Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 53

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 53
ANGELA Merkel tók á þriðju-daginn við emb-ætti sem áttundi kanslari Þýskalands eftir stríð. Er hún fyrsta konan og fyrsti Austur-Þjóð-verjinn til að gegna því. Hennar bíður nú það erfiða verk-efni að hrista upp í þýsku efnahags-lífi eftir lang-varandi stöðnun. Merkel var kjörin á þýska þingið með glæsi-brag árið 1990. Þá var Helmut Kohl kanslari, en hann kallaði Merkel „stelpuna sína“. Kohl gerði hana að ráð-herra fjölskyldu-mála og seinna umhverfis-mála. Merkel varð leiðtogi Kristilegra demókrata í apríl 2000. Hún er 51 árs, tvígift og barnlaus. Síðari eigin-maður hennar, Joachim Sauer, er eðlisfræðiprófessor við Humboldt-háskóla í Berlín. „Öll þjóðin væntir mikils af okkur. Vandamálin eru mýmörg en það er okkar að leysa úr þeim,“ sagði Merkel við embættis-tökuna. Reuters Merkel við embættis- tökuna. Merkel orðin kanslari AUSTURBÆJAR-SKÓLI vann Skrekk, sem er hæfileika-keppni grunn-skóla Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstunda-ráðs. Úrslita-kvöldið var haldið í Borgarleik-húsinu á þriðjudags-kvöld. Þar kepptu þeir 6 skólar til úrslita sem unnið höfðu undan-keppnina. Álftamýrar-skóli lenti í 2. sæti og Haga-skóli í 3. sæti. Gríðar-leg stemning myndaðist Í leik-húsinu þesgar skólarnir 6 fluttu verk sín fyrir fullu húsi af áhorfendum. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar ein vin-sælasta hljóm-sveit á Íslandi um árabil, Sálin hans Jóns míns, lék nokkur lög á meðan beðið var eftir úrslitum. Skrekkur hefur lengi verið fastur liður í skóla-starfi Reykja-víkur, og nú var keppnin haldin í 15. skipti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ragnheiður Úlfarsdóttir í vinnings-atriði Austurbæjar-skóla. Austurbæjar-skóli vann Skrekk MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 53 AUÐLESIÐ EFNI SPRENGING varð í efna-verksmiðju í Jilin-héraði í Norð-austur Kína. Við það barst bensól, sem getur valdið krabba-meini, í Songhua-fljót, sem er 1.897 kíló-metra langt. Bensól-magnið í fljótinu var allt að 108 sinnum yfir hættu-mörkum. Í borginni Harbin, sem er um 380 kíló-metra frá verk-smiðjunni, búa um 3 milljónir manna. Var lokað á vatns-veitu til þeirra á mánu-daginn. Skýrt var frá mengunar-slysinu 10 dögum eftir sprenginguna í efna-verksmiðjunni. En kín-verskir embættis-menn höfðu neitað því aftur og aftur að sprengingin hefði valdið umhverfis-spjöllum. Yfir 16.000 tonn af vatni á flöskum voru flutt til Harbin, þar sem bað-húsum og bíla-þvottastöðvum var lokað, auk barna- og mið-skóla. Frétta-stofan Xinhua hafði eftir embættis-mönnum að í Harbin væri skortur á efnum til að hreinsa mengaða vatnið. Mengaða vatnið hafði runnið fram-hjá borgunum Songyuan og Zhaoyuan áður en yfir-völd viður-kenndu mengunar-slysið. Þar búa sam-tals um 3,5 milljónir manna. Um 600.000 íbúar rúss-nesku borgarinnar Khabarovsk fá vatn úr fljótinu, og ætla yfir-völd í Rúss-landi að fylgjast með hugsan-legri bensól-mengun þar. Reuters Íbúar Harbin bíða eftir hreinu vatni. Mengun í kín- versku stór-fljóti ÁSTANDIÐ á hjúkrunar-heimilum fyrir aldraða er víða slæmt á höfuðborgar-svæðinu, og hafa manna-ráðningar gengið