Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 53
ANGELA Merkel tók á þriðju-daginn við emb-ætti sem áttundi kanslari Þýskalands eftir stríð. Er hún fyrsta konan og fyrsti Austur-Þjóð-verjinn til að gegna því. Hennar bíður nú það erfiða verk-efni að hrista upp í þýsku efnahags-lífi eftir lang-varandi stöðnun. Merkel var kjörin á þýska þingið með glæsi-brag árið 1990. Þá var Helmut Kohl kanslari, en hann kallaði Merkel „stelpuna sína“. Kohl gerði hana að ráð-herra fjölskyldu-mála og seinna umhverfis-mála. Merkel varð leiðtogi Kristilegra demókrata í apríl 2000. Hún er 51 árs, tvígift og barnlaus. Síðari eigin-maður hennar, Joachim Sauer, er eðlisfræðiprófessor við Humboldt-háskóla í Berlín. „Öll þjóðin væntir mikils af okkur. Vandamálin eru mýmörg en það er okkar að leysa úr þeim,“ sagði Merkel við embættis-tökuna. Reuters Merkel við embættis- tökuna. Merkel orðin kanslari AUSTURBÆJAR-SKÓLI vann Skrekk, sem er hæfileika-keppni grunn-skóla Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstunda-ráðs. Úrslita-kvöldið var haldið í Borgarleik-húsinu á þriðjudags-kvöld. Þar kepptu þeir 6 skólar til úrslita sem unnið höfðu undan-keppnina. Álftamýrar-skóli lenti í 2. sæti og Haga-skóli í 3. sæti. Gríðar-leg stemning myndaðist Í leik-húsinu þesgar skólarnir 6 fluttu verk sín fyrir fullu húsi af áhorfendum. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar ein vin-sælasta hljóm-sveit á Íslandi um árabil, Sálin hans Jóns míns, lék nokkur lög á meðan beðið var eftir úrslitum. Skrekkur hefur lengi verið fastur liður í skóla-starfi Reykja-víkur, og nú var keppnin haldin í 15. skipti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ragnheiður Úlfarsdóttir í vinnings-atriði Austurbæjar-skóla. Austurbæjar-skóli vann Skrekk MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 53 AUÐLESIÐ EFNI SPRENGING varð í efna-verksmiðju í Jilin-héraði í Norð-austur Kína. Við það barst bensól, sem getur valdið krabba-meini, í Songhua-fljót, sem er 1.897 kíló-metra langt. Bensól-magnið í fljótinu var allt að 108 sinnum yfir hættu-mörkum. Í borginni Harbin, sem er um 380 kíló-metra frá verk-smiðjunni, búa um 3 milljónir manna. Var lokað á vatns-veitu til þeirra á mánu-daginn. Skýrt var frá mengunar-slysinu 10 dögum eftir sprenginguna í efna-verksmiðjunni. En kín-verskir embættis-menn höfðu neitað því aftur og aftur að sprengingin hefði valdið umhverfis-spjöllum. Yfir 16.000 tonn af vatni á flöskum voru flutt til Harbin, þar sem bað-húsum og bíla-þvottastöðvum var lokað, auk barna- og mið-skóla. Frétta-stofan Xinhua hafði eftir embættis-mönnum að í Harbin væri skortur á efnum til að hreinsa mengaða vatnið. Mengaða vatnið hafði runnið fram-hjá borgunum Songyuan og Zhaoyuan áður en yfir-völd viður-kenndu mengunar-slysið. Þar búa sam-tals um 3,5 milljónir manna. Um 600.000 íbúar rúss-nesku borgarinnar Khabarovsk fá vatn úr fljótinu, og ætla yfir-völd í Rúss-landi að fylgjast með hugsan-legri bensól-mengun þar. Reuters Íbúar Harbin bíða eftir hreinu vatni. Mengun í kín- versku stór-fljóti ÁSTANDIÐ á hjúkrunar-heimilum fyrir aldraða er víða slæmt á höfuðborgar-svæðinu, og hafa manna-ráðningar gengið illa frá því í haust. Ástandið