Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 16
Það er alltaf gaman að því þegar einstaklingar láta framkvæmdagleðina ráða ferð, rölta um á milli búða og bjóða sköpun sína til umboðssölu. Það gefur markaðsflórunni óneitanlega mikinn fjöl- breytileika. Í nokkrum verslunum á höfuðborg- arsvæðinu má finna skemmtileg kort sem hönn- uðurinn Signý Kolbeinsdóttir á heiðurinn af. Undir áhrifum Tims Burtons Um er að ræða tvær tegundir af kortum. Póstkort sem seld eru í sex mismunandi útgáfum en hafa öll yfir sér draumkenndan blæ, sum eru sæt og ljót á sama tíma á meðan önnur eru sæt og væmin. „Þau síðarnefndu eru líka söluvænni, segir Signý og hlær en hún segist vera mjög upptekin af því að finna fegurðina í ljótleikanum. Á jólapakkamerkimið- unum kemur þetta einnig fram. Þar ber helst að nefna merkimiðann sem hreindýrið Rúdolf prýðir en hann hefur ákveðna tilvísun í ódauðlegt meist- araverk Tim Burtons, myndina The Nightmare Be- fore Christmas, en Signý segist vera undir miklum áhrifum frá leikstjóranum. Jólapakkamerkimið- arnir eru seldir tíu saman í pakka en engir tveir eru eins. Signý er umhverfisvæn og það eru kortin líka. Hark hönnuðarins En er hægt að lifa á þessu? „Nei, að minnsta kosti ekki ennþá. Framleiðslan er mjög dýr og auðvitað vill maður halda kostnaði í lágmarki. Markmiðið er auðvitað ekki að græða á tá og fingri en það er auðvitað draumur hvers hönnuðar að geta lifað á hönnun sinni.“ Segir Signý sem einnig selur peysur og boli í versluninni Nakti apinn sem hafa vakið mikla lukku. En til hvers að gerast hönnuður ef enginn vettvangur er fyrir slíkan hér á landi?„Þetta er auðvitað fyrst og fremst brennandi áhugi fyrir faginu og svo er það auðvitað líka spennandi að fá að taka þátt í að skapa þennan vettvang þó svo að það geti tekið á taugarnar. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað við hönnuðir höfum upp á að bjóða. Til hvers að leita til erlendra innanhús- arkítekta þegar þú getur fengið íslenskan hönnuð til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir þig? Segir Signý sem reynir annars að framfleyta sér á ýmsum lausaverkefnum og þá aðallega sem teiknari. Næst á dagskrá hjá Signýju er þátttaka hennar í hönnunardögum sem haldnir verða dagana 17.-20. nóvember. Þar mun hún ásamt Maríu Kristínu sýna nýjustu afurð sína, lauflaga dyramottur, í versl- uninni 38 þrep á Laugaveginum. Þar munu þær stöllur leitast við að skapa sannkallaða haust- stemningu sem hlýtur að vera notalegt fyrir þá sem eiga erfitt með að taka vetrinum opnum örmum. FEGURÐIN Í LJÓTLEIKANUM HÖNNUÐURINN SIGNÝ KOLBEINSDÓTTIR 1. Signý Kolbeinsdóttir. 2. Tilvalið að senda vini og vandamönnum kveðju á svona fínt kort. Þá er líka líklegra að það rati upp á ísskápinn þeirra. 3. Jólapakkamerkimið- arnir hennar Signýjar munu eflaust gleðja marga yfir hátíðarnar. Texti Berglind Häsler Mynd Golli 1 2 3 „Ég held maður geti skráð sig í hvaða nemendafélag sem maður vill,“ segi ég við félaga minn Súlf. „Í al- vörunni?“ svarar hann með undrunarsvip. „Já, eig- um við að skella okkur í vísindaferð í Útvegsbank- ann?