Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16
16 TÓNLIST Það er ekki langt síðan hljómsveitin Hölt hóra varð sýnileg innan íslensku tónlistarsenunnar. Fyrr á þessu ári gáfu þeir út fyrstu þröngskífuna sína Love me like you elskar mig en þar áður höfðu ein- hver lög með þeim fengið að hljóma í útvarpi og meira að segja nokkur myndbönd litið dagsins ljós. Bandið samanstendur af sunnanmönnum sem kynntust í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem þeir fundu hljóminn. Blaðamaður hitti þá Atla Fannar söngvara og Valgeir trommara og spjallaði við þá um Airwaves, Selfoss og sitthvað fleira. „Það er ekkert að Selfossi. Fínn bær,“ staðhæfir Atli söngvari hljómsveitarinnar en hann og Sig- urbjörn bassaleikari eru frá þeim ágæta stað. „Það eru engir hnakkar að skríða inn um gluggann hjá manni á meðan maður sefur.“ Ástæðan fyrir því að Selfoss berst í tal er sú að nafn bæjarins hefur gjarnan loðað við bandið þrátt fyrir að aðrir meðlimir bandsins séu frá öðrum svæðum á Suður- og Vesturlandi. Þannig eru tveir úr Tung- unum og svo er einn Strandamaður frá Drangsnesi. „Fólk spyr okkur oft af hverju við viðurkennum ekki að við séum frá Selfossi. Málið er að við erum ekki allir frá Selfossi og getum í rauninni ekkert sagt að við séum þaðan,“ útskýrir Atli. Hvað sem því líður þá kynntust þeir allir í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi en einhverjir höfðu þekkst í lengri tíma. Í dag eru þeir allir fluttir á mölina, ýmist í námi eða vinnu, nema Valgeir sem heldur sig við smíðar í sveitinni. Nafnið hjálpar „Þetta var bara menntaskólahúmor,“ segir Valgeir trommari um tilurð hljómsveitarinnar. „Þess vegna heitir hljómsveitin þessu nafni.“ Einhverjir meðlim- anna höfðu verið að spila á pöbbum og annað slíkt en þá voru þeir söngvaralausir. Þá á Atli Fannar að hafa komið að máli við drengina og stungið upp á því að búa til nýja hljómsveit sem skyldi heita Hölt Hóra. „Við vorum átján ára gaurar sem fannst „hóra“ fyndið orð,“ útskýrir Atli og bætir við að hann sé mjög ánægðir með að útvarpsmenn séu hættir að blygðast sín þegar þeir segja nafnið. „Ég er bara mjög stoltur af því að fólk geti nú sagt nafnið án þess að fara í keng. Það er líka gaman að sjá hversu langt maður getur farið með það,“ segir Atli. Þeir vilja meina að þetta krassandi nafn hafi hjálpað þeim að fá þá miklu og góðu athygli sem þeir hafa fengið. „Áður en við vorum búnir að gefa út plötu fengum við að gera svo mikið og fara svo margt. Við spil- uðum í Atinu á Rúv og fengum nokkur blaðaviðtöl en vorum samt ekki búnir að gera neitt. Þannig að nafnið hefur gert okkur heilmikið gott þó að mað- ur nagi sig kannski í handabökin yfir því núna. Það væri ef til vill skemmtilegra að heita eitthvað töff,“ segir Atli og Valgeir játar að það geti stundum ver- ið erfitt að nefna hljómsveitarnafnið við ömmu sína. Okkar Einar Bárðar Ferill hljómsveitarinnar byrjaði fyrir alvöru þegar þeir tóku þátt hæfileikakeppni framhaldsskólanna sem þeir unnu. „Þetta voru svona okkar Músíktil- raunir,“ segja þeir. Magnús nokkur Öder, sem með- al annars plokkar bassastrengi með Benny Crespos Gang, bauð síðan piltunum að taka upp lag hjá sér þar sem hann var í námskeiði í upptökustjórn uppi í FÍH. Þeir tóku upp lagið og það endaði með að fá heilmikla spilun. Þá varð ekki aftur snúið. Magnús tók síðan upp þröngskífuna þeirra og hefur einmitt fengið mjög gott lof fyrir þá vinnu. „Hann er svona Einar Bárðar okkar,“ segir Valgeir um samstarf hljómsveitarinnar við Magnús. Aðspurðir um allan kostnað sem fylgir öllum upp- tökum og öðrum hljómsveitarrekstri þá svara þeir að hljómsveitin reki sig alveg sjálf. „Við reynum alltaf að finna einhver gigg sem borga og allt sem við fáum fer í æfingarhúsnæði, upptökur, útgáfur og annað. Við erum ekkert að kaupa okkur neina bíla,“ lýsa þeir yfir. Í fötum frá Dressman Talið berst síðan að Airwaves hátíðinni síðastliðinni en hljómsveitin spilaði á tónleikum á vegum tón- listartímaritsins Kerrang! í Hafnarhúsinu ásamt Juliette and the Licks, Dr. Spock, Singapore Sling og fleirum. „Við fórum í smá auglýsingaherferð fyrir þá tón- leika.“ Þeir voru nefnilega smeykir við að tímasetn- ingin á tónleikunum þeirra væri óheppileg þar sem þeir spiluðu klukkan átta og voru fyrstir upp á svið- ið í Hafnarhúsinu. „Við létum prenta rándýra „flyera“ með forsíðu Kerrang og við létum taka nýja mynd af okkur sam- an og settum á þá. Dressman sponseraði á okkur föt og við völdum yndislega hallærislega golfgalla og síðan dreifðum við um þúsund miðum út um all- an bæ. Við erum á því að þessi herferð hafi virkað því það var alveg fjandi vel sótt.“ Þessa dagana eru þeir að einbeita sér að æfingum og lagasmíðum og afneita öllum tilboðum um tón- leika, nema kannski þeim allra fýsilegustu. HLJÓMSVEITIN MEÐ LJÓTA NAFNIÐ HÖLT HÓRA 1. Á myndina vantar gít- arleikarann Eyþór Loftsson en hann dvaldi á Hilton-hótelinu í London þegar mynda- takan fór fram. Texti Þormóður Dagsson Mynd Sigurjón Guðjónsson Við vorum átján ára gaurar sem fannst „hóra“ fyndið orð 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.