Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 59 MINNINGAR Sólveig Sigurbjörns- dóttir, sem í okkar hópi var alltaf kölluð Lóló frænka, er látin á 95. aldursári. Lóló var gift Birni Sig- urðssyni lækni, föðurbróður okkar, sem lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Afar kært var með þeim bræðrum. Þau Björn og Lóló áttu fjögur börn, Hjördísi Gróu (Góu), Sigurð, Elínu Þórdísi (Elludís) og Sigurbjörn. Meðan hjónin lifðu bæði SÓLVEIG SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sólveig Sigur-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 12. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 18. nóvember. var afar náið samband milli fjölskyldnanna sem hélst eftir lát Björns, sem var ekki síst Lóló að þakka. Við lát Lólóar kem- ur fyrst upp í huga okkar þakklæti fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Hún var ein- staklega ljúf, mann- blendin, einkar vakandi og vel gefin, fylgdist vel með þjóð- málum og menningu, var tónelsk og bókelsk og elsk að fjölskyldu sinni allri. Nut- um við systkinin góðs af hugulsemi hennar, enda fylgdist hún vel með lífi okkar allra og barna okkar. Lóló var sterk kona. En hún missti ástkæran eiginmann sinn í blóma lífsins og nú í hittiðfyrra dóttur sína Elludís, sem varð henni þung raun. Við systkinin vorum svo heppin að öðru hverju sömdu foreldrarnir um vistaskipti fyrir börn sín, eitt í senn, og fengum við þá að dvelja á Mána- götu 7 í Keflavík og síðar í Sörlaskjóli og á Skólabraut. Nutum við þá ómælds ástríkis þeirra Björns og Lólóar. Tónlist var í hávegum höfð á heimili þeirra og frændsystkini okkar lærðu á ýmis hljóðfæri. Læknastofan í kjallaranum á Mánagötu hafði alltaf mikið aðdráttarafl fyrir okkur börn- in. „Læknislyktin“ á stofunni var í senn ógnvekjandi og spennandi. Þar réð Gunna Teits ríkjum í fjarveru Björns. Við kynntumst líka líflegu félagslífi krakkanna í Keflavík, knattspyrnu- áhuga þeirra og vopnaburði ýmisleg- um. Áttum við frændsystkinin marg- ar góðar og eftirminnilegar stundir saman. Sérstakur ljómi fylgir minningu Lólóar frænku. Seint mun gleymast hennar jákvæða og hlýlega viðmót, kímnin og þær góðu gáfur þeirra Björns beggja sem börn þeirra hafa hlotið í arf. Guð blessi minningu þeirra hjóna. Systkinin Ægisíðu 58. Mig langar að minnast vinkonu minnar Gyðu Erlingsdóttur sem fyr- ir fimm árum kom hingað til Bíldu- dals ásamt manni sínum Aðalsteini. Og tilefnið var af því að ég var að opna Íslenskt tónlistarsafn sem bar upp á 17. júní 2000. Og hafði Gyða fylgst með þessu í blöðum sem ég var að vinna fyrir tónlistina í landinu. Gyðu var tónlistin í blóð borin enda stóðu að henni sterkir stofnar í þeim geira. Faðir hennar var Erling Ólafsson söngvari sem allt fólk sem er komið til vits og ára þekkir og síð- ast en ekki síst var hinn þjóðkunni maður Svavar Gests náfrændi henn- ar og uppeldisbróðir. Hafi Gyða ævarandi þökk fyrir þennan góða hug sem hún sýndi mér í orðum og verki. Ég kveð hana hinstu kveðju með minningarljóði sem Vilhjálmur frá Skáholti orti um föður hennar er hann lést langt um aldur fram. Frið- ur Guðs hvíli yfir minningu þessarar góðu konu: Þú komst og fórst, með ást til alls, sem grætur, á öllu slíku barstu nákvæm skil. Þín sagá er ljós í lífi einnar nætur, Eitt ljós sem þráði bará að vera til. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. Jón Kr. Ólafsson, Reynimel. GYÐA ERLINGS- DÓTTIR ✝ Gyða Erlingsdóttir fæddist íReykjavík 25. nóvember 1929. Hún lést á LSH í Fossvogi 16. