Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 61 FRÉTTIR Toyota Landcruiser 100 VX ár- gerð 1999. Ekinn 182 þús. km. Gullfallegur bíll í toppstandi. Verð 3.990,000 kr. Símar 557 7840, 894 1117 eða 587 2117, Jón. MMC L-200 árg. '98, ek. 148.000 km. Góður svartur og silfurlitur L-200 dísilbíll með húsi. Upplýs- ingar í síma 863 6455. VW Golf Stw 1800 árg. '96, ek. 143.000 km. Skoðaður '06. Sumar/ vetrardekk. Toppeintak. Verð kr. 350 þús. Sími 840 6045, Óli. SUBARU FORESTER '98 Ek. 154 þús. km. Sjálfsk., dráttar- krókur, upphækkaður um 3 cm. Reyklaus, einn eigandi. Þjónu- staður af Subaru-verkstæði. Aukafelgur fylgja. Verð 690 þús. Uppl. 554 5188 og 699 6188. Toyota Landcruiser 90 disel gx 08/'99, 3000 cc. slagrými. Bein- skiptur, ek. 129 þús. Dráttarkúla, CD, heilsársdekk. Verð 1.890 þús. Sími 820 6263 eða 557 3481. Smáauglýsingar 5691100 JÓLASVEINAÞJÓNUSTA Skyrgáms afhenti nýlega Hjálparstarfi kirkjunnar 421.400 kr. framlag sem hluta af veltu Jólasveinaþjónustunnar um síðustu jól. Framlaginu verður varið til þess að hjálpa 168 heimilum í Úganda þar sem börn sem misst hafa báða foreldra sína úr alnæmi, búa ein. Hjálpin felst í reglu- legri ráðgjöf og efnislegri aðstoð. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur starfað í 7 ár og er Skyrgámur í start- holunum fyrir þessi jól og mun Hjálp- arstarf kirkjunnar áfram njóta góðs af, segir í fréttatilkynningu. Nánari upp- lýsingar eru á vefsíðu sveinanna www.skyrgamur.is eða í síma 694 7474, hjá umboðsmanni þeirra. Jólasveinaþjón- ustan styrkir kirkjuna STOFNFUNDUR Félags fagfólks um hópmeðferð (FFH) verður haldinn mið- vikudaginn 30. nóvember næstkomandi í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20. Markmið félagsins verður meðal annars að vinna að fram- gangi hópmeðferðar á Íslandi. Í tilkynn- ingu frá undirbúningshópi félagsins segir að félagið sé ætlað öllu því fagfólki sem stundi hópmeðferð, eða hafi áhuga á hóp- meðferð, óháð aðferðafræði, kenningum og stefnum. Stofna félag fagfólks um hópmeðferðir Sumir hafa haft við orð aðinnihald jólahátíðarinnar hafi dálítið lotið í lægra haldi fyrir umbúðunum. Það skaðar því ekki að hafa það hugfast þegar líða tekur að hátíðinni að ræða við börnin um hvers vegna við höldum jól og einnig að miðla þeim af kærleiksboðskapnum. Það er góð og gömul regla að lesa jólaguðspjallið fyrir börn og annað heimilisfólk á að- fangadagskvöld, einnig hlusta á útvarpsmessu áður en borðað er. Víst er oft erfitt að halda í hemilinn á áfjáðum börnum sem hafa í langan tíma hlakkað til að opna pakka og fá að borða sælgæti að lyst. En það þarf að gefa börnum andlegt fóður ekki síður en hið áþreifanlega. Það má byrja á þessum um- ræðum fyrir jólin, minna þau á Jesúbarnið og fara með bænir með þeim. Hin sígilda bæn „Faðir vor“ er flestum fullorðnum létt á tungu en einnig má syngja með börnunum t.d. „Ó Jesú bróðir besti“ og „Ástarfaðir him- inhæða“. Ef þetta er gert í skamma stund á hverjum degi fá börnin meiri skilning á því hvers vegna kristnir menn halda jól og þá verður jólahá- tíðin annað og meira en bara gjafa- og áthátíð. Það má líka segja börnum sitt hvað um dæmisögur þær sem Jesú sagði sjálfur frá, t.d. sögunni um miskunnsama Samverjann. Það hefur komið í ljós að mikill hluti Íslendinga telur sig trúaðan, þessari trú þurfa for- eldrar, ömmur og afar og aðrir nákomnir börnum að miðla til þeirra. Það gerir börnum gott að heyra það sem fallegt er og varpar birtu inn í sál þeirra. Í kverinu Barnavers sem Sigurbjörn Einarssonar biskup tók saman er þessi fallega vísa: Til mömmu Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það launa skal ég þér. S.J.J. