Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 55 MINNINGAR Mér varð hugsað til æskunnar minnar þeg- ar faðir minn, Guð- mundur Stefánsson, var allur. Betri föður er vart hægt að hugsa sér og æskuminningarnar eru margar og stundum undarlegt hvað smáatriði sitja eftir. Alltaf er ofar- lega í minningunni fyrsti skóladag- urinn í Barnaskólanum á Hólum. Þegar ég var að fara á móts við skóla- bílinn, laumaði pabbi Malta súkku- laðikexi í lófann minn til að taka með. Þótt gjöfin væri í sjálfu sér ekki stór, reyndist gjörðin stór fyrir lítinn dreng á leið út í óvissuna. Þetta var líka að mörgu leyti svo lýsandi fyrir pabba; bar tilfinningar sínar ekki alltaf á torg en lét mann vita í verki hvað honum þótti vænt um mann. Ég kynntist pabba að mörgu leyti á annan hátt heldur en hin systkini mín. Ég er örverpi og ólst að miklu leyti upp sem einkabarn, þar sem flest systkini mín voru flutt að heim- an eða voru að heiman í skólavist lungann úr árinu. Þar að auki fluttu foreldrar mínir úr sveitinni á mölina þegar ég var mjög ungur og við þær breytingar fékk pabbi mun meiri frí- tíma. Ég fékk því óskipta athygli pabba, eflaust mætti segja að hann og mamma hafi ofdekrað og ofvernd- að mig. GUÐMUNDUR STEFÁNSSON ✝ GuðmundurStefánsson fæddist í Hjaltadal í Skagafirði 16. mars 1919. Hann lést mánudaginn 31. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrar- kapellu 11. nóvem- ber. Pabbi var mikill lestrarhestur og naut ég þess sem krakki. Það voru ófáar bæk- urnar sem hann nennti að lesa fyrir mann og í miklu uppáhaldi voru Tinnabækurnar, þær voru lesnar upp til agna. Maður beið spenntur eftir því að pabbi hefði tíma til að lesa og þegar lesturinn hófst fór maður um leið inn í ævintýra- heima, því lestur pabba gerði bækurnar ljóslifandi og átti maður stundum erfitt með að sætta sig við að lesturinn þyrfti ein- hvern tímann að stoppa. Ekki var pabbi síðri sögumaður og sérstaklega sagði hann manni sögur úr sveitinni. Þá rifjaði hann upp skondnar sögur af sveitungum sín- um, já, og ekki síst af afa sem virðist hafa verið persónuleiki sem helst má finna í Íslendingasögunum. Lýsingar pabba á sögupersónum og staðar- háttum voru svo líflegar að maður hló sig máttlausan og varð að hafa sig all- an við að ná andanum milli hláturs- gusa. Ofdekrið kom fram á margan hátt. Á hverjum morgni beið mín nýsoðinn hafragrautur og slátur. Það breytti engu hvort hann færi upp tveimur tímum áður en ég vaknaði, þá eldaði hann bara aukalega fyrir mig. Svona verk metur maður ekki almennilega fyrr en maður er sjálfur kominn með börn og reynir að taka upp eftir hon- um jafngóða siði. Hann hafði líka þá trú að allur matur væri góður og ekki skemmdur fyrr en mygluna væri ekki hægt að skilja frá. Þetta sýndi hann svo í verki þegar ég var með ýmsar til- raunir í eldhúsinu. Ég fékk ungur áhuga á eldamennsku og þótt pabbi hefði verið alinn upp við hefðbundinn íslenskan mat, þá var hann tilbúinn að smakka á og borða alla mína fram- andi rétti, jafnvel þótt þeir væru svo sterkir að það rauk úr eyrunum á honum. Ekki kvartaði hann þá, frem- ur en við önnur tækifæri, sagði kannski í mesta lagi: „Ágætlega kryddaður þessi réttur,“ og fékk sér annan skammt. Og ekki nóg með að pabbi skyldi una við að borða allan þennan undarlega mat, heldur sá hann um að vaska upp eftir mat- reiðsluna. Konan mín minnist