Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 20
20 TÓNLIST TÖLVULEIKUR Það hefur varla farið framhjá neinum að smæsta risarokkband í heimi, The White Stripes, mun trylla landann nk. sunnudag. Tónleikar með White Stripes hafa lengi þótt ótrúleg upplifun: Jack og Meg White eru bara tvö á sviðinu og virðast fremur eiga í eins- hvers konar tónlistarlegu samtali heldur en vera á tónleikum. Hún lemur trommurnar naumhyggju- lega – gjarnan með tunguna út um annað munn- vikið – og hann misþyrmir gítarnum meðan hann ráfar stefnulaust um sviðið. Frábært! Svona litu þau allavega út þegar undirritaður sá þau á tónleikum árið 2002. White Stripes var stofnuð í Detroit árið 1997 og stuttu seinna gáfu þau út plötu sem var samnefnd sveitinni. Platan sú vakti ekki mikla athygli utan heimahagana, en varð þó til þess að hljómsveitin ferðaðist með Pavement og Sleater-Kinney árin 1999 og 2000. PlatanDe Stijl fylgdi í kjölfarið en það var ekki fyrr en með útgáfu White Blood Cells árið 2002 sem boltinn fór að rúlla fyrir alvöru. Legó- kubbamyndband Michels Gondry við „Fell in Love With a Girl“ hlaut gríðarlega spilun á MTV og var til- nefnt til fjölda verðlauna. Ekki spillti heldur fyrir að tónlistarblaðamenn voru farnir að beina sjónum sín- um í auknum mæli að svonefndum The-böndum, og vinsældir The Strokes, The Hives o.fl. urðu bara til þess að bæta bensíni á vinsældabál White Stripes. White Blood Cells endaði á fjöldamörgum árslistum, enda frábær plata þar á ferð, og fékk að óma í fjöldamörgum partíum hér á landi sem víðar. „Hotel Yorba“ gaf fólki raunverulega ástæðu til þess að taka upp kassagítar í partíi án þess að vera hallær- islegt, og „Dead Leaves and the Dirty Ground“ er fyrsta flokks kennsla í því hvernig semja skuli al- mennilegt rokklag. Margir spáðu því að frægð- arblaðra White Stripes myndi springa stuttu síðar. Þá kom „Seven Nation Army“ út og sannaði tvennt: Í fyrsta lagi að White Stripes voru komin til að vera; í öðru lagi að maður þarf ekki mikið meira en bassa- trommu og sjö nótna riff til þess að semja einn kraft- mesta og flottasta slagara áratugarins. Platan Elep- hant hlaut einnig frábærar viðtökur, þrátt fyrir að hafa aðeins verið tekin upp á tveimur vikum. Jack White fór að verða sífellt meira áberandi í slúður- blöðunum, ekki síst fyrir samband sitt við leikkon- una Reneé Zellweger og bílslys sem þau lentu í, auk slagsmála við söngvara hljómsveitarinnar The Von Bondies. Þau tóku sér þó tveggja vikna frí frá stjörnufans- inum og glamúrnum til þess að taka upp plötuna Get Behind Me Satan sem út kom í sumar og á ábyggilega eftir að verma sæti á árslistum gagnrýn- endanna þegar yfir lýkur. Á Get Behind Me Satan kveður við nýjan tón. Platan inniheldur varla einn einasta rafmagnsgítar og því verður mjög spenn- andi að sjá hvernig White Stripes tekst að endur- skapa marimbu-poppið í „The Nurse“ og píanó- fönkið í „My Doorbell“ á sviðinu. Eina leiðin til að komast að því er að kíkja í Höllina á sunnudaginn. NAUMHYGGJUDÚETTINN WHITE STRIPES Á ÍSLANDI Texti Atli Bollason Viðbjóðslegir leikir eru alltaf vinsælir. Því meiri viðbjóður því meiri gleði. Resident Evil 4 er viðbjóðslegur leikur sem gaman er að líkt og fyr- irrennarar hans. Í þess- um leik er leikmaðurinn kominn til Evrópu í leit að dóttur forsetans. Leikurinn hefst einhvers staðar norðanlega á Spáni þar sem leikmað- urinn er í samfloti með tveimur spænskum lög- reglumönnum á leið til bæjarins þar sem síðast sást til stúlkunnar. Það þarf ekki að bíða lengi til að komast að því að allt er ekki eins og á það ætti helst að vera í þessum bæ. Fólkið þarna læðist hægt upp leikmanninum, muldrandi eitthvað ógeðslegt á spænsku, og reynir hægt og þolinmótt að drepa hann. Og vegna þess að þau eru svona ró- leg í tíðinni eru þau ennþá óhugnanlegri og tekur það gjarnan leikmanninn gjörsamlega á taugum. Þetta eru samt ekki hefðbundnir uppvakningar, leikmaðurinn er fljótur að komast að því enda ekki óvanur samskiptum við slík kvikindi. Það er eitt- hvað annað sem gerir fólkið brjálað og morðótt. Hvað það er ætlar leikmaðurinn að komast að. Hljóðin í leiknum eru sérstaklega áhrifamikil, eink- um þegar líf leikmannsins er í hættu. Afleiðingin er ör hjartsláttur og móðursýkisleg hlátrasköll en það er akkúrat það sem leikur af þessu tagi á að fram- kalla. VIÐBJÓÐSLEG GLEÐI RESIDENT EVIL 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.