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Getum við gert betur? „Mjúk er alltaf höndin þín“ AÐVENTAN er hafin. Börn finna frið og gleði í að biðja bænir og syngja sálma við sitt hæfi. Það er gott fyrir börn allra tíma að heyra kærleiksboðskapinn sem jólahátíðin byggist á. Ekki gleyma að segja börnunum frá inntaki jólanna í annríki hins veraldlega. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is KIRKJUÞING, sem halda á í október 2007, mun væntanlega skera úr um hvern- ig þjóðkirkjan eigi að bregðast við ósk um að kirkjan komi að hjúskaparstofnun sam- kynhneigðra para. Biskupsstofa hefur sent frá sér fréttatilkynningu, vegna um- ræðu sem spunnist hefur í framhaldi af framkomnu frumvarpi á Alþingi um stað- festa samvist. Þar er upplýst um ferlið sem málið er nú í innan þjóðkirkjunnar. Í tilkynningunni segir m.a. að Presta- stefna 2005 hafi samþykkt „að beina þeim eindregnu tilmælum til biskups að hann feli ráðgjafarnefnd um kenningarleg mál- efni að bregðast við óskinni um að þjóð- kirkjan komi að hjúskaparstofnun sam- kynhneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða“. Biskup Íslands varð við ósk Prestastefnu og hefur kenningarnefnd þegar hafið starf. Gert er ráð fyrir að kenningarnefnd- in skili áliti um kirkjulegar hjónavígslur samkynhneigðra til Prestastefnu sem haldin verður í apríl árið 2006. Eins mun Leikmannastefna fjalla um málið. Ólíkar raddir fái að heyrast Í framhaldi af því mun biskupafundur skila tillögum sem verða kynntar Kirkju- þingi 2006. Gera má ráð fyrir að málið verði því næst sent til sókna, félaga og stofnana innan kirkjunnar til umsagnar fyrir Prestastefnu vorið 2007 og að hægt verði að afgreiða það á Kirkjuþingi 2007. Þá segir í tilkynningunni að þjóðkirkjan starfi í anda lýðræðis og vilji að mál sem varða meðal annars breytingar á helgisið- um og hefðum kirkjunnar fái umfjöllun á öllum stigum hennar, í grasrót jafnt sem yfirstjórn. „Það er mikilvægt að sátt sé um ferlið og niðurstöðuna og að ólíkar raddir fái að heyrast. Jafnframt er leitast við að hafa samráð við lútherskar þjóðkirkjur á Norðurlöndum og önnur kirkjusamfélög um þetta málefni.“ Jafnframt þessu er unnið að gerð fræðsluefnis um mál samkynhneigðra og viðhorf kirkju og kristinna manna. Sér- stakur starfshópur á vegum biskups, um mál samkynhneigðra, hefur starfað frá 2004. Þjóðkirkjan hefur átt gott samstarf við trúarhóp Samtakanna ’78 og Félag að- standenda samkynhneigðra. Þá minnir Biskupsstofa á að heimild til presta og for- stöðumanna trúfélaga til að vera vígslu- menn snertir ekki eingöngu þjóðkirkjuna heldur öll skráð trúfélög á Íslandi. Umræða innan þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist Kirkjuþing 2007 ákveður um hjónavígslur samkynhneigðra TENGLAR .................................................... www.kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.