Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.11.2005, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Ídag er fyrsti sunnudagur í aðventu. SéraSigurður Árni Þórðarson, prestur í Nes-kirkju, segir aðventuna vera mikinn ann-atíma hjá kirkjufólki. „Alls staðar á Íslandi er mjög mikið um að vera í kirkjum á aðventunni, líka á virkum dög- um og á kvöldin. Það er mikið af tónleikum, að- ventukvöldum og heimsóknum frá skólum. Til dæmis koma allar bekkjardeildir grunnskólans í Nesprestakalli og flestir leikskólarnir í sókninni í heimsókn á aðventunni í kirkjuna til okkar. Alls konar hópar koma líka saman í kirkjunum. Svo er ýmislegt um að vera sem er ekki á veg- um kirkjunnar sjálfrar.“ Sigurður segir messusniðið vera með ná- kvæmlega sama hætti á aðventunni og aðra sunnudaga. „Fyrsta sunnudag í aðventu er þó oft meiri hátíðarblær á messunum og meira haft við í söng. Oft er fermingarbörnunum ætlað meira hlutverk þennan sunnudag en endranær. Til dæmis verða fermingarbörnin hér með ljósa- messu eftir viku. Í dag verður heilmikill söngur í messunni í Neskirkju og börnin taka mikinn þátt í henni. “ Fyrsti sunnudagur í aðventu er nýársdagur kirkjuársins en svo nefnist starfsár kirkjunnar. Það tekur mið af lífstakti krists, ekki hefð- bundnu almanaksári. Sigurður segir orðið aðventa vera komið af latneska orðinu adventus sem þýðir að koma eða tilkoma. „Það er að sjálfsögðu kristilega skil- greint í þessari vestrænu hefð og er miðað við komu Jesúbarnsins. Þessi fjögurra vikna tími fyrir jól er væntingatími og er líka hugsaður í hefðinni sem undirbúningstími. Ef maður miðar við hið kirkjulega þá notar maður tímann til að fylla hugann af því sem skiptir máli og stilla sál- arstrengina fyrir jólahátíðina. Það er tilgang- urinn með þessum tíma, að menn séu tilbúnir til að taka við guðssyninum. Fólk undirbýr heimili sín á þessum tíma líka, fyrir komu jólanna. “ Flestir tengja aðventuna við aðventukransa og aðventukerti. Sigurður segir það vera til- tölulega nýtilkominn sið. „Siðurinn kemur hing- að frá Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Kertin fjögur, eitt fyrir hvern sunnudag í að- ventunni, hafa hvert sitt heiti, það er; betlehem- kertið, spádómskertið, englakertið og hirðakert- ið. Í fyrri tíð var aðventan líka kölluð jólafasta. „Þá var lögð áhersla á andlega iðkun og menn gerðu það með ýmsu móti. Ég veit ekki hversu algengar föstur hafa verið hér á landi, líklega hefur matarleysi orðið til þess að menn minnk- uðu við sig í mat á þessum árstíma áður en þeir belgdu sig út um jólin. Það er engin leið að segja hversu útbreiddar föstur voru í íslensku samfélagi, menn kannski minnkuðu við sig kjöt- ið.“ Aðventan | Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu Undirbúningur fyrir jólahátíðina  Séra Sigurður Árni Þórðarson hefur verið prestur í Neskirkju undanfarið eitt og hálft ár. Hann útskrifaðist sem guðfræðingur úr Há- skóla Íslands árið 1979 og lauk doktorsprófi í guðfræði frá Bandaríkj- unum 1989. Hann hefur starfað sem prestur í Skaftafellssýslu og Þingeyjarsýslu, verið rektor í Skálholti og starfsmaður Bisk- upsstofu. Sigurður er kvæntur Elínu Sigrúnu Jóns- dóttur og á fimm börn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þolinmæði er dyggð, en ekki endilega hátt skrifuð í samfélagi skyndifull- nægjunnar. Biðin er vel þess virði. Sáðu fræi og snúðu þér síðan að öðru. Ekki ýta á eftir árangrinum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Líklega var það kona í nautsmerkinu sem sagði: Súkkulaði, karlmenn, kaffi; sumt er betra sterkt. En það er miður ef óhófleg eyðsla þín kemur niður á sambandinu. Borgaðu þinn eigin reikning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fólk í kringum þig þarf að láta í sér heyra. Það er næstum því mikilvæg- ara að hlusta á sögu annarra en að leysa vandamál