Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. SIGURÐUR Guðjónsson byggingameistari hefur fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á skrúfu, sem hann hannaði og er þeim eiginleikum gædd að vera jafnframt bor. Upphafið má rekja til þess að hon- um hafði alltaf þótt skrúfur vandmeðfarnar vegna hætt- unnar á að fræsa út úr hausn- um, auk þess sem skrúfjárnið rann oft til hliðanna og eyðilagði skrúfuna. „Ég fór að hugsa um hvers vegna engum hefði dottið í hug að nota þríhyrning,“ segir Sig- urður í viðtali í Tímariti Morg- unblaðsins í dag. Hann hóf að hanna skrúfu með þríhyrning í stað þverrifu eða stjörnu ofan á hausnum, en þannig segir hann skrúfuna sterkari. „Þríhyrningurinn fleygar viðinn svo að segja frá öllum hliðum þannig að það er mjög erfitt að rífa út úr með svoleiðis skrúfu,“ segir hann og að skrúfan bjóði upp á mikinn tímasparnað. Að sögn Sigurðar má komast hjá tvíverknaði því ekki þarf fyrst að bora og síðan skrúfa skrúfuna fasta heldur sé nýja skrúfan bæði skrúfa og bor í einum hlut. „… því hún er hönnuð þannig að sagið sem losnar þegar skrúfað er gengur jafnóðum upp meðfram henni og kemur að lokum út um gat á skrúfuhausnum,“ útskýrir hann. Sigurður og eiginkona hans, Anna Concetta Fugaro, búa í Vermontríki í Bandaríkjunum. Þau hafa stofnað fyrirtæki og hafa látið framleiða nokkur þúsund skrúfur. | Tímarit Skrúfa og bor í einu stykki Skrúfan, sem jafn- framt er bor. JÓLASTJARNAN er á flestum íslenskum heimilum talin ómissandi hluti aðvent- unnar, en hún hefur notið sívaxandi vin- sælda undanfarna áratugi. Í Hveragerði unnu þær mæðgur, Ingibjörg Sigmunds- dóttir, og dóttir hennar, Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, ötullega að því að koma jóla- enda gæti hann valdið ofnæmisviðbrögðum. Þrátt fyrir að rauði liturinn sé vinsæl- astur eru jólastjörnur einnig fáanlegar í hvítum, bleikum og yrjóttum afbrigðum. Í umönnun jólastjarna ber að gæta þess að þær séu ekki í kulda og trekki og vökva þær með volgu áburðarvatni. stjörnum sínum á markað, enda skarta þær nú sínu fegursta og eftirspurn eftir þeim með mesta móti. Andstætt almannatrú er jólastjarnan ekki eitruð, en hins vegar er full ástæða til að umgangast hana af virðingu og forðast það að fá mjólkursafann úr henni á hörund, Morgunblaðið/RAX Jólastjörnurnar hafðar til NOKKRIR einstaklingar, undir forystu Karls Hólm, hyggjast byggja 18 holu golfvöll í Búlgaríu á næstu árum og í tengslum við hann frístundabyggð með sumar- eða heilsárshúsum. Karl fór í síð- ustu viku ásamt Friðgeiri syni sínum og Edwin Rögnvaldssyni golfvallarhönnuði til Búlgaríu þar sem þeir skoðuðu ákveðið svæði og gengu frá samningum um að þar mættu þeir byggja golfvöllinn og frístundabyggðina. Landið sem um ræðir er 85 hektarar og „tilvalið til að gera á góðan golfvöll,“ segir Edwin. nefna að hús sem kostar upp und- ir 20 milljónir króna á Spáni gæti kostað eitthvað um 4–5 milljónir í Búlgaríu,“ sagði Karl og sagði veðurfarið gott enda hefðu þeir verið í um 17 gráðu hita þar í síð- ustu viku. Næstu daga og vikur verður leitað til fjárfesta til að fjár- magna verkefnið og sagðist Karl finna fyrir miklum áhuga fólks. „Landið er komið á hreint og nú vantar bara fjárfesta til að ná endum saman. Ef fjárhagurinn yrði tryggður í dag gætum við hafist handa strax á morgun. Edwin telur að það taki ekki nema tvö ár að gera golfvöll á þessu landi,“ segir Karl Hólm. þróaðist þetta þannig að við fór- um og skoðuðum landið í síðustu viku,“ sagði hann. Aðeins þrír golfvellir fyrir Karl sagði að aðeins væru þrír golfvellir í Búlgaríu en yfirvöld þar í landi hefðu í hyggju að gera landið að næstu golfparadís í Evrópu. Karl er sjálfur kylfingur og hefur ferðast víða til að leika golf. „Svæðið þarna er ekkert ósvipað því sem var á Spáni fyrir þrjátíu árum eða svo þannig að þarna eru miklir möguleikar. Þarna er allt svo miklu ódýrara en á Spáni þar sem menn hafa byggt mikið af golfvöllum og sumarhúsum. Sem dæmi má Völlurinn mun rísa milli þorp- anna Nedan