Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18
18 MENNING Um daginn sat undirritaður og fylgdist með litlum spunatónleikum á kaffihúsinu Babalú við Skóla- vörðustíg. Áhorfendur skiptu milljónum, séu örver- ur og rykmaurar ýmiss konar taldir með. Mennskir áhorfendur töldu um það bil fimm, og þeir voru allir utan einn í hinu bandinu sem var að spila á tónleik- unum (þessi eini vann á kaffihúsinu). Því miður er undirritaður ekki skyggn og getur því ekki talið upp verur úr öðrum víddum sem gætu mögulega hafa svifið um gólfið í taumlausum valsi. Þó nokkrar plöntur víbruðu í takt við tónlistina. Engu að síður var stemningin sérstök og heimilisleg, þarna var flutt sannkölluð kammermúsík í eiginlegri merk- ingu þess orðs. Þessir tónleikar – þar sem fámennt var en góðmennt – voru þáttur í tónleikaröðinni Kokkteilsósu, sem ber upp á tvisvar í mánuði, annan hvern þriðjudag á Kaffi Babalú. Málinu lék hugur á að fræðast betur um smæstu tónleikaröð landsins og settist niður með Róberti Reynissyni gítarleikara og trompetleik- aranum Áka Ásgeirssyni. Hver er pælingin með kvöldunum? Áki: „Ég veit það ekki … við komumst aldrei svo langt. Ég byrjaði á því að útskúfa djassi á fundinum og gerði alla voðalega reiða. Við erum í rauninni nokkrir gaurar sem langaði að halda úti tónleikaröð með spunatónlist, eða impróviseraðri tónlist. Eig- endur Babalú eru miklir spunaaðdáendur og buðust til að hýsa seríuna og þannig kom þetta nú allt sam- an til.“ Hvað dregur ykkur að þessari tónlist? Róbert: „Það sem mér finnst áhugavert við þetta er að fólk hittist til að gera spunatónlist, sem er mjög furðulegt; af öllu sem þú getur tekið þér fyrir hend- ur hittast einhverjir fimm gaurar á kaffihúsi með hljóðfærin sín til að spinna tónlist sem er mjög lík- legt að flestum þyki leiðinleg og fráhrindandi, en samt hefur fólk einhverja þörf fyrir að gera það. Maður veit líka að það er áhætta að spila þessa tón- list – það fer eitthvað úrskeiðis. Og ef maður getur ekki sætt sig við það, þá er mjög erfitt að spila spunatónlist.“ Áki: „Það sem er ólíkt með spunatónlist og saminni tónlist er að það er ekki búið að fallast á neitt sam- eiginlegt markmið. Fólk hefur stundum mjög ólíkar hugmyndir um hvert á að stefna, og þessi togstreita getur skapað óteljandi margar niðurstöður.“ Róbert: „Þetta er svona swinger-klúbbur tónlistar- manna.“ Er ekkert bugandi að spila fyrir svona lítið af fólki? Róbert: „Nei, það truflar mig ekkert. Ég mætti hins vegar einu sinni á tónleika í Sviss og var eini áhorf- andinn að horfa á fimm tónlistarmenn spila. Það var miklu meira þrúgandi fyrir mig en þá … ég gat ekk- ert staðið upp og farið, í rauninni var ég að koma fram fyrir þá.“ Áki: „Ég held að fyrir svona venjulegt fólk eins og okkur sem er að gera tónlist henti litlir staðir betur því þá myndast góð stemning með tiltölulega fáu fólki.“ Er mikið af fólki á Íslandi í kringum þessa tón- list? Róbert: „Mér finnst það hafa breyst heilmikið bara á síðustu fimm árum. Fólk er orðið miklu umburð- arlyndara gagnvart svona tónlist. Þegar ég var í FÍH varð fólk bara pirrað ef maður minntist á hana, en núna er miklu breiðari hópur sem er tilbúinn að spila og hlusta á þessa tónlist.“ Hvað er að gerast næst? Róbert: „Næsta þriðjudag verða gítarleikarinn Sim- on Jermyn, saxófónleikarinn Hrafn Ásgeirsson og ég að spila saman. Dagskráin er hins vegar mjög opin og getur alveg breyst smeð stuttum fyrirvara, enda er þetta allt saman á mjög óformlegu plani.“ DINNERTÓNLIST FYRIR RYKMAURA Texti Eiríkur Orri Ólafsson Í Sims 2 erum við svo sem á kunnuglegum slóðum. Reynum að stjórna Sims fjölskyldu eða ein- staklingum og beina lífi þeirra á rétta braut. En eins og venja er þegar nýjar útgáfur leikja koma fram eru í Sims 2 nokkrar skemmtilegar nýjungar. Að mínu mati er skemmtilegasta nýjungin frá fyrri útgáfu sú að leikstjórnanda gefst kostur á að stíga af himnum og stjórna leikmönnum frá sjónarhorni þriðju persónu. Það gefur gefur manni þá tilfinn- ingu að maður sé að spila tölvuleik frekar en að fylgjast með lífi fjölskyldu úr fjarlægð. Boðið er upp á tvær leiðir í leiknum. Annars vegar frjálsan leik (freeplay) sem er hin hefðbundna leikaðferð Sims og hins vegar sögugerð (story mode) þar sem við leiðum eina persónu í gegnum tilveruna. Í sögugerðinni færumst við nær leikjum á borð við Tomb Raider þar sem persónan þarf að leysa ákveðnar þrautir til að komast áfram á næsta borð. Þrautirnar í Sims 2 eru mismunandi þrár og þarfir sem við þurfum að uppfylla, allt frá því að þurfa á klósettið til þess að langa í afkvæmi. Önnur nýjung er að í upphafi gefst spilara kostur á að hanna sinn fullkomna einstakling. Hægt er að fikra sig frá genasamsetningu til mittismáls og húðflúrstegundar. Nú geta persónurnar dáið úr hungri ef við pössum ekki upp á þær. Þær geta líka fengið raflost eða banvæn brunasár. Ef persóna deyr breytist hún í draug með tilheyrandi fídusum en henni gefst færi á að kaupa sér líf aftur ef af peningum er nóg. Auk þessa er Sims 2 uppfullur af öðrum smá- vægilegum breytingum og nýjungum sem gera leikinn ögn raunverulegri. Hægt er að skrapa sam- an aurum með því að kíkja undir sófapúðana, elda mat með mismunandi innihaldi, velja um margar mismunandi útvarpsstöðvar og annað sem ekki gefst færi á að nefna hér. Sjón er líklega sögu rík- ari. Allir þeir sem hafa gaman af Sims ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með Sims 2 og líklegt er að nýjungar í leiknum nái að höfða til þeirra sem ekki hafa fílað hann til þessa. AÐ LEIKA GUÐ SIMS 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.