Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 57 MINNINGAR Sveinstauli leit ég þær systur og frænkur mínar, Helgu og Jenný, fyrst augum. Fáeinum árum síðar urðum við nágrannar í Sundstræt- inu á Ísafirði, Helga þá átján ára að aldri, fríð og fönguleg stúlka, sem erfitt var að ímynda sér ann- að en að lífið myndi brosa við, systirin níu árum yngri, jafnaldra mín og höfðinu hærri. Fyrstu árin í Sundstrætinu varð mér nokkuð tíðförult yfir til frændfólksins. Kleinurnar hjá Imbu frænku voru öðrum betri og mér þótti Rögnvaldur skemmtileg- ur karl, sérstaklega þegar hann bauð mér í nefið og Imba frænka skammaði hann fyrir að vera að bjóða barninu þetta. Þótt ungur væri að árum varð mér fljótlega ljós þáttur Karitasar Hafliðadótt- ur, stjúpu húsbóndans, hjá fjöl- skyldunni og hve mikil virðing var borin fyrir henni jafnt innan sem utan veggja heimilisins. Segja má að þær systur hafi alist upp á sér- stöku menningarheimili því í litlu stofunni í Sundstræti stundaði Karitas áratugum saman kennslu ungbarna, lengst af með um 30 nemendur á hverjum vetri. Karitas var einnig þekkt hannyrðakona. Fræði sín nam hún í Kaupmanna- höfn. Árin fjölskyldu minnar í Sund- strætinu urðu færri en að var stefnt. Aðdragandi þess og að- stæður síðar leiddu til þess að það teygðist á sambandi mínu við þær frænkur. Aldrei slitnaði það þó og beið heldur ekki hnekki. Fyrir það er ég þakklátur. Sitt er hvað gæfa og gjörvileik- ur. Helga frænka mín naut ekki lengi þeirrar einnar mestu gæfu sem hverjum og einum getur hlotnast, góðrar heilsu. Hún hafði hins vegar til að bera mikinn gjörvileik sem hún miðlaði ríku- lega meðan tóm gafst til með góð- vild, vinnusemi og glaðværð. Hún var barngóð og hafði mikla unun af söng. Helga var hög til handar og naut í þeim efnum eflaust fyrri tíðar umönnunar nöfnu sinnar, Karitasar. Einstakt má telja hversu henni tókst að varðveita artirnar á þeirri þrautagöngu sem lífið átti eftir að reynast henni. Svo mikið tel ég mig vita að á HELGA KARITAS RÖGNVALDSDÓTTIR ✝ Helga KaritasRögnvaldsdóttir fæddist á Ísafirði 21. október 1925. Hún lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnun- ar Ísafjarðar 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jens- dóttir, ættuð frá Bolungarvík, og Rögnvaldur Guð- jónsson frá Furu- firði í Grunnavíkur- hreppi. Systir Helgu er Jenný, f. 21. maí 1934. Heimili Helgu Karitasar stóð alla tíð í Sundstræti 25A á Ísafirði, en þar bjuggu foreldrar hennar allan sinn búskap og þar var einnig bernskuheimili Rögnvalds, sem barn að aldri var tekinn í fóstur af Karitas Hafliðadóttur. Útför Helgu var gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 12. nóvember. þeim árum eignaðist hún fjölda góðra vina meðal þess fólks, sem lagði sig í líma við að létta henni langa og erfiða daga svo í ár- um var talið. Og vin- irnir gömlu gleymdu henni ekki. Ég veit að fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna sem hún varð aðnjótandi frá þessu fólki var hún afar þakklát. Æviferill Helgu Karitasar var ekki margbrotinn. Lífið í Sundstrætinu var líkt og á svo mörgum heimilum fyrri hluta síðustu aldar. Sund- strætið var umgjörð fremur fá- brotins heims þeirra systra; fyrst með foreldrum sínum og Karitas ömmu, að síðustu þær einar. Þarf engan að undra þótt sterkur þráð- ur hafi spunnist milli þeirra systra þrátt fyrir nokkuð ólíkt upplag. Væntumþykjunni þeirra á milli verður ekki með orðum lýst, né heldur umhyggju Jennýjar í garð Helgu öll þau ár sem hún átti við veikindin að stríða. Það er heldur á engan hallað þótt ég nefni hér til sögu frænku okkar, Jenný Breið- fjörð, sem öll þessi ár hefur reynst þeim systrum ómetanleg hjálpar- hella og í reynd verið þeim sem besta systir. Starfsferill Helgu Karitasar var heldur ekki margbrotinn. Hún var í rækjunni, eins og það var kallað á þeim tíma, meðan heilsan leyfði. Hún var afkastamikil og eftirsótt til vinnu en lengst af starfsævi hennar var öll rækja handpilluð. Ekki skal reynt að geta sér til hver ferill hennar hefði getað orðið ef heilsuleysi hefði ekki gert vart við sig á þeim aldri þegar fólk er hlaðið hvað mestri orku og reiðubúið að takast á við lífið. Helga var félagsvera og átti auð- velt með að umgangast fólk. Um tíma átti hún sæti í trúnaðarráði Verkalýðsfélagsins Baldurs. Í mörg ár voru bíóferðir helsta skemmtan þeirra systra. Mér seg- ir svo hugur að margar myndir Bíó-Alþýðuhússins, eins og Ísa- fjarðarbíó hét á árum áður, hafi ekki farið fram hjá þeim. Helga var rétt innan við fertugt þegar hún fyrst kenndi sér meins sem leiddi til sjúkrahúsvistar. Eft- ir það gekk hún aldrei heil til skógar þótt langvarandi veikinda gætti ekki fyrr en síðar. Sjúkra- húsvistum hennar fjölgaði eftir því sem á leið ævina og síðustu tvo áratugina má segja að hennar ann- að heimili hafi