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 25. nóvember. Það sló okkur mjög að sjá andlátsfregn Lofts, erfitt að trúa því að kallið væri komið, svo stutt frá síðustu heimsókn í stól- inn. Það eru forréttindi okkar að hafa kynnst þessum öðlingi, vandfundnir menn eins og Loftur. Í yfir 25 ár hef- ur hann verið okkar maður, annast okkur af einskærri kostgæfni. Það eru örugglega ekki margir sem eru eins heppnir og við, að geta alltaf hlakkað til að fara í heimsókn til tann- læknisins. Á stofunni ríkti góður andi og kom þar vel í ljós frábær húmor Lofts og ekki má gleyma þeim Hrafn- LOFTUR ÓLAFSSON ✝ Loftur Ólafssonfæddist í Nes- kaupstað 24. febr- úar 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 24. nóv- ember. hildi og Sigríði sem áttu sinn þátt í ánægju- legri heimsókn. Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi friður ljóssins vera með ykkur. Þorgerður Jóhannsdóttir, Jóhann Leósson og fjölskylda og Íris Lena Leósdóttir. Þegar dauðinn kveður dyra er maður alveg varnarlaus, hann kemur örugglega og ekki er hægt að hlaupa frá honum. Það er samt hægt að hugga sig við góðar minningar á slík- um stundum, alltaf var gott og upp- byggilegt að hitta Loft, það var hægt að tala við hann um listina eða lífið, húmorinn góður en alvaran aldrei langt undan. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Daði Guðbjörnsson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR frá Hrafnhóli, Furulundi 7a, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Skógar- hlíðar, elliheimilinu Hlíð, Akureyri og séra Óskari Hafsteini Óskarssyni. Fjóla Kristjánsdóttir Ísfeld, Stefán Guðmundsson, Stella Auður Auðunsdóttir, Jens Kristján Guðmundsson, Júlía Rós Kjærnested, Harrý Kjærnested, Svandís Guðmundsdóttir, Jose Manuel Garcia Lineiro, Sæunn Guðmundsdóttir, Kristján Þorsteinsson, Guðmundur Auðjón Guðmundsson, Hafdís Kristjana Sveinsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og systur, MARGRÉTAR G. MARGEIRSDÓTTUR, áður til heimilis í Stífluseli 9. Sérstakar þakkir fær Ólafur Samúelsson læknir, hjúkrunar- og starfsfólk á 3. H.N. hjúkrunarheimilinu Eir, fyrir góða umönnun. Guðsblessun fylgi ykkur öllum. Helga Ingibjörg Sigurðardóttir, Magnús E. Baldursson, Helena Drífa Þorleifsdóttir, Atli H. Sæbjörnsson, Þórarinn Fr. Þorleifsson, Hugrún Hrönn Þórisdóttir, barnabörn og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR ARNDAL, Vitastíg 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs, 3. hæð, fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa, bróður og mágs, SIGURSVEINS KRISTINS MAGNÚSSONAR ketil- og plötusmiðs, Holtateigi 26, Akureyri, áður til heimilis að Sunnuhvoli, Glerárþorpi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun. Halla Sveinsdóttir, Jón Ágúst Aðalsteinsson, Andri Sveinn Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Þóra Guðrún Jónsdóttir, Sigurlína Guðný Jónsdóttir, Jón Hilmar Magnússon, Sóley Jónsdóttir, Júlíus Friðrik Magnússon, Margrét Magnúsdóttir, Bogi Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Stefán Pétursson, Jósefína Magnúsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Jógvan Purkhus, Skarphéðinn Magnússon, Sigríður Jónsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA SIGHVATSSONAR, Dyngjuvegi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarfræðinga Karítas. Guðrún Jónsdóttir, Sighvatur Sævar Árnason, Þórhalla Arnljótsdóttir, Ásta Árnadóttir, Gunnar Árni Ólason, Kristín Árnadóttir, Hlynur Reimarsson, afabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS SÆMUNDSSONAR múrarameistara, Fífutjörn 3, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins Ljósheima fyrir frábæra umönnun. Margrét Valdimarsdóttir, Valdimar Friðriksson, Jóhanna Valdórsdóttir, Sæmundur Friðriksson, Hafdís Gunnarsdóttir, Erna Friðriksdóttir, Bjarni Þorvaldsson, Hrefna Friðriksdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.