Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 18
18 BÍÓ EMILY OG SÆRINGARNAR SAGAN Á BAK VIÐ MYNDINA Flestir ættu að kannast við kvikmyndina The Exorcist (1973) sem fjallar um and- setna stúlku og tilraunir presta við að losa hana við djöfulganginn. Myndin varð geysivinsæl á sínum tíma og er nefnd í hópi kvikmynda í byrjun átt- unda áratugarins sem þykja marka nýtt upphaf í bandarískri kvikmyndagerð. Sannsögulegar særingar The Exorcist var gerð eftir sögu Willi- ams Peters Blattys sem skrifaði í kjölfar- ið handrit að tveimur Exorcistmyndum til viðbótar (Exorcist II: The Heretic, 1977 og The Exorcist III, 1990). En kvik- myndirnar um andsetna fólkið og sær- ingamennina eru ekki hreinn uppspuni. Rétt um það leyti sem The Exorcist sló aðsóknarmet austan hafs og vestan lá ung austurrísk kona, Anneliese Michel, andsetin uppi í rúmi. Allt frá því 1968 hafði Anneliese fundið fyrir kvillum á borð við svitaköst, ofsýnir og að tala tungum. Anneliese og fjölskylda voru trúað fólk og þau vildu ekki trúa að hún væri bara geðveik, heldur hlyti ein- hver djöfull að hafa hlaupið í hana. Svo þau gerðu það sem allir ættu gera í svona aðstæðum; þau kölluðu á prest. Eftir að málið hafi þvælst fram og til baka innan kaþólsku kirkjunnar í Aust- urríki fengu tveir prestar, þeir Arnold Renz and Ernst Alt, leyfi frá biskupi til að framkvæma „hina miklu særingu“ á Anneliese í september 1975. Næsta árið reyndu prestarnir tveir, með hjálp fjöl- skyldu og vina Anneliese, að særa burt djöfulinn sem þau töldu sitja í henni. Það gekk illa og ástand Anneliese versnaði með hverjum degi þar til hún gaf upp öndina í júlí 1976. Prestarnir tveir tilkynntu andlátið til yf- irvalda og yfirmanna sinna innan kirkj- unnar. Rannsókn á málinu hófst þegar í stað og endaði með ákæru á hendur prestunum og foreldrum Anneliese. Fjórmenningarnir voru dæmdir til sex mánaða fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi. Það var skilningur dómsins að Anneliese hefði verið veik og með því að láta hjá líða að koma henni und- ir læknishendur hefðu foreldrarnir og prestarnir orðið valdir að dauða henn- ar. Særingar og kaþólska kirkjan Málið var vandræðalegt fyrir kaþólsku kirkjuna en var svo sem ekkert eins- dæmi. Uppi urðu gagnrýnisraddir um að prestar gengju í hlutverk geðlækna og sálfræðinga og spurningar vöknuðu um hvar geðveiki byrjaði og hvenær djöfullinn tæki við. En særingar hafa engu að síður verið merkilega tíðar síð- ustu þrjátíu ár og dæmi um að síðasti páfi, Jóhannes Páll II, hafi stundað slík- ar athafnir í páfatíð sinni. Hjá kaþólsku kirkjunni eru til ákveðnar leiðbeiningar um hvernig prestar skulu bera sig að við særingar. Leiðbeining- arnar sem Arnold Renz og Ernst Alt notuðust við voru frá 1614 og kallaðar Rituale Romanum. Í kjölfar sakfelling- arinnar 1976 varð ljóst að páfagarður varð að láta endurskoða þessar leið- beiningar. Hins vegar eru strákarnir á þeim bæ ekkert sérstaklega þekktir fyr- ir hraða í vinnubrögðum og uppfærðar leiðbeiningar litu ekki dagsins ljós fyrr en árið 1999 þá undir nafninu De exorc- ismis et supplicationibus quibusdam. Breytingarnar voru svo sem ekki stór- vægilegar en þær helstu kveða á um að prestar skuli ekki framkvæma særingar sé um að ræða fólk sem greinilega er með geðræna kvilla. The Exorcism of Emily Rose er byggð á sögunni um Anneliese Michel. Laurey Linn (sumir muna eftir henni í The Truman Show eða Kinsey) er í hinu sí- gilda hluverki ungs lögfræðings á uppleið sem fær það hlutverk að verja prestinn Richard Moore (Tom Wilkinson). Moore er sakaður um að vera valdur að dauða Emily Rose þegar hann gerði tilraun til að særa úr henni djöfulinn. Í gegnum vitnisburð í rétt- arhöldunum fáum við að fylgjast með sögu hinnar andsetnu Emily Rose um leið og við sjáum hvernig réttarhöldin þróast. Leikstjóri myndarinnar, Scott Derrickson, skilgreinir myndina sem lögfræðidrama um hryllilega atburði. Með því að byggja upp hryll- ingssögu í bland við réttarhöld reynir leikstjórinn Scott Derrickson, að eigin sögn, að varpa fram áleitn- um spurningum um samband trúar og einstaklings- minnis, sannleikann og vangaveltur um líf og dauða og hið illa. Hvernig honum tekst til við það verða áhorfendur að dæma fyrir sig. En það er vafamál hvort myndin nær að svara nokkrum af þeim spurn- ingum sem henni er ætlað að spyrja. Kannski á hún heldur ekki að gera það heldur skilja áhorfandann eftir í hugarangist. Derrickson hefur að minnsta kosti háleit markmið önnur en að skemmta áhorfendum og það er engin ástæða að lá honum það. Myndin verður frumsýnd á morgun, föstudag, í Regnboganum og Smárabíói. SÆRINGAR EMILY ROSE Hún vakti stórlukku, eða kannski öllu heldur ofsahræðslu á sínum tíma. Einn af fyrstu „blokkbösterunum“ í byrjun áttunda áratug- arins sem við búum svo blessunarlega og bölv- anlega við í dag. Særingamaðurinn eldist merkilega vel enda var myndin endurútgefin í leikstjóraútgáfu fyrir ekki svo mörgum árum. Fínasta upphitun fyrir The Exorcism of Emily Rose eða ágætt eftirpartí. Eða bara efni í stór- gott kvikmyndasíðdegi út af fyrir sig. SJÁIÐ ÞESSA: THE EXORCIST (1973) Texti Hjörtur Einarsson Myndir Dreifingaraðili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.