þess oft þegar ég bauð henni fyrst í mat en þá bjó ég enn í foreldrahúsum. Við eldamennskuna notaði ég eflaust tíu potta og pönnur og áhöld í ekki minna magni. Við þessu tók pabbi ró- legur eins og endranær og þvoði upp jafnharðan, henni til mikillar undr- unar. Aldrei þurfti heldur að eiga vekj- araklukku á meðan ég bjó í foreldra- húsum. Pabbi sá um að vekja mann, þrátt fyrir að það væri nú oft ekki auðvelt, sérstaklega ekki á unglings- árunum, sem entust nú eitthvað um- fram tvítugt. Ekki vílaði hann það heldur fyrir sér að aka manni og vin- um manns út um allt, í skólann, á æf- ingar, í búðir o.s.frv. og ná svo í mann aftur. Aldrei kvartaði hann yfir því, jafnvel þótt stundum kæmi fyrir að maður tefðist og hann þyrfti að bíða lengi. Hann studdi mig líka ákaft við skólagöngu mína og hvatti mig til að mennta mig vel. Fylgdist vel með einkunnum mínum og studdi mann fjárhagslega þegar uppá vantaði. Það líkaði honum líka vel ef maður kom heim úr skólanum og talaði um eitt- hvað sem maður hafði lært og gat skipst á skoðunum við hann, sérstak- lega ef það tengdist íslensku, ljóða- gerð eða stjórnmálum. Hann var víð- lesinn og mjög fróður um ótrúlegustu hluti og því gaman að ræða og rök- ræða við hann um það sem maður lærði hverju sinni. Ekki var ég síst þakklátur pabba fyrir það hversu vel hann tók á móti konu minni og börnum. Hafdísi kynntist ég fyrir tíu árum og pabbi tók henni strax sem „týndu“ dóttur- inni. Ekki var síður gaman þegar við fluttumst aftur til Akureyrar fyrir rúmum tveimur árum, eftir dvöl í Danmörku og vorum með í fartesk- inu eldri dóttur okkar, Telmu Björk, þá sjö mánaða. Pabbi var þá orðinn nokkuð veikburða en lét það ekki aftra sér við leik, því hann gleymdi alveg stað og stund þegar barna- börnin voru komin. Undir það síð- asta, þegar pabbi var kominn á Hlíð og orðinn vel út úr heiminum sökum sjúkdóma, þá sá maður hvernig hann allur lifnaði við og glampinn kom í augun á honum þegar maður tók dæturnar, Telmu og Lenu, með í heimsókn. Já, pabbi var svo sannarlega góður faðir og ekki síður góð fyrirmynd. Blessuð sé minning hans. Auðjón Guðmundsson. Hjartans pabbi minn. Ég ætlaði að skrifa minningargrein um þig en gafst upp, það var af svo mörgu að taka, allt frábærar minningar, um endalausa þolinmæði, jafnlyndi, glettni, frásagnargleði, hlýju, traust (og svo mætti lengi telja) sem við öll fjölskyldan og vinir nutum hjá þér. Takk fyrir það. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir þig. Og fyrir að fá að alast upp undir verndarvæng svona ástríkra foreldra. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Ef til er líf eftir þetta líf, þá ert þú núna umkringdur ástvinum þínum. Knús og kveðjur til þeirra. Þín pabbastelpa, Sæunn. Guðmundur Stefánsson, eiginmað- ur, faðir en fyrir okkur fyrst og fremst stórkostlegur afi. Eins og við erum orðin mörg, þá eru minningarnar fleiri en öll sand- kornin í Sahara, einstakar og hver annarri kærari. Hjá ömmu og afa lá okkar griðastaður. Hann afi var hinn mesti rólyndis- maður sem aldrei skipti skapi, og þol- inmæðin ávallt næg fyrir öll brallandi barnabörnin, og aldrei var langt í húmorinn. Hin mikla stríðni náði lengra en lífið og glottu margir þegar allir gallabuxnaþrælarnir sem báru kistuna þurftu að bera slaufu að hans ósk. Afi var einstök fyrirmynd, hafði alltaf tíma fyrir okkur og sýndi vel að hvert barn var sérstakt og mikil- vægt. Hann naut sín vel í þessum stóra barnaskara, hvort sem hann þaut í fótbolta eða sat og spjallaði. Enginn getur fyllt hans skarð. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H. J. H.) Við viljum þakka þér, afi, fyrir alla ástina sem þú gafst okkur, allan tím- ann, umhyggjuna og hláturinn. Við viljum þakka þér, afi, fyrir lífið sem þú gafst okkur. Nú vex söknuður og grátur. Við elskum þig og söknum þín. Anný, Guðmundur, Íris og Tómas. Elsku afi, nú er þér batnað og ert orðinn engill, ég veit að þú hoppar í skýjunum og horfir á mig og Adam. Þú faðmaðir mig oft, varst bæði skemmtilegur og góður og gerðir margt skemmtilegt og þú átt svo mörg börn og þú átt mig og Adam. Ég elska þig svo mikið, besti afi í heimi. Bless. Þín prinsessa frá Uppsölum, Sandra Dögg. Elsku frænka, ég veit ekki hvern- ig ég á að koma orðum að þessu. Það voru mikil sorgartíðindi sem bárust til okkar hinn 12. október um að þú værir á förum. Ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa svoleið- is tíðindi, þú sem ert svo ung og átt- ir svo margt eftir að gera. Átt tvo yndislega syni. Ég hefði viljað skipta við þig, elsku Sigrún mín, en við ráðum ekki öllu í þessu lífi. Minningarnar um þig hrannast upp og ætla ég að koma með eina minningu af mörgum um léttleika þinn og glaðværð. Þú gafst aldrei upp, trúðir og treystir fólki. Ég var bílstjóri hjá föður þínum fyrir mörgum árum í Kothúsum í Garði og var sendur eitt sinn að vetri til til Þorlákshafnar að ná í fisk og á leiðinni heyrði ég í útvarpinu að Hellisheiðin væri orðin ófær og þá var klukkan um fjögur um daginn. Báturinn átti að lenda um klukkan fimm en tafðist og kom ekki að landi fyrr en klukkan níu um kvöld- ið og þá voru svokölluð Þrengsli orðin erfið yfirferðar. Ég ákvað að reyna en varð að snúa við á miðri leið vegna smábíla sem voru stopp. Ég fór til Hveragerðis og þá var Laugarvatnsrútan nýkomin þangað og ætlaði um Þrengslin. Ég sagði bílstjóranum að það væri ófært og spurði hann hvort hann væri ekki til í að hafa samflot yfir Hellisheið- SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR ✝ Sigrún Gunn-arsdóttir, frá Krókvöllum í Garði í Gerðahreppi, síðast til heimilis á Austur- götu 26 í Keflavík, fæddist í Keflavík 1. júní 1959. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 12. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 21. október. ina og var hann til í það. En þegar ég var að tala við bílstjórann komst þú út úr rút- unni og varst á leið- inni út í Garð. Mig minnir að þú hafir verið í skóla á Laug- arvatni. Það urðu ald- eilis fagnaðarfundir, ég gleymi þessu aldr- ei, Sigrún mín. Og þú varst ekki lengi að ákveða þig og varst óhrædd að koma með mér þegar ég spurði þig hvort þú vildir verða samferða mér. Ég keðjaði bílinn vel og hafði góða von um að komast yfir heiðina vegna þess að ég var með um 12 tonn af fiski á pallinum sem urðu að vera komin fyrir næsta dag svo vinnslan stoppaði ekki. Svo lögðum við af stað, ég tek það fram að nýi vegurinn var ekki kominn þá, og þegar við vorum komin upp fór skyggni að versna og mikil ófærð og urðum við bæði að vera á útkikki. Ég tók það ráð að læsa drifinu á bílnum og þá var hann alveg eins og jarðýta. Við sáum bara bungur þar sem fólks- bílar voru undir. Þá tók ég eftir því hvers konar kjarnakona