hefur því lítið lagast. Slegist er um fag-lært starfs-fólk, og almennt mikið álag á starfs-fólki sem sýnir sig í auknum veikinda-dögum. Ekki hefur tekist að opna nýja hæð hjúkrunar-heimilisins Droplaugar-staða við Snorra-braut að fullu. Enn vantar þar fólk í 15 stöðu-gildi, og lítið hefur þýtt að aug-lýsa eftir starfs-fólki, líkt og á öðrum hjúkrunar-heimilum. Staðan er svipuð á hjúkrunar-heimilinu Skjóli við Klepps-veg, en þar hefur fólk horfið til betur launaðra starfa. Ástandið hefur aðeins batnað á hjúkrunar-heimilinu Eiri, en þar skapast mikið álag á starfs-fólk við að kenna nýju starfs-fólki störfin. Þar starfa um 300 manns og hefur mikil hjálp hafi verið í til-komu er-lends starfs-fólks. Slæmt ástand á hjúkrunar- heimilum Ólafur Geir er herra Ísland Ólafur Geir Jónsson, 20 ára Keflvíkingur, var á fimmtu-daginn kosinn herra Ísland 2005. Keppnin var haldin á skemmti-staðnum Broadway, en henni var sjón-varpað beint á Skjá-Einum. Í 2. sæti varð Jón Gunnlaugsson, 23 ára Reyk-víkingur og Hafþór Hauksson, 19 ára Akureyringur, varð í 3. sæti. William Hung á Íslandi William Hung, sem frægur er fyrir að hafa verið í sjónvarps-þáttunum American Idol, tók lagið fyrir viðstadda í Smára-lind síðdegis í vikunni. Hung, sem þykir mjög lé-legur söngvari, er staddur hér til að opna Idol-verslun í Hagkaupum. George Best látinn George Best, einn dáðasti knattspyrnu-maður allra tíma, lést í London í föstudag, eftir lang-varandi veikindi. Hann var 59 ára. Best lék með Manchester United frá 1963 til 1974. Ferli hans lauk snemma, og líf hans var ávallt markað af óhóf-legri áfengis-neyslu. Stutt DR. HELGI Björnsson jökla-fræðingur og samstarfs-menn hans við Jarðvísinda-stofnun Háskóla Íslands hafa komist að því að margir skrið-jöklanna suður úr Vatna-jökli hafa grafið sig allt að 300 metra niður fyrir sjávar-mál. Þessir djúpu far-vegir skrið-jöklanna eru allt að 20 km langir. Lík-legt þykir að jöklarnir haldi áfram að hjaðna, og munu þá jökul-lón myndast við sporða margra jöklanna. Það gæti valdið miklu sjávar-rofi við strönd Suð- austur-lands. Við sjávar-rof sest jökul-framburðurinn í lónin í stað þess að jökul-árnar beri hann til sjávar þar sem fram-burðurinn byggir upp strand-lengjuna. Þannig hefur fram-burðurinn vegið upp sjávarrof, a.m.k. að ein-hverju leyti. Jöklar grafa sig niður Örn Arnarson, marg-faldur Íslands- og Evrópu-methafi í sundi gekkst í vikunni undir hjarta-þræðingu, og gekk hún vel. Um var að ræða fæðingar-galla. Örn er kominn heim og má hefja æfingar í næstu viku. Örn hefur verið á sjúkra-húsi frá því um seinustu helgi, en þá fékk hann að-svif og þungan hjarta-verk eftir Íslands-meistaramótið í sundi í Laugardals-laug. Örn hefur í nokkur ár fundið fyrir hjartsláttar-truflunum og hækkandi púlsi, allt að 250 slögum á mínútu. Síðustu mánuði hafa einkennin orðið verri og verkurinn í brjóst-holinu sárari. Við hjarta-þræðinguna í gær kom í ljós að ástæðan er ofanslegla-hraðataktur vegna auka leiðslu-brautar hægra megin í hjarta. Fyrir þá braut var brennt, og nú ætti allt að vera komið í lag. Örn í hjarta- þræðingu Morgunblaðið/Golli Örn á Ólympíu-leikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.