Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 6
AÐ KLÆÐA SIG EFTIR VEÐRI VETRARTÍSKAN 2005-6 6 TÍSKA KALLANZ Ísland er nú ekki kallað klakinn fyrir ekki neitt. Það er ískalt og vindasamt á veturna og dugar ekkert annað en að dúða sig vel upp svo maður liggi hrein- lega ekki í rúminu með flensu. Og talandi um það þá er ekkert eins glatað og að sjá fólk sem kann ekki að klæða sig eftir veðri. Í staðinn fyrir að vera lúða- legur frostpinni borgar sig að tékka á hvað tískan býður uppá í vettlingum, treflum og húfum – svona til að vera flottur eskimói. Sixpensarar, prjónaðar derhúfur, guðföðurhattar og hattar úr grófu efni halda áfram að vera í tísku og nú er ekki seinna vænna en að fá sér einn slíkan. Litirnir og sniðin eru nokkuð breytilegt alveg frá klassískum svörtum og ljósbrúnum uppí appelsínugulan og grænan. Þetta er allt spurning um hvað þú vilt. Stórar og miklar loðhúfur í rússneskum stíl eru inni. Hvort sem þú kaupir þér eina úr ekta skinni eða ferð út í gervi þá verðurðu ýkt kúl með eina slíka. Loðlúffur eru einmitt líka inni og ef þú færð þér eina loðhúfu þá er flott að fá sér loð- lúffur sem eru jafnvel ekki í stíl við húfuna – en þú getur líka valið þér annað hvort. Litirnir eru náttúrulegir eins og hvítur, svartur, grár eða brúnn allt eftir skinni og smekk. Strákar ættu líka að fá sér rússneska húfu en þá kannski ekki algera loðhúfu heldur frekar húfu með smá loð- skinni og rúskinni inná milli og eyrum sem hægt er að taka niður ef það er ískalt. En í guðanna bænum ekki binda eyrun niður – þ.e. ef þú vilt vera flottur og karl- mannlegur. Og til að verða ekki kalt á höndunum er töff að fá sér svarta eða brúna klassíska leðurhanska. Leðurhanskar eða nettir hanskar fyrir stelpur eru líka inni en þær ættu frekar að fá sér einhverja í áberandi lit eins og grænbláa, fjólubláa, skærbleika eða appelsínugula. En ef þú vilt frekar halda þig við svarta og klassíska eins og strákarnir þá er gaman að fá sér einhverja með skemmtilegu litlu skrauti, hnöppum eða borða til að gera þá aðeins kvenlegri. Prjónavörur eru í tísku í vetur og er það afskaplega hentugt fyrir okkur á Fróni. Gaman er að fá sér marglitar prjónahúf- ur, trefla, vettlinga eða jafnvel grifflur, eða fara í einlitt og þá í einhverjum áberandi lit eins og skær-appels- ínugulum, -gulum eða -blágrænum – svona aðeins til að koma birtu inní vet- urinn. Ef þú vilt ekki fá þér bústinn prjóna- trefil þá skaltu velja þér einhverja þunna slæðu eða trefil sem er þó ekki bara einlitur og litlaus. Fáðu þér frekar trefil með einhverjum flottum ísaum eins og blóma- mynstri, indversku mynstri eða fuglamynstri. Eitthvað sem gefur svona „vá“-strauma frá sér. Umsjón Laila Pétursdóttir Stundum er öll þjóðin æðislega sammála um eitt- hvað. Nýtt dæmi er jöfnun réttinda samkyn- hneigðra til að skrá sig í óvígða sambúð/staðfesta samvist og öll réttindi þar að lútandi, til að ætt- leiða börn, gangast undir tæknifrjóvgun og til að taka fæðingar- eða foreldraorlof. Mér finnst alltaf æðislegt þegar ríkið skilar réttindum fólks aftur til þess. Þó græt ég sviptingu þessara réttinda í upp- hafi! Nú beinast spjótin að Þjóðkirkjunni, sem er klúbbur sem einu sinni var nokkuð sjálfstæður fram að Siðaskiptum en lenti svo alveg í hrammi ríkisvaldsins og fékk forskeytið Þjóð-. Þjóðkirkjan er vondi kallinn sem ekki vill gefa samkynhneigða saman eins og gagnkynhneigða. Ríkið þykist hafa staðið við sitt. Þjóðkirkjan er í pínlegri stöðu því hún er ríkisstofnun þegar allt kemur til alls. Af hverju geta alþingismenn ekki bara skikkað prest- ana til að gifta homma og lesbíur? Þeir þora það bara ekki því í kristinni trú þykir samkynhneigð ekki góðar tvíbökur. Og meirihluti landsmanna er jú kristinn þannig að pólitíkusarnir hætta sér ekki inn á það viðkvæma svæði. Ein spurning er áhuga- verð sem tengist þessu fíaskói lauslega: Má kirkjan gefa saman tvo kynskiptinga? Þeir voru í fréttum nýlega þar sem gagnrýnt var að heilbrigðiskerfið, ríkið, sinnti þeim ekki nægilega vel. Svo þurfa þeir líka að borga milljón kall fyrir djobbið. Er það kannski sjálfsagt að ríkið borgi svoleiðis aðgerð? Hey, er það kannski gróft óréttlæti að karlkyns par geti ekki gengist undir tæknifrjóvgun!? Hvað segja stjórnlyndir femínistar við því? Maður hættir að átta sig á hvaða limur er hvers í þessum þjóðfélags- twister. Ástandið verður vandræðalegt þegar þátt- takendur eru orðnir sveittir af hamaganginum og hver er með nefið á kafi í náunga sínum öndverð- um. Samt er sá alltaf úthrópaður sem leiðinlegur sem finnst vond hugmynd að fara í Twister. Kannski gleymdi hann að fara í sturtu fyrir partýið. Kannski er hann bara með lausn á ruglinu! Hvernig væri ef samfélagið grundvallaðist á því að hver ein- staklingur væri frjáls til að gera það sem honum sýnist, svo framarlega að hann virði rétt annarra til hins sama. Þá gætu trúfélög starfað frjáls, samkyn- hneigðir fundið einhvern til að gifta sig sem vill gera það, kynskiptingar borgað undir eigin kyn- skiptiaðgerðir, pólitíkusar yrðu atvinnulausir í hrönnum og jafnrétti yrði í reynd náð. Þannig gætu Gunnar í Krossinum og Páll Óskar lifað saman hvor í gagnkvæmri viðurkenningu annars. Sem frjálsir menn sem vinna engum öðrum mein. For- senda þess er að fólk viðurkenni fullt frelsi ein- staklingsins samanber skilgreininguna hér að ofan. Siðferðismál, trúmál og öll önnur mál eiga ekki heima í stjórnmálum. Þau eiga aðeins að snúast um að vernda frelsi borgaranna. Annars verður partýið súrt. FÉLAGSTWISTER KALLANZ Dúða sig vel upp svo maður liggi hreinlega ekki í rúminu með flensu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.