Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 14
ppi í sjónvarpshöllinni í Efstaleiti eru umsjónarmenn Kastljóssins á fullu við að undirbúa þátt kvöldsins. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir þýt- ur á milli skrifborða með gsm- símann í hendinni sem hún annað slagið yrðir í og inn á milli fleygir hún orðsendingu á hina umsjónarmennina sem einnig eru á svipuðum þön- um um herbergið. Og hún er hress í bragði, ekki að sjá að vinnuálagið sé á nokkurn hátt að buga hana. Það er nokkuð aðdáunarvert í ljósi þess að fyrir ut- an að birtast á skjá landsmanna á hverju virku kvöldi, ver hún fyrri hluta dags á skólabekk Há- skóla Íslands þar sem hún er á lokaári í sjúkraþjálf- un. Og ekki nóg með það heldur stekkur hún á fjal- ir Borgarleikhússins nokkrum sinnum í viku og bregður sér í eitt aðalhlutverkið í leikritinu Kalli á þakinu. Það er víst mögulegt að gera allt þetta og meira að segja með bros á vör og frísklegu fasi eins og þessi stúlka sannar. Hrærigrautur fyrir alla fjölskylduna „Það er ótrúlegt hvað dagurinn líður. Ég vildi að- eins óska þess að ég gæti stoppað klukkuna því það er svo mikið eftir að gera fyrir kvöldið,“ segir Steinunn þegar hún sest niður andspænis blaða- manni og biðst um leið afsökunar á biðinni. Hvernig kom til að Ragnhildur Steinunn lenti í Kastljósinu? „Það er svolítið skrýtið hvernig þetta hefur allt þróast. Ég var beðin um að mæta í prufu fyrir Ópið sem var þáttur fyrir ungt fólk. Og ég gerði það.“ Hún var síðan valin úr stórum hópi umsækjanda ásamt þeim Þóru Tómasdóttur og Kristjáni Inga Gunnarssyni. „Mér fannst þetta rosaspennandi og ákvað að slá til og við enduðum á því að gera ein- hverja tuttugu og sjö þætti. Það er eiginlega eina vinnan við fjölmiðla sem ég hafði nokkurn tíma gert.“ Síðan var ákveðið að sameina Ópið Kastljós- inu ásamt menningarþættinum Mósaík og gera einn stóran dægurmálaþátt undir heitinu Kastljós. „Og þannig er ég hingað komin,“ segir Ragnhildur Steinunn en ásamt henni starfa sjö aðrir umsjón- armenn við þáttinn, þar á meðal áðurnefnd Þóra, meðstjórnandi hennar úr Ópinu. „Þetta er ekkert sem var ákveðið hjá mér heldur hefur þetta bara gerst og maður hefur einhvern veginn fylgt með. Mér hafði aldrei dottið í hug að vinna í sjónvarpi og ég hefði líklega aldrei sótt um það.“ Ragnhildur Steinunn telur sig því afar heppna að hafa verið beðin um að koma í prufu í Ópið á sínum tíma sem leiddi hana á þann stað sem hún er núna komin á. Nýja Kastljósið var sent í loftið í fyrsta sinn um miðjan síðasta mánuð. Þátturinn er hugsaður sem klukkutíma dagskammtur af sjónvarpsefni sem á að geta höfðað til allra fjölskyldumeðlima. „Ég lít á þennan þátt þannig að hann sé tími fyrir fjölskyld- una til þess að horfa á sjónvarpið saman. Þetta er svona einn hrærigrautur af öllu og fjölskyldan get- ur rætt það saman sem er að gerast og krakkarnir fá að segja sínar skoðanir á því líka. Það vill oft gleymast. Ég held að almenn rökhugsun hjá krökk- um í dag sé orðin svo lítil því það er svo mikið mat- reitt ofan í þau. Þannig að aðeins með því að skapa umræðu innan heimilisins og fá börnin til að rök- ræða sínar skoðanir við foreldra sína þá tel ég það frábært ef það er að takast á einhverjum heim- ilum.“ Aftur í gaggó „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Ég lít eig- inlega ekki á þetta sem vinnu og þá meina ég ekki að maður eigi að líta á vinnu sem einhvern leið- inlegan hlut. Þetta er eins og að hitta vinahópinn sinn. Við skiptumst á hugmyndum og „brain- stormum“, hugmyndir sem á endanum lenda á skjánum. Það sem er skemmtilegast við þetta starf er hvað það er skapandi. Maður fær pínu útrás fyrir allar þær hugmyndir sem fara í gegnum hausinn á manni án þess að ég sé að halda því fram að ég sé einhver listakona,“ segir Ragnhildur Steinunn hóg- vær. Hún viðurkennir aftur á móti að hún hafi verið svolítið skeptísk á þessa hugmynd um Kastljósið í byrjun. „Ef ég á að vera algjörlega hreinskilin verð ég að játa að þegar mér var upphaflega tilkynnt að það ætti að sameina þessa þrjá þætti var ég ekkert voðalega bjartsýn. Ég var ekkert að hoppa hæð mína yfir þessu.