Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ JÓLALÖG eru að flestra mati jafn ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna og smáköku- bakstur og jólagjafainnkaup. Plan B gefur út í samvinnu við Senu jóla- plötuna Jólaskraut þar sem margir af þekkt- ustu söngvurum þjóðarinnar taka jólalög sem ættu að vera flestum kunn. Jónsi syngur lögin „Jól alla daga“ og „Gleðileg jól allir saman“ og Birgitta Hauk- dal fetar í fótspor Helgu Möller og syngur „Heima um jólin“. Nylon-flokkurinn syngur tvö lög á plötunni, „Hátíðarskap“ og Wham- slagarann „Last Christmas“ við nýjan ís- lenskan texta úr smiðju Ölmu Guðmunds- dóttur. Sveppi lætur ekki sitt eftir liggja og tekur lögin „Snjókorn falla“ og „Rokkað út um jólin“ sem Laddi söng svo eftirminnilega hér um árið. Þau Aðalheiður Ólafsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson syngja svo tvö lög hvort á plötunni. Heiða syngur „Minn eini jólasveinn“ og „Aðfangadagskvöld“ og Frið- rik Ómar „Ég verð heima um jólin“ og „Allt það sem ég óska“ sem er íslensk útgáfa af laginu „All I Want for Christmas“ sem Mar- iah Carey gerði vinsælt á sínum tíma. Það ættu því allir að geta komist í ósvikið jólaskap við að hlusta á Jólaskraut á aðvent- unni, en platan kemur út í vikunni. Þórir Úlfarsson stjórnaði upptökum á plöt- unni ásamt Hafþóri Guðmundssyni. Umsjón með upptökum hafði Einar Bárðarson. Stjörnum prýtt jólaskraut Tónlist | Ný jólaplata væntanleg í verslanir Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is FRESTUR TIL að skila inn lögum vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 rann út hinn 18. nóvember síð- astliðinn. Að þessu sinni bárust 216 lög í keppnina, sem er um það bil tvisvar sinnum fleiri lög en bárust til Sjónvarpsins á síðasta ári. Valnefnd skipuð fagfólki fær það vandasama hlutverk að leggja mat á innsend lög og velja 24 lög til þátt- töku í undanúrslitum. Þegar þau lög hafa verið valin verður haldinn blaðamannafundur þar sem nöfn laga- og textahöfunda verða opinber- uð. Fyrirkomulag keppninnar sjálfrar verður með þeim hætti að haldnar verða þrjár útsláttarkeppnir í beinni útsendingu Sjónvarpsins laug- ardagskvöldin 21. janúar, 28. janúar og 4. febrúar á næsta ári. Í hverjum þessara þriggja þátta verða flutt átta lög og áhorfendur velja í símakosn- ingu fjögur lög sem komast áfram í lokakeppnina sem verður haldin 18. febrúar. Það kvöld ræðst hvert þeirra 12 laga sem keppa til úrslita verður framlag Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, sem fram fer í Aþenu í Grikk- landi 18. maí næstkomandi. Sjónvarpið hefur gengið til sam- starfs við fyrirtækið BaseCamp, sem mun sjá um allan undirbúning og framkvæmd við Söngvakeppni Sjón- varpsins 2006. Sjónvarp | Forval fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Morgunblaðið/Sverrir Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í Söngvakeppninni í fyrra. Rúmlega 200 lög bárust Hvað kemur þér í jólaskap? Jólatónlist og jólaljós. Uppáhalds- jólalag? „Heims um ból.“ Hvað langar þig í í jólagjöf? Persónulegar og heimatilbúnar jóla- gjafir. Hvað borðar þú á jólunum? Herbalife … nei, nei. Svínakjöt og mikið af nammi! Hvað er ómissandi á jólunum? Kertaljós og klæðin rauð og auðvitað að vera með fjölskyldunni og vinum. Friðrik Ómar Hvað kemur þér í jólaskap? Ég kemst í ákaf- lega mikið jólaskap í byrjun aðvent- unnar þegar ég sest niður með jóla- glögg og pip- arkökur og horfi á myndina Miracle on 34th street. Þegar því er lokið getur jólaundirbúningurinn byrjað fyrir al- vöru. Uppáhaldsjólalag? „Hin fyrstu jól“ eftir Ingibjörgu Þorbergs í flutningi hennar sjálfrar er heimsins jóla- legasta jólalag. Svo er ég líka alltaf veikur fyrir „The Christmas Song“. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég er alltaf rosalega óviss um það hvað mig langar í í jólagjöf. Eftir að maður eign- ast börn snýst þetta líka miklu meira um að gefa gjafir og fylgjast með þeim rífa utan af pökkunum. En ég segi ekki að ég hafi ekki gaman af því þegar fjölskylda og vinir hitta í mark og gefa manni eitthvað sem maður vissi ekki einu sinni að mann langaði rosa- lega í! Hvað borðar þú á jólunum? 7 kg jólakalkún þangað til ég get ekki hreyft mig, jólaöl, möndlugraut, heila glás af heimagerðu jólakonfekti og 3 kg af Mac- intoshi mínus bláu molana með kókosgums- inu. Hver borðar bláu molana? Hvað er ómissandi á jólunum? Það er einfaldlega að vera nálægt þeim sem maður elskar, konan mín og börnin mín eru ómissandi. Jónsi Hvað kemur þér í jólaskap? Stór snjókorn, sem falla létt á jörð á aðfangadag. Uppáhalds- jólalag? Lagið með Pálma Gunnars sem ég man ekki hvað heitir en er einhvern veg- inn svona: „Biðjum fyrir öllum þeim sem eiga bágt og þjást, víða mætti vera meira um kærleika og ást, bráðum koma jólin, bíða gjafirnar, lalall- llaalalala...“ Hvað langar þig í í jólagjöf? Lyklakippu sem er ekki hægt að týna. Hvað borðar þú á jólunum? Tilraunaforrétti og rjúpur. Hvað er ómissandi á jólunum? Rjúpur og messan kl. 18.00 í útvarpinu. Sveppi Hvað kemur þér í jólaskap? Bara jólastúss yfir höfuð. Köku- lykt, jólaljós og jólastemning. Ég er alveg forfallið jólabarn og hef alltaf verið. Svo dett ég reyndar alltaf í aðal- jólagírinn þegar ég kem til Hólmavíkur fyrir jólin þar sem ég eyði alltaf jól- unum með mömmu og pabba og ættingj- unum. Uppáhaldsjólalag? „Einmana á jólanótt“ með Brunaliðinu. Diddú syngur þetta lag svo yndislega fal- lega og öll jólaplatan með Brunaliðinu er alveg frábær og ómissandi partur af jóla- haldinu hjá minni fjölskyldu. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég bara veit það ekki, hef ekkert pælt í því. Mig vanhagar ekki um neitt þegar allir eru heilir heilsu og glaðir og ánægðir í kringum mig. Hvað borðar þú á jólunum? Á aðfangadag borða ég alltaf hamborg- arhrygg. Svo náttúrulega er skatan ómiss- andi og hangikjötið og allt þetta dæmi- gerða. Hvað er ómissandi á jólunum? Að vera með mömmu og pabba og að fara í messu klukkan 18 í Hólmavíkurkirkju. Heiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.