Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2
2 MÁLIÐ Fimmtudagurinn 17. nóvember Benni Hemm Hemm á tónleikum í Þjóðleikhúskjallara kl. 22.00. Miðaverð 500 krónur. Ragnheiður Gröndal með útgáfutónleika í Íslensku óperunni kl. 20.00. Miðaverð 2.000 krónur. Hönnunardagar. Á hönnunardögunum munu sýningar eða uppákomur hönnuða, framleiðenda og fyrirtækja eiga sér stað víðsvegar um borg- ina, t.d. í sýningarsölum, verslunum og vinnustofum. Hönnunardagar standa yfir til 20. nóvember. Nánari upplýsingar má finna á www.icel- anddesign.is. Föstudagurinn 18. nóvember Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð. 18–19. Þorsteinn Otti Jónsson opnar sýninguna „Börn Palestínu“. Myndirnar á sýningunni voru teknar á ferðalagi hans til herteknu svæðanna í Palest- ínu árið 2004. Laugardagurinn 19. nóvember Galleríið Banananas. Hildigunnur Birgisdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí. Til 26. nóv. Sunnudagurinn 20. nóvember White Stripes í Höllinni. Koma sveitarinnar til Íslands er liður í tónleika- ferð hennar um heiminn sem farin er í kringum útgáfu á fimmtu breið- skífu sveitarinnar, sem ber heitið „Get Behind Me Satan“. Miðaverð 4.500 krónur. Miðvikudagurinn 23. nóvember Lokasýning hjá Íslenska dansflokknum. Verkin eru Wonderland eftir danshöfundinn Jóhann Frey Björgvinsson, Critic’s Choice? eftir danshöf- undinn Peter Anderson og endurupptaka á Pocket Ocean eftir danshöf- undinn Rui Horta sem hann samdi sérstaklega fyrir flokkinn árið 2001. HVAÐ ER AÐ SKE? Silvía Nótt kom sá og sigraði á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var um helgina. Hún hlaut sigur í flokknum sjónvarpsmaður ársins og auk þess var þátturinn hennar kosinn skemmtiþáttur ársins. Hún hefur því ærna ástæðu til að gleðjast og vonandi að þetta muni efla sjálfstraust hennar eitthvað. Það verður spennandi og jafnframt mikilvægt að fylgjast með ævintýrum stúlk- unnar í næstkomandi verðlaunaþáttum. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum kl. 22.00 á SkjáEinum. SILVÍA NÓTT ER BEST Þegar fjallað er um dægurmál og menningu er úr nógu að taka. Í þetta skiptið langaði okkur til að tileinka blaðinu myndlist og þótti okkur myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir prýðilegur kandídat í það verkefni. Hún hefur verið býsna lengi að í sinni listsköpun og komið víða við og orðstír hennar vex með hverri sýningu. Þrátt fyrir að vera að stíga upp úr flensu og mikið ann- ríki mætti hún í myndatöku til Silju Magg. Hún gaf sig á tal við MÁLIÐ og spjallaði meðal annars um sína sýn á myndlistina og listaheiminn. Myndlistarhjónin Ragnar Kjartansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir eru sömuleiðis nokkuð sjóuð í myndlistarheiminum og hafa sýnt listir sínar víðs vegar um heiminn. Núna um helgina eru þau að fara af stað með myndlistarnámskeið á vegum Myndlistaskóla Reykjavíkur sem heitir „Myndlist rokkar“ og fjallar um samband popptónlistar og myndlistar. Hvar væri popptónlist án hug- myndabrunns myndlistar? er spurning sem eflaust verður varpað þar fram. Jú, myndlistin er víða, ekki bara í skúlptúr og á striga. Nýjar kyn- slóðir myndlistarmanna eru stöðugt að færa hana inn á fleiri svið og gera hana almennari með því að færa hana nær áhorfand- anum. Myndlistin er nefnilega afskaplega dínamískt listform og er orðið afar erfitt, ef ekki ómögulegt, að skilgreina hana. Okkur hjá MÁLINU dettur ekki í hug að reyna það. Það var nógu erfitt að skrifa þessi nokkur orð. En við erum þó einhvers fróðari og meira að segja á einhvern hátt betri manneskjur eftir þann vís- dóm sem listamennirnir helltu ofan í okkur. Það er því vonandi að eitthvað af því komist til skila til þín, lesandi góður. Hanna Björk Valsdóttir Þormóður Dagsson TUTTUGASTA OG FJÓRÐA MÁLIÐ ÞAU SEGJA Jú, myndlistin er víða, ekki bara í skúlptúr og á striga Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þormóður Dagsson, 569 1141 - thor- ri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guðjónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thorhannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Björn Arnar Ólafsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420 mm UM MÁLIÐ Forsíðumynd Silja Magg Hár og förðun Magnea Þakkir Fríða frænka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.