Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 4
4 MYNDASÍÐA KALLANZ HAFNFIRSKA INNRÁSIN Á fimmtudaginn var brunuðu þrjú af helstu rokkböndum Hafnarfjarðar norður til Reykjavíkur, nánar tiltekið á öldurhúsið Grand rokk. Það voru sveitirnar Úlpa, Jakobínarína og Lada Sport sem spiluðu þar fyrir tónleika- þyrstar miðbæjarrotturnar. Gestir voru mjög þakklátir fyrir tónlistarflutning- inn sem þarna átti sér stað og skyldi engan undra þegar önnur eins bönd koma saman. Töluverður aldurs- og reynslumunur var á hljómsveitum kvöldsins. Reynsluboltarnir í Úlpu hafa um árabil vakið lukku með sínu framúrstefnulega og fallega rokki og róli og Maggi söngvari og gítarleikari sveik ekki aðdáendur sína í þetta sinn frekar en fyrri daginn. Drengirnir í Jakobínurínu komust inn á barinn, sem betur fer fyrir áhorfendurna, sem öskruðu í gleði- og ölvunarvímu með hverju lagi hljómsveitarinnar. Lífið er gott við þá þessa dagana, hjá þeim er allt upp á við og ekki að sjá að það eigi nokkurn tíma eftir að breytast. Það er alla vega mjög erfitt að ímynda sér það. Ladasport gaf hinum böndunum ekkert eftir og virkilega skemmti- legt að fylgjast með þessu bandi á tónleikum sem annars staðar. Það er greinilega nóg að gerast í tónlistarsenunni í Hafnarfirðinum í dag sem áður fyrr, en þetta bæjarfélag á greinilega ekki erfiðleikum við að geta af sér frambærilegar hljómsveitir. Á GRAND ROKK Myndir Sigurjón Guðjónsson Hér er gúmmítékki. Nú verður skrifað fyrir allan peninginn, án nokkurrar innstæðu. Engin hug- mynd, engin pæling, engin meining, ekkert nýtt undir sólinni hvort eð er. Ætli það sé hægt að rita orð á blað án þess að nokkuð standi þar? Af hverju ætti nokkur að gera slíkt? Slíkt hlýtur að vera ógjörningur. Þótt maður hafi skoðun á öll- um sköpuðum hlutum þarf maður ekkert endi- lega að gera grein fyrir henni sýknt og heilagt. Það er nauðsynlegt stundum að finnast ekki rass- gat. Maður slakar á og angrar engan. Það eina sem er gefið er að maður deyr einhvern daginn. Það er furðu þægileg tilhugsun. Í samanburði við hana skipta stjórnmál og þvíumlíkt litlu máli. Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Mjög stóískt og gott. Ætli þetta heiti ekki að slaka á. Að geta kúplað út hvar og hvenær sem er. Þótt maður sé brjálaður út í allt óréttlætið og hræsnina í heiminum. Best er að ímynda sér að maður horfi á Jörðina í gegnum lít- inn glugga úr geimstöð á sporbaug. Ekkert fólk. Engin manía. Bara hvissandi blóð í æðum, hjart- sláttur og heilasafi. Og helv.**** Bylgjan … ENDIR HEILASAFI KALLANZ Gestir voru mjög þakklátir fyrir tónlistarflutninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.