Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 17
Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Oddur Vilhelmsson, dósent í líftækni, 37 „Ég las alfræðibækur þegar aðrir lásu Andrés Önd. Það var eitthvað við vísindin sem heillaði mig alveg frá fyrstu tíð,“ segir Oddur Vilhelmsson. „Ég tókmér samt þriggja ára hlé frá námi eftir stúdents- próf og starfaði sem kjötskurðarmaður. Þótt ég vissi að vísindin myndu verða mín leið var ég ekki alveg viss um það hvaða braut ég ætti að velja. Byrjaði bæði í eðlisfræði og bókmenntum við HÍ en tók svo stefnuna á matvælafræði – og fann mig þar.“ Oddur varði doktorsritgerð umörverufræðimatvæla við Pennsylvania StateUniversity í Bandaríkjunum og er nú dósent í líftækni við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði sameindalíffræði bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og vinnur nú að rannsóknum sem nýtast munu í fiskeldi. „Það eru forréttindi að fá að vinna við að leysa gátur og komast að einhverju sem enginn annar veit. Svona starf býður líka upp á samstarf við erlenda vísindamenn – og það er heillandi þegar alþjóðlegur andi svífur yfir vötnum.“ Oddur segist hafa lært það í Bandaríkjunum að nýta frítímann vel, þar séu fáir frídagar og eins gott að vera vel skipulagður. „Ég hef gaman af starfinu mínu, svo mikið er víst. En ég geri margt fleira og fjallgöngur eru þar efstar á lista.“ Sjá nánar um rannsóknir Odds á vefnum www.visindi2005.is [örverur og gátur] P R [p je e rr ] Vísindi – minn vettvangur „Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll ver- öldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið.“ Svona sungu Dúkkulísurnar um svarthvítu hetjuna sína um miðbik níunda áratugarins. Núna hefur þessi söngur ómað í eyrum landans í rúm tuttugu ár og er fyrir löngu orðið að klassísku íslensku dægurlagi. Austfirðingurinn og dúkkulísan Gréta Sigurjónsdóttir samdi lagið og text- ann. „Ég held að það hafi bara orðið til í æfingahúsi á Egils- stöðum, einum af mörgum bílskúrum sem við vorum bún- ar að vera í,“ segir Gréta Sigurjónsdóttir og er auðheyri- legt að hún þarf að hafa svolítið fyrir því að rifja það upp. „Ætli það hafi ekki verið um ’84. Þá vorum við bún- ar að gefa út eina plötu og vorum farnar að hugsa efni fyrir næstu plötu. Þetta er orðið svo langt síðan, maður man þetta varla,“ segir hún og hlær. „Við vorum líka að æfa mikið fyrir böll á þessum tíma. Við spiluðum rosalega mikið á böllum úti um allt land. Heilmikil aksjón í gangi.“ Hún segir að þetta tímabil hafi verið mikið fjör en líka erfitt þar sem þær voru allar í vinnu með þessu. „Auðvit- að var samt gaman að þessu. Maður væri nú ekki að standa í þessu annars.“ Hver er svo sagan á bak við textann? „Ég var búin að semja vísurnar áður en ég var endanlega búin að finna viðlagið. Ég var í mesta basli með að finna eitthvað „katsí“ viðlag. Við vorum náttúrlega miklir Dur- an Duran-aðdáendur og vorum alltaf að horfa á mynd- böndin þeirra. Það var eitthvert myndband með þeim sem var í svarthvítu og ég var á sama tíma eitthvað að velta fyrir mér þessu hetjuhugtaki og þessum hetjum sem voru í svarthvítu myndunum. Ég man sérstaklega eftir þessu myndbandi með Duran Duran og það hafði svona úrslitaáhrif á textann í laginu. Simon Le Bon og það allt saman.“ Þess má geta að nýverið opnaði Gréta veitingahús í Fella- bæ á Egilsstöðum sem heitir Svarthvíta hetjan. SVARTHVÍTA HETJAN MÍN DÆGURLAGIÐ Ætli það hafi ekki verið vorið 2002 sem ég ákvað að venda kvæði mínu í kross, segja skilið við Grím rakara í Grímsbæ sem hafði klippt mig í rúm tíu ár, og halda á nýjar slóðir. Ég fór í klippingu á nýrri hárstofu sem hafði opnað á efri hæð Spútn- ik og bar hið umdeilda nafn Gel. Mér fannst nafnið töff, en margir á mínum aldri tengdu nafnið helst við vandræðaleg grunnskólaböll og ofbeldisfulla hnakka. Hárið á mér hafði eiginlega ekki verið klippt síðan vorinu áður þegar þarna var komið og heilsa þess var eftir því. Klipparinn var afskaplega vinalegur og við gátum rætt sam- an um heima og geima, aðallega tónlist þó. Hann var bassaleikarinn í sjóðandi heitu bandi sem hét Fídel og var nýlega búið að gefa út plötu sem hafði gengið vel. Ég fór út af Gel með nýja og virkilega þarfa klippingu og þá vitneskju að ef maður ætlaði ekki að láta hárið þorna upp og verða ógeðslega ljótt (eins og það var orðið) þá þyrfti maður að nota næringu. Svo umhugað var mér orðið um heilsu hársins að þegar ég kom aft- ur í klippingu um sumarið ákvað ég meira að segja að fá djúpnæringu, sem þessi vinalegi klippari nefndi „rokknæringu“, svona svo ég þyrfti ekki að láta það spyrjast út að ég hefði keypt djúpnæringu. Hárheilsa mín var allt önnur og ég prísaði mig ekki síður sælan með þennan kunningja sem ég hafði eignast. Fídel lagði upp laupana og klipparinn vinalegi varð brátt einn vinsælasti plötusnúður borgarinnar. Ekki leið heldur á löngu þar til hann varð „einhverra hluta vegna einn helsti trendsetter unga fólksins“ og vinsæl fyrirsæta á sjónvarpsskjám um alla Evrópu. Ég var algjörlega búinn að segja skilið við Grím rakara, orðinn fastur gestur á Gel, og heilsa hárs- ins var eftir því. Það er mér því sönn ánægja að tilnefna fyrstu plötu klipparans vinalega plús einn, Shampoo, sem plötu vikunnar hjá Málinu, en letilegur og Beck-legur söngurinn í bland við forritaðar trommur og kassagítarleik ætti að bæta heilsu hvaða hárs sem er, hversu illa sem það kann að vera farið. HAIRDOCTOR: SHAMPOO PLATA VIKUNNAR Texti Atli Bollason Mynd af Grétu Sigurður Aðalsteins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.