Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6
6 HÖNNUN TÍSKA Eftir útskriftardaginn fer svo að renna upp fyrir fólki blákaldur veruleikinn – það veður ekki í at- vinnutilboðum og það getur auðvitað valdið ákveðnum leiða og pirringi. Er þetta eitthvað sem Guðbjörg sér fyrir að Hönnunardagar geti ráðið bót á? Markmið Hönnunardaga „Að einhverju leyti, já. Með Hönnunardögum er- um við að reyna að skapa einhvern vettvang fyr- ir hönnuði. Vekja athygli almennings sem og fyr- irtækja. Með svona hátíð tökum við eitt lítið skref í þá átt. Um leið og fyrirtæki sjá hversu mörg sóknarfæri geta falist í samstarfi við ís- lenska hönnuði verður til atvinna. En svona yf- irbygging eins og Hönnunarvettvangur er gerir ekkert gagn nema ef samstaða milli yfirbygging- arinnar og hönnuðanna sé fyrir hendi. Með slíku samstarfi má gera ótrúlegustu hluti,“ segir Guð- björg og ítrekar að markmið Hönnunardaga sé ekki síst að reyna að efla slíkt samstarf. Mikilmennskubrjálæði Hvað er einkennandi í íslenskri hönnun í dag? „Það er ótrúlega mikill kraftur og mikil sköp- unargleði meðal hönnuða hér á landi eins og í svo mörgum öðrum greinum. Það er örugglega smæðin sem leiðir til mikilmennskubrjálæðis, það er að segja þessi tilfinning að finnast að maður geti allt. Með svona tilfinningu í hjarta er það líka örugglega alveg rétt,“ segir Guðbjörg, greinilega jafnkraftmikil og kollegar sínir enda ekki lítil vinna að koma svona hátíð heim og saman. HÁTÍÐ HÖNNUNAR HÖNNUNARDAGAR 17-20. NÓVEMBER 3. Guðbjörg Gissurardóttir Mynd Golli Texti Berglind Häsler 1. Þessi glæsilegi lampi er til sýnis í Hönn- unarsafni Garðabæjar Hönnunardagar verða formlega settir í höf- uðborginni í dag. Þá munu gullsmiðir, grafískir hönnuðir, iðnhönnuðir, innanhúsarkitektar, leir- listahönnuðir og fatahönnuðir svipta hulunni af verkum sínum víðsvegar um bæinn. Mýmargar sýningar verða opnaðar víðsvegar um bæinn, í verslunum, búðargluggum, bókabúðum, hót- elum, vinnustofum, kaffihúsum, Listaháskólanum og endurbættri Laugadalshöll þar sem fjölmargir spennandi fyrirlestrar verða fluttir. Þegar hlé verður gert á fyrirlestrunum er svo tilvalið að rölta um höllina og skoða kaupstefnu Húsa og Hýbýla sem verður sett á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem sambærileg hátíð er haldin hér á landi og miðað við þá umgjörð sem tíðkast víða annars staðar í heiminum í kringum svona hátíð- ir má eiginlega segja að þetta sé minnsta hönn- unarhátíð í heimi, þó liggja engar slíkar tölur fyrir. Vitundarvakning Það eru eflaust margir sem gleðjast yfir þessu framtaki því hönnun hefur verið vannærð grein hér á landi. Þessi vettvangur hefur í gegnum tíð- ina mætt miklu skilningsleysi hjá almenningi, fyr- irtækjum og yfirvöldum. En nú virðist fólk vera að ranka við sér og margir hverjir eru farnir að átta sig á hvað íslensk hönnun hefur upp á að bjóða. Hönnunarvettvangur er gott dæmi um það en hann var stofnaður síðastliðinn maí og var grafíski hönnuðurinn Guðbjörg Gissurardóttir ráðin í stöðu framkvæmdastjóra. Hönnunarvett- vangur, ásamt nokkrum stuðningsaðilum, sér jafnframt um skipulagningu Hönnunardaga. Nú þegar farið er að kenna hönnun í auknum mæli í Listaháskóla Íslands er það samt stað- reynd að það getur verið erfitt fyrir nýútskrif- aðan hönnuð að fóta sig á atvinnumarkaðinum. 2. Óhefðbundnar hirslur í Héðinsportinu 1 2 3 Manstu eftir gard- ínunum hennar ömmu þinnar, þungar, jafnvel með kögri og svo voru kaðlar sem héldu þeim frá gluggunum? Alla- vega eru þessir kaðlar og kögur orðin að skartgripum og eru eyrnalokkar, arm- bönd og hálsfestar með kögri mjög áberandi og jafnvel stórar þykkar hálsfestar og armbönd úr sjálfum köðlunum en aðeins skreyttar með einlitum perl- um á milli. Hlunkahringir fara að láta sjá sig aftur. Þessir hringir eru stórir og miklir og með svakasteini – þeir hafa jafnvel verið kallaðir „haltu kjafti“ hringir því maður gæti sett einn upp í einhvern til að fá þann hinn sama til að þegja en svona á meiri kurteislegum nót- um eru þeir líka kallaðir kokteilhringir. Þessir hringir eru rosalega áberandi og annaðhvort er best að hafa steininn í stíl við gallann eða í allt öðrum lit til að vekja athygli á fallegri og vel snyrtri hendi! Að lokum er nauðsynlegt að nota alls kyns borða til að skreyta sig í vetur. SKARTGRIPIR TÍSKAN KEMUR ÚR ÖLLUM ÁTTUM Skartgripir og aðrir fylgihlutir geta skipt miklu máli fyrir heildarútlitið. Eins og vanalega er margt í gangi í tískunni og það er bara spurning hversu langt þú ert tilbúin að ganga. Tískan í skartgripum er úr öllum áttum en þó er sér- staklega áberandi þjóðlegur „tribal“ stíll, marglitur skrautlegur stíll eða þá svart í öllum sínum skala. Eyrnalokkarnir sem verða hvað mest áber- andi eru annaðhvort langir með alls konar trékúlum og hang- andi kögri eða öðru skrauti eða þá langir eyrnalokkar með alls lags einlitum steinum. Gylltir lokkar, t.d. með appelsínugulum, grænbláum eða fjólu- bláum steinum í ind- verskum stíl, verða heitir. Marglitar langar tréhálsfestar halda áfram að vera inni, því lengri því betra og jafnvel er nokkuð flott að vefja þeim nokkrum sinnum um hálsinn. En hálsfestarnar eru núna ekki bara úr tré heldur alls lags marglitum steinum og dúllum. Þær eiga ekkert endi- lega að vera í stíl við það sem þú ert í heldur getur verið gaman að lífga t.d. upp á svart- an bol með einni langri og jafnvel tveim til þrem mismunandi löngum. Einnig er flott að fá sér stóra og mikla hálsfesti með svo einu stóru skrauti eins og t.d. svakalegri skel. Armbönd eru líka í þessum marglita stíl en ef þú vilt vera eitthvað öðruvísi þá er kúl að kaupa sér armband eða hálsfesti sem er með aukalega þjóð- legum stíl, þá sérstaklega eitthvað sem vísar til Ind- lands eins og t.d. litlar plastfílatennur. Eða þá að kaupa sér skart úr hlutum sem hafa vanalega ekki verið notaðir í skartgripi eins og t.d. jakkahnappar eða gítarneglur. Stór þykk armbönd, ann aðhvort alveg einlit, helst svört, hvít eða appelsínugul eða með smávegis hand- máluðu mynstri, verða líka inni. Mýmargar sýningar verða opnaðar víðsvegar um bæinn Umsjón Laila Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.