og Pavilkeni sem eru inni í miðju landi, ríflega þriggja klukkustunda akstur er frá höf- uðborginni Sófíu og tveggja tíma akstur frá sólríkum ströndum Svartahafsins. „Það var nú algjör tilviljun að við fórum út í þetta,“ sagði Karl Hólm í samtali við Morgunblaðið. „Friðgeir sonur minn dvaldi hjá kunningjum sínum þarna í sumar og var að senda mér myndir af svæðinu. Ég sá opið svæði á sum- um myndunum og sagði að þarna væri tilvalið að byggja golfvöll. Friðgeir fór og ræddi við bæjar- stjórann í þorpinu og hann fékk mikinn áhuga á málinu og síðan Íslendingar hyggjast byggja golfvöll í Búlgaríu Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir, Damon Albarn, Hjálmar, Sigur Rós og fleiri listamenn munu koma fram á tónleikum í Laugardalshöll 7. jan- úar næstkomandi til að vekja at- hygli á náttúruvernd á Íslandi. Náttúrufélag Íslands stendur að tónleikunum, en á þeim koma fram Ham, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Ghostigital, Damon Albarn og Egó. Að sögn skipuleggjenda munu fleiri listamenn bætast við, innlendir sem erlendir. Listamennirnir, skipuleggjendur og þorri starfsmanna tónleikanna gefa vinnu sína og hugsanlegur hagnaður af tónleikunum mun renna í sérstakan sjóð Nátt- úrufélags Íslands sem notaður verður til að styðja við nátt- úruvernd á Íslandi. Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. desember kl. 10 á midi.is, í verslunum 12 tóna, Smekkleysu, BT og Skífunnar. Einnig verður hægt að kaupa miða í Kaffi Hljómalind. Miðinn kostar 3.000 kr. í stúku en 2.000 kr. í stæði auk miðagjalds. Íslenskir og erlendir tónlistar- menn styrkja náttúruvernd Björk Guðmundsdóttir Damon Albarn margvíslegra breytinga sem verið er að gera og beinast ýmist að hópum hjúkrunarfræðinga eða einstakling- um. Dæmi um breytingar á störfum, þar sem stjórnendur vísa í 19. grein- ina er breyttur vinnutími hjúkrunar- fræðinga á blóðskilunardeild LSH. Þar er lengd vakta breytt þannig að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir tveimur kostum; að mæta mun oftar til vinnu yfir árið eða mæta jafn oft yfir árið og áður, en lækka þá verulega í starfsprósentu og þar með í launum,“ skrifar Elsa og segir þessa þróun valda sér áhyggjum. Í NÝJASTA formannspistli sínum gerir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga (FÍH), það sem hún kallar hlýðniskyldu ríkisstarfsmanna að umtalsefni. Segir hún tilhneigingu til ofnotkunar á 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en þar er kveðið á um að starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. „Þessi ágæta grein starfsmanna- laganna er orðin mjög vinsæl um þessar mundir. Í hana er vísað vegna Telur ofnotkun hlýðni- skyldunnar áhyggjuefni „SENNILEGA var ég fenginn til þess að leika hetjur vegna þess að menn töldu mig hafa rétta útlitið til þess. Það merkir hins vegar ekki að ég sé sjálfur hetja. Í raun er ég algjör gunga, mér er meinilla við bæði byssur og of- beldi,“ segir leikarinn sir Rog- er Moore um hlutverk sitt sem ofurnjósnarinn James Bond. Moore er væntanlegur til landsins nú um mánaðamót í tengslum við starf sitt sem vel- gjörðarsendiherra UNICEF. Í samtali við Morgunblaðið ljóstraði Moore því upp að sig hefði alltaf blóðlangað til þess að fá tækifæri til þess að leika illmenni þar sem hann væri sannfærður um að mun skemmtilegra sé að leika illmenni heldur en hetjuna, hvort sem hún heitir Bond eða Simon Templar. Fjölda Íslendinga er frammistaða Moore í hlut- verki Dýrlingsins enn í fersku minni. Spurður hvað sér sé minnisstæðast við gerð þáttanna rifj- ar Moore upp að þættirnir hafi verið gerðir af miklum vanefnum. „Af þeim sökum fengum við ekki að fara til allra þeirra landa sem sagan krafðist. Þannig var gúmmípálmatré einfaldlega skellt upp fyrir aftan mig og áhorfendum á skján- um tilkynnt að við værum nú komin til Bahama- eyja í sól og hita, en sannleikurinn var sá að ég var að frjósa í hel í myndverinu góða.“ | 14 „Í raun er ég algjör gunga“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.