voru í höfninni nýju. Hún beið síns brúðguma, sem er ókominn enn. Sundahöfn er enn jafnauð og tóm og áður. Á henni hvíla skuldir, sem nema miiljónahundruðum, og af þeim verður að borga vexti og afborganir. Höfnin sjálf er nær aiveg óvirk, og enn á árið 1971 að líða, án þess að hún ver ði gerð virk og arðbær. Vaxandi hluti af eigna-’ breytingafé fer til afborgana lána, að sama skapi minna til framkvæmda. Haldi svonr.a áfram er ekki langt í það, aö allar tekjur borgarsjóðs fari í rekstrargjöld. Ætti sú þróun ekki síður að vera áhyggjuefni borgarstjórnar-; meirihiutans og borgarstjóra en annarra. Skv. áætlun á eignabreytinga- reikningi eiga 59,9 milljónir að fara í afborganir, 31,8 milljónir til strætisvagnanna og 10 milljón- ir til Framkvæmdasjóðs eða Búr. Samtals gerir þetta 101,7 milljón- ir. Þarna er þó ekki áætlað fyrir framlagi til togarakaupa sem á' næsta ári verður rúmar 16 riillj- j ónir eins og áður er sagt. Til j tækjakaupa eiga að fara 16 tni'llj- ónir. Eru þá eftir til framkvæmda 211,2 milljónir. Helztu framkvæmdir Einu stóru verkefni í bygging- um, sem borgin verður með á næsta ári, er Hjúkrunarheimilið, 22,5 milljónir, Árbæjarskóli 16,5 milljónir^ og Breiðholtsskóli 37,5 milljónir. Þá eru á áætlun 10 milljónir til nýs skóla í Fossvogi, 16 milljónir til að fullgeæa Borg- arspítalann eins og hann nú er. Veri,'ur þá kostnaður við spítal- ' ann íkominn í um 460 milljónir, reiknað í verðlagi hvers árs. Til Myndlistarhússins á Mikla- túni eru áætlaðar 15 milljónir og verður þá kostnaður við það kom- inn í 55 milljónir. Verksamning- ur um þessa framkvæmd var und- irritaður í apríl 1968 eða fyrir nærri þremur áirum. Eitthvað virð ist hafa gengið úrskeiðis með þessa framkvæmd því fyrri hluta þess átti að Ijúka vorið 1970 og þeim síðari fyrri hluta árs 1971. Ekki er því að neita, að mörg þörf framkvæmd kemst ekki á blað hjá Reykjavíkur- borg á næsta ári. Mætti þar t.d. nefna byggingu Höfðaskióla, íþróttasal við Haga- skólann, knattspyrntivöll í Laugar dal og íþróttaMs í staðinn fyrir Hálogaland, sem loksins er nú bú- ið að rífa. Því miður virðist ekki blása byrlega fyrir þessum og öðr- um slfknsm eins og fjármálunum er nú háttað. Lán úr byggingarsjóði A& þessu sinni gefst ekki tóm til að ræða um einstök fyrirtæki borgarinnar. f áætlunum Vélamið stöðvar, Grjótnáms og Pípugerð- ar er ráðgert að þessi fyrirtæ'ki noti af sjóðsinnstæðum sínurn hjá borgarsjóði samtals um 22 millj- ónir króna. Er það í samræmi við það, sem sagt var 'hér að fram- an. Augljóst er, að Byggingarsjóó- urinn þarf á meira fjármagni að halda á næsta ári miðað við þær framkvæmdir, sem honum er ætl- að standa undir. Framlagið til Byggingar- sjóðs verkamanna er í lág- marki eða 200 krónur á íbúa í stað 400, sem það má vera hæst. Eigi að síður er aug- Ijóst, að hagkvæmast er fyrir borgina að byggja söluíbúðir, sem faiia undir ákvæði lag- anna um verkamannabústaði. Lán út á íbúðir að upphæð 100 þúsund krónur þyrftu að hækka. Upphæð þessara lána hefur verið óbreytt frá því byrjað var á þess- ari starfsemi 1967. Á þessum lið eru í áætlun 12 milljónir króna. Um síðustu ára- mót átti byggingarsjódurinn inni hjá borgarsjóði röskar 22 milljón- ir króna. Það fé þarf að endurgreiðast á næsta ári og lánin að hækka a.m.k. í 150 þúsund krónur. í sambandi við Byggingarsjóðinn sýnist mér, að ekki séu áætlaðar tekjur af þeim 80 íbúðum sem borgin er að láta byggja í Breiðholti III og til- búnar eiga að verða eigi síðar en á miclju næsta ári. Reykjavíkur- höfn Reykjavíkurhöfn er sýnilega í mikilli úlfakreppu fjárhagslega. Afgangur í