illa frá því í haust. Ástandið hefur því lítið lagast. Slegist er um fag-lært starfs-fólk, og almennt mikið álag á starfs-fólki sem sýnir sig í auknum veikinda-dögum. Ekki hefur tekist að opna nýja hæð hjúkrunar-heimilisins Droplaugar-staða við Snorra-braut að fullu. Enn vantar þar fólk í 15 stöðu-gildi, og lítið hefur þýtt að aug-lýsa eftir starfs-fólki, líkt og á öðrum hjúkrunar-heimilum. Staðan er svipuð á hjúkrunar-heimilinu Skjóli við Klepps-veg, en þar hefur fólk horfið til betur launaðra starfa. Ástandið hefur aðeins batnað á hjúkrunar-heimilinu Eiri, en þar skapast mikið álag á starfs-fólk við að kenna nýju starfs-fólki störfin. Þar starfa um 300 manns og hefur mikil hjálp hafi verið í til-komu er-lends starfs-fólks. Slæmt ástand á hjúkrunar- heimilum Ólafur Geir er herra Ísland Ólafur Geir Jónsson, 20 ára Keflvíkingur, var á fimmtu-daginn kosinn herra Ísland 2005. Keppnin var haldin á skemmti-staðnum Broadway, en henni var sjón-varpað beint á Skjá-Einum. Í 2. sæti varð Jón Gunnlaugsson, 23 ára Reyk-víkingur og Hafþór Hauksson, 19 ára Akureyringur, varð í 3. sæti. William Hung á Íslandi William Hung, sem frægur er fyrir að hafa verið í sjónvarps-þáttunum American Idol, tók lagið fyrir viðstadda í Smára-lind síðdegis í vikunni. Hung, sem þykir mjög lé-legur söngvari, er staddur hér til að opna Idol-verslun í Hagkaupum. George Best látinn George Best, einn dáðasti knattspyrnu-maður allra tíma, lést í London í föstudag, eftir lang-varandi veikindi. Hann var 59 ára. Best lék með Manchester United frá 1963 til 1974. Ferli hans lauk snemma, og líf hans var ávallt markað af óhóf-legri áfengis-neyslu. Stutt DR. HELGI Björnsson jökla-fræðingur og samstarfs-menn hans við Jarðvísinda-stofnun Háskóla Íslands hafa komist að því að margir skrið-jöklanna suður úr Vatna-jökli hafa grafið sig allt að 300 metra niður fyrir sjávar-mál. Þessir djúpu far-vegir skrið-jöklanna eru allt að 20 km langir. Lík-legt þykir að jöklarnir haldi áfram að hjaðna, og munu þá jökul-lón myndast við sporða margra jöklanna. Það gæti valdið miklu sjávar-rofi við strönd Suð- austur-lands. Við sjávar-rof sest jökul-framburðurinn í lónin í stað þess að jökul-árnar beri hann til sjávar þar sem fram-burðurinn byggir upp strand-lengjuna. Þannig hefur fram-burðurinn vegið upp sjávarrof, a.m.k. að ein-hverju leyti. Jöklar grafa sig niður Örn Arnarson, marg-faldur Íslands- og Evrópu-methafi í sundi gekkst í vikunni undir hjarta-þræðingu, og gekk hún vel. Um var að ræða fæðingar-galla. Örn er kominn heim og má hefja æfingar í næstu viku. Örn hefur verið á sjúkra-húsi frá því um seinustu helgi, en þá fékk hann að-svif og þungan hjarta-verk eftir Íslands-meistaramótið í sundi í Laugardals-laug. Örn hefur í nokkur ár fundið fyrir hjartsláttar-truflunum og hækkandi púlsi, allt að 250 slögum á mínútu. Síðustu mánuði hafa einkennin orðið verri og verkurinn í brjóst-holinu sárari. Við hjarta-þræðinguna í gær kom í ljós að ástæðan er ofanslegla-hraðataktur vegna auka leiðslu-brautar hægra megin í hjarta. Fyrir þá braut var brennt, og nú ætti allt að vera komið í lag. Örn í hjarta- þræðingu Morgunblaðið/Golli Örn á Ólympíu-leikunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.