Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 2
2 MÁLIÐ Nú er farið að glitta í jólaglingur hér og þar um bæinn og eins og áður kemur það manni á óvart hve jólin eru snemma á ferðinni. Voru þau þetta snemma í fyrra? Jú, ábyggilega. Þetta kveikir að sjálfsögðu í börnum sem og fullorðnum jólabörn- um sem nú þegar eru farin að skríkja af jólaspenn- ingi í byrjun nóvember. Og loksins þegar jólin skella á fyrir alvöru í seinni hluta desember eru þessi börn búin að skríkja í vel rúman einn og hálf- an mánuð. Það er í rauninni ótrúlegt hvað þessi tími árs getur gert við geðið á almenningi. Sumir leggjast í þunglyndi, aðrir skríkja af spenningi og einhverjir pirrast. Það hlýtur að vera mál manna að beita sér fyrir því að slíkar geðraskanir vari í sem skemmstan tíma, kannski svona tvær vikur en alls ekki tvo mánuði. Grunnhugmyndin að jólunum er nefnilega býsna góð og því er svo sorglegt að henni sé nauðgað á þennan hátt. Allt er gott í hófi en of mikið af einhverju er alltaf of mikið. Hvað sem jólunum líður er veturinn alla vega geng- inn í garð og snjórinn farinn að safnast fyrir hér og þar. Veturinn fer misvel í fólk, eins og jólin, en það eru þó fáir sem fagna honum jafninnilega og skíðafólk og brettafólk. Stelpurnar í stelpubretta- félaginu ætla að minnsta kosti að hrista sig saman núna um helgina í trylltum vetrarfögnuði, dans- andi snjódansinn þangað til þær hníga niður. Við hjá MÁLINU viljum af því tilefni óska lesendum til hamingju með veturinn og ekki síst gleðilegra jóla. Hanna Björk Valsdóttir Þormóður Dagsson ÞAU SEGJA TUTTUGASTA OG ÞRIÐJA MÁLIÐ Ef það er eitthvað sem ekki vantar í Orange County þá er það ást og dramatík. Í næsta þætti er Valentínusardagur og Ryan reynir að sættast við Caleb svo hann geti eytt deginum með Lindsey. Julie reynir allt til þess að ná sáttum við Marissu en það gengur ekki vel hjá henni. Það færist hiti í leikinn á milli Sandy og Rebbeccu. Þátturinn verður sýndur klukkan 20 á mánudaginn næstkomandi. MÁLIÐ MÆLIR MEÐ THE OC Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þor- móður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guð- jónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thor- hannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Kristín Björk Einarsdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ Bubbi í Þjóðleikhúsinu Mánudaginn 14. nóvember heldur Bubbi Morthens síðbúna útgáfu- tónleika í Þjóðleikhúsinu í tilefni af plötunum Í sex gráðu fjarlægð frá paradís og Ást. Til aðstoðar Bubba munu stíga á sviðið skærustu tónlistar- stjörnur landsins eins og Bjössi og Bjarni úr Mínus, Barði í Bang Gang, Jak- ob Smári, Hrafn Thoroddsen og fleiri. Tónleikarnir verða haldnir tvisvar þennan dag en þeir fyrri hefjast klukkan 19 og þeir síðari klukkan 21.30. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu. Kvikmyndahátíðin Októberbíófest Laugardaginn 12. nóvember verður alheimsfrumsýning og sérstök gala- sýning á Hostel eftir Íslandsvininn Eli Roth og verður það lokamyndin á hátíðinni. Eli Roth verður viðstaddur sýninguna ásamt Quentin Tarantino aðalframleiðanda myndarinnar. Tarantino mun kynna myndina og form- lega loka hátíðinni. Tvær aukasýningar verða á Hostel 13. og 14. nóvember kl. 20 í Regnbog- anum. HVAÐ ER AÐ SKE? Forsíðumynd Silja Magg Stílisti Aga Hár og förðun Magnea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.