þú varst og tókst fullan þátt í þessu með mér að komast yfir. Ég hefði ekki viljað fara einn yfir heiðina án þín, Sigrún mín. Þetta var leikur einn með þér og þú varst ekki á því að gefast upp, það var ekki til í þinni orðabók og ég gleymi ekki hvað þú hafðir gam- an af að sjá undrunarsvipinn á lög- reglumönnunum fyrir neðan skíða- skálann. Þú skellihlóst að þeim þegar þeir klóruðu sér í hausnum og horfðu á eftir okkur. Þetta var ekta þú, þú hafðir svo gaman af líf- inu og öllu. Þetta er bara ein af mörgum ynd- islegum minningum mínum um þig, Sigrún mín, og þó að við sjáum þig ekki, þá finnum við fyrir þér. Ég bið Drottin almáttugan að varðveita þig og geyma um alla eilífð og sömuleiðis synina þína tvo, systur þínar og foreldra. Ég veit að þú ert komin á dýrlegan stað og við eigum eftir að hittast aftur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þinn frændi Guðmundur (Mummi). ✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist á Hofi á Eyrarbakka 1. september 1922. Hún lést á Landakoti að morgni 16. nóv- ember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Hansína Ásta Jóhannsdóttir, f. 20. maí 1902, d. 13. mars 1948, og Jón B. Stef- ánsson, kaupmaður á Eyrarbakka, f. 10. febrúar 1889, d. 19. apríl 1960. Kristín var eitt sex systkina og eru þrjú þeirra enn á lífi, Ingibjörg, Stefán og Margrét, en látnir eru Björgvin og Jóhann. Kristín var á Eyrarbakka fram á tvítugsaldur, réðst þá sem mat- ráðskona að vistheimilinu á Korp- úlfsstöðum sem síðar var flutt að Arnarholti á Kjalar- nesi. Þar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum Guð- mundi Ólafssyni frá Bergvík. Kristín og Guð- mundur hófu búskap á Hofi á Kjalarnesi 1955 og gengu síðan í hjónaband 6. maí 1956. Kristín eignað- ist fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, Ásmundur, Ragn- hildur, Ólafur og Guðbjörg. Eftir þriggja ára búskap á Hofi fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan, lengst af í Heiðargerði 22. Barnabörn þeirra hjóna urðu tíu og eru tvö látin. Barnabarnabörnin eru sex. Útför Kristínar fór fram í kyrr- þey. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta (B.H.) Þín dóttir Ragnhildur (Ransý). Við munum alltaf minnast þín og mesta gæfu þekkja. Þú varst alltaf ástin mín okkar móðir besta. Þinn sonur Ástmundur (Ásti). Fyrstu minningar mínar um Krist- ínu eru frá barnæsku, hún tók mér opnum örmum þá og gerði alltaf síð- an. Þótt 20 ár skildu okkur að í aldri fann ég aldrei fyrir því, því hún var svo ung í anda. Hún sagði stundum við mig að sér fyndist ég sem eitt af börnunum sínum. Það hlýjaði mér um hjartarætur. Ég var alltaf velkomin á heimili Kristínar og Guðmundar og hitti þá gjarnan fyrir eitthvað af börnum þeirra eða barnabörnum. Alltaf var þar glatt á hjalla. Hver minning dýrmætt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæru Guðmundur, Ásti, Ransý, Óli, Gugga og fjölskyldur, missir ykk- ar er mikill en minningar um góða konu lifa. Innilegar samúðarkveðjur. Halldóra Jónasdóttir (Dóra). KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓHANNESSONAR bónda, Jarðlangsstöðum í Borgarbyggð. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Dvalarheim- ilis aldraðra Borgarnesi og lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness. Sigríður Bárðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.