verið innan veggja sjúkrastofnana. Hálfum mánuði áður en Helga kvaddi náði hún að verða áttræð. Ég veit að sá dagur var einn af mörgum sem veittu geisla inn í líf hennar. Svo var fyrir að þakka þeim fjölmörgu sem þótti vænt um Helgu. Enginn sem til þekkti gekk þess dulinn að hvíldin var Helgu lang- þráð. Þrátt fyrir eftirsjá gladdist ég því í hjarta mínu þegar ég fékk fregnina um brottför hennar; hún hafði haldið til fundar við sinn hirði, sem nú lét hana hvílast á grænum grundum og leiddi hana að vötnum þar sem hún mátti næð- is njóta. Kærkomna hvíld hafði hún nú öðlast þessi frænka mín, sem ég ætla að þakkað hafi Guði fyrir hvern dag sem líðan hennar var betri en alla jafnan. Æðruleysi hennar var einstakt. Í bókaherberginu mínu situr lít- ill fugl á grein í gluggakistunni og starir út í víðáttuna. Í einni af heimsóknum mínum til Helgu á sjúkrahúsið á Ísafirði gaf hún mér þennan fallega fugl sem hún hafði handmálað. Mér finnst sem að við handverkið hafi hún gefið honum hluta af sjálfri sér. Hendi það að mér finnist hann ekki eins líflegur og áður mun ég gleðjast yfir því að hann hafi kosið frelsið og flogið með sálu frænku minnar inn á lendur ljóss og friðar þar sem kærleikurinn er mestur. Elsku Jenný. Hugur okkar Sæju og fjölskyldunnar hefur verið hjá þér þessa síðustu daga. Guð blessi þér minninguna um systur þína og styrki þig í því sem fram undan er. Sigurður J. Jóhannsson. Alicanteflugvöllur síðdegis. Glaðvær hóp- ur eldri borgara var að leggja af stað heim eftir nokkurra vikna ánægjulega dvöl í haustsólinni suður við Miðjarðarhaf. Kærkominn sumarauki áður en haldið skyldi á vit skammdegismyrkursins á landinu kalda. En einum voru þau örlög ætl- uð að verða þessum góða hópi ekki samferða yfir hafið, hans Íslandsferð lauk við innritunarborðið í það skipt- ið. Sólin skein líka skært í þá gömlu góðu daga heima í Bakkagerði. Lítill sjóndapur drengur var að æfa sig í hástökki, kúluvarpi og öðrum frjáls- íþróttum. Vökul augu frænda fylgd- ust með og hvatninguna skorti ekki og á dimmum vetrarkvöldum meðan nöpur norðanhríðin æddi um úthlíð- ina var Hreinsi frændi löngum að kenna hinum unga sveini manngang- inn. Árin liðu og leiðir skildu en þótt leiðirnar lægju ekki alltaf saman í stjórnmálum eða lífsskoðunum er ekki annað hægt að segja en að Hreinn hafi orðið einn af máttar- HREINN KRISTINSSON ✝ Hreinn Kristins-son fæddist á Hauksstöðum í Jök- uldal 1. október 1932. Hann lést á Alicante á Spáni 8. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ár- bæjarkirkju 18. nóv- ember – í kyrrþey að ósk hins látna. stólpunum í lífi hins unga drengs. Heiðar- leiki hans samfara óskorðaðri virðingu fyrir rétti ein- staklingsins hafa ætíð verið sterkustu fyrir- myndirnar. Oft þegar leiðin lá til Reykjavík- ur bæði á unglings- aldri og síðar, átti ég víst heimili hjá Hreini og hans dásamlegu eiginkonu Guðrúnu Benediktu. Heimili þar sem saman fór einkar notaleg blanda íslenskrar sveitagestrisni og einhvers notalegs suðræns andblæs. Hreinn var einn þeirra manna sem maður gat ekki annað en ósjálfrátt borið virðingu fyrir, hinn hljóðláti og grandvari heiðarleiki hans voru eiginleikar sem ég held að allir hafi borið mikla lotn- ingu fyrir. Sú blanda hógværs heið- arleika hans og blíðra tilfinninga hans dásamlegu eiginkonu gat af sér fimm einkar mannvænleg börn og barnabörn sem í dag sjá á eftir ein- stökum afa. Nú er Hreinsi kominn heim, eftir nokkrar villur og hrakningar á heim- leiðinni, þar sem hann nú hvílir í ís- lenskri fósturmold. Sorg Guðrúnar Benediktu, barnanna og barna- barnanna er stór og mikil og missinn verður erfitt að bæta. En Hreinn skilur eftir sig arfleifð sem aldrei mun fyrnast. Fé deyr, frændur deyja en orðstír deyr aldrei. Reynir Antonsson. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Útför systkinanna, GUÐRÍÐAR KONRÁÐSDÓTTUR OG AXELS KONRÁÐSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. nóvember kl. 11.00. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓHANN HENDRIKSSON, lést af slysförum sunnudaginn 20. nóvember sl. Útför verður gerð frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 28. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Rebekka María Sigurðardóttir, Valdimar Karl Guðmundsson, Jóhann Ágúst Sigurðarson, Þórunn Ragnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SÓLVEIGAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Dalalandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots og hjúkr- unarheimilisins Eirar fyrir einstaka umhyggju. Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frændi okkar, HAUKUR NOAH HENDERSON, Kleppsvegi 10, Reykjavík, sem andaðist þriðjudaginn 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Ágúst Sigurðsson, Magnhildur Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.