Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 17
Beastie Boys Solid Gold Hits. Það eru örugglega ekki allir sem gera sér grein fyrir því að Beastie Boys eru búnir að vera að í næstum því 25 ár. Hljómsveitin var stofnuð árið 1981 þegar MCA, þá 16 ára; Ad-Rock, þá 15 ára og Mike D, þá 14 ára hófu að spila harðkjarna inni í bílskúr. Þeir eru allir synir ríkra New York-búa af gyðinga- ættum og hlutu gagnrýni eftir því þegar þeir fóru að rappa á smáskífunni „Cookie Puss“ árið 1983. Margir unnendur hipp-hopps höfðu áhyggjur af því að Beastie Boys væru að stela menningu svertingja og nota í eigin þágu, en Beastie Boys svöruðu því til að „gerðu-það- sjálfur“ aðferðin ætti jafnríkar rætur í bæði pönki og hipp-hoppi. Það kemur því ekki á óvart að fyrsti stóri smellur Skepnustrákanna hafi verið rapp/rokk-risinn „Fight for Your Right (To Party),“ en hann hjálpaði heldur betur til við að selja fyrstu plötuna Li- censed to Ill árið 1986. Þetta er lag sem allir þekkja og allir virðast fíla, en ekki síðri eru „No Sleep Till Brooklyn“ og „Brass Mon- key“. Eftir velgengni Licensed to Ill kastaðist í kekki milli strákanna og Rick Rubin sem annaðist útgáfumál. Þeir héldu til vesturstrandar Banda- ríkjanna og kynntust The Dust Brothers sem sáu í framhaldinu um tónlistina á annarri plötu Beast- ie Boys, Paul’s Boutique. Þó hún hafi ekki inni- haldið jafnmarga smelli og fyrsta platan þá hefur hún elst betur. Á Check Your Head fóru Skepnurnar aftur að spila á hljóðfærin sem þeir höfðu látið í friði í nokkur ár, með skemmtilegum árangri, t.d. „Pass the Mic“. Það var líka fyrsta platan sem þeir gáfu út á eigin merki, Grand Royal. Þegar hér er komið eru Beastie Boys á góðri leið með að verða ein vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna, og þegar Ill Communication kemur út 1994 verður allt vit- laust. „Sabotage,“ „Sure Shot“ o.fl. 3 mínútna snilldarverk stimpla sveitina inn sem eina þá mik- ilvægustu í tónlistarsögu 10. áratugarins. Á Ís- landi var Hello Nasty hápunkturinn og „Int- ergalactic“ án efa lag ársins 1998. Öllum þessum lögum og fleiri til hefur nú verið safnað saman í einn handhægan pakka sem ber nafnið Solid Gold Hits. Þar má finna 15 smelli af öllum plötum drengjanna og það er óhætt að segja að hún geti haldið heilu partíi gangandi án þess að maður þurfi nokkurn tímann að skipta um disk. Auk þess er hér á ferðinni ólýsanlega mikilvægur vitnisburður um eina stærstu og bestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga. BEASTIE BOYS: SOLID GOLD HITS PLATAN „Svo kem ég aftur svona löngu síðar til að líta á staðinn minn, og finn að ég er enn í eðli mínu sami gamli þorparinn.“ Svona heyrist í þorparanum við endurkomu hans í gamla bæinn sinn eftir langa fjarveru í borginni. Það er söngvarinn Pálmi Gunnarsson sem syngur þetta vinsæla dægurlag en lag og texti eru úr ótæmandi dægurlagasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. MÁLIÐ sló á þráðinn til tónskáldsins og forvitnaðist um þetta lag. „Maður yrkir gjarnan um það sem maður þekkir eða telur sig þekkja,“ segir Magnús. „Ég held að ég verði að eigna vini mínum Pálma Gunnarssyni, veiðimanni og tónlistarmanni frá Vopnafirði, „inspírasjónina“ í þetta lag. Við erum öll þorparar, við erum öll aðflutt utan af landi til Reykjavíkur á einum eða öðrum punkti. Ég reyndi að notast við lífshlaup Pálma af því að hann var þekktur og frægur á Íslandi og það var mér svolítil kveikja á þessum tíma til að yrkja um þetta fyrirbæri. Textinn fjallar meðal annars um það hvernig var að vera heimsfrægur á Íslandi eins og Pálmi Gunnarsson og margir af okkur hafa lent í að vera. Kóngar í einn dag. Heimsfrægð á Íslandi, það er alveg sérstakt fyrirbæri að því við erum svo fámenn. Í leiðinni er lagið kannski pínulítil ádeila á það þegar Sambandsveldið gamla var að sliga samfélagið. Og svo breyttist það allt eins og allir vita. En þá unnu menn inn á reikn- ing félagsins. Þorparinn var semsagt úr þannig þorpi. Lagið var samið eitthvað í kringum ’80. Þetta er svona eitís-lag með hljóð- gervlum þess tíma.“ ÞORPARINN EFTIR MAGNÚS EIRÍKSSON DÆGURLAGIÐ Texti Atli Bollason Mynd af Magnúsi Þorkell Þorkelsson Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Björn Þór Jónsson, dósent í tölvunarfræði, 38 „Ég var strax svolítill spekingur sem krakki heima á Kópaskeri, þekktur fyrir að vera utan við mig og sökkva mér í áhugamálin. Sextán ára gamall keypti ég mína fyrstu tölvu og þá var línan lögð,“ segir Björn Þór Jónsson. Hann lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1991 og varði doktorsritgerð við University of Maryland í Bandaríkjunum árið 1999. Frá árinu 2000 hefur hann stundað rannsóknir og kennslu við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir Björns Þórs felast einkum í að þróa hraðvirkar leitaraðferðir fyrir myndleitarkerfi. „Við erum í samstarfi við stóra franska rannsóknastofu, IRISA-CNRS, og verkið vinnst mjög vel. Það er í raun enginn í heiminum kominn jafnlangt og við á okkar sérsviði – svo þetta er mjög spennandi.“ Björn Þór segir að vinnan fylgi honum eiginlega hvar sem hann er. „Sem betur fer er hún mjög skemmtileg... en fjölskyldan sér til þess að ég kúpla líka hraustlega frá. Svo hef ég það markmið að fara í golfið fimmtugur og byrja frímerkjasöfnun sextugur!“ Sjá nánar um rannsóknir Björns Þórs á vefnum www.visindi2005.is [myndaleit og heimurinn] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.