“ Það breyttist aftur á móti um leið og þættirnir fóru af stað og hún fór að kunna að meta hugmyndafræði þáttarins. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ og vill hún meina að það sé fyrst og fremst að þakka góðum og fjölbreyttum hópi umsjónarmanna. „Þetta er svona hópur sem eng- um hefði dottið í hug að velja saman. Við erum öll alveg fáránlega ólík en samt gengur þetta alveg rosalega vel. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Ragn- hildur Steinnun er yngst í þessum hópi en hún segir að aldurinn týnist algjörlega í hópnum og hún hafði í rauninni aldrei leitt hugann að því að hún væri yngst fyrr en núna þegar blaðamaður hafði orð á því. „Við drógum upp á það hverjir ættu að sitja saman og ég lenti með Kristjáni, sem er tölu- vert eldri en ég, en mér finnst ég samt vera komin aftur í gaggó. Mér finnst eins og ég sé með bekkj- arfélaga við hliðina á mér. Það er voðalega fínt að leita hjálpar hjá honum og ég reyni líka stundum að smygla einhverjum kommentum á það sem hann er að gera þótt hann hlæi örugglega stund- um að mér.“ Það er óneitanlega mikil vinna sem leggst á um- sjónarmenn þáttarins enda miklar kröfur gerðar og mikils vænst af fréttatengdum þætti af þessu tagi. „Þetta var sérstaklega erfitt í byrjun. Við þurftum að skipuleggja allt frá upphafi. Við höfðum þenn- an klukkutíma þátt og við vorum alls ekki viss með það hvernig við ætluðum að hólfa hann niður. Þar af leiðandi vorum við í vinnunni frá klukkan átta á morgnana til ellefu á kvöldin, hvort sem það var laugardagur eða mánudagur.“ Er þá nokkur tími eftir fyrir eitthvað annað? „Auðvitað er þetta pínu erfitt. Skólinn fer aðeins á „hóld“ þegar mikið er að gera hér. Ef við erum bú- in að safna miklu efni hér og eigum eitthvað af innslögum inni þá nýti ég tækifærið og les meira fyrir skólann. Það verður svolítil törn fram að ára- mótum því ég er að klára öll bóklegu fögin mín í Háskólanum og auk þess er mikil rannsóknarvinna í tímum hjá mér núna og það tekur sinn tíma.“ Ólíkir heimar Við fyrstu sýn virðist fjölmiðlabransinn ekki eiga mikið sammerkt með sjúkraþjálfuninni og Ragn- hildur Steinunn viðurkennir að hún hugsi oft út í það hvort hún þurfi ekki að fara að ákveða sig hvað hún ætli að gera. „Ég hef alltaf haft áhuga á öllu því sem við kemur heilbrigðisgeiranum en þessir tveir hlutir er auðvitað alls ekki líkir,“ segir hún og er þá að vísa í fjölmiðlabransann. Samt sem áður vill hún meina að báðir þessir hlutir gagnist hinum á vissan hátt. „Það kemur margt til góðs úr sjónvarpinu í náminu, t.d. í tengslum við það hvernig ég nálgast og tala við fólk. Þegar fengin er sjúkrasaga frá fólki þá er auðvitað gott að hafa góða viðtalstækni og ná góðu sambandi við við- mælandann. Ég hugsa þetta svolítið þannig að ég sé að græða sitt lítið af hvoru fyrir hvern stað. Eins kemur það vel í Kastljósinu þegar t.d. tekin eru vís- indatengd innslög en þá er gott að hafa þann grunn sem ég hef í raunvísindum. Þannig að þetta tengist að vissu leyti,“ segir Ragnhildur Steinunn, ánægð yfir fínni röksemdarfærslu á þverfaglegu gildi fjölmiðlunar og sjúkraþjálfunar. „Kannski á það eftir að koma í ljós að fjölmiðla- starfið hæfir mér engan veginn,“ segir Ragnhildur Steinunn og veltir vöngum. „Mér líður alla vegana óskaplega vel í þessari vinnu og ég gæti alveg hugsað mér að vera í henni áfram ef fólk er tilbúið að hafa mig heima hjá sér. Það á bara eftir að ráð- ast þegar ég er komin með einhverja reynslu.“ Við þessi orð er hún síðan rokin aftur á fætur, þakkar kurteisislega fyrir sig, og heldur til starfa við að undirbúa Kastljós kvöldsins. Texti Þormóður Dagsson Myndir Silja Magg 14 VIÐTALIÐ Þetta er eins og að hitta vinahópinn sinn U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.