“ spyr ég vongóður. „Úff,“ andvarpar Súlfur „ég á eftir að lesa 2.800 blaðsíður í ótilgreindu nám- skeiði.“ Auk þess höfðum við Súlfur vakað fram eftir kvöldinu áður til þess að leggja lokahönd á fyr- irlestur sem við fluttum um nóttina. Um hálftíma síðar berst mér tölvupóstur með yf- irskriftinni „Vísindaferðin“. „Ég er búinn að vera að spá í þetta með vísindaferðina … freistingarnar maður, freistingarnar.“ Við mælum okkur mót fyrir utan Útvegsbankann á slaginu fimm. Við erum í fyr- irlestri til hálffimm. Þegar við hittumst sammælumst við um að hálftími sé svona í styttra lagi til þess að fara heim, í sturtu, borða og koma sér niður í bæ. Við bregðum okkur í dulargervin og göngum inn. Á borðinu eru snittur með rækjum, snittur með ost- um, snittur með salati, snittur með hverju sem mað- ur lætur sig dreyma um. Kjötbollur, pylsur, kjúk- lingaspjót, niðursneidd skinka, beikonbökur og allt sem hugurinn girnist. Í hinum enda herbergisins sé ég eins og í hillingum barborðið. Bjór frá fleiri en tveimur heimsálfum, hvítvín úr fjallgörðum Suður- Ameríku, rauðvín af vínekrum Nýja-Sjálands og fleiri áfengir gosdrykkir en sælgætistegundir á nammi- barnum í Hagkaup. Einn bjór, tveir, og þá lýkur fyrirlesarinn sér af. Þrír bjórar, fjórir og við erum farnir að ræða hvor sé erf- iðari; verkfræði eða heimspeki. Skipti yfir í vín. „Það á náttúrlega bara að banna fólk sem hafnar kenn- ingum neó-póst-demonískum-strúktúralisma!“ gell- ur í einhverjum. „Haltu þér saman, þú ert að detta í sundur!“ í einhverjum öðrum. Tvö vínglös, þrjú og ljósin eru kveikt. „Ég var sendur hingað til þess að vísa ykkur út,“ segir drengur á þrítugsaldri. „Ég veit um partí hjá félagsfræðinni! Frítt vín!“ Spyr sjálfan mig hvernig ég komst í þá aðstöðu að þurfa aldrei að borga fyrir neitt. Við leggjum af stað. „Það er bannað að fara með þetta hingað inn,“ segir dyravörðurinn. „En þetta er bara vatn,“ svörum við. „Alveg sama, það er líka hægt að fá vatn inni.“ Tök- um þessum skrýtnu röksemdum og sjáum á eftir romminu ofan í ruslafötuna. Þekki engan í félagsfræðinni og bæti upp fyrir ein- semdina með því að háma í mig súkkulaði. Barþjón- inum bregður þegar ég bið um hvítvín – sennilega fyrsti strákurinn sem biður hann ekki um bjór. Lendi í hatrömmu rifrildi inni á karlaklósetti um það hvort sé betra, opið prófkjör eða lokað. Kem út með brotna tönn. „Förum á Skjá Einn áður en það verður komin röð“ segi ég og Súlfur kinkar kolli. Þar þeytir Ungfrú Ísland skífum og ég tek einn að stíga dans- spor, búinn að vera að í sjö klukkustundir meðan hinir gestirnir eru nýbyrjaðir. Dansa mig að lokum til svefns og held heim á leið á miðnætti. Vakna og neita að horfast í augu við veruleikann. Vakna aftur og fer fram úr. Skoða tölvupóstinn. Opna „Re: Vísindaferðin“ sem Súlfur sendi kl. 6 um morguninn. Brosi út að eyrum og geri mér grein fyrir mikilvægi vísindaferðarinnar. (Atburðir í þessari frásögn eru ekki nema lauslega byggðir á staðreyndum). VÍSINDAFERÐ ATLI BOLLASON Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað við hönnuðir höfum upp á að bjóða 16 HÖNNUN ATLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.