Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA Þegar við förum út úr húsi erum við oft- ast með fullt af drasli sem við þurfum að taka með okkur. Það eru lyklarnir, sím- inn, seðlaveskið, varasalvinn og kannski líka snyrtidótið fyrir stelpurnar. Það er ekkert eins ljótt og sjá fólk með út- troðna vasa af dóti eða þá með veskið í rassvasanum svo það borgar sig að finna sér tösku sem maður getur hent þessu öllu í og skellt svo upp á öxlina. En þar sem það er nú ekki beint skemmtilegt að vera „lúðinn“ í hópnum er ekki nóg að kaupa bara einhverja tösku sem draslið passar í og því gott að athuga hvað er í tísku í vetur. Veturinn 2005–6 er málið að eiga milli- stóra tösku úr mjúku leðri eða gervileðri sem kemur í sveig niður í miðjunni sem gerir hana eilítið pokalega. Þegar þú hendir henni yfir öxlina nær hún niður að mjöðm. Þessum töskum tekst að geyma hina og þessa hluti og maður get- ur meira að segja sett tímarit eða bók í þær ef ferðin er tekin á kaffihús til að lesa í rólegheitunum. Prófaðu að sleppa því að kaupa þér hinn klassíska svarta lit og fá þér tösku í öðrum lit eins og t.d. sinnepsgula, grænbláa, muskubláa eða fjólubláa. Ef þú ert frekar hrifin af klassískum svört- um og brúnum lit þá eru eilítið ávalar leðurtöskur með vösum framan á og stuttri ól sem þú smellir bara upp á arm- inn málið fyrir þig. Þú verður glæsileg og ýkt flott með svona stílhreina tösku og það eru meiri líkur á að þú verðir ekki leið á henni strax og getir átt hana í svo- lítinn tíma en þá er líka eins gott að eyða smá í hana. Efnistöskur t.d. úr riffluðu flaueli með köflóttu mynstri eða blómamynstri eru líka „in“ og eru þær frekar í minni kant- inum en henta fullkomlega bæði á djammið og í vinnuna. Þarna geturðu blandað saman klassísku töskunni og þeirri pokalegu þar sem þessar eru með aðeins pokalegu sniði en samt í frekar dökkum litum þótt þær séu skreyttar t.d. marglitu blómamynstri. Ef þú ert að fara að djamma og langar ekki að fara með pokalegu töskuna þá er málið að kaupa sér minni tösku, helst einhverja sem er svolítið áberandi eins og t.d. með pallíettum eða glans- steinum, t.d. silfraða og vera þá að- algellan á svæðinu. Þú getur keypt þér einhverja ávala og úttroðna í skrauti eða þá farið í alveg beina mynstraða tösku með mjög löngu málmbandi í ’80- stílnum eða þá með málmbandi sem rétt svo nær yfir öxlina á þér. Það geðveikasta af öllu er svo að eiga einhverja skinntösku, jafnvel úr ekta skinni eins og t.d. kálfskinni eða kan- ínuskinni. Dýraverndunarsinnar munu ekki fíla þessa tísku en svona er það bara. Fyrir þær sem þora heldur ekki alveg í skinnið en vilja samt tösku með skinn- mynstri er alltaf hægt að kaupa tösku með t.d. hlébarða- eða sebraprenti og þær eru líka oftast ódýrari en skinntösk- urnar. TÖSKUTÍSKAN VETURINN 2005-6 1. Pallíettutaska. 2. Skrautlega taska frá Cerise. 3. Efnistaska með blóma- mynstri frá Accessorize. 4. Ávalar leðurtöskur frá Julien MacDonald. 5. Skinntaska frá Collection. 6. Millistór taska frá Accessorize. Umsjón Laila Pétursdóttir EN HVAÐ ER MÁLIÐ FYRIR STRÁKANA? Töskur fyrir karlmenn hafa komist meir og meir í tísku síðustu ár en þó er úrvalið ekki eins mikið fyrir þá og stelpurnar. Flestir strákar eru kannski ekki til í að setja dótið sitt í pallíettutösku eða of kvenlega tösku en samt er nú skemmtilegra að vera með tösku en vera með dótið í buxna- eða jakkavös- unum. Það dugar ekki bara að kaupa sér einhvern íþróttabakpoka heldur er nú skemmtilegra að leggja aðeins meira í töskuna og spá í hvað sé nú „cool“. Sendlatöskur eru „in“ fyrir stráka. Töskur sem í raun rúma bæði A4-blöð og ferðatölvu en eru þó ekkert endilega mjög látlausar heldur er flott ef þær eru með aukavösum að framan. Ilm- andi af góðu og sterku leðri og senda skilaboðin: „fágaður karlmaður sem hugsar um útlit sitt“. Ef íþróttastíllinn er samt frekar málið er betra að sleppa bakpokanum en kaupa sér frekar stóra hlið- artösku úr leðri eða grófu endingargóðu efni. Þess- ar töskur eru í raun nokkuð stórar og henta bæði í „gymmið“ og í ferðalagið. 1 2 3 4 5 6 Þessum töskum tekst að geyma hina og þessa hluti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.