Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórunn Þor-björg Guð- mundsdóttir fæddist í Skoruvík á Langa- nesi 1. nóvember 1910. Hún andaðist á dvalarheimilinu Garðvangi 6. nóv- ember síðastliðinn, 95. ára að aldri. For- eldrar hennar voru Guðmundur Guð- brandsson, f. 23. apríl 1884, d. 25. apríl 1966, og Guð- björg Óladóttir hús- freyja, f. 18. júní 1885, d. 23. sept- ember 1916. Systkini Þórunnar voru Margrét, f. 3. október 1907, d. 20. september 1989, Óli Jóhannes, f. 10. nóvember 1912, d. 13. janúar 1932, og Indriði, f. 7. nóvember 1914, d. 18. júlí 1976. Hálfsystkini mars 1980. Börn Þórunnar og Ragnars eru Óli Jóhannes sjómað- ur, f. 12. september 1930, d. 6. jan- úar á þessu ári, Guðbjörn, f. 4. september 1931, Georg Hreinn, f. 6. apríl 1933, Olga, f. 6. maí 1935, og Guðmundur Kristján, f. 8. maí 1949, d. 7. júlí 1953. Þórunn ólst upp í Skoruvík á Langanesi en missti móður sína ung að aldri og ólst hún því upp meira minna hjá föður sínum og svo seinni konu hans Kristínu Daníelsdóttur á Skálum. Eftir að Þórunn kynntist Ragnari hófu þau búskap á Þórshöfn um 1930 en fluttu svo á Skálar og bjuggu þar til 1944. Um 1954 flytja þau hjónin suður og bjuggu þau flest árin sín í Keflavík en áttu einnig saman nokkur ár í Hafnarfirði. Þórunn var fyrst og fremst húsmóðir all- ann sinn búskap og mikil hann- yrðakona. Síðustu árin bjó Þórunn á dval- arheimilinu Garðvangi í Garði. Útför Þórunnar var gerð 22. nóvember síðastliðinn – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórunnar eru Alfreð, f. 19. október 1919, d. 20. desember 1975, Guðbrandur, f. 28. apríl 1921, d. 19. apríl 2001, Gunnar Krist- ján, f. 17. september 1926, Sigurður Hólm, f. 20. júní 1929, d. 6. mars 1953, og Guð- björg, f. 25. maí 1932. Eiginmaður Þór- unnar var Ragnar Marinó Jónasson sjó- maður, f. 6. febrúar 1911, d. 21. janúar 1995. Bjuggu þau hjónin á Skálum til 1944, síðar á Þórshöfn og í Keflavík. Foreldrar Ragnars voru Jónas Guðmundsson, sjómaður, f. 17. ágúst 1884, ekki vitað um dán- ardag og Margrét Guðbrandsdótt- ir, húsfreyja, f. 4. apríl 1885, d. 18. Elsku amma mín, með þessum lín- um vil ég kveðja þig. Elsku fallega amma mín, þú varst lengi búin að bíða þessarar brottfarar en nú þegar þú ert komin til þinna ástvina veit ég að allt hefur gengið að óskum og þér líður nú vel, amma mín. Á þessari stundu eru margir at- burðir og minningar sem koma upp í huga minn, en auðvitað eru það oft- ast minningar tengdar Faxabraut- inni, þar sem ég dvaldist svo mikið hjá þér og afa þegar ég var yngri. Á Faxabrautinni var oft fjörugt á sunnudögum þegar gestkvæmt var. Man ég þegar þú stóðst í eldhúsinu og gnæfðir yfir allan karlpeninginn í hörkurökræðum um stjórnmál og al- menn þjóðmál og gafst þig aldrei í þinni sannfæringu og tókst alltaf upp málstað lítilmagnans. Það munu vera ófáir sem minn- ast hjálpsemi og greiðasemi þinn- ar, því hvar sem hægt var að gleðja eða hjálpa varst þú til staðar, ófáar flíkurnar hefur þú saumað eða prjónað og gefið, en þá naust þú þín mest er þú gast glatt og gefið, og það allt fram á síðustu stund þessa jarðlífs. Nú þegar dregur að jólum er ekki annað hægt en að minnast þess hvað þú varst mikið jólabarn í þér því eng- in jól í minni minningu voru án mik- ilfenglegra glitrandi skreytinga og glingurs og ljóss um allt. Við nutum þess svo sannarlega saman að standa í þessu, það var okkur báðum svo mikilvægt að hafa sérstaklega fínt um jólin. Þegar ég hugsa um þig sé ég fyrir mér þitt skjannahvíta fallega hár, brosið sem breiddist um allt andlitið, ástríkið og gleðina sem skein af þér. Þannig mun ég minnast þín, amma mín. Ég þakka þér, elsku amma mín, það veganesti er þú gafst mér í þessu lífi og fyrir allar þær skemmtilegu stundir og góðu reynslu og lærdóm sem ég nú bý að. Með þessari kveðju læt ég fylgja bænina sem þú kenndir mér í barn- æsku. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Þín nafna Ragnheiður Þórunn. Sú hugsun var svo fjarstæð í huga mér að hún langa mín, eins og ég var vön að kalla hana, mundi skilja við og yfrgefa þennan stað. En svona er víst gangur lífsins og hjarta mitt veit að hún er komin á góðan stað og að henni líður vel. Langa mín var mikil guðskona og fór hún ávallt með bæn- irnar fyrir okkur öllum, minnti mig alltaf á að fara með mínar og biðja sérstaklega fyrir þeim sem ættu bágt eins og hún orðaði það alltaf. Þegar ég hugsa til hennar löngu minnar þá verður mér strax hugsað til hins listræna hæfileika hennar. Alltaf var hún að föndra og búa til gjafir handa okkur krökkunum og alltaf dáðist ég að því hvað hún var sniðug í höndunum. Hún bjó til ofsa- lega marga fallega hluti, á ég þá nokkra sjálf til minningar um hana. Hún nýtti þennan hæfileika sinn vel þessi síðustu ár sín á Garðvangi og hafði hún ávallt búið til nýjan hlut í hvert skipti sem maður kom. Okkur