Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 22
22 SPURT OG SVARAÐ Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? „Vænn skammtur af lífshamingju og heilsu.“ Hvað er það dýrmætasta sem þú átt? „Börnin og eiginkonan.“ Dagurinn þegar allt gekk upp var þegar …? „Þegar ég fór á skeljarnar á bökkum Signu og kon- an gegnt mér svaraði játandi.“ Hvað er það versta sem þú hefur upplifað? „Ótímabært fráfall ástvinar í fjölskyldunni.“ Hverjir eru þínir helstu kostir? „Þokkalega lífsglaður og ágætur í umgengni, held ég.“ Gallar? „Á köflum fulllífsglaður og fullþægilegur í um- gengni, held ég.“ Ef þú gætir breytt einhverju við Reykjavík hvað væri það? „Þétta byggðina.“ Hvað finnst þér um ungu skáldin í dag? „Ung skáld eru alltaf áhugaverð – á öllum tímum.“ Hvað reitir þig til reiði? „Fordómar og leti, að ekki sé talað um allan níðingsskapinn gagnvart konum og börnum sem viðgengst í samfélaginu.“ Hvað gleður þig mest? „Velgengni barna minna.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Öðru fremur er það róttæklingurinn Jesús Kristur.“ Hver er áhrifamesta lesning sem þú hefur lesið? „Veröld sem var, sjálfsævisaga Stefans Zweig.“ Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? „Kettir.“ Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „French Connection-tvíbakan.“ Uppáhaldsstaðurinn og af hverju? „Dyngja – sumarbústaður fjölskyldunnar á Flúðum. Þar næ ég alsambandi við sjálfan mig.“ Ertu með eitthvert lag á heilanum? „Layla með Clapton – í gömlu útgáfunni.“ Hverjar eru þínar helstu fóbíur? „Lofthræðsla – hin seinni ár.“ Eitthvað að lokum? „Það er þá ekki annað en óskir til samferðamanna minna um innihaldsríkt líf, sem er talsvert.“ LAYLA MEÐ CLAPTON SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Ung skáld eru alltaf áhugaverð – á öllum tímum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.