rekstrarreikningi fer svo til allur í afborganir. Aðeins eru 5,7 milljónir til ráðstöfunar, en 25,5 milljónir í afborganir. Syndabagginn sem þessu véldur er Sundahöfn, sem enn er því sem næst verkaefnalaus. Ekkert er áætlað til að bæta aðstöðuna við Sunda- höfn og reyna að koma ein- hverri starfsemi þar í gang. Ekkert er áætlað til undirbún- ings olíuhafnar. Slík framfcvæmd er nauðsynleg -af tvennum ástæð- um. 1. Með tilkomu hennar væri hægt að flytja olíur og benzín til landsins í mun stærri skipum en nú er og lækka þar með varð þessarar vöru. 2. Þá væri hægt aö' losna við birgðageyma olíufélaganna frá þeim stöðurn, sem þeir eru á nú svo að segja inni í þéttbýlinu, bæði á Klöpp, í Skerjafirðinum og víðar. Ekki bólar heldur á þessari fjár hagsáætlun á stórum fjárveiting- um til að þoka áfram aðalskipu- laginu. Eina framkvæmdin, sem um munar og áætlað er fyrir, er j lenging Lækjargötunnar til norð- I urs að Skúlagötu. I Eins og ég sagði í upphafi ber þessi áætlun nokkur séreinkenni: | 1. Hún er gerð á tíma verð- stöðvunarlaga í landinu. 2. Tölulega langhæsta fjárhags- áætlun í sögu borgarinnar. 3. Meiri hækkun bæóí tölulega og hlutfallslega milli ára en dæmi finnast um áður utan eitt 1964. 4. Lægri hundraðshluti tekna borgarsjóðs til eigna- breytinga og að sama skapi hærri hundraðshluti í rekstr- argjöld en dæmi eru til frá undanfarandi árum. I FAÁ FLUGFE.LJVGÍNU LAUST STARF Óskum að ráða mann til starfa á afgreiðslu/ skrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Æskilegt er að um- sækjendur geti hafið störf eigi síðar en 20. janú- ar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslum félagsins og óskast umsóknum skilað til starfs- mananhalds fyrir 20. þ.m. FLUCFELAC ÍSLAJVDS m % íy >N<Í IjpiR '*** '+tf* jt m ’ & Mr JÓN HGLGASON III. BINDI ISLANDS BÖRN Meginþáttur þessa nýja bindis, alis 120 blaðsfður, hefst norður á Mel- rakkasléttu á fyrstu árum nítjándu aldar, er kona með fimm ung börn missir mann sinn í sjóinn. Þessari konu og börnum hennar og niðjum er síðan fyigt eftir, unz frásögninni lýkur með brúðkaupi í Eyjafirði og greftrun í Kaupmannahöfn undir aldariokin. Þá hefur sagan borizt víða um land — austur um Langanes, Fljótsdalshérað og Austfirði, vestur um Þingeyjarsýsl- ur, Eyjafjörð, Húnavatnssýslu og allt til ísafjarðar, suður í Árnessýslu og Reykjavík. Segir hér af mörgu fólki, sumu al- þekktu í sögu ýmissa héraða og lands- ins alls, og er lýst bæði beiskum ör- lögum og Ijúfum atvikum. Munu margir geta orðið nokkurs vísari um söguleg atvik i lífi forfeðra sinna og frænd- menna, ástardrauma þeirra og and- streymi, og skyggnzt um leið inn í dag- legan hugarheim þeirra. Meðal eftir- minnilegs fólks er mótgangsprestur- inn, sem varð hétja við dauða sinn, húsfreyjan stórráða, er endaði ævi sína vestur ( Svartárdal, gamli prent- arinn í Melshúsum, prestsdæturnar á Sauðanesi, fríhyggjumaðurinn úr Mý- vatnssveit, fógetaskrifarinn í Reykjavík og hinir góðu kvenkostir á Héraði. í baksýn er'svo Magnús Eiríksson, einn föðurlausu systkinanna fimm. Aðrir þættir í bókinni eru af Suður- nesjum og Djúpavogi, úr Breiðafirði, Húnabingi og Eyjafirði — einnig næsta söguiegir sumir hverjir, þótt þeim sé þrengra svið markað en þeim, sem fyrst var nefndur. Jón Helgason er löngu þjóðkunnur og mikils metinn rithöfundur, en mun þó enn auka hróður sinn með þessari bók, einkum vegna hins viðamikla meginþáttar hennar. .. þessi höfundur fer listafrianns- höndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður." Dr. Kristján Eldjárn. I IDUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.