fannst nú báðum ótrúlegt að hún skyldi enn vera svona dugleg að föndra en þá sagði hún mér að með- an það væri ekki kominn alvarlegur skjálfti í hendurnar þá héldi hún áfram, héldi áfram að geta verið ná- kvæm enda alveg stórglæsilegir hlutir sem hún bjó til. Langa og Ragnar afi áttu bústað við Mosfellsheiði og þangað kíkti ég stundum með foreldrum mínum. Man ég best eftir hvað það þurfti að ganga niður, eða hlaupa niður öllu heldur, mikinn halla með miklum lúpínum til þess að komast að kof- anum þeirra flotta, þetta er alveg yndislegur staður að heimsækja. Langa mín var mjög lagleg kona, ein sú glæsilegasta sem ég hef þekkt. Alla mína tilvist hef ég hrifist mjög af því hve falleg hún amma mín var, með þetta vinalega bros og snjóhvíta hár. Hún hafði mikla ást að gefa og mikla væntumþykju gagnvart öllum. Ég veit að Ragnar afi hefur fylgst vel með mér og nú mun langa mín bæt- ast í hópinn og sjá til þess að mér líði vel. Ég kynntist henni löngu minni einna best á þessum síðustu árum hennar á Garðvangi. Ég átti það til að kíkja til hennar með Eyva afa mínum og mikið ofsalega var gaman að hlusta á þau tala um gamla tíma, hvernig hlutirnir voru á þeim tíma. Ég man svo vel eftir síðustu heim- sókninni minni til hennar, síðasta samtalinu sem við áttum. Hún sagði mér að hún væri orðin svo þreytt og að nú væri komið nóg, hún væri tilbúin. Ég veit því í hjarta mínu að hún er ánægð, hvar sem hún er. Mér finnst það ákaflega mikill heiður að hafa fengið það tækifæri að fá að kynnast þessari glæsilegu og hlýju konu og þakka ég Guði fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég mun sakna hennar sárt og kveð hana hér með ljóði: Með mínum lokuðum augum ég sé, glæsilega konu. Hún fjarlægist mig smátt og smátt, og mynd hennar smækkar. Hún er að komast á leiðarenda, hún er að komast heim. En mynd hennar mun úr minni mínu aldr- ei hverfa, aldrei. (T. M) Þín Tinna María. ÞÓRUNN ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, dvalarheimilinu Skjaldarvík, áður Tjarnarlundi 6A, Akureyri, lést laugardaginn 19. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 28. nóvember kl. 13.30. Þórir Sigurbjörnsson, Sigrún María Gísladóttir, Pétur Sigurbjörnsson, Elín Hafdal, Anna Fríða Kristinsdóttir, Gunnar Anton Jóhannsson, Baldur Hólm Kristinsson, Gullveig Ósk Kristinsdóttir, Kristján Sveinsson, Snorri Viðar Kristinsson, Ágústa Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, ÞÓRIR MAACK PÉTURSSON, lést sunnudaginn 6. þessa mánaðar. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabba- meinsfélagið. Bernharð Pétursson, Brynhildur M. Pétursdóttir, Elísabet Þ. Á. Maack Pétursdóttir, Gunnar Pétursson, Hilmar Pétursson, María Pétursdóttir, Pétur V. Maack. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 22, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 16. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Ólafsson. Kæri bróðir minn, mágur og frændi, NJÁLL BREIÐDAL frá Jörfa, Stampbrogatan 20, 681 32 Kristinehamn, Svíþjóð, lést laugardaginn 12. nóvember 2005. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gissur Breiðdal, Jenný Þ. Skarphéðinsdóttir og fjölskylda. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBERGUR FRÍMANNSSON frá Skíðsholtum á Mýrum, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 20. þessa mánaðar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Ásgeir Sigurbergsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Sigurður Sigubergsson, Soffía Árnadóttir, Stella Sigurbergsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Jæja, Mundi minn. Þá er þessu lokið. Hann var erfiður síð- asti kaflinn enda aldurinn að færast yfir með öllu því sem honum fylgir. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ✝ GuðmundurGuðmundsson, húsasmiður, fæddist á Húnstöðum í Fljót- um 27. maí 1925. Hann andaðist á Landakoti 15. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjar- kirkju 25. nóvem- ber. Elli kerling gefur engum grið og þegar menn þurfa að glíma á mörgum vígstöðvum er ekki að spyrja að leikslokum. Já, Mundi minn, úti í náttúrunni var leik- sviðið með allri sinni fegurð og möguleik- um, ófáar veiðiferðir til rjúpna- og gæsa- veiða inn í Þjórsárdal þar sem víðáttan virð- ist óendanleg. Já, veiðiferðir á sjó og landi voru ánægjustundirnar, ekki sakaði að keppnisandinn var alltaf fyrir hendi í flestu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú gast þér rétt til um að nú yrðu kaflaskipti í lífi þínu við breytingu sem varð hjá þér fyrir tveimur ár- um. Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir, brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á. Kveður lóu kliður, kyrrlát unir hjörð. Indæll er þinn friður ó, mín fósturjörð. (Steingr. Thorst.) Hvíl í friði, bróðir sæll. Vilhelm Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.