þeirra. Notaðu þín skýru og vakandi augu til þess að gefa öðrum gaum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Verðlaunin hreppir sá sem ekki lætur deigan síga og í dag ert það þú. Þú kvartar kannski og örvæntir, en gefur þig ekki fyrr en settu marki er náð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Varðandi ótilgreint atvik í sambandi, fellur allt í ljúfa löð innan tíðar. Sár gróa hægt og rólega, mundu það. Treystu því að allt fari batnandi, þótt þess sjáist kannski engin merki ennþá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk sem hættir til að nota aðra sker sig úr, en það er erfitt að neita. Besta aðferðin til þess að hrista af sér góð- veðursvin, er að biðja hann um greiða. Sá sem um ræðir svarar, ekkert mál, og lætur sig svo hverfa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Að þurfa að hafa rétt fyrir sér er hættulegt í versta falli og leiðigjarnt í því versta. En þú er hátt yfir það haf- in. Þú viðurkennir ekki bara mistök, heldur hagnast á þeim. Vonandi kunna ástvinir að meta þinn opna huga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki skrýtið að börn elski sporðdrekann og að vonbiðlar hópist að honum. Hann breytir daglegu amstri í eitthvað spennandi með full- tingi frábærs ímyndunarafls. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Nýtt sam- band lofar góðu, en farðu varlega og taktu eitt skref í einu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu það sem þú ætlar að fram- kvæma í áföngum. Allt gengur betur ef takturinn er rólegur. Láttu fara vel um þig til þess að fyrirbyggja óvænta þreytu. Heilsusamlegar venjur styrkja varnirnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er yfirleitt til í málamiðl- anir, en á að bregða út af vananum núna og sitja fast við sinn keip. Þú ferð þínu fram og allir hagnast. Fram- farir sem höfðu tafist, ganga nú að óskum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ýmsum spurningum er ósvarað síðan í gær. Gátan leysist ekki á næstunni, reyndu að finna til spennu frekar en gremju. Félagsleg álitamál koma upp, samþykktu það besta í fari vinanna og láttu sem þú sjáir ekki afganginn. Stjörnuspá Holiday Mathis Sólarorka bogmannsins streymir í gegnum alheim- inn og ýtir undir löngun til þess að kanna, víkka og gera meiri kröfur til lífsins. Tunglið er í vog og hugsanlegt vaxtarskeið því enn öflugra með rétta makann sér við hlið; einhvern sem leitar eftir því sama og þú (allt öðru en þegar er vitað). Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 viðhaldið, 8 drekkur, 9 vindleysu, 10 tala, 11 bik, 13 nákvæm- legar, 15 afla, 18 kölski, 21 drif, 22 hali, 23 dýrs- ins, 24 kom í ljós. Lóðrétt | 2 maula, 3 þoku, 4 áform, 5 ilmur, 6 sykurlaus, 7 mynni, 12 heydreifar, 14 tunna, 15 vatnsfall, 16 Evrópu- mann, 17 góða eðlið, 18 rifa, 19 sárabindis, 20 nánast. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gáski, 4 sútar, 7 tófan, 8 álfum, 9 afl, 11 aðan, 13 harm, 14 eflir, 15 form, 17 ómur, 20 ask, 22 ræðin, 23 lafði, 24 sinna, 25 remma. Lóðrétt: 1 gutla, 2 sífra, 3 iðna, 4 stál, 5 tyfta, 6 rúmum, 10 fólks, 12 nem, 13 hró, 15 forks, 16 rúðan, 18 máfum, 19 reisa, 20 anga, 21 klór. NÝÚTKOMIN er hljóðversplatan Nordisk vinternatt frá norsku söng- konunni Sissel Kyrkjebø, sem hélt tónleika hér á landi í september og október síðastliðnum í Háskólabíói. Nýja plata heitir Nordisk vinternatt og inniheldur meðal annars vöggu- vísuna Sofðu unga ástin mín eftir Jó- hann Sigurjónsson, sem Sissel syngur á íslensku. Vögguvísunni kynntist hún einmitt þegar hún var hér á landi í kringum tónleikana. Platan er annars 13 laga og inni- heldur þekkt þjóðlög frá norðurlönd- unum. Fyrsta upplagi fylgir DVD- diskur með tónleikum hennar og Kringkastingsorkestret og gestum hennar